Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1952, Síða 8

Mánudagsblaðið - 03.11.1952, Síða 8
Máfiudafjsblaðið Biezkir og bandarískir kafbátar hafa nú þýzka útbúnaðinn „schnorkel“, sem gerir þá færa um að ,,anda“ í kafi. Myndin fer af slíkum útbúnaði á kafbátnum Trespasser, sem er í eigu Breta. Eitt af nýjustu olíuskipum Breta. Skipið heitir „Britisii Adventure“ og er 28 þúsund tonn. Smátt og smátt eru að ltvis- ast fréttir úr mikið umræddri ferð Heklu til Spánar. Er sýnilegt, að landinn hafi reynt að skemmta sér eftir föngum á langri sjóferð. Fréttaritari vor hjá Ríkis- skip hefur sagt oss margar hildarsögur úr Bjarmalands- för þessari og eru sumar ekki hollar ungum lesendum og lítt fróðum í siðum eldri manna hér á landi, þá er þeir eru utanlands. Kemur þar helzt til að siglingamenn ís- lenzkir, þeir er teljast til kaupmanna og annarra stór- menna landsins, taka upp nýja siðu, er þeir eru með erlendum þjóðum og minnast þá óspart siða forfeðra vorra, þeirra er gerðu þá nafntog- aða. Af mörgum sögum og ógur- legúm þykir oss eigi fært að birta í þessu tölublaði nema eina sem þykir umtalsverð. Einn nafntogaður maður norölenzkur tók sér far með Heklu og vildi sjá siðu er- lendra manna. Lenti hann í iklefa með einum hógværum Sunnlendingi. Strax fyrsta kvöldið bauð sá sunnlenzki sambýlismanni sínum sjúss, en sá norðlenzki kvaðst ekki vilja eitrið; sagði það ófært hugsandi mönnum, sem vildu nema háttu spanskra þjóða. Urn þetta þrefuðu þeir her- bergisfélagar um stund og lauk svo að hinum norðlenzka leiddist þófið og hljóp úr hý- býlum sínum. Sá sunnlenzki sá eftir og leiddist mjög, að hann hefði þegar á fyrsta degi móðgað herbergisnaut sinn. En þetta fór heldur á annan veg, því vart liðu nema tvær stundir þangað til f jórir ferða- félagar komu inn í klefann og höfóu þann norðlenzka með sér sofandi. Hafði hann sýni- lega skipt um skoðun og dúll- að við drykkinn á öðrum stöð- um. Er nú ekki að sökum áð spyrja, því svo virtist að sá norðlenzki teldi það skyldu sína að vinna sem bezt á birgðum skipsins áður en til Spánar kæmi. Hélt hann sér í nánu sambandi við Bakkus alla leiðina og svo drengilega gekk hann fram í þessum gleð skap sínum, að nær allir far- þegar kusu heldur að hafa hann ekki með sér en hitt. Þegar til Spánar kom og ekk- ert lát virtist á gleðskap Norð- lendingsins aftóku farþegar að taka hann með sér í skemmtiferð um borg eina. Norðlendingurinn kunni illa þessum andblæstri og hélt sig vera myndu prýði hópsins þegar á land kæmi, en allt kom fyrir ekki. Reiddist hann þá, er aðrir gengu í land, stappaði fótum niður og hopp- aði á dekki. Minntist hann nú skyndilega bragðs Egils á Armóði Skeggs og f ramdi það á sjálfum sér. Reíf hann gler- auga, sem hann bar í annarri augnatóptinni og skellti því á dekkið svo að það brotnaði mélinu smærra. Settist hann síðan við sína fyrri iðju, úrillur nokkuð og sagnaði sárt augans. Farþegar héldu um borgina og skoðuðu merkisstaði. Með- al annars komu þeir á náttúru gripasafn mikið, þar sem til sýnis voru ýmis kvikindi með- al annarra uppstoppuð villidýr úr frumskógum. Einn íslend- ingurinn minntist atviksins á skipsfjöl og tók gerfiauga úr Pardusdýri, sem þar var til sýnis og stakk í púss sitt. Þegar þeir komu aftur á sJíipsfjöl gekk hann að Norð- lendingnum og fékk honum augað og kvað það duga myndu að nokkru meðan ekki fengist annað , sem betur ætti við. Norðlendingurinn varð glaður við drengskapar- bragðið, fékk sér einn tvöfald- an og fór síðan í klefa sinn. ' * ★ * Nú -er þar til máls að taka að farþegar sitja við kaffi- drykkju í sal skipsins. Kemur þá einn farþeginn náfölur og segir forynjur ganga lausar um skipið. Kveðst hann hafa verið á gangi niður í skipinu, þar sem dimmt var og hafi hann þá skyndilega komið auga á glyrnu ekki frýnilega, sem færi eftir ganginum en reikaði mjög. Sló nú ótta á suma en aðrir, sem reyndari voru kváðu þetta fásinnu og missýni, sem aígengt væri meðal íslendinga í millilanda- siglingum. Rétt í þessu heyrð- ist öskur mikið frammi í gang inum-og litu allir upp. Kom þá ein af þarnunum náföí inn en á eftir henni Norðlendingur- inn og hafði þá búizt heldur ferlega. I stað tómu angnatóptar- innar glytti nú í gult rándýrs- augað og deplaði hann því í ákafa. Segir fréttaritari vor, að heldur hafi það verið hvim- leitt faiþegum, þegar Norð- lendingurinn lokaði sínu rétta auga en hvessti hitt á þá, sem hann átti í útistöðum við. Þótti sumum ekki einhlítt að eiga illsakir við Norölending- inn og er ekki annars getið en að hann hafi orðið Spáni að jafnmiklu undrunarefni og Spánn varð honum. Sækið bazar Hlííarsjóðs á mánudag. Klukkan 2 í dag (mánudag) er haldin bazar 1 Goodtempl- arahúsinu á vegum Hlífar sjóðs. Sjóður þessi er stofn- aður til minningar um Hlif Þórðardóttur og er ágóðanum varið til styrktar fátækustu sjúklingunum, sem dvelja á berklahælum og f jölskyldum þeirra. Fólk er sannarlega hvatt til þess að sækja bazarinn og kaupa hina mörgu eigulegu muni, sem þar verða á boð- stólum. Um leið og þú eignast eigu- lega muni, styrkirðu göfugt málefni. KVIKMVNDAHtS: Gainlá bíó: Kátir kappar. Gene Kelly, Esther Williams. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Meistarar tón- anna. Rubinstein, Heifetz o. fl. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Allir á lijólum. John McCallum. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Eg hef ætíð elskað þig. Kl. 7 og 9. Gög og Gokke kl. 5. Stjörnubíó: Fiöken Júlía. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Lokuð leið til afturhvarfs. Kl. 5, 7 og 9. Trípólibíó: Carmen. Charlie Chaplin. Kl. 5, 7 og 9. Veslmanaeyjingar hlæja að loílhræðslu Háttvirta Mánudagsblað! Okkur langar til að biðja yðnr að birta smá greinar- korn, (ef þér álítið það þess virði), vegna staðhæfinga Morgunblaðsins 26. þ. m. — I Vestmannaeyjum — Kona gi’ipin lofthræðslu —. 1 greininni stendur meðal annarra orða: „Við rannsókn sannaðist að kona þessi, sem LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið. Rekkjan. Inga Þórðardóttir, Gunnar Eyjólfsson. Kl. 8. Iðnó: Ólafur Liljurós; Mið- illinn. Guðmunaa Elíasdóttir. Kl. 8. Sjálfstæðishúsið. Haustre- výan 1952. Mania Mourier. Kl. 8,30. LAUSN Á MORÐGÁTU I>aÓ hefði verið líkamlega ó- mögulegt fyrir dauðan mann að sitja uppréttur í miðju bak- sæti í leigubíl, sem ekur yfir holóttan veg. er erlend og var þarna í f ylgd með nokkrum löndum sínum og er kominn nokkuð á fimm- tugsaldur, varð gripin ákafri lofthræðslu er hún hafði ldifr- að upp í brekku. Urðu tilburð- ir hennar af þeim sökum og það, að liún fór úr rifmun sokkuni...... Staðhættir eru þannig við fótboltavöllinn í Eyjum, að norður af honum er smá brekka, en síðan kemur kletta belti. Þar sem þessi erlenda kona varð gripin hinni áköfu loftliræðslu, er brekkan álíka brött og frá bifreiðastöðinni Hreyfill í Reykjavík og að brekkubrún á Arnarhólstúni, ef hægt væri þá að kalla það brekku. Myndi einhver ekki brosa eins og við Vestmanna- eyingar gerum nú, ef einhver — erlend kona — hætti sér út á Arnarhólstúnið og yrði grip- in um leið — ákafri loft- hræðslu —, þannig að hún hrasaði og rifi sokkana af sér — vegna hinnar áköfu loft- hræðslu. — Væri ekki eitt- hvað aírnað alvarlegra á bák við. Þökkum birtinguna. (Nokkrir Vestmannaeyingar, sem voru viðstaddir luieykslið 1 Eyjum). Mvað á að gera í hvöld

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.