Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hörjakkar og buxur Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð Atvinnuhúsnæði - óskast Fyrir trausta aðila erum við nú að leita eftir : 1.200-400 fm góðu verslunarhúsnæðitil kaups eða leigu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Bílastæði og góð aðkoma er skilyrði. 2.100-200 fm skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á höfuðburg- arsvæðinu til kaups eða leigu fyrir lögmenn og þjónustu- starfsemi tengdri lögmennsku. Allar nánari upplýsingar gefgur Brynjólfur Jónsson Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. ÓLAFUR F. Magnússon borgar- fulltrúi F-listans, vill taka eftirfar- andi fram vegna fréttar í gær af landsfundi Frjálslynda flokksins. „Af frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu, sunnudaginn 6. mars sl., mátti skilja að Frjálslyndir í borgarstjórn væru alfarið á móti flutningi Reykjavíkur- flugvallar í framtíðinni. Afstaða borg- arstjórnarflokksins er hins vegar sú að hann er á móti flutningi á starf- semi Reykjavíkurflugvallar til Kefla- víkur og telur að innanlandsflug þurfi að vera áfram staðsett á höfuðborg- arsvæðinu. Það útiloki þó ekki mögu- leika á flutningi vallarins úr Vatns- mýrinni á annan stað á höfuðborgarsvæðinu eftir árið 2024, en R-listinn hefur nú fest flugvöllinn í sessi fram að þeim tíma með sam- komulagi borgarstjóra og samgöngu- ráðherra um samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Í ræðu minni á landsfundi Frjáls- lynda flokksins sagði ég m.a.: „Flugvallarmálið er nú komið aftur á byrjunarreit eins og þið vitið, með tillögu um samgöngumiðstöð, þar sem greinilega er gert ráð fyrir því að flug sé ekkert á förum frá borginni fyrir árið 2024. Þannig að það er al- veg ljóst að R-listinn hefur kúvent í þessu máli. Mín afstaða í þessu máli og borg- arstjórnarflokks F-listans hefur verið sú að vissulega er mikilvægt að vinna aukið landrými undir byggð í Vatns- mýri, en það að ætla sér að flytja flug frá Reykjavík til Keflavíkur, hér og nú, það er hrein fásinna að mínu mati. Innanlandsflug myndi leggjast niður. Það er verið að vinna af dálítið meiri skynsemi í þessum málum. Það er verið að flytja burt æfingaflug, einka- flug og ýmislegt, sem ekki á heima nálægt borginni. Það er verið að vinna land við flugvöllinn. Það er ljóst að innanlandsflug þarf ásamt sjúkra- og öryggisflugi að vera áfram til stað- ar á næstu árum þarna. Enda verður flugvöllurinn eins og ég sagði áðan rekinn áfram að verulegu leyti í óbreyttri mynd til ársins 2016 og a.m.k. austur/vestur brautin til 2024. Ég vona að menn beri gæfu til að ná að sameina þessi atriði, að vinna aukið land undir byggð miðsvæðis í borginni, en halda þannig á málum, að samgöngumál við Reykjavík og innanlandsflug fari ekki forgörðum.“ Á móti flutningi flugs til KeflavíkurFRAMKVÆMDIR eru að hefjastvið endurbætur á Austurstræti 17, þar sem verslunin 10-11 er m.a. til húsa. Suðurhlið hússins verður al- gjörlega endurnýjuð. Skipt verður um gler og glugga. Þá verður gert við steypuskemmdir og steyptir fletir hússins málaðir. Loks verður hluti hússins álklæddur. Eik fast- eignarfélag hf. á húsið og stendur fyrir breytingunum. Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Eikar, segir það sannarlega ánægjuefni að taka þátt í því að snúa við þeirri þróun sem átt hafi sér stað á und- anförnum árum, þar sem sífellt fleiri fyrirtæki færa sig frá mið- bænum. „Til þess að lífga mið- borgina við þurfum við ekki hvað síst að fleiri fyrirtæki færi sig á þessar slóðir,“ segir Garðar Hann- es Friðjónsson, framkvæmdastjóri Eikar, en félagið á nú húsnæði sem þekur yfir 22 þúsund fer- metra í póstnúmerinu 101 Reykja- vík. Samhliða andlitslyftingunni verða gerðar ýmsar breytingar á verslun 10-11 á fyrstu hæð húss- ins. Þeim breytingum er ætlað að koma til móts við kröfur við- skiptavina og auka úrval tilbúinna rétta, bjóða upp á nokkurs konar miðbæjarbístró þar sem við- skiptavinir geta setið inni í versl- uninni og notið veitinga. Framkvæmdirnar hefjast í dag. Teiknistofa Halldórs Guðmunds- sonar hannaði nýtt útlit húsnæð- isins og er verkefnisstjórnin í þeirra höndum. Mworldwide og Arkís sjá um hönnun nýs húsnæðis fyrir 10-11. Austurstræti 17 breytist í útliti Ásýnd götunnar verður önnur þegar búið verður að breyta húsinu. TAFLFÉLAGIÐ Hellir vann öruggan sigur á Íslandsmóti skák- félaga um helgina. Taflfélag Reykja- víkur var með forystu framan af mótinu en missti dampinn þegar leið á mótið og varð í öðru sæti. Hellir fékk 43 vinninga en TR 37 vinninga. Taflfélag Vestmanneyja varð í því þriðja með 36,5 vinninga. A-sveit Skákdeildar Hauka í Hafnarfirði sigraði mjög örugglega í 2. deild og fylgja Selfyssingar þeim í efstu deild að ári. C-sveit Hellis sigraði í 3. deild og b-sveit Hauka í 4. deild. Hellir og Haukar voru því ótvírætt sigurvegarar keppninnar, en félögin sigruðu í tveimur deildum hvort fé- lag. Á mótinu kepptu bæði börn og fullorðnir af báðum kynjum. Þótti mótið takast einstaklega vel. Hrókurinn keppti ekki á mótinu að þessu sinni en félagið sigraði í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Á myndinni eiga Hellismenn við skákmenn frá Taflfélagi Reykjavíkur. L.t.h. er Helgi Áss Grétarson stórmeistari sem tefldi fyrir hönd Hellis. Hellir vann Íslands- mótið með yfirburðum MIÐSTJÓRN Rafiðnaðarsam- bands Íslands segist telja að tímabært sé fyrir verkalýðs- hreyfinguna að endurskoða hvernig staðið sé að hátíðarhöld- um 1 maí. Kröfugangan sé barn síns tíma og fari því fjarri að hún standi undir þeim vænting- um sem hinn almenni félagsmað- ur geri í dag. Lítil þátttaka ásamt athöfnum margskonar öfgahópa hafi eyðilagt þá áferð sem verið hafi á þessum degi. Miðstjórn RSÍ segist telja, að núverandi fyrirkomulag sé verkalýðshreyfingunni ekki til framdráttar og fyllilega tíma- bært að nálgast viðhorf nú- tímans og ná jákvæðri athygli. Leggur miðstjórnin til að stétt- arfélögin í Reykjavík sameinist um að halda víðtæka fjöl- skylduhátíð í Laugardalnum. Þá leggur miðstjórn Rafiðnaðar- sambandsins til að verkalýðs- hreyfingin sameinist ásamt Samtökum atvinnulífsins sam- einust um að tekið verði upp það fyrirkomulag að ætíð verði frí fyrsta föstudag í maí í stað hins hefðbundna frídags 1. maí og hátíðarhöld flytjist yfir á þennan föstudag. 1. maí verði fjölskylduhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.