Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 13

Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 13
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 13 ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, samkvæmt drögum að niðurröðun mótsins sem KSÍ hefur gefið út. Þann dag verða leiknar fyrstu umferðirnar í efstu deild, Landsbankadeildinni, 1. deild og 2. deild karla en keppni í efstu deild kvenna hefst þremur dögum síðar, fimmtudaginn 19. maí. Þrír leikir í efstu deild karla eru settir á klukkan 14 hinn 16. maí en það eru Valur – Grindavík að Hlíðarenda, ÍA – Þróttur á Akranesi og Fram – ÍBV á Laug- ardalsvelli. Um kvöldið, kl. 19.15, leika síðan Keflavík og FH í Keflavík en lokaleikur umferð- arinnar, milli Fylkis og KR, er settur á daginn eftir, þriðjudags- kvöldið 17. maí. Fjórar umferðir verða leiknar í efstu deild á fyrstu fimmtán dög- um Íslandsmótsins en síðan er gert ellefu daga hlé vegna lands- leikja við Möltu og Ungverjaland. Lokaumferðinverður leikin laugardaginn 17. september en aðeins tvær umferðir verða leikn- ar í deildinni á síðustu 18 dögum Íslandsmótsins, samkvæmt þessari niðurröðun. Keppni í 1. deild karla lýkur föstudaginn 16. september, loka- umferð 2. deildar karla verður laugardaginn 10. september og lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna verður sunnudaginn 4. september. FÓLK  ÓLAFUR Páll Johnson, knatt- spyrnumaður úr KR, hefur verið lán- aður til 1. deildarliðs Fjölnis. Ólafur Páll er tvítugur miðjumaður sem hefur leikið einn leik með KR í úr- valsdeildinni og 14 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann skoraði fyrir KR gegn Víkingi í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í síðustu viku.  EYÞÓR Guðnason, knattspyrnu- maður úr Njarðvík, er genginn til liðs við 1. deildarlið HK. Eyþór, sem er 29 ára sóknarmaður, hefur verið markahæsti leikmaður Njarðvíkinga undanfarin þrjú ár og skorað fyrir þá 38 mörk í 60 deildaleikjum.  ÞÓRARINN Kristjánsson lék síð- ustu 25 mínúturnar fyrir Aberdeen sem tapaði á heimvelli fyrir Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær.  ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Torquay sem gerði 2:2 jafn- tefli við Bradford í ensku 2. deildinni í knattspyrnu.  VEIGAR Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk sem gerði 2:2 jafntefli við Ham-Kam í æfingaleik um helgina. Á heimasíðu Stabæk var Veigar Páll sagður hafa spilað best fyrir Stabæk en hann eins og kunn- ugt reynt að komast í burtu frá fé- laginu sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.  ÁRNI Gautur Arason og félagar hans í Vålerenga höfðu betur í grannaslagnum gegn Lyn, 2:0, í æf- ingaleik sem háður var í Valhöll í Osló á laugardaginn. 3,500 áhorfend- ur mættu til að sjá slag Oslóarlið- anna og rann allur ágóði af leiknum til fórnalamba flóðbylgjanna í Asíu.  KRISTJÁN Uni Óskarsson, Ólafs- firði, lenti í 2. sæti og Sindri Már Pálsson, Breiðablik, í 31. sæti á FIS móti í Ruhpolding í Þýskalandi um helgina. Guðrún Jóna Arinbjarnar- dóttir, Víkingi, lenti í 16. sæti á FIS móti í bruni á móti sem fram fór um helgina í Hafjell í Noregi.  KRISTJÁN keppti í svigi í gær á heimsbikarmóti í Kitzbühel í Aust- urríki. Kristján féll í fyrri ferð sem og 20 aðrir skíðamenn.  BIKARMÓTARÖÐ SKÍ hófst á laugardag en keppt var í stórsvigi karla og kvenna í Bláfjöllum. Að- stæður voru eins og best verður á kostið en 57 keppendur voru skráðir til leiks. Í karlaflokki sigraði Steinn Sigurðsson, Ármanni, og hóf þar með titilvörn sína en hann er bik- armeistari síðasta vetrar. Hrefna Dagbjartsdóttir, Skíðafélagi Akur- eyrar, sigraði í kvennaflokki.  FORRÁÐAMENN Phoenix Suns hafa fengið til liðsins Jim Jackson frá New Orleans Hornets en Jack- son hefur þá verið hjá 12 liðum á 13 ára ferli sínum í NBA-deildinni. Suns lét þrjá unga leikmenn fara frá sér í skiptum fyrir Jackson, Casey Jacobsen, 23 ára, Maciej Lampe, 19 ára og Jackson Vroman, 23 ára. „VIÐ spiluðum frábæran fyrri hálfleik og menn komu vel tilbúnir til leiks og spiluðu ansi skemmtilega á köflum. Róðurinn þyngdist hins vegar í síðari hálf- leiknum og breiddin sem Njarðvík hefur og kraft- urinn í þeim fór að segja til sín, við fórum að gera alltof mikið af mistökum og höfð- um ekki bolmagn til að leysa bæði pressuna og halda áfram að skora körf- ur – þannig að við náðum ekki að klára leikinn af krafti,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Breiða- bliks. „En í heildina litið er ég þokkalega ánægður með leikinn og það er engin skömm að því að tapa fyrir Njarðvík, þeir eru með frá- bært lið,“ bætti Jón við að lokum. Greinilegt var á fyrstu mínútun-um að Blikar, sem leika í fyrstu deild, voru staðráðnir í að gefa allt sem þeir áttu í leikinn og veita Njarðvíking- um verðugu keppni. Framan af leik tókst þeim vel upp, þeir hittu vel fyrir utan og náðu að gera gestunum lífið leitt. Um miðj- an annan leikhluta vöknuðu Njarð- víkingar hins vegar loks til leiks og náðu ágætum leikkafla, komust níu stigum yfir en misstu forskotið nið- ur í fimm áður en flautað var til leikhlés. Í þriðja leikhluta breyttu gestirnir um varnartaktík og hófu að pressa á Blikana um allan völl. Gaf það svo góða raun að á fyrstu fimm mínútunum eftir leikhlé skor- uðu gestirnir tuttugu stig á móti fjórum Breiðbliks – sem aðeins gerðu þrettán stig í leikhlutanum. Eftir það var aðeins formsatriði að klára leikinn og virtust Blikar orðn- ir ansi þreyttir þegar komið var í fjórða leikhluta. Hin mikla breidd í leikmannahópi Njarðvíkinga kom sér vel og fengu lykilmenn þeirra að hvíla mestan hluta síðari hálf- leiks. Þeir leikmenn sem inn komu stóðu sig með prýði og juku for- skotið jafnt og þétt þar til yfir lauk, í lokin var munurinn kominn í 37 stig en lokastaðan var 76:113. Brenton Birmingham var stiga- hæstur Njarðvíkinga með 22 stig en næstur kom Páll Kristinsson með 17 stig. Egill Jónasson átti einnig góða spretti í síðari hálfleik og skemmti áhorfendum með troðslum af betri gerð og gerði 13 stig. „Blikarnir voru fyrst og fremst að berjast vel í fyrri hálfleik og varnarleikurinn hjá okkur var ekki nægilega góður. Við bættum hann til muna í seinni hálfleik og upp- skárum eftir því. Það er ekkert gef- ið í þessu og menn verða að spila á fullu í fjörutíu mínútur, það er það sem skiptir máli. Vissulega stóðu Blikar sig vel í fyrri hálfleik en ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu, þeir hittu vel fyrir utan og gerðu vel. Það verður ekki af þeim tekið. En ég vissi að mínir menn myndu bæta í áður en yfir lyki,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkur. Njarðvík mætir Fjölni í úrslita- leiknum en liðin hafa mæst einu sinni í vetur, í hörkuleik þar sem Njarðvík sigraði með einu stigi. Fjölnismenn hafa einnig verið á mikilli siglingu að undanförnu og komið mest á óvart í Intersport- deildinni. „Það verður verðugt verkefni. Við hreinlega rændum sigrinum af þeim í deildinni í erf- iðum leik þannig að það verður stórleikur. Við erum vissulega ósáttir við gengi okkar í deildinni undanfarið en erum að vinna í okk- ar málum. Það eru vissir þættir sem þarf að laga en við höfum fulla trú á að það horfi til betri vegar þar. Það er einnig gott við að mæta Fjölni að það er ljóst að það verður ekkert vanmat í gangi. Þetta eru liðin sem eru í þriðja og fjórða sæti í deildinni þannig að þetta verður blóðug barátta,“ sagði Einar Árni í leikslok. Íslandsmótið í knatt- spyrnu hefst 16. maí Engin skömm að tapa fyrir Njarðvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Páll Kristinsson, leikmaður Njarðvíkinga, brýst í gegnum þétta vörn Blika í Kópavogi í gær. Njarðvíkingar áttu ekki í erfiðleikum Njarðvíkingar unnu öruggan sigur, 113:76, á Breiðablik í undan- úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar – þegar liðin mættust í Smár- anum í gærkvöldi. Blikar gáfu úrvalsdeildarliði Njarðvíkur ekkert eftir framan af og nokkurt jafnræði var með liðunum, staðan í hálf- leik var 48:53. Gestirnir sýndu svo klærnar loks í þriðja leikhluta og stungu af með auðveldan sigur og mæta Fjölni í Laugardalshöll í úr- slitum 13. febrúar næstkomandi. Andri Karl skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.