Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 8
8 | 3.4.2005
F lugið frá Glasgow var frábært, en það besta af öllu er að koma aftur tilReykjavíkur,“ segir Joan Rivers, með drafandi New York-áherslum, ogtekur kumpánlega undir handlegginn á blaðamanni. „Ég hef ekkikomið hingað síðan árið 1970.“
Af viðbrögðum samferðamanna að dæma virðist Joan Rivers aðallega þekkt hér á
landi fyrir að spyrja fólk spjörunum úr, það er um spjarir sínar, og þá á ekki ómerk-
ari stað en rauða dreglinum þegar stjörnurnar þyrpast saman fyrir helstu árshátíð
Hollywood, Óskarsverðlaunin.
Joan Rivers hefur lífsviðurværi sitt hins vegar ekki einvörðungu af því að tjá sig
umbúðalaust um föt og fylgihluti. Hún hefur verið á sjónarsviðinu vestanmegin við
Atlantshafið í nánast hálfa öld og haslað sér völl sem skemmtikraftur, rithöfundur,
leikkona, leikskáld, handritshöfundur, leikstjóri, þáttastjórnandi
og hönnuður. Til að byrja með lagði hún stund á leiklist, en fann sig
fyrst fyrir alvöru í því að setja saman gamanmál fyrir míkrafón og
svið og ruddi þannig brautina fyrir kvengrínista ásamt Phyllis Dill-
er, Tootie Fields og fleirum. Fyrstu viðkomustaðirnir voru sjúsk-
aðir New York klúbbar og konan sem þar steig á svið var hvorki in-
dæl, né jafn viðfelldin og ímynduð nágrannakona, húmorinn var beittur og dálítið
úti á ystu nöf að hætti Lenny Bruce.
Joan Rivers fékk stórt tækifæri sem skemmtikraftur árið 1965 í kvöldspjallþætti
Johnny Carsons á sjónvarpsstöðinni NBC og var gestur þáttarins með reglulegu
millibili eftir það. Skömmu síðar byrjaði hún að koma fram í Las Vegas og hneyksla
náungann upp úr skónum. Hún fékk síðan fasta stöðu sem afleysingastjórnandi
„The Tonight Show“ í fjarveru Johnny Carson árið 1983, fyrst allra, og hlaut Emmy-
verðlaun fyrir spjallþáttastjórn árið 1997.
Síðastliðin tíu ár hefur Joan Rivers mikið látið að sér kveða á heimsvísu í hlutverki
móður allra tískulögga, tískulöggu dauðans, og velgt fræga fólkinu undir uggum
með hárbeittum athugasemdum um spariföt og lífsmáta. Þegar sá gállinn var á
henni líkti hún Júlíu Roberts og Benjamin Bratt við Ken og Barbí leikaraheimsins
og sagði að Jeremy Irons klæddi sig eins og bátafólk.
Hún lætur samt hjá líða að spyrja spyrja blaðamann hinnar sígildu spurningar:
„Who are you wearing?“ í merkingunni hvaða hönnuður saumar á þig. Sem sjálf-
sagt er fyrir bestu. Oscar de la hvað?
Ekki svo að skilja að ljótustu flíkurnar hafi verið dregnar upp úr handraðanum,
fyrir dyrum stendur nefnilega ráðgert einkaviðtal við hina illskeyttu Ms. Rivers, af-
síðis í flugstöð Leifs heppna.
Hún millilendir á Íslandi, á leið sinni frá Glasgow til New York, og er væntanleg
klukkan 16. Svo vill hins vegar til að Lundúnavélin, sem flytja á hinn baneitraða
farm sem Joan Rivers þykir svo sannarlega, lendir klukkan 16.35. Þegar hún stígur
frá borði, rúmum fimm mínútum síðar ásamt fylgdarliði, eru 25 mínútur í að vélin
til New York fari í loftið. Joan Rivers á þá eftir arka í flýti á milli brottfararhliða og er
þar að auki vart mælandi fyrir hæsi. Hún er með barkabólgu. Blaðafulltrúinn er
með hellu fyrir eyrunum og framkvæmdastjórinn vill helst koma
vinnuveitanda sínum um borð í næstu vél. Núna. Á undan öðrum
farþegum. Viðtalið er að fara út í veður og vind.
Sjálfsagt er við hæfi að spyrja Joan Rivers í hverju hún sé, þegar
hún stígur inn í Leifsstöð. Koma hennar vekur óneitanlega tals-
verða athygli. Kannski ekki síst fyrir þær sakir að henni fylgja þrír
aðstoðarmenn. VIP fulltrúi Icelandair er líka á vettvangi. Blaðamaður Tímaritsins
og ljósmyndari láta minna á sér kræla. Kannski hefur hún séð sig um hönd. Kannski
er hún í sínum versta ham? Tja, Joan Rivers er reyndar í dragsíðum pels og með stór
sólglerlaugu. Gleraugun eru áberandi, kennimerki hins víðfræga og næsta örugg
vísbending um að þar sé dægurstjarna af skærari gerðinni á vettvangi. Hvaða kona
er þetta? hvísla flugstöðvargestir hver að öðrum. Hersingin leggur af stað.
„Komdu. Þér er óhætt að spyrja mig á leiðinni.“ Röddin er nánast hvískur, en
Joan Rivers er elskulegheitin uppmáluð. Það er erfitt að ímynda sér að þessi kona sé
fræg að endemum fyrir að kalla samferðafólk sitt á stjörnuhimninum feitabollur eða
snobbhænur á víxl og allt sem hugsast getur þar á milli.
Mér skilst að þú hafir komið í Bláa lónið áður en það varð vin í eyðilandinu? spyr
blaðamaður í því skyni að víkja aftur að heimsókninni árið 1970.
„Já, ég held að við höfum verið eina fólkið á sundi þar á þeim tíma,“ segir hún
hlæjandi. „Breytingarnar sem búið er að gera eru undraverðar,“ bætir hún við.
HALLÓ OG BLESS, JOAN RIVERS
Tilbrigði við einkaviðtal: Illskeytta spjallþáttadrottningin reynist ljúf sem lamb
Joan Rivers grínisti
veldur enn usla og
móðgar náungann, en
vill jafnframt koma
öðrum til hjálpar.
L
jó
sm
yn
d:
B
ro
ok
s
W
al
ke
r
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
Það er erfitt að ímynda
sér að þessi kona kalli
samferðafólk feitabollur
eða snobbhænur á víxl