Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 10
10 | 3.4.2005
hætti við að teppa gangveginn. Joan Rivers kemur sér
fyrir milli sætaraðanna, lítur laumulega í kringum sig
og dregur upp úr fórum sínum harðan pakka í svörtum
flauelspoka sem hún læðir í hendi blaðamanns. Átt þú
konu? talar hún svo, snögg upp á lagið, til ljósmynd-
arans, og réttir honum samskonar poka. „Uss, ekki
segja neinum.“
Joan Rivers tók nýverið til við að hanna snyrtivörur og
skartgripi og markaðssetja í eigin nafni og undanfarna
áratugi hefur hún skrifað einar átta bækur um lífið og til-
veruna í hjáverkum. Síðasta bókin nefnist Don’t Count
the Candles, Just Keep the Fire Lit. Hún er komin yfir
sjötugt. Af hverju ætti ég að setjast í helgan stein og gera
nágrannana brjálaða? hefur hún látið hafa eftir sér.
Farangurshólf opnast og lokast. Aðstoðarfólkið er
sest. Enn gefst tími fyrir örfáar spurningar, þrátt fyrir
umtalsverða ringulreið.
Hver er helsti keppinautur þinn?
„Ég hef aldrei hugsað á þeim nótum. Einhver sagði
við mig fyrir margt löngu, vertu eins og veðhlaupahest-
ur. Ekki horfa til hliðanna, haltu bara þínu striki. Ég
hugsa því aldrei um að ég sé að keppa við einhvern
annan.“
Gamansemi þín er oft sögð „ætandi“. Það svíður
undan því sem þú segir. Gegnir slík fyndni mikilvægu
hlutverki að þínu mati? „Ég segi sannleikann og meina
allt sem ég segi. Stundum er það fyndið. Ég hef til
dæmis alltaf sagt við konur: ekki elda og þrífa. Enginn
karlmaður þráir að elskast með konu, þegar hann sér
hana skúra. Það síðasta sem hvarflar að honum er:
„Leggstu út af, þú þarna æsandi tík“. Ég meina þetta af
öllu hjarta. Öllu gamni fylgir nokkur alvara.“
Á sama tíma skrifar þú bækur sem kenna fólki lífs-
leikni. Fer þetta vel saman? „Maðurinn minn fyrirfór
sér fyrir mörgum árum og þá var ekki talað um sjálfsvíg
opinberlega. Ég vildi vekja fólk til umhugsunar og
skrifaði því bók um mína reynslu. Í framhaldinu fékk
ég þakkarbréf í pokavís. Ég er vön því að alls konar
fólk, víðs vegar að í Bandaríkjunum, hafi samband við
mig og segi mér frá sjálfsvígi í sinni fjölskyldu, til dæmis
maka eða systkina. Tölfræðin segir að slíkt hendi í einni
af hverjum sex fjölskyldum. Ég segi fólki að lífið haldi
áfram. Sjáiði mig bara.“
Hefurðu skrifaði fleiri bækur eftir að Don’t Count
the Candles kom út ’99? „Nei. Þar fjallaði ég um sjálfs-
víg og öldrun, og sú bók er mín síðasta.“
Þú sagðir brandara um fórnarlömb árásanna á
World Trade Center aðeins nokkrum mánuðum eftir
að þær voru gerðar og sættir harðri gagnrýni. Eru
Bandaríkjamenn búnir að fyrirgefa þér? „Ég hitti nagl-
ann á höfuðið. Ég sagði brandara um ekkjur slökkvi-
liðsmannanna sem fórust, að margar þeirra hlytu að
hafa glaðst þegar upp var staðið út af hinum svimandi
háu bótum. Blaðaskrif leiddu síðar í ljós að einhverjir
þóttust hafa misst ástvini í árásunum til þess að komast
yfir peninga. Svona er mannlegt eðli.“
Eru Bandaríkjamenn að byrja að jafna sig á atburð-
unum 11. september 2001? „Það sem gerðist var
hræðilegt. Ég bý í New York og mér fannst yndislegt að
upplifa samhygð íbúanna. Ég hjálpaði dýralækninum
mínum við að baða hundana sem leituðu í rústunum og
búa um sárin á fótunum á þeim í tvo daga eftir árás-
irnar. Allir tóku höndum saman. Í dag finnst mér eins
og við göngum á eggjaskurn. Lífið verður aldrei samt aftur. Ég horfi í kringum mig,
lít á Rockefeller Center og hugsa með mér, en hvað húsið er fallegt. Svo hugsa ég,
verður það á sínum stað á morgun?“
Klukkan tifar, vélin fer senn á loft. Þakka þér kærlega fyrir að gefa þér tíma.
„Mín var ánægjan. Mér þykir leitt hvernig fór, við hefðum getað spjallað í
klukkutíma. Þakka þér kærlega fyrir.“
Halló og bless, Joan Rivers. „Kerlingin á rauða dreglinum“ er farin heim.
| helga@mbl.is
Erindi Joan Rivers í höfuðborg Skotlands var að
koma fram á Glasgow Comedy Festival fyrir tilstilli
Icelandair, þar sem hátt í 200 atriði voru á dagskrá á
30 stöðum á 17 dögum, svo vitnað sé í lýsingar skipu-
leggjanda. Þar var hún eitt af stóru nöfnunum, eins
og sagt er, enda ferðast hún enn um heiminn og
skemmtir skrattanum með míkrafón í hendi á sinn
ósvífna New York-máta. Millilendingin í Keflavík er
bara skipulagsleg nauðsyn.
Hvernig var að skemmta í Glasgow? „Það var
stórkostlegt. Mig langar til þess að koma fram á Ís-
landi, það væri frábært. Reykjavík er í raun örstutt
frá New York.“
Þú kallar dagskrána þína Auralaus og einsamall,
hvers vegna velur þú það heiti? „Hún þurfti að heita
eitthvað. En, í alvöru talað, hafa allir upplifað pen-
ingaleysi og einsemd.“
Joan Rivers ferðast sem fyrr segir með blaðafull-
trúa og framkvæmdastjóra, auk manneskju sem sér
um fatnað. Aðstoðarfólkið er áfjáð í að komast um
borð í næstu vél, en Joan togar í handlegginn á
blaðamanni og muldrar: „Um leið og maður fer í
vinnuferð, er komið fram við mann eins og barn.
Aðrir taka hreinlega við taumunum.“
Þegar Joan Rivers varð fastur gestastjórnandi í
spjallþætti Carsons fyrir fáeinum áratugum byrjuðu
gamanmál hennar oftar en ekki á spurningunni: Can
we talk? Þá var hún komin á trúnaðarstigið og bjó sig
undir að tala reglulega illa um nafntogað fólk. Sjálf-
sagt má líkja gamansemi hennar við það sem margir
hugsa með sér, en láta ósagt, eða segja upphátt bak-
við náungann. Oft stakk hún fingrum í kokið til
áherslu. Sagðirðu gubb?
Þennan dag er enginn kvikindisskapur á ferðinni.
Nema síður sé. Við höldum í humáttina á eftir leið-
angrinum, upp rúllustiga og niður á landganginn.
Joan Rivers snýr sér enn að blaðamanni og hefur nú
hlutverkaskipti.
Hvenær var flugstöðin byggð?
„Mm. Mig minnir að það séu rúm tíu ár síðan, en
sjálfsagt eru þau hátt í 20.“
„Það er varla til afskekktur staður í heiminum
lengur,“ segir hún heimspekilega.
„Nei, ætli það.“
Eruð þið með Starbucks hér?, spyr hún svo.
„Nei ... ekki ennþá.“
Það verða endalokin, segir hún.
„Við erum með McDonalds,“ segir blaðamaður
sakleysislega.
„Það hefur þá verið upphaf endalokanna. Ég var í
Pétursborg þegar McDonalds opnaði þar, fyrir sex
árum minnir mig. Ég sagði við sjálfa mig, þetta er al-
ger bilun, er ég horfði á alla þessa Rússa sitja og
háma í sig hamborgara.“
Hvað finnst þér um réttarhöldin yfir Michael
Jackson?
„Ég held að hann hljóti að hafa gert eitthvað
rangt. Það hefði aldrei átt að leyfa honum að vera
einum með börnum. Hann er augljóslega veikur
maður. Kannski er þetta mér að kenna. Ég sagði eitt
sinn við hann, að hann ætti að halda sig við stefnu-
mót með 28 ára gömlu fólki. Hann hefur greinilega
misskilið mig og haldið að ég ætti við 20 á aldrinum
átta ára. Þetta er brandari sem ég segi oft um Jackson-málið,“ svarar hún og heldur
ferðinni áfram inn í vél. Svo hugsar hún upphátt: „Við erum að tala um Michael
Jackson í Reykjavík, það sýnir hversu lítill heimurinn er. Ég var á Nýfundnalandi
þegar réttarhöldin yfir O.J. Simpson hófust. Ég hitti þar mann sem stóð og var að
veiða. Hann sneri sér að mér og spurði: Heldur þú að O.J. hafi gert það? Ég hugs-
aði með mér, hvernig í ósköpunum veit hann af réttarhöldunum yfir O.J.?“
Farþegar sem ekki eru á leið til til New York með Joan Rivers myndast við að
reyna koma sér fyrir á Saga Class, en blaðamaður og ljósmyndari halda uppteknum
L
jó
sm
yn
di
r:
B
ro
ok
s
W
al
ke
r
HALLÓ OG BLESS, JOAN RIVERS