Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 3
HM Í HANDKNATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 D 3   0(.1   *  0   2(   3,4  -0 $(0   $)  5 $   3%/3,  6*   /   7 $   7 )7 )  $  68$)            $%  & %   '  (   (  )   !    * +   $  ,-.   $      '    /-. (&       +,-,  .    //   *  0 8  $)  2(   3,4  -0 $(0  5 $   3%/3,  7 $   6*   /   %(07      Það er hægt að segja sem svo aðstrákarnir hafi unnið skyldu- sigur en ekki tommu meira en það. Mér fannst skína út úr mönnum hálfgert áhugaleysi og það var eins og enginn leikmaður nennti að leggja á sig eitt- hvað meira en þurfti. Samt unnum við níu marka sigur. Auðvitað getur maður verið ánægður með það og vonandi dugar þetta til að koma lið- inu upp úr þeirri holu sem það var búið að grafa sig í.“ Guðjóni fannst Kúveitar fá að hanga ansi lengi á boltanum og fyrir vikið gerðust íslensku varnarmenn- irnir allt of oft óþolinmóðir og við það opnaðist vörnin. „Það getur verið ergilegt að spila gegn svona liði en menn eiga þó alla vega að geta haft gaman af því sem þeir eru að gera. Það vantaði hins vegar algjörlega gleði í leik íslenska liðsins og neistinn var ekki til staðar hjá leikmönnum. Það spiluðu fáir vel hjá Íslendingum. Einar Hólmgeirs- son komst best frá leiknum. Hann var sprækur þó svo hann hafi tekið þátt í vitleysunni á köflum. Aðrir leikmenn voru daufir og mistækir og það var hálfgerð flatneskja yfir þessu öllu hjá íslenska liðinu.“ Agaleysi í sókninni „Sóknarleikurinn var í heildina séð agalaus og það sama má kannski segja um varnarleikinn. Menn voru að rjúka of mikið út úr sínum stöðum og það skein einhvern veginn í gegn að leikmenn voru ekki með einbeit- inguna í lagi. Menn voru meðvitaðir fyrir leikinn um styrk andstæðings- ins og strákarnir vissu alveg að þeir færu með sigur af hólmi. Þegar þannig háttar til getur oft verið stutt í kæruleysið og að menn séu ekki nógu einbeittir í því sem þeir gera. Kannski hafa menn ekki náð sér upp eftir svekkelsið á móti Slóvenunum en ég bjóst samt við að menn kæmu miklu grimmari til leiks, þó það hefði ekki verið nema til að sýna fólkinu hér heima og sjálfum sér hvað er spunnið í þá.“ „Menn geta haft ýmsar skoðanir á hvernig Viggó stillti upp liðinu en ég held að hann hafi gert alveg rétt. Mér fannst ekkert óeðlilegt við skiptingarnar og liðsvalið og Viggó gaf flestum tækifæri á spila.“ Guðjón segir hugsanlegt að menn hafi verið að spara sig fyrir leikinn gegn Rússunum sem fram fer á morgun. Hef ekki trú á að Viggó lesi mönnum pistilinn ,,Það má vera að menn hafi verið byrjaðir að hugsa um þann leik enda sá leikur algjör úrslitaleikur fyrir ís- lenska liðið. Ég er sannfærður um að Viggó sé ekkert að lesa mönnum pistilinn þó að þeir hafi ekki leikið vel en strákarnir vitað það eflaust manna best að þeir verða að skila al- gjörum toppleik á móti Rússunum til að leggja þá að velli. Í þeim leik dug- ar ekkert að spila vel hluta af leikn- um heldur verður liðið að skila heil- steyptum leik í 60 mínútur. Við eigum enn góða möguleika á að fara áfram í milliriðilinn og ef öll úrslit verða okkur í vil þá getur ís- lenska liðið farið með þrjú stig með sér og verið í góðum málum í milli- riðlinum.“ Riðillinn galopinn Riðillinn okkar er enn galopinn og þetta er allt í okkar höndum. Það er mikið eftir af innbyrðis leikjum en til þess að draumurinn verði að veru- leika verðum við að taka rússneska björninn og með góðum leik er það vel mögulegt. Mér finnst strákarnir eiga enn töluvert inni og vonandi springa þeir út á réttum tíma,“ sagði Guðjón Árnason. Skyldusigur en ekki tommu meira en það LEIKUR íslenska liðsins var ekkert til að hrópa húrra fyrir og síður en svo. Ég átti ekki von á neinum glansleik en að liðið myndi spila miklu betur en það gerði,“ sagði Guðjón Árnason, HM-spekingur Morgunblaðsins, eftir níu marka sigur Íslendinga á Kúveitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Guðjón Árnason segir vanta meiri neista og leikgleði ■ Staðan/B6 Eftir Guðmund Hilmarsson DANIR rótburstuðu Kanada- menn, 52:18, í A-riðli heimsmeist- aramótsins í handknattleik í Tún- is í gær en staðan í hálfleik var 27:11 í hálfleik. Lars Christiansen skoraði 14 mörk fyrir Dani sem eru efstir í riðlinum og Christian Hjermind skoraði 11 mörk fyrir Dani. Torben Winther þjálfari Dana sagði eftir leikinn að slíkir leikir væru tímasóun á heimsmeist- aramóti – en hann var á sömu skoðun eftir stórsigur Dana gegn Angólum. En Danir hafa sigrað í fyrstu þremur leikjum liðsins en á föstudag mætir liðið heimamönn- um í Túnis og Frökkum á laug- ardag. Danir léku sér að Kanada KULDAR í sunnanverðri Evrópu hafa ekki farið framhjá fólki í Túnis undanfarna tvo daga og kaldir vindar hafa leitað suður fyrir Miðjarðarhafið á norður- strönd Afríku. Hiti í Túnisborg hefur fallið niður undir frostmark sem er harla óvenjulegt en síð- ustu helgi þegar heimsmeist- aramótið hófst var hitinn í kring- um 15 stig og þótti heimamönnum svo kalt að þeir klæddust þykkum úlpum sem eingöngu eru notaðar af Íslendingum í vetrarkuldum. Í gær tók síðan steininn úr að mati Túnisbúa þegar það fór að snjóa. Að vísu náði ekki að festa eða gera grátt í rót en slydduhragl- andinn var nægur til þess að uppi varð fótur og fit hjá mörgum enda um afar sjaldgæfan viðburð að ræða. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn í að minnsta kosti fimm ár sem snjór sést falla af himni ofan í Túnis, að sögn veð- urglöggra manna. Fyrsti snjórinn í fimm ár SLÓVENAR rúlluðu yfir Alsírbúa þegar liðin mættust í fyrsta leik B-riðils HM í handknattleik í gær. Lokatölur 33:28 eftir að Slóvenar höfðu mest náð ellefu marka for- ystu snemma í síðari hálfleik. Staðan í leikhléi var 19:14 en Als- írbúar höfðu betur framan af leiknum og voru meðal annars 9:6 yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Siarhei Rutenka, hinn magnaði leikmaður Slóvena, sýndi í leikn- um hvers vegna hann er talinn einn besti leikmaður heims í stöðu skyttu vinstra megin. Hann skor- aði 13 mörk í gær í öllum regn- bogans litum, af línu, en þangað skellti hann sér þegar Slóvenar voru einum færri, úr horni, með gegnumbrotum og auðvitað með sínum glæstu langskotum. Eftir fína byrjun virtist allur vindur úr Alsírbúum, þeir gerðu aragrúa mistaka í sókninni og vörnin hjá þeim var ekki upp á marga fiska. Þeir léku 5-1 vörn og stundum 3-2-1 og skelltu sér síðan í furðulega vörn þegar þeir voru einum fleiri. Þá léku þeir 1-5 vörn með fimm leikmenn fram undir miðju og síðan eina vara- skeifu á vítateignum. Í sókninni eru þeir mjög hreyfanlegir og boltinn gengur hratt manna á milli þannig að vörn mótherjanna verður að vera vel á verði. Alsír er sýnd veiði en ekki gefin eins og úrslitin í leik þeirra og Tékka sanna. Auk Rutenka í liði Slóvena átti markvörðurinn Bend Lapajne stórleik eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn, varði eins og berserkur einn á móti sóknarmönnum Alsíringa. Hann lék ekki á móti Íslendingum. Alsírbúar sprungnir? RÚSSAR sýndu Tékkum enga mis- kunn og tryggðu sér sæti í milliriðli HM með öruggum og verðskuld- uðum sigri í gær, 25:21, eftir að jafnt var í hálfleik, 12:12. Í leik sem var frábærlega vel spilaður átti Alexei Kostigov, markvörður Rússa, sannkallaðan stórleik, varði um 20 skot og var tvímælalaust besti leikmaður liðsins, en annars er rússneska liðið geysisterkt og ljóst að miðað við frammistöðuna gegn Tékkum verður allt að ganga upp hjá því íslenska ætli að það að gera Rússunum skráveifu. Leikurinn var nokkuð í járnum í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en í byrjun þess síðari sem Rússar náðu aðeins að komast fram úr, en þó ekki meira en tvö mörk fyrr en átta mínútur voru eftir, þá tókst þeim að ná þriggja marka forskoti. Þá létu þeir kné fylgja kviði og bættu við forystuna. Var það ekki síst vegna stórleiks Kostigovs sem varði margoft í opnum færum. Rússneska liðið er geysierfitt við- ureignar jafnt í vörn og sókn. Það leikur 6/0 vörn að vanda en getur einnig leikið 5/1 með sóma eins og sjá mátti gegn Tékkum. Hornamað- urinn Eduard Kokcharov er afar góður og einnig línumaðurinn Mikhail Tchipourine sem vinnur af- ar vel fyrir liðið og er sterkur sem naut. Skytturnar Júri Egorov og Alexei Rastvorsev eru stórir og sterkir en kvikir á fótum og Daniel Chernov er einnig góður skotmað- ur auk þess að stjórna leik liðsins af mikill röggsemi. Pavel Baskhin leikur í hægra horninu og þarf ekki mikið pláss til að athafna sig og nýtir færi sín vel. Þá er hin unga örvhenta skytta Alexei Peskov svo sannarlega maður framtíðarinnar þótt hann leiki ekki stórt hlutverk hjá Rússum í þessu móti. Rússneski björninn sýndi enga miskunn SPÁNVERJAR léku Svía grátt í ótrúlegum sveifluleik í C-riðlinum á HM í Túnis í gærkvöld. Svíar kom- ust átta mörkum yfir í fyrri hálf- leik, 14:6, og voru yfir í hléi, 17:14. Í seinni hálfleik voru það hinsvegar Spánverjar sem tóku öll völd á vell- inum og unnu sannfærandi sigur, 33:26. Það liggur nánast ljóst fyrir að þessi lið halda bæði áfram keppni, ásamt Króötum, en þessi úrslit geta ráðið miklu um niður- stöðu í milliriðlinum þar sem barist er um að komast í undanúrslit mótsins. Leikurinn var í járnum lengi vel í seinni hálfleik, staðan var 27:26, Spánverjum í hag, þegar sjö mínútur voru eftir, en eftir það hrundi leikur Svía og þeir skoruðu ekki fleiri mörk. Mariano Ortega skoraði 7 mörk fyrir Spánverja í leiknum og Johan Pettersson gerði 7 mörk fyrir Svía. Svíar voru leiknir grátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.