Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 4
HM Í HANDKNATTLEIK 4 D FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að ákveðið var að fjölga keppnisþjóðum á heimsmeistara- mótum í handknattleik karla fyrir heimsmeistarakeppnina á Íslandi 1995 úr 16 í 24 hefur svokölluðum „farþegum“ í hópi þátttakenda fjölg- að; þar eru nokkur mjög léleg lið sem ekkert erindi eiga á heimsmeist- aramót þar sem þau eru svo slök að vart er annað hægt en vorkenna leik- mönnum. Mikil umræða var um „far- þegana“ á síðasta heimsmeistaramóti í Portúgal og einnig í Frakklandi fyr- ir fjórum árum. Stjórnendur Alþjóða- handknattleikssambandsins, IHF, hafa skellt skollaeyrum við þessari gagnrýni og sagt sjálfsagt að leyfa þessum þjóðum að vera með, þær séu fulltrúar sinna heimsálfa auk þess sem það sé hluti af útbreiðslu hand- knattleiks í heiminum og til þess fall- ið að auka áhugann og gefa mönnum tækifæri til að taka þátt í HM. Það getur hins vegar ekki verið til að hvetja unga menn í Kanada, Angóla, Ástralíu, Kúveit, Katar eða Brasilíu að sjá valtað yfir landslið sín leik eft- ir leik, keppni eftir keppni, ef þeir þá yfirhöfuð vita af því að landsliðin eru Kúveitar hafa ekki hrifist með og drifið sig á næstu handboltaæfingu eftir að hafa séð fyrrgreind ósköp. Fleiri þjóðir í svipuðum gæðaflok eru á mótinu og hafa flestar tapað með margra tuga markamun jafnve þótt andstæðingurinn dragi úr ferð inni og leiki jafnvel í fyrsta gír til a draga úr niðurlægingunni. Því miðu eru úrslit alltof margra leikja riðla keppni HM fyrirséð. Aldrei verður hægt að útiloka að slakar þjóðir ko ist inn á heimsmeistaramótið en þeg ar nærri þriðjungur þátttökuliðann er svo slakur að það er íþróttinni hreinlega ekki til framdráttar að þeim sé teflt fram hlýtur að vera komið að þeim punkti að menn end urskoði stefnuna og spyrji sig þeirr spurningar hvort ekki megi styðja við bakið á íþróttinni í vanþróuðum handknattleikslöndum á annan hátt en þennan. Burt með „farþegana“ a HM og hefjum heimsmeistaramótin handknattleik til virðingar á nýjan leik. Ívar Benediktsson í Túnisbor sviðum. Látum vera þótt grunnþekk- ing á íþróttinni sé ekki fyrir hendi ef menn hefðu þá hreinlega metnað til þess að koma í þokkalegu líkamlegu formi til leiks þannig að þeir gætu þá hlaupið og tekið eitthvað á, líkamlegt form má bæta með reglulegum æf- ingum. Það er lágmarkskrafa til þeirra sem senda lið til keppni á heimsmeistaramóti að leikmenn séu í góðu ásigkomulagi svo þeir verði sér ekki til meiri skammar með fram- göngu sinni en nauðsynlegt er. Sem dæmi má nefna að nokkrir leikmenn Kúveit drógu ekki að markinu með boltanum í uppstökkum, þeir höfðu ekki þrek til að gera hvort tveggja í senn, að stökkva upp og kasta á markið, annað atriði var meira en nóg. Sumir voru svo slappir og áhugalausir frá fyrstu mínútu að þeir gengu um allan völl, úr vörn í sókn og í sóknina úr vörninni. Ekki þarf mikinn speking til að sjá að ungir með í mótinu. Í upphafi þegar ákveð- ið var að fjölga þjóðum á HM var kannski hægt að fallast á þau rök að vanþróaðar handknattleiksþjóðir ættu að eiga möguleika á að vera með á HM. Þátttakan kannski til að auka áhugann og metnaðinn sem lagður væri í íþróttina í viðkomandi landi. Því miður hefur reynslan sýnt annað. Einu sorglegasta dæminu varð undirritaður vitni að á þriðjudaginn þegar Kúveit lék við Rússa. Mér er til efs að dæmi séu til um lélegri leik á heimsmeistaramóti en Kúveitar sýndu þá, ekki einu sinni framganga Ástrala gegn Íslendingum á HM fyrir tveimur árum, 55:15, var eins veik og Kúveitar sýndu gegn Rússum. Fyrir utan áhugaleysi leikmanna voru þeir svo slakir handknattleiksmenn að efast má um að þeir hafi vitað hvað handknattleikur var fyrir nokkrum vikum. Grunnþekking nánast engin og metnaðarleysið algjört á öllum Morgunblaðið/RA Einar Hólmgeirsson stekkur hér upp og skorar eitt af átta mörkum sínum gegn Kúveitmönnum í gærkvöldi. Burt með „farþegana“ iben@mbl.is TÚNISBRÉF Við spiluðum ekki neinn gæða-handknattleik, það er alveg ljóst. En það er líka erfitt að leika við Kúveitana. Þeir hanga alveg gríðar- lega á boltanum án þess að dæmd sé töf, á sama tíma og við fáum merki um töf um leið og sóknarleikur okkar hikst- ar lítillega. Frammistaða dómaranna var bara hlægileg og ég spurði eft- irlitsmanninn hvort þetta mót væri æfingabúðir fyrir rusldómara. Það er hreinlega ekki boðlegt að bjóða upp á þessa dómgæslu á heimsmeist- aramóti. Í dag fengum við þessa hroðalegu Pól- verja en í gær voru það Arg- entínumenn sem dæmdu gegn Slóveníu og þeir voru að dæma í fyrsta sinn fyrir utan Suður-Amer- íku. Þegar ég skoðaði þann leik á bandi í dag kom í ljós að þeir hrein- lega tóku sigurinn af okkur með frammistöðu sinni, það var skelfilegt að horfa á þetta. Dómgæslan er hreinlega pínleg, en ef þeim sem hafa með dómaramálin að gera finnst þetta gott og þá verða þeir bara að hafa það þannig,“ sagði Viggó og var ómyrkur í máli í garð dómara og stjórnenda þeirra mála á heimsmeistaramótinu í Túnis. Þessir pólsku dómarar sem dæmdu leikinn í gær, Baum og Goralczyk, dæmdu úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu í sumar og hlutu mikið lof fyrir. „Mér tókst að rúlla liðinu og leyfa öllum leikmönnum að spreyta sig. Ég hef skilning á því að þeir sem hafa fengið fá tækifæri til þessa hafi verið fullæstir og viljað sanna sig með því að vilja helst skora tvö til þrjú mörk í hverri sókn. Fyrir vikið var leikurinn ekki mjög áferðarfal- legur, en aðalmálið var vinna og það tókst. Næst er að einbeita sér að leiknum við Rússa á föstudaginn. Ég held að menn hafi ekki verið með fulla einbeitingu í þessum leik og því fór hann svolítið úr böndum. Það var svo sannarlega enginn glæsibragur á leik okkar að þessu sinni,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sem hyggst ekki hefja undirbúning fyrir leikinn við Rússa fyrr en síð- degis í dag, að undanskilinni léttri árdegisæfingu í íþróttahöllinni hvernig sem viðrar. Lékum ekki neinn gæða- leik „ÞAÐ varð spennufall í hópnum eftir tapið og ég held að það hafi haft sín áhrif nú gegn Kúveitum. Menn voru aðeins léttari í koll- inum vitandi það að þetta áttu að vera klár tvö stig, sem og raun varð á. En ég dreg ekki dul á að þetta var slakur leikur hjá okkur,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslendinga, eft- ir fyrsta sigur íslenska lands- liðsins á heimsmeistaramóti undir hans stjórn, það var gegn Kúveitum, 31:22, í íþróttahöll- inni í El Menzha í Túnisborg. Ívar Benediktsson skrifar frá Túnis Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari Viggó Sigurðsson „SATT best að segja þá var þetta ekki góður leikur þar sem um var að ræða hálfgerðan skyldusigur hjá okkur,“ sagði Einar Hólmgeirsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins gegn Kúveit í gær, skoraði átta mörk, flest í fyrri hálfleik. „Við náðum að hrista Kúveit- ana af okkur undir lokin, en sigurinn var aldrei í hættu, það munaði aldrei Einar með bros á vör en hann hafði jafnað í leikslok. „Maður er ekki Skag firðingur fyrir ekki neitt, en fyrir hva ég var rekinn af leikvelli þegar brotið var á mér veit ég ekki. Dómararnir réðu ekki við hlutverk sitt í þessum le sem átti að vera einfalt að dæma. Sem betur fer unnum við leikinn, það skip öllu máli,“ sagði Einar Hólmgeirsson Ég þarf aðeins að stilla skotin betur, er ekki alveg nógu ánægður með tvö til þrjú skot sem misstu marks. En ég hef trú á að þetta lagist hjá mér í næstu leikjum nú þegar hrollurinn er úr mér,“ sagði Einar sem fékk mikið högg á andlitið rétt fyrir miðjan síðari hálf- leik. „Ég hélt að maðurinn ætlaði að berja í gegnum hausinn á mér,“ sagði meira en þremur mörkum. Auðvitað áttum við að vinna mikið stærri sigur, en svona er þetta, við unnum leikinn og það skiptir meginmáli þegar upp er staðið,“ sagði Einar sem var meirihluta leiktímans inná. „Ég fékk að hrista úr mér fiðringinn og hafði gaman og gott af því og ég hefði viljað leika allt til enda, en því miður þá kom ekki til þess. „Fékk að hrista úr mér fiðringinn“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.