Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 3
3.4.2005 | 3
18
Elísabet og Unnur Jökulsdætur
rifja upp gömul jólaböll.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
20
4 Flugan
þræddi kaffihús borgarinnar yfir páskahelg-
ina í leit að kunnuglegum andlitum og fyrsti
maður sem hún sá var Bobby Fischer ný-
klipptur. Allir aðrir virtust vera úti á landi.
6 Hvenær er rétti tíminn …?
Læknanemar fræða unglinga landsins um
heilbrigða kynhegðun – í útvarpi og skólum
– undir merkjum Ástráðs, félags um for-
varnarstarf læknanema.
8 Halló og bless, Joan Rivers
Hin tæpitungulausa spjallþáttadrottning og
skemmtikraftur Joan Rivers gerði örstutt
stopp á Íslandi og brá leifturljósi á viðhorf
sín og feril.
12 Hleruðu allt milli himins og jarðar
Tveir bræður köfuðu fram á hlerunartæki í
Kleifarvatni fyrir röskum 30 árum. Tækin
reyndust rússnesk og þóttu enn ein sönn-
unin fyrir njósnum Rússa á Íslandi. Síðan
hefur lítið til tækjanna spurst – fyrr en nú.
18 Tengsl
Hálfsysturnar Elísabet og Unnur Jökuls-
dætur lýsa sambandi sínu í gegnum árin og
segja að bréfaskriftir sínar yfir lönd og höf
séu efni í heila bók.
20 Hvað kostar ástin?
Þegar ástin er kviknuð þarf að viðhalda
neistanum með öllum tiltækum ráðum.
Þetta vita kaupmenn eins og aðrir.
22 Gagntekin af glerinu
Brothætt listaverk Maríu Drafnar Þorláks-
dóttur eru mótuð með verkfærum sem
hönnuð voru á miðöldum.
24 Matur
Á hótelum heimsins eru víða úrvals veit-
ingastaðir og hér er mælt með þremur slík-
um, í Orlando, Kaupmannahöfn og Lond-
on.
25 Rýnt í stjörnurnar
Margir mega búast við kaflaskiptum í apríl.
26 Maður eins og ég
Viktor Kristmannsson er tvítugur fimleika-
kappi og sexfaldur Íslandsmeistari. Hann er
fyrirmynd þriggja yngri bræðra sinna og all-
ir sækja þeir fimina frá foreldrunum.
28 Krossgátan
Gef kynorku með auðæfum landsins...?
Skilafrestur úrlausna rennur út næsta föstu-
dag.
31 Pistill
Klæðalausi kokkurinn Jamie Oliver hefur
sett Tony Blair í óvæntan vanda og Helgi
Snær fylgist grannt með.
Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,
sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is
Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
ISSN 1670-4428
Forsíðumyndina tók Þorri, Þorgrímur Gestsson, þegar
njósnatæki voru hífð úr Kleifarvatni 10. september 1973.
228
Kleifarvatn hefur yfir sér dulúðugan blæ. Þar herma sögur
að skrímsli haldi sig – svart, í ormslíki og á stærð við stór-
hveli. Í kringum Kleifarvatn spinnast einnig atburðir þeir
sem eru uppistaðan í samnefndri metsölubók Arnaldar Indr-
iðasonar, sem var söluhæsta bók ársins 2004 á Íslandi og má áætla að fimmti hver fullorðinn lands-
maður hafi lesið. Í vatninu finnst beinagrind, eftir að vatnsborðið hefur lækkað í kjölfar jarðhræringa,
en einnig dularfull tæki. Saga Arnaldar er skáldverk en tækjafundurinn á sér þó stoð í veruleikanum.
Tveir bræður voru að kafa eftir spúnum á stilltum septemberdegi fyrir rúmum þrjátíu árum og varð þá
á vegi þeirra nokkur fjöldi furðulegra tækja, svo sem rifjað er upp í forsíðugrein Tímaritsins að þessu
sinni. Freysteinn Jóhannsson, blaðamaður, brá á loft Sherlock Holmes-stækkunargleri sínu – gott ef
hann fór ekki í síðan frakka líka – og hóf leit að tækjunum, skjölum sem þeim tengdust og samtíma-
heimildum um atburði. Enda við hæfi að njósna um afdrif njósnatækja, sem vonandi eru annars hætt að
finnast hér á landi í breyttu umhverfi alþjóðasamskipta. Fyrir aðra tegund njósnara, þá sem hneigjast til
persónunjósna af vinsamlegu tagi, hljóta lýsingar hálfsystranna Elísabetar og Unnar Jökulsdætra á
tengslum sínum að teljast athyglisverðar. Sumum þykja þær vísast, með einhverjum hætti, dularfullar
konur; Unnur með salt í augum eftir siglingar um heimsins höf og Elísabet með „heilt ævintýri inni í
sér“ eins og stóra systirin tekur til orða. Fallegar frásagnir þeirra hvorrar af annarri minna á málsháttinn
sem sumir hafa kannski fengið í páskaegginu sínu, Sá er sæll sem sínu ann – og um leið árétta þær að
manneskjan blómstrar svo miklum mun betur þegar hún sýnir umhyggju og leitar nándar, en þegar hún
liggur tortryggin í fylgsni sínu, vopnuð njósnavélum um náungann. | sith@mbl.is
03.04.05