Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Áhrif áfengis á kynin eruekki eins og þá skiptirstærð viðkomandi einnigmáli hvað þetta varðar. Áfengi hefur í áraraðir verið notað eða misnotað í ýmsum tilgangi m.a. til lækninga en þó mest til að komast í vímukennt ástand. Ýmsar auka- verkanir fylgja neyslu áfengis bæði líkamlegar og andlegar og þá eru ótaldir þeir alvarlegu sjúkdómar sem rekja má til langvarandi áfeng- isneyslu, þ.á m. alvarlegar og jafnvel banvænar skemmdir á lifrinni, melt- ingartruflanir, ýmsir geðrænir kvill- ar og aukin hætta á krabbameini og sérstaklega á brjóstakrabbameini hjá konum sem drekka óhóflega. Lifrin ræður við einn sjúss á klukkustund Áfengi leysist upp í meltingarveg- inum og um það bil 10–20% strax í maganum. Matur hefur því áhrif á hversu auðveldlega áfengi kemst í æðakerfið og út til líffæranna. Í meltingarveginum eru nokkrir efna- hvatar sem brjóta niður áfengi áður en það kemst út í blóðið. Lifrin gegnir svo því hlutverki að losa lík- amann við áfengi með því að um- breyta því í önnur efni. Starfsemi lifrarinnar er stöðug og sami hraði helst á efnaskiptunum, jafnvel þótt áfengi í blóðinu aukist. Lifrin brýtur því alltaf niður sama magn af áfengi – sem er um það bil einn áfeng- issjúss á klukkustund – og engin ut- anaðkomandi áhrif, s.s. göngur, kaffidrykkja eða sturta, hraða starf- semi lifrarinnar. Lifrin losar líkam- ann við um 90% af áfenginu á þenn- an hátt og einungis 5–10% af áfenginu er skilað óbreyttu úr lík- amanum gegnum öndun, þvaglát og svita. Konur þola minna af áfengi Í ljósi skaðsemi áfengis er vert að leiða hugann að mismunandi áhrif- um þess á kynin og benda á ýmsa þætti sem skipta máli þegar verið er að meta áhrif þess. Hæð, þyngd og kyn skipta þarna töluverðu máli. Það þykir nægilega sannað að áfengi hefur meiri áhrif á konur en karla. Þær þola u.þ.b. 30% minna af áfengi en karlar, þ.e.a.s. þurfa minna magn en karlar til að verða drukknar. Ástæðurnar eru nokkrar – og stund- um persónulegar eða félagslegar – en mestu skiptir þó að konur eru yf- irleitt minni og léttari en karlar og efnaskiptin eru ekki eins og hjá körl- unum. Þá hafa konur minna vatn í líkamanum en karlar en vatnið í lík- amanum þynnir út áfengið. Hjá körl- um er um það bil 60% af líkams- þyngdinni vatn en heldur minna hjá konum. Konur hafa einnig minna af þeim efnahvötum sem brjóta niður áfengi. Þetta skýrir að einhverju leyti af hverju konur eru með meira magn áfengis í blóði en karlar eftir að hafa drukkið sama magn af áfengi. Sem dæmi má nefna að ef karl sem vegur 90 kg og kona sem vegur 70 kg drekka sama magn áfengis verður konan fyrir mun meiri áhrifum en karlinn. Af þessum ástæðum eru konur viðkvæmari fyr- ir líffæraskemmdum og þá einkum lifrarskemmdum. Þá er konum sem drekka reglulega áfengi og gætu tal- ist til áfengissjúklinga hættara við að hafa óreglulegar blæðingar, oft með miklum verkjum, og missa jafn- vel úr tíðahringnum. Þetta getur haft áhrif á frjósemi kvenna og jafn- vel flýtt fyrir breytingaskeiðinu. Ungar stúlkur og áfengi Ungar stúlkur eru sérlega við- kvæmar fyrir áhrifum áfengis vegna ofangreindra líkamlegra atriða. Þær geta því auðveldlega misst stjórn á aðstæðum og umhverfi. Alvarlegar afleiðingar áfengisneyslu ungra stúlkna eru margar og alvarlegastar eru: nauðganir, ótímabær þungun, kynsjúkdómar, brottfall úr skóla vegna þungunar og barnsburðar, andleg vanlíðan og jafnvel þung- lyndi. Meðganga og brjóstagjöf Á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur ættu konur alls ekki að neyta áfengis. Blóðkerfi barns og móður er samtengt og áfengi á því auðvelda leið í gegnum fylgju og naflastreng. Líffæri barnsins eru ekki nægilega þroskuð til að brjóta áfengið niður og barnið verður þar af leiðandi fyrir meiri áhrifum en móðirin. Það þykir allvel sannað að áfengisneysla á meðgöngu getur haft alverleg skaðleg áhrif á fóstrið og leitt til fæðingargalla. Ef móðir neytir áfengis með barn á brjósti fær barnið hluta af áfenginu með brjóstamjólkinni og verður þar af leiðandi fyrir áfengisáhrifum. Þau tengsl sem myndast milli móður og barns geta einnig brenglast þar sem áfengisdrykkja getur dregið úr mjólkurframleiðslu, mjólkin breytir um lykt og bragð og getur því orðið ógeðfelld fyrir barnið.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Áfengi skað- legra konum en körlum? Ýmsar aukaverkanir fylgja neyslu áfengis, líkamlegar og andlegar, og þá eru ótaldir þeir sjúkdómar sem rekja má til langvarandi áfengisneyslu. Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Lýð- heilsustöð. Ínýlegu húsnæði að Litlabæ á Vatnsleysu-strönd, steinsnar frá Kálfatjarnarkirkju,hefur listasmiðurinn Geir Oddgeirsson kom-ið sér fyrir í fallegu umhverfi. Hann hefur nú nýlokið við að smíða á verkstæðinu sínu sérhannað borð og tíu stóla úr sérvalinni eik eftir hönnuðinn Pétur B. Lúthersson og er formleg sýning á herleg- heitunum í húsnæði Handverks og hönnunar við Aðalstræti. Að sögn þeirra Péturs og Geirs má nota borðið ýmist sem fundarborð eða sem borðstofuborð. Hús- gögnin eru til sölu og ef þau falla í frjóan jarðveg og markaður reynist hér vera fyrir vandaða sérsmíði, má gera ráð fyrir að brugðist verði við því á ein- hvern hátt, en sú smíði, sem nú er nýafstaðin og birtist á sýningunni, hefur svo sannarlega kallað á fagkunnáttu handverksmannsins. „Iðnaður á Íslandi hefur undanfarin ár átt nokk- uð undir högg að sækja vegna aukins innflutnings húsgagna frá láglaunasvæðum í Austur-Evrópu og Asíulöndum sem örðugt hefur reynst að keppa við. Gæði og vandaður frágangur eru ekki lengur sett í forgang heldur hefur harðnandi samkeppni sett mark sitt á framleiðsluna þrátt fyrir að hér sé til staðar fjöldi frábærra iðnaðarmanna á þessu sviði. Í sumum tilfellum er afar erfitt að greina hvar skil- in eru milli handverks og iðnaðarframleiðslu. Ná- grannaþjóðum okkar, svo sem Dönum og Þjóð- verjum, hefur með kunnáttu og færni tekist að framleiða „handverk“ sem að sumu leyti er fjölfald- að með vélum. Til þessa þarf kunnáttu handverks- mannsins og samtímis tækni og hugvit. Oft hefur mér fundist að hæfileikaríkir fagmenn hafi verið að sinna framleiðslustörfum, sem ekki eru samboðin kunnáttu þeirra og hæfileikum, svo sem ódýrum iðnaðarinnréttingum auk þess sem þeir hafa oft og tíðum þurft að selja vinnu sína ódýrt til að standast samkeppnina. Þegar svo er háttað gefur auga leið að endurnýjun er ekki mikil í þessum iðngreinum. Kunnáttan gengur ekki í arf og virðing fyrir faginu er langt frá því sem vert væri,“ segir Pétur. Kunnátta og hæfni Geir lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1963 og stofnaði ásamt félaga sínum, Birni R. Lárussyni, Trésmiðjuna Grein í Kópavogi árið 1967, en Björn lést fyrir fimm árum. Þeir félagar hafa unnið að fjölmörgum verkefnum við þekktar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, sem krafist hafa kunnáttu og hæfni. Nefna má sérstaklega endurbyggingu Bað- stofu iðnaðarmanna eftir bruna í Iðnaðarmanna- húsinu við Tjörnina, en þær innréttingar kröfðust mikillar nákvæmni til að standast samanburð við frumgerðina. Hann hefur einnig smíðað innrétt- ingar í Ráðhús Reykjavíkur, Þjóðarbókhlöðuna og nýbyggingu Hæstaréttar svo og bekki í Fríkirkj- una við Tjörnina eftir teikningum Péturs B. Lúth- erssonar. „Mér finnst mun skemmtilegra að smíða hús- gögn en innréttingar, en við húsgagnasmiðirnir, sem eftir erum í faginu, erum að verða hálfgerðir forngripir. Lítið er um að ungt fólk stoppi við í fag- inu enda er samkeppnin við innflutninginn geysi- hörð. Við störfum nú orðið bara tveir í fyrirtækinu, en vorum sjö þegar mest lét. Ég er þó á þeirri skoð- un að fólk vilji hafa húsgagnaflóruna sem breiðasta því sumir vilja kaupa dýrar og vandaðar mublur á meðan aðrir kjósa að versla ódýrar. Ég sé það því fyrir mér að innlend vönduð húsgagnasmíði ætti að geta lifað með ódýrum innflutningi, líkt og gerst hefur hjá Dönum,“ segir Geir. Pétur lærði húsgagnasmíði og hefur meist- araréttindi í þeirri grein. Hann nam hönnun hús- gagna og innréttinga í Kaupmannahöfn og starfaði þar við hönnun í nokkur ár. Pétur hefur starfað með flestum þekktari framleiðendum húsgagna á Íslandi og hannað fjölda húsgagna og húsmuna sem þekkt eru um allt land svo sem STACCO-stólinn, sem framleiddur hefur verið allt frá árinu 1981. Ennfremur hefur hann hannað og þróað húsgögn í samstarfi við mörg erlend fyrirtæki, svo sem Ros- enthal og Heinrich Brune í Þýskalandi, Tonon á Ítalíu, Labofa í Danmörku svo nokkur séu nefnd.  HÖNNUN | Kunnátta handverksmannsins nýttist í listasmíði eftir íslenskan hönnuð Húsgagnasmiðir að verða hálfgerðir forngripir Morgnunblaðið/RAX Geir Oddgeirsson hefur nýlokið við að smíða á verkstæðinu sínu sérhannað borð og tíu stóla úr sér- valinni eik eftir hönnuðinn Pétur B. Lúthersson. Sýningin stendur til 20. mars og er opin alla daga frá kl. 13.00–17.00, en auk nýju hönnunarinnar sýnir leirlistakonan Kristín Sigfríð Garðarsdóttir borðbúnað, sem hún hannar og framleiðir. FRÁ OG með 1. maí nk. gefur Tryggingastofnun út evrópskt sjúkratryggingakort sem kemur m.a. í stað vottorðanna E-111 og E-128. Mælt er með því að ferðafólk á leið til Evr- ópulanda sæki um evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun, að því er Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) benda m.a. á. Hand- hafar kortsins eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu innan EES-ríkjanna gegn sama gjaldi og þeir sem tryggðir eru í hverju EES-ríki fyrir sig, að því er fram kemur í frétta- bréfi SAF. Eftirtalin EES-lönd gefa þegar út evrópskt sjúkra- tryggingakort: Belgía, Dan- mörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Spánn, Slóvenía, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland. Tímabundinn aðlög- unarfrest hafa auk Íslands m.a. Austurríki, Holland, Portúgal, Bretland, Lettland, Sviss, Pólland og Ungverja- land. Ríkisborgarar EES þurfa að framvísa evrópsku sjúkratryggingaskírteini ásamt vegabréfi þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Þeir sem eru búsettir og tryggðir á Norðurlöndum þurfa þó eingöngu að framvísa skilríkjum sem staðfesta bú- setu á Norðurlöndum.  FERÐALÖG | Evrópskt sjúkra- tryggingakort Kortið er nauðsyn- legt fyrir ferðafólk Hægt verður að sækja um kortið á heimasíðu TR, http://www.tr.is/ frá og með 1. maí nk.  Hjá konum sem drekka áfengi óhóflega er aukin hætta á brjóstakrabba- meini.  Kona sem drekkur sama magn af áfengi og karl verður drukknari en hann.  Mikil áfengisneysla getur flýtt fyrir breytingaskeið- inu.  Barnsins vegna á engin áfengisneysla að vera á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.