Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 14
14 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem bera ábyrgð á vernd
upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis,
starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki í að innleiða stjórnkerfi
upplýsingaöryggis og vinna samkvæmt því,
tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins,
ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir
áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og
ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun
upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum.
Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs,
www.stadlar.is eða í síma 520 7150
Örugg meðferð upplýsinga
Stjórnun upplýsingaöryggis
samkvæmt ISO 17799
Námskeið 16. og 17. mars fyrir
Vesturland | Það er ómögulegt að
búa á einhverjum stað og þekkja
ekki sögu hans, að mati Jóns Rafns
Högnasonar. Þegar hann flutti í
Hvalfjörðinn til að taka við rekstri
Hótels Glyms ásamt konu sinni,
Hansínu B. Einarsdóttur, fyrir
þremur og hálfu ári byrjaði hann
að lesa sér til um sögu Hvalfjarðar.
Nú er hann heillaður af staðnum
og býður upp á sérstakar Her-
námsáraferðir þar sem hann miðl-
ar þekkingu sinni.
„Hér blasir sagan við manni alls
staðar,“ sagði Jón. „Ég byrjaði á að
kynna mér umfang stríðsreksturs
hér í Hvalfirði í seinni heimstyrj-
öld. Með það í farteskinu var ég
rekinn af stað í ferð með 100
manns vegna þess að fararstjórinn
hafði veikst. Ég var auðvitað mjög
kvíðinn en um leið og ég fór að
segja frá hvarf kvíðinn og það kom
í ljós að ég hafði unnið heimavinn-
una vel.“
Gífurleg umsvif á
stríðsárunum
Hernámsárasagan í Hvalfirði
hefst strax 10. maí 1944 þegar
breski flotinn sigldi inn í fjörðinn.
„Þetta voru bæði kaupskip og her-
skip, t.d. PQ 17 orrustuskip en hér
var skipum safnað saman í skipa-
lestirnar sem sendar voru með vist-
ir og hergögn til Murmansk í Rúss-
landi. Umfangið var gífurlegt.
Olíustöðin var byggð á árunum
1942-1943 og þegar hún var full-
kláruð geymdi hún 164.000 tonn af
olíu. Það kostaði 7 milljónir dala að
byggja hana sem var um það bil
fjórðungur þjóðarframleiðslu Ís-
lendinga. Þegar umsvifin voru sem
mest hér í Hvalfirðinum voru hér
líklega þúsundir manna. Mest voru
þau í Hvítanesi, Hvammsvík og á
Söndunum.“
Hernámsáraferðin byrjar venju-
lega í Hvítanesi þar sem saga her-
námsáranna er rakin. Síðan er
haldið í hvalstöðina því Jón segir
að saga hvalveiðanna á Íslandi sé
mjög merkileg og greinilegt að
fólk hafi mikinn áhuga á henni.
„Ég fer yfir hvað hvalveiðarnar
gáfu í þjóðarbúið á ári og skil fólk
eftir með spurningar um hvað sé
rétt í hvalveiðimálunum,“ segir
hann. „Eitt er víst að hvalveið-
arnar eru stór hluti af okkar sögu,
ekki síst sögu Hvalfjarðarins.“
Jón segir að hernámsáraferðin
taki um tvo og hálfan tíma. Hann
reyni að fara sem ít-
arlegast í söguna án
þess að hafa þá yf-
irferð langdregna.
„Við endum síðan í
Saurbæjarkirkju og
ræðum um sögu
hennar og sögu Hall-
gríms Péturssonar og
Guðríðar Sím-
onardóttur. Bygging-
arsaga kirkjunnar er
rakin og við skoðum
listaverkin sem prýða
hana, t.d. steindu
gluggana eftir Gerði
Helgadóttur og alt-
aristöfluna, sem er
freska eftir Lennart Segerstråle.
Saurbæjarkirkja er einstök á
margan hátt, ekki síst vegna lista-
verkanna. Byggingin sjálf er líka
einstaklega falleg og engin kirkja
á Íslandi er eins og hún.“
Aðspurður segir Jón að bæði Ís-
lendingar og útlendingar fari í her-
námsáraferðirnar, samtals um
1000 manns í fyrra. „Yfirleitt eru
þetta hópar og oft fyrirtæki í
óvissuferðum sem koma meðal
annars á Hótel Glym. Mest hafa
verið yfir 100 manns í ferðunum en
oft færri, til dæmis útlendingar
sem dvelja hjá okkur yfir jól og
áramót. En það er vaxandi áhugi,
jafnt sumar sem vetur.“
Hvalfjörðurinn er hrein perla
En ekki er bara talað um alvar-
lega hluti því Jón segist bæta við
skemmtisögum og bröndurum þeg-
ar við á. Hann segist hafa rekist á
margar slíkar sögur í þeim heim-
ildum sem hann hefur
lesið. „Mér finnst fólk
á öllum aldri hafa
gaman af þessum ferð-
um. Unga fólkið er
forvitið um söguna og
margt af eldra fólkinu
man þessa tíma vel. En
fáir virðast gera sér
grein fyrir umfanginu.
Kannski er það vegna
þess að ótrúlega fáar
minjar um þennan
tíma hafa varðveist
fyrir utan olíustöðina á
Sandinum og her-
skipabryggjuna í
Hvítanesi.“
„Hvalfjörðurinn er hrein perla
og fólk er smám saman að upp-
götva hann. Áður óku menn hér í
gegn af hreinni kvöð, en nú er fólk
farið að koma hingað aftur til að
njóta þess sem náttúran og sagan
hefur upp á að bjóða. Sagan er hér
á hverju strái allt frá því að aðal-
innflutningshöfn Skálholtsstóls var
hér í Maríuhöfn á Búðasandi og
fram á okkar tíma. Maður getur
ímyndað sér hvað mannlífið hefur
stundum verið fjölskrúðugt hér, til
dæmis þegar síldin óð um allan
fjörð um miðja síðustu öld, á her-
námsárunum og þegar hvalveið-
arnar stóðu sem hæst. Eftir að
hafa búið hér í þrjú og hálft ár og
kynnt mér söguna eins vel og ég
get er ég farinn að líta á Hvalfjörð-
inn sem mína heimaslóð. Þótt
stundum blási er Hvalfjörðurinn
alltaf fallegur.“
Þótt stundum blási er
Hvalfjörðurinn alltaf fallegur
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Horft niður í Botnsdalinn Sagan er á hverju strái í Hvalfirðinum.
Jón Rafn Högnason
asdish@mbl.is
VESTURLAND
Stykkishólmur | Eyjabændur við
Breiðafjörð hafa ákveðið að stofna
samtök til að tryggja gott eftirlit
með eyjabeit. Páll Hjaltalín segir
að kindurnar hafi það mjög gott í
eyjunum.
Eyjabúskapur með sauðfé hefur
einkum verið stundaður við
Breiðafjörð og í Vestmannaeyjum.
Löng hefð er fyrir slíkum búskap
og afurðamiklir gripir koma úr
eyjunum.
Eyjabændur við Breiðafjörð
hittust á fundi í Stykkishólmi til að
fjalla um þá umræðu sem hefur
verið í gangi að undanförnu varð-
andi vetrarbeit í eyjum. Til stend-
ur að forðagæslumaður og ráðu-
nautur fari í allar eyjar þar sem
kindur eru í vetrarbeit og geri út-
tekt á aðstæðum. Fundarmenn
fagna umræðunni um aukið eftirlit
með sauðfé sem gengur í eyjum og
voru allir sem einn sammála um
að þessir hlutir þurfi að vera í
góðu lagi. Því sé nauðsynlegt að
slík úttekt fari fram og um leið fá-
ist staðfesting á því að svo sé.
Ákveðið var að stofna samtök
eyjabænda sem hafa það að mark-
miði að tryggja gott eftirlit með
eyjabeit og að vera málsvari eyja-
bænda. Stofnfundur er boðaður í
næsta mánuði.
Páll Hjaltalín og fjölskylda hafa
stundað sauðfjárbúskap í Brokey
til fjölda ára og hefur hann því
mikla reynslu af vetrarbeit. Hann
segir það alveg liggja ljóst fyrir að
kindurnar hafi það gott í eyjunum.
Þar sé meiri frjósemi og að vori sé
fé vænt eftir veturinn. Beitareyj-
arnar séu skjólgóðar af náttúrunn-
ar hendi, góðar beitareyjar auk
þess sem fjörubeit sé til staðar.
Hann segir að eyjarnar séu snjó-
léttar, nánast aldrei snjór. Páll
segir að kindur í eyjunum séu heil-
brigðar og afföll lítil. Hann segir
að aðalmálið sé að kindunum líði
vel. Þeim líði vel í frelsinu í eyj-
unum og þar sem aðstæður séu
góðar þar bjargi kindurnar sér.
Hafa það gott í eyjunum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Eyjabúskapur Eyjabændur bera saman bækur sínar, Þórarinn Sig-
hvatsson, Brynjar Hildibrandsson og Þorsteinn Kúld Björnsson.
Minn
staður
Daglegar
fréttir af
landinu öllu
líka á netinu | mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Frá Akureyri