Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 4
4 | 3.4.2005 F lugan var oggulítill fýlupúki um páskana þar sem hátíðin ein- kenndist fyrst og fremst af fermingum og hefðbundinni helgi- slepju, að vanda. Fjörugir flugufætur fengu lítið tækifæri til þess að dansa þar sem rólegt var á djamminu en í sárabætur fékk hún frábæra flugu í höfuðið; nefnilega að svala forvitni sinni um fólk með því að rölta á milli kaffihúsa í miðbænum. Laugardag fyrir páska var veðrið dásamlegt og meira að segja speg- ilsléttur sjór niðri við höfn, en slíkt er mjög fágætt. Það bar strax vel í veiði þegar spásserað var upp Laugaveginn og Flugan rakst á Bobby Fischer við kassann í Máli & menningu og fylgdi skákmeistaranum skelegga eftir um sinn. Meistarinn var í félagi við japanska unnustu sína en þau voru greinilega á bæjarrölti, daginn eftir heimkomuna miklu. Ástarfuglarnir fengu sér sæti á bekk andspænis versluninni Ill- gresi. Reffilegi ríkisborgarinn var sportlegur útlits, í gallabuxum og sandölum og að sjálfsögðu með derhúfuna, sem er að verða aðalsmerki hans. Þar sem þessi nýi Íslendingur, eða Nýslendingur, er þekktur fyrir að vera á varðbergi gagnvart persónunjósnum, lét forvitna flugan þessa stuttu eftirför duga og brá sér aftur inn í bókabúð M&M. Sú ein- staka skemmtun að grúska og gramsa í bókum og tímaritum bregst aldrei og er sígild eftirmiðdagsafþreying um helgar. Þá er tilheyrandi að setjast niður á Súfistanum og fá sér gott kaffi eða spennandi smá- rétti og gæða sér á nýjustu tímaritunum. Gaui litli hafði auðsjáanlega fengið sömu hugmynd þennan dag en hann sat þar drjúgur með sig, umvafinn kvenfólki. Á göngu um Þingholtin rak Flugan augun í Þorstein Guðmunds- son, leikara og grínista, þar sem hann rólaði sér af einlægri gleði ásamt nokkrum krökkum. Sumum á sama aldri. Það sást líka til Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar, þar sem hún gekk hnarreist eftir Austur- stræti og Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns, sem stikaði glað- beittur yfir Austurvöll. Flugan brá sér meira að segja út yfir landamæri 101 og leit inn í Kringluna þar sem ótrúlegur mannfjöldi var saman kominn og varð vinkonan að þola þá niðurlægingu að láta berast með fjöldanum með kramda vængi. Náði hún þó að ,„spotta“ Jón Sigurðsson, ballöðu- meistara og Idolstjörnu frá síðasta ári. Um páskana var töfraleiksýningin Houdini snýr aftur sýnd í Borgar- leikhúsinu en það var óvenjulegt „show“ sem státaði af brellum og sjónhverfingum. Mikill fjöldi erlendra og innlendra listamanna tók þátt í uppsetningunni. Stóri salurinn var pakkfullur af fjölskyldum sem komu saman til að njóta töfranna. Helgi Björns, leikari og stór- söngvari, var á vappi í hléinu en hann var einn af aðstandendum sýn- ingarinnar. Annan dag páska voru kaffihús borgarinnar aftur stappfull og ekki einu sinni möguleiki fyrir litla Flugu að tylla sér en þegar hún var snúðug á leiðinni heim, mætti hún Kára Stefánssyni, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem kom stormandi eftir Póst- hússtræti, brúnaþungur í brúnni leðurkápu og íþrótta- skóm. Til allrar hamingju spilaði Jet Black Joe á Gauknum um páskana. Þeir tóku meðal annars gamla slagara og voru svo sannarlega í essinu sínu. Svakalegt fjör var þar sem aðdáendur hljómsveitarinnar fylltu húsið í miklu stuði. Davíð Smári, Idolstjarnan ógurlega, var einn þeirra. Rokkaður og flottur. Sannaðist þá loks gamall málsháttur úr fjölskyldu Flugunnar: Oft rætist úr pásk- unum … | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Róbert Þórhallsson og Margrét Eir Hjartardóttir. Eyjólfur R. Þráinsson og Berglind Aðalsteinsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Gylfi Blöndal og Kjartan Bragi Bjarnason Kimono-meðlimir. Flugufýla, Fischer og fágæt blíða … … Kári Stefánsson, brúnaþungur og stormandi í brúnni leðurkápu … FLUGAN ROKKHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður var haldin á Ísafirði. BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík stóð í fjóra daga. MARGRÉT EIR hélt tónleika á Pravda-bar. L jó sm yn di r: K ri st já n Haukur Magnússon og Guðmundur Kristjánsson (Muggi). L jó sm yn di r: H al ld ór S ve in bj ör ns so n Jón Þórarinn Þor- valdsson og Gunn- laug Þorvaldsdóttir. Björn Emilsson og Ragna Fossberg. Axel McNeal, Hrafnkell Flóki Einarsson og Einar Örn Benediktsson. Lára Rúnarsdóttir, Guðni Valberg og Harpa Dögg Kjartansdóttir. Tom Hobbs, Maren Ásta Sæmunds- dóttir og Stefanía Sigurðardóttir. Vernharður Linnet og Birgir Þórisson. Dagný Sif Einarsdóttir og Sigvaldi Torfason. Laufey Pálsdóttir með Kolfinnu Ýri Birgisdóttur, Hulda Lilja Ármannsdóttir og Sveina Pálsdóttir. MENNINGARSMIÐJA POPULUS TREMULA var opnuð í Gilinu á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.