Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 8
 GUÐMUNDUR E. Stephensen og félagar hans í sænska borðtennis- liðinu Malmö FF unnu öruggan sigur á Lectus Köping. 6:0, í 13. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra- kvöld. Guðmundur lagði andstæðing sinn, Matts Quiling, 3:0 (11:8, 11:9 og 14:12). Malmö, sem á titil að verja, er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, Eslöv er efst með 22 og Falken- berg hefur 21.  NIGEL Martyn markvörður Ever- ton, hefur framlengt samning sinn við liðið um eitt ár og gildir samning- urinn til vors 2006. Þessi 38 ára gamli fyrrverandi markvörður Leeds og enska landsliðsins hefur staðið sig feikilega vel á milli stang- anna í vetur og góð frammistaða Everton er ekki síst honum að þakka.  OLYMPIC Fribourg sem sló Keflavík út úr bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í síðustu viku mætir öðru svissnesku félagi, BC Bon- court, í undanúrslitum mið- og vest- urdeildar keppninnar, en leikurinn verður leikinn 16. febrúar nk.  BC Boncourt varð svissneskur meistari sl. vor, eftir sigur á Fri- bourg í úrslitum. Liðið er sem stend- ur efst í svissnesku deildinni, en Fribourg er í því sjötta. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni í vetur og þá sigraði Boncourt 110:92.  Í norðurdeildinni eru þrjú rúss- nesk félög í undanúrslitum. Dynamo Moskva mætir EURAS Ekaterin- burg og Lokomotiv Rostov mætir BC Siauliai frá Litháen. Í undanúr- slitum suðurdeildarinnar eru tvö fé- lög frá Kýpur. Keravnos Keo mætir Banvit frá Tyrklandi og Apollon Limassol mætir CSU Asesoft Ploieisti frá Rúmeníu.  HERNAN Crespo, framherji AC Milan, hefur verið valinn í argent- ínska landsliðshópinn í knattspyrnu á nýjan leik fyrir vináttuleik Argent- ínumanna gegn Þjóðverjum sem fram fer í Düsseldorf í næsta mán- uði. Crespo hefur ekki leikið með Argentínumönnum síðan í júní á síð- asta ári en hann hefur staðið sig vel með AC Milan á leiktíðinni og fannst Jose Pekerman, landsliðsþjálfara Argentínumanna, ekki stætt á öðru en að velja Crespo í hópinn.  LIVERPOOL hefur í hyggju að reyna að fá vandræðagemlinginn Craig Bellamy frá Newcastle til liðs við sig. Bellamy vill yfirgefa New- castle enda hefur hvað eftir annað kastast í kekki milli hans og Graeme Souness, knattspyrnustjóra, síðast í vikunni en þá kallaði Bellamy Souness lygara og fékk að gjalda fyrir það með 80.000 punda sekt.  FORRÁÐAMENN ítalska knatt- spyrnuliðsins Inter hafa gefið það út að brasilíski framherjinn Adriano sé ekki falur. Vitað er af áhuga Real Madrid á leikmanninum og sjálfur sagði hann í viðtali við spænska sjón- varpsstöð að hann vildi spila fyrir Real Madrid einn daginn. Götublað á Bretlandi greindi frá því í gær að Jose Mourinho væri sömuleiðis mjög spenntur fyrir Adriano og væri reiðbúinn að bjóða Inter 50 milljónir punda í leikmanninn í sumar.  MANCHESTER City hefur fengið hollenska leikmanninn Kiki Mus- ampa að láni frá spænska liðinu Atletico Madrid en hann er 27 ára gamall vængmaður. Musampa hefur lítið leikið í vetur með Atletico Madrid en hann verður líklega með City gegn Newcastle 2. febrúar.  RADEK Cerny markvörður tékk- neska liðsins Slavia frá Prag verður í herbúðum enska úrvalsdeildarliðs- ins Tottenham næstu 18 mánuðina sem lánsmaður. Hann er þrítugur og fór í læknisskoðun í London í gær en eigendur Tottenham, ENIC, eiga einnig hlut í tékkneska liðinu. FÓLK Tilboðið, sem Charlton er sagtvera að undirbúa í Heiðar, hljóðar upp á 1,2 milljónir punda eða sem svarar um 142 milljónum íslenskra króna. Heiðar sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki heyrt neitt frá Charlton enn sem komið væri að minnsta kosti. ,,Þetta verður bara að koma í ljós en það eru ekki margir dagar til stefnu þar sem leikmannamarkaðurinn lokast um mánaðamótin. Ég veit um einn leik sem menn frá Charlton voru mættir til að fylgjast með mér en þeir hafa ekkert sett sig í samband við mig,“ sagði Heiðar við Morg- unblaðið í gær. Hermann: „Veit að þeir hafa sýnt Heiðari áhuga“ Hermann Hreiðarsson, sem er á mála hjá Charlton, sagði við Morg- unblaðið í gær að það eina sem hann vissi væri að Charlton hefði sýnt Heiðari áhuga. ,,Ég veit að menn frá okkur hafa verið að skoða Heiðar en hvort tilboð er komið eða er á leiðinni veit ég ekki um. Charlton ætlar að fá nýjan framherja og þjálfararnir hjá okk- ur hafa leitað álits hjá mér á Heiðari og ég hef auðvitað lagt inn gott orð fyrir hann. Heiðar er bú- inn að standa sig rosalega vel í vetur og hann getur vel spjarað sig í úrvalsdeildinni,“ sagði Her- mann. Heiðar Helguson enn orðaður við Charlton HEIÐAR Helguson, framherji enska 1. deildarliðsins Watford, er enn og aftur orðaður við úrvalsdeildarlið Charlton í enskum fjöl- miðlum. Í Evening Standard er sagt að Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton, hafi gefist upp á að reyna að fá Darren Bent, framherja Ipswich, í sínar raðir. Hann sé of dýr þar sem Ipswich hafi sett 5 milljón punda verðmiða á leikmanninn og þess í stað ætli Curbishley að gera tilboð í Heiðar, sem hann hefur fylgst grannt með á undanförnum vikum. Á Ólympíuleikunum í Sydney ár-ið 2000 hlaut Alshammar tvenn silfurverðlaun í 50 og 100 metra skriðsundi og á leikunum í Aþenu síðastliðið sumar hafnaði hún í fjórða sæti í 50 metra skrið- sundi. Hún varð Evrópumeistari í sömu grein á EM í Madríd í fyrra og lenti í þriðja sæti á HM í 25 metra laug í Bandaríkjunum í októ- ber síðastliðinn. Fjöldi erlendra sundmanna tekur þátt í mótinu ásamt öllum fremstu sundmönnum Íslands. 27 lið taka þátt í mótinu og þar af tíu erlend fé- lög sem koma frá Svíþjóð, Molda- vík, Danmörku, Færeyjum og Lúx- emborg. Auk Alshammers mæta til leiks þrír aðrir afrekssundmenn. Jo- hanna Sjöberg frá Svíþjóð sem á Norðurlandamet í 100 metra flug- sundi, sem er hennar aðalgrein ásamt 100 metra skriðsundi. Sjö- berg hefur átt fast sæti í landsliði Svía og hefur unnið til margra verð- launa á alþjóðlegum mótum. Emilie Kirkegård kemur einnig frá Svíþjóð en hún hefur keppt á mörgum mót- um og keppti til að mynda á EM í Vín í fyrra. Einn besti bringusundsmaður Norðmanna, Lars Erik Dæhlie, tek- ur þátt í mótinu og verður gaman að sjá hann kljást við besta Jakob Jóhann Sveinsson, fremsta bringu- sundsmann landsins, en þeir eiga svipaða tíma. Reuters Sænski heimsmethafinn Therese Alshammar er hér í keppni í 100 m skriðsundi á heims- meistaramótinu í Berlín á dögunum. Alshammar verður á meðal keppenda á sundmóti Ægis. Heimsmethafi í Laugardal TERESA Alshammar frá Svíþjóð, ein besta sprettsundkona í heimi, verður á meðal keppenda á alþjóðlegu sundmóti sem Sundfélagið Ægir stendur fyrir í hinni nýju 50 metra innilaug í Laugardal um helgina, en það hefst á morgun. Alshammer á heimsmetin í 50 og 100 metra skriðsundi í 25 metra laug sem hún setti á heimsmeist- aramótinu fyrir fimm árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.