Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 2
HM Í HANDKNATTLEIK
2 D FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
!
"#
$ !
!% &
$ !
$ !
'
'
'
'%
(
()
(
(
* &"+
'
(
(
"
,
- .
&#
-
FRAKKAR, sem margir spáðu
heimsmeistaratitlinum, eru
komnir í mikil vandræði í
A-riðlinum eftir jafntefli gegn
heimamönnum í Túnis, 26:26, á
HM í gær. Áður höfðu Frakkar
tapað fyrir Grikkjum og þeir
eiga nú á hættu að sitja eftir
og horfa á eftir Dönum, Grikkj-
um og Túnisbúum í millirið-
ilinn.
Frakkar voru lengi með
tveggja til fimm marka forystu
og voru yfir í hálfleik, 15:11.
Seint í leiknum skoruðu Tún-
isbúar þrjú mörk í röð og náðu
með því forystunni, 25:23.
Frakkar jöfnuðu, 25:25, og aft-
ur, 26:26, með marki frá Jer-
óme Fernandez þegar enn voru
3 mínútur eftir af leiknum, en
hvorugu liðanna tókst að skora
eftir það.
Þjálfari Frakka sá rautt
Mikið gekk á í leikslok og þá
fengu bæði Claude Onesta,
þjálfari Frakka, og Wissem
Bousnina, leikmaður Túnis, að
líta rauða spjaldið.
Grégory Anquetil skoraði 7
mörk fyrir Frakka en Wissem
Hmam var atkvæðamestur
Túnisbúa og skoraði 9 mörk.
Frakkar í miklum
vandræðum
Hvað segirðu, er svona langt síð-an að ÍR-ingur hefur verið
með í heimsmeistarakeppninni?“
sögðu þeir félagar
þegar við vorum
búnir að koma okk-
ur vel fyrir í fínum
leðurstólum á
glæsilegu hóteli
landsliðsins í Túnis. „En það hafa
ÍR-ingar spilað með landsliðinu í
millitíðinni þó svo þeir hafi verið
farnir í önnur félög og skráðir í þau
þegar þeir hafa leikið. Raggi
[Ragnar Óskarsson] var til dæmis
farinn úr ÍR til Frakklands þegar
hann spilaði á HM í Frakklandi
fyrir fjórum árum,“ segir Ingi-
mundur og Hreiðar tekur undir
það og bætir við: „Við erum nú eig-
inlega þrír ÍR-ingarnir í liðinu hér í
Túnis, því Einar Hólmgeirsson er
auðvitað ÍR-ingur – þótt hann sé að
spila í Þýskalandi þessa dagana.“
Ingimundur er fæddur og uppal-
inn ÍR-ingur – „nema hvað ég var í
Þrótti þegar ég var í pjakkur. Síð-
an hef ég verið í ÍR, alveg frá því í
sjötta flokki,“ segir hann en Hreið-
ar er nýfluttur ef svo má að orði
komast. „Ég er KR-ingur að upp-
lagi, lék með félaginu upp alla
yngri flokka og síðan í Gróttu/KR
þegar ég hafði aldur til, en ég er á
mínu fjórða ári í herbúðum ÍR-
inga.“
Báðir eru þeir félagar ungir að
árum, 24 ára, og hafa ekki yfir mik-
illi reynslu að ráða sem landsliðs-
menn.
„Þetta er mjög gott og ég er
mjög ánægður með að vera í hópn-
um. Þetta er fyrsta stórmótið hjá
manni og vonandi ekki það síðasta.
Öll sú reynsla sem maður fær hér,
jafnvel þótt maður fái ekki að spila
mikið, verður lögð inn í reynslu-
bankann,“ segir Ingimundur.
„Ég er líka gríðarlega ánægður
með að vera í hópnum. Ég er búinn
að vera mikið meiddur og hef lítið
spilað síðustu tvö árin og það kom
mér því mjög á óvart þegar ég var
valinn í World Cup-mótið í Svíþjóð.
Ég er orðinn góður og verð alltaf
betri og betri í vinstra hnénu þar
sem ég sleit krossband fyrir tveim-
ur árum. Svo fór ég í smá aðgerð á
hægra hnénu eftir World Cup og
það hné er í lagi. Það er ómetanleg
reynsla að vera á svona móti og fínt
að geta lagt hana inn á reikninginn
og geta síðan tekið út eftir þörf-
um,“ segir Hreiðar.
Þeir hvíldu báðir í fyrstu leikj-
unum á HM, gegn Tékklandi og
Slóveníu, en þeir reiknuðu með því
fyrir HM að þeir myndu kannski
ekki fá að spreyta sig mikið að
þessu sinni – sögðust sáttir við það,
ætluðu að bíða þolinmóðir og ef
Viggó kallaði væru þeir tilbúnir að
svara kallinu og nýta það tækifæri
sem þeir fá á HM sem best. „Ef
maður nær að standa sig þær mín-
útur sem maður fær þá er aldrei að
vita nema mínútunum fjölgi og það
er bara fínt. Auðvitað vill maður
spila sem mest en það geta ekki all-
ir verið inn á í einu,“ segir Ingi-
mundur.
Þeir félagar skelltu uppúr þegar
þeir voru spurðir hvernig þeim lík-
aði við land og þjóð hér í Túnis.
„Ertu að grínast?! Hótelið er
glæsilegt þótt það sé aðeins á eftir
hvað varðar Netið og þannig. En
við fáum ekki að fara út úr gesta-
móttökunni nema þegar við förum
þessa þrjá metra frá dyrunum og
út í rútu til að fara á æfingu eða í
leik,“ sagði Ingimundur sem sagð-
ist gefa lítið út á matinn á hótelinu.
„Maturinn er fínn, en það er held
ég sama hvar maður er, hann verð-
ur alltaf leiðigjarn með tímanum –
svona þegar maður er búinn að sjá
sama matinn sex sinnum í röð. En
það er nóg af honum og þetta er
bara flott hérna, en öryggisgæslan
er rosaleg, við megum ekki einu
sinni fara hér út á bílaplanið eða út
í garð nema með öryggisverði á eft-
ir okkur,“ sagði Hreiðar.
Hafnarfjarðar-ólsen-ólsen
Hvað gera menn þá, innilokaðir á
hóteli í ókunnu landi í tvær vikur?
„Það er mikið spilað og þá helst
Hafnarfjarðar-ólsen-ólsen eftir
Bergsvein Bergsveinsson. Það er
búið að bæta nokkrum reglum við
þann venjulega sem allir kunna
þannig að Hafnfirðingar vilja
greinilega gera einfalda hluti
flókna,“ sögðu þeir félagar og
glottu við tönn, án þess að fara
nánar út í hvernig reglurnar væru,
en einhvern veginn fékk maður á
tilfinninguna að aðstoðarlandsliðs-
þjálfarinn væri æðsta valdið þegar
kæmi að því að úrskurða í spilinu.
ÍR-ingarnir sögðust í rauninni
ekkert finna fyrir því að þeir væru
ÍR-ingar í þessum hópi enda lands-
liðið samstilltur hópur þar sem lið-
in sem viðkomandi leika með skipta
ekki máli. „En auðvitað er maður
stoltur fyrir hönd síns félags að
vera valinn í landsliðið,“ sögðu þeir
félagar úr ÍR.
Morgunblaðið/RAX
ÍR-félagarnir Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson voru ánægðir á hóteli lands-
liðsins í Túnisborg í gær, enda búnir að fá að vita að þeir yrðu í sviðsljósinu gegn Kúveit.
ÍR-ingarnir Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson ánægðir með að vera með í Túnis
Bíða þolinmóðir og tilbúnir
að svara kallinu frá Viggó
LANGT er um liðið síðan leikmaður úr ÍR hefur leikið með landslið-
inu í HM í handknattleik. Síðasti ÍR-ingurinn til að leika í heims-
meistarakeppni var vinstrihandarskyttan Ágúst Svavarsson, sem
lék þrjá leiki með landsliðinu á HM í Frakklandi 1970. Nú vill hins
vegar þannig til að tveir ÍR-ingar eru í landsliðshópnum, nokkuð
sem gerðist síðast á HM í Þýskalandi 1961 – þeir Hreiðar Guð-
mundsson markvörður og skyttan Ingimundur Ingimundarson, sem
léku sína fyrstu HM-leiki í gærkvöldi gegn Kúveit, en þá voru 35 ár
liðin síðan Ágúst lék HM-leik gegn Japan í París 3. mars 1970.
!
!"#
$ % !"#
" # !
!"#
$ % !"#
&
'
( !"#
"$ %&
&'
!"#
()
%($))
!"#
*)) %
* !"#
+ *
+ *
!"#
&
,
#
-
!
./
*"
!
# Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Túnis