Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 23
MINNINGAR
✝ Guðmundur Eyj-ólfsson fæddist á
Breiðabólstað í Ölf-
usi 21. nóvember
1919. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík fimmtudaginn
24. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Eyjólfur Guð-
mundsson, f. 5.4.
1894, d. 20.1. 1988,
og Sigríður Magnús-
dóttir, f. 9.1. 1896,
d. 5.9. 1977. Systkini
Guðmundar eru
Marta Guðrún, f.
1918, maki Jón Sigurþórsson, lát-
inn; Sigrún, f. 1921, maki Erik
Söderin, látinn; Gunnlaugur, f.
Börn Guðmundar og Guðbjargar
eru Eyjólfur, f. 21.10. 1944. Kona
hans er Eygló Ú. Ebenesardóttir
og eru börn þeirra fjögur. Hörð-
ur f. 13.3. 1946. Núverandi eig-
inkona hans er Anna Margrét
Tryggvadóttir. Börn Harðar eru
þrjú. Sigrún, f. 14.6. 1950. Eig-
inmaður hennar er Vilhjálmur
Sigurgeirsson og eiga þau tvö
börn. Þórunn, f. 14.8. 1951. Eig-
inmaður hennar er Ólafur R. Vil-
bertsson. Börn þeirra eru fjögur.
Nanna, f. 7.6. 1957. Eiginmaður
hennar er Sigurður G. Geirsson
og eiga þau þrjú börn. Guðlaugur
Björn, f. 1.7. 1964. Kona hans er
Anna María Valdimarsdóttir.
Börn þeirra eru þrjú. Sigurjón, f.
27.5. 1970. Eiginkona hans er
Dagbjört Ásgeirsdóttir og eiga
þau þrjú börn. Langafabörnin eru
orðin 28 talsins.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
1924, d. 1999; Magn-
ús, f. 1925, d. 1999,
eftirlifandi maki Mar-
grét Sigþórsdóttir;
Ásgeir, f. 1929, maki
Sigrún Víglundsdótt-
ir; Kristinn, f. 1932,
maki Ólöf H. Sigfús-
dóttir; Ásthildur, f.
1933, maki Þórður R.
Jónsson.
Guðmundur kvænt-
ist 16.6. 1945 Guð-
björgu Guðlaugsdótt-
ur, f. 12.1. 1927, d.
10.1. 1990. Foreldrar
hennar voru Guðlaug-
ur B. Oddsson, f. 27.2. 1898, d.
16.3. 1981, og Þórunn Guðlaugs-
dóttir, f. 2.10. 1903, d. 23.2. 1976.
Elskulegur vinur okkar, Guð-
mundur Eyjólfsson, er fallinn frá.
Við kynntumst honum fyrir tíu til
tólf árum þegar hann í fyrsta skipti
tók þátt í einni af sumarferðum Eft-
irlaunadeildar símamanna, en hann
hafði unnið á trésmíðaverkstæði
Landssímans í mörg ár. Hann tók
þátt í mörgum fleiri ferðum og alltaf
var góða skapið með í för, leiftrandi
húmor, léttur hlátur, sögur frá liðn-
um dögum, velvilji, glaðværð.
Nokkur síðustu árin treysti hann
sér ekki til að fara í ferðir Eftir-
launadeildarinnar sökum fótafúa,
eins og hann sagði. Í staðinn tókum
við upp á því, fjögur eða fimm saman,
að skreppa dagsstund út fyrir bæinn,
og fórum þá oftast austur fyrir Fjall,
til Eyrarbakka, Hveragerðis eða
eitthvað annað sem okkur datt í hug.
Í þeim ferðum var „gamli tíminn“
allsráðandi, sögur frá æskudögum,
af búskaparháttum, veðurfari eða
fólkinu í sveitinni. Í einni slíkri ókum
við um Þrengslin og þá var ekki kom-
ið að tómum kofunum hjá Guðmundi.
Hann þekkti hvern hól og hverja
hæð, fellin og fjöllin, sandflákana og
hraunin. Enda var drengurinn alinn
upp á Hrauni í Ölfusi og þangað ók-
um við heim í hlað. Guðmundur gekk
óhikað heim að húsi, barði að dyrum,
opnaði og gekk inn, og urðu þar mikl-
ir fagnaðarfundir er þeir hittust,
fóstbræðurnir Ólafur bóndi og Guð-
mundur. Sest var að borðum og hús-
freyjan Helga bar fram kræsingar.
Setið var góða stund og var hrein un-
un að fylgjast með þeim vinunum
rifja upp gamla daga, heyskapinn,
veiðina í Ölfusárósi, göngur og réttir,
og fá fréttir af gömlum vinum. Allan
tímann sem við stöldruðum við ljóm-
aði andlitið á Guðmundi, honum leið
vel á þessum stað.
Við þökkum Guðmundi samfylgd-
ina sem aldrei bar skugga á.
Far vel, góði vinur.
F.h. ferðafélaga í Eftirlaunadeild
FÍS.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Valgarð Runólfsson.
GUÐMUNDUR
EYJÓLFSSON
✝ Kristinn HólmVigfússon fædd-
ist á Skáldstöðum í
Eyjafirði 18. júlí
1936. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 27.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Steinunn Kristins-
dóttir frá Úlfá, f. 2.7.
1905, og Vigfús Þor-
steinsson, f. 31.10.
1904. Kristinn ólst
upp hjá móður sinni
á Akureyri.
Kristinn kvæntist
hinn 8. nóvember 1959 Elínu Ingu
Bragadóttur frá Birkihlíð í Ljósa-
vatnsskarði, f. 8.11. 1937, d. 14.9.
1993. Börn þeirra eru: 1) Lára
Björk, f. 17.4. 1959, maki Halldór
Árnason, þau eiga níu börn. 2)
Bragi Hlíðar, f. 2.12. 1962, kona
hans er Fríða Pétursdóttir, þau
eiga tvær dætur. Einnig ólst elsti
sonur Láru, Baldur
Ingi Karlsson, f.
18.11. 1975, upp hjá
afa sínum og ömmu.
Náin vinkona
Kristins síðastliðin
ár er Anna Rósants-
dóttir.
Kristinn lauk
hefðbundinni barna-
skólagöngu á Akur-
eyri. Hann fór ung-
ur til sjós og lengst
af starfaði hann hjá
Útgerðarfélagi Dal-
víkinga. Heilsu sinn-
ar vegna lét hann af
sjómennsku fyrir rúmum fimm-
tán árum og starfaði eftir það í
landvinnslu hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa þar sem hann lauk
sinni starfsævi.
Kristinn Hólm verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Tengdafaðir minn, Kristinn
Hólm Vigfússon, er fallinn frá.
Hann er nú laus úr fjötrum erfiðra
veikinda sem hann tókst á við af
miklu æðruleysi. Hann þurfti
reyndar oft að glíma við heilsuleysi
á ævinni. Ungur þurfti hann að
gangast undir hjartaaðgerð og var
þá sendur einn af landi brott,
óharðnaður unglingur, til Kaup-
mannahafnar. Það hefur eflaust
sett mark sitt á hann og mér finnst
það hafa einkennt hans ævi að
hann tók því sem að höndum bar
og gerði ekki miklar kröfur til ann-
arra né til efnislegra gæða. Hann
var einkasonur einstæðrar móður
sem lagði stolt sitt í að gera það
sem hún gat fyrir son sinn sem
hefur áreiðanlega ekki alltaf verið
auðvelt á fyrri hluta síðustu aldar.
Hans starfsvettvangur varð sjór-
inn. Þegar ég kynntist honum þá
fannst mér hann vera ímynd hins
sanna sjómanns. Tattóveraður á
handleggjunum, kraftalegur og
glaðlegur með engar tær á öðrum
fæti eftir óhapp á sjónum. Svo ein-
kennilegt sem það nú er þá var
Kiddi skírður eftir afa sínum sem
einnig missti sínar tær. Kristinn
Jónsson, frá Úlfá, var afi hans.
Einhverjir hafa sjálfsagt heyrt
hans getið vegna þess afreks að
bjarga sér til byggða á Suðurlandi
eftir að hafa villst í smalamennsku
upp af Eyjafirði í lok 19. aldar. Var
hann af sumum nefndur Fjalla-
Kristinn eftir þá för og er þess get-
ið að hann missti tærnar eftir
hrakninga og raunir sem hann
lenti í í þeirri för.
Kiddi gekk ekki heill til skógar
og þær urðu fleiri hjartaaðgerð-
irnar sem hann þurfti að fara í. Við
Bragi fylgdum honum út til Lond-
on árið 1988 þar sem hann gekkst
undir þriðju aðgerðina. Þegar við
komum út þá kom í ljós að það yrði
einhver bið eftir aðgerðinni svo við
náðum að leika ferðamenn í nokkra
daga. Þar sá ég alveg nýja hlið á
tengdapabba. Hann naut þess að
vera ferðamaður. Þó að hann væri
heimakær og fyndist gott að sitja
yfir boltanum og fylgjast með sín-
um mönnum í sjónvarpinu þá
blundaði líka í honum útþrá. Hann
var af þeirri kynslóð sem vildi um-
fram allt standa við sínar skuld-
bindingar og helst ekki skulda
neinum neitt. Það var því ekki fyrr
en hann og Ella voru búin að koma
undir sig fótunum að þau létu það
eftir sér að fara að ferðast. Eftir að
hún lést langt um aldur fram árið
1993 þá dró úr ferðalögum um
tíma. En eftir að Kiddi kynntist
Önnu þá fór hann að ferðast með
henni og eignaðist þar náinn og
góðan vin og ferðafélaga.
Að leiðarlokum kveð ég elskuleg-
an tengdaföður minn sem ásamt
konu sinni opnaði heimili sitt og
hjarta fyrir mér þegar við Bragi
fórum að draga okkur saman. Sam-
skipti okkar voru alltaf góð og
ánægjuleg og fyrir það er ég þakk-
lát í dag. Blessuð sé minning Krist-
ins Hólm og konu hans Elínar
Ingu.
Fríða Pétursdóttir.
KRISTINN HÓLM
VIGFÚSSON
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR,
Mýrargötu 18,
Neskaupstað,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað miðvikudaginn 2. mars, verður jarð-
sungin frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn
9. mars kl. 14.
Birna Geirsdóttir, Ágúst Jónsson,
Smári Geirsson, María Jórunn Hafsteinsdóttir,
Heimir Geirsson, Lára Birna Hallgrímsdóttir,
Jóhann Geir Árnason, Ingibjörg Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma
AÐALBJÖRG VALENTÍNUSDÓTTIR,
Frá Hömrum, Reykholtsdal.
Garðvangi, Garði
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi
föstudaginn 4. mars.
Útför verður auglýst síðar.
Ásta Hansdóttir, Þorsteinn Pétursson,
Magnús Jakobsson, Valgerður Sigurðardóttir,
Guðrún Jakobsdóttir, Sigurður Hallgrímsson,
BorghildurJakobsdóttir,
Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson
Ólafur Jónsson,
Ólafur Tryggvason
barnabörn, langömmu-og langalangömmubörn.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eir.)
Elsku Birgir, ég vil þakka fyrir
þinn þátt í uppeldi mínu.
Átta eða níu ára fór ég að venja
komur mínar á Bjarkargrundina
til að leika við dóttur þína. Þrátt
fyrir að við vinkonurnar værum
BIRGIR VIKTOR
HANNESSON
✝ Birgir ViktorHannesson fædd-
ist í Norðtungu á
Akranesi 29. septem-
ber 1941. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 4. febrúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akraneskirkju 11.
febrúar.
mjög uppátækjasamar
tókstu skammarstrik-
unum með miklu jafn-
aðargeði. Ég gleymi
aldrei rauðu Lödunni
þinni sem við fengum
að líma með raf-
magnslími fyrir eitt
uppátækið þegar við
tókum þátt í hæfi-
leikakeppninni á
Skaganum. Þú varst
okkur einnig ómetan-
legur þegar við
óharðnaðar stúlkurn-
ar lentum í bílveltu í
sveitinni og komum til
þín með skottið á milli lappanna.
Þú varst sannur heiðursmaður.
Þín verður sárt saknað.
Elsku Laufey, Marta, Hannes,
Jói, Magga, Ella og fjölskylda,
megi Guð styrkja ykkur.
Hulda Birna.
Dóri, kæri vinur,
minn besti vinur, búinn
að vera vinir frá barn-
æsku á Álfaskeiðinu,
þar sem svo margt
skemmtilegt gerðist.
Árin liðu og alltaf vorum við í góðu
sambandi, síðar með konum okkar
og börnum. Okkur fannst svo fyndið
er við urðum afar, jæja, það var sko
gaman hjá okkur, Dóri minn.
Þið Eygló voruð alltaf sem eitt, og
voruð þið nú aldeilis búin að gera
heimilið ykkar glæsilegt, alltaf var
HALLDÓR MARÍAS
ÓLAFSSON
✝ Halldór MaríasÓlafsson fæddist
í Reykjavík 15. apríl
1955. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
4. febrúar síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Seljakirkju
11. febrúar.
nú gaman að hitta ykk-
ur, mikið hlegið.
Í desember þegar ég
sagði þér að ég væri
hættur á sjónum þá
varst þú svo glaður, nú
ættum við eftir að hitt-
ast oftar og eiga fleiri
góðar stundir saman,
en þá verður þú enn
veikari, Dóri minn.
Við þökkum fyrir all-
ar góðu stundirnar.
Guð gefi Eygló og
börnum ykkar og
barnabörnum styrk í
sorginni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kærar kveðjur.
Einar og Helga.