Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 16
16 | 3.4.2005
lögreglan í Hafnarfirði hafði uppi á bílnum á verk-
stæðinu Múla í Reykjavík og eftir að Sjóvátrygginga-
félag Íslands hafði neitað Sveini Björnssyni um upp-
lýsingar um bifreiðina fór Sveinn ásamt Jóhannesi P.
Jónssyni rannsóknarlögreglumanni þangað sem bíll-
inn var geymdur. Þeir komu að læstum dyrum en sáu
bílinn inn um glugga, gátu greint númerið og sáu
nýja hurð vinstra megin og að toppur hafði verið
réttur. Kom í ljós, að bifreiðin hafði fyrst komið á
verkstæði 31. ágúst og í Múla 3. september. Jóhannes
P. Jónsson segist vel muna eftir þessu máli og skýrslu-
tökunum í sambandi við það. Þær hafi hins vegar
verið algjör frumrannsókn og ekkert leitt í ljós með
óyggjandi hætti. Framhald varð ekki hjá Hafnar-
fjarðarlögreglunni.
Svíar vilja en bandarískir sérfræðingar kvaddir til
Morgunblaðið birti 15. september leiðarann; Ná-
kvæm rannsókn fari fram, og var niðurlag hans á þá
leið, að menn hlytu að líta þá staðreynd mjög alvar-
legum augum að slík sönnunargögn skyldu finnast
um annarlega starfshætti erlends stórveldis hér á
landi. „Þess verður að krefjast að mjög ítarleg rann-
sókn fari fram á þessu máli öllu.“ Í svari Ólafs Jó-
hannessonar, forsætis- og dómsmálaráðherra, á Al-
þingi 27. nóvember við fyrirspurn Ellerts B. Schram,
kom fram, að málið væri þá til athugunar í utanríkis-
ráðuneytinu. Ólafur sagði, að hvorki hefði komið
fram við rannsókn málsins með hverjum hætti tækin
komust í Kleifarvatn, né heldur hverjir hefðu haft
þau undir höndum. Hann sagði ástæðu þess, að ut-
anríkisráðuneytinu hefði verið blandað í málið,
blaðaskrif þar sem fram komu grunsemdir um að
tækin kæmu úr vörzlu erlends sendiráðs og minnti
hann á að starfsmenn erlendra sendiráða yrðu sam-
kvæmt alþjóðlegum reglum ekki kallaðir fyrir rétt í
því ríki, þar sem þeir störfuðu. Ellerti B. Schram
þótti svar ráðherra bera með sér,
að málið væri ekki endanlega rann-
sakað, en nauðsynlegt væri að brjóta það til mergjar og birta niðurstöður rannsókn-
arinnar opinberlega.
Að öðru var unnið bak við tjöldin, en af hinu varð ekki.
Talsmenn sovézka sendiráðsins harðneituðu í samtölum við fjölmiðla allri vitneskju
um tækin í Kleifarvatni og stjórnvöld létu opinberlega sem þau létu frumrannsókn
Hafnarfjarðarlögreglunnar nægja.
Tækin komu ekki bara til tals á Alþingi. Þau voru vinsælt umræðuefni manna í mill-
um. Og það voru ekki bara Íslendingar sem höfðu þau milli tannanna. Erlendir sendi-
ráðsmenn vildu líka fá sneið af kökunni. Hörður Helgason sendi yfirmönnum sínum í
utanríkisráðuneytinu orðsendingu 16. nóvember 1973. Þar kemur fram, að sænski
sendiherrann, Kaijser, hafi hinn 14. nóvember haldið kvöldverðarboð og þar tekið
Hörð tali og sagt, að Svíar hefðu mikinn áhuga á að frétta nánar af tækjunum úr Kleifar-
vatni. Segist sendiherrann hafa stungið upp á því við utanríkisráðuneytið í Stokkhólmi,
að til Íslands yrðu sendir sérfræðingar til þess að líta á tækin, ef Íslendingar óskuðu
þess. Hörður hefur eftir sendiherranum, að Svíar hafi mikla reynslu í þessum málum og
ekki ólíklegt að þessir sérfræðingar gætu orðið til aðstoðar.
Í utanríkisráðuneytinu mun áhuga Svía hafa verið kurteislega vísað á bug, enda tækin
úr Kleifarvatni komin undir bandaríska smásjá. Í bréfi, dagsettu 21. september 1973,
frá J.E. Langager, yfirmanni tæknisviðs rannsóknadeildar bandaríska flotans, til Sig-
urjóns Sigurðssonar, öryggisfulltrúa Íslands hjá NATO, kemur fram að tækin úr Kleif-
arvatni séu viðbótarsönnun um njósnir Rússa á Íslandi, sem rannsóknir Íslendinga og
bandarískra sérfræðinga hafi komið upp um.
Rússar hlera og sérbúin bifreið fengin með leynd
Í skýrslu, sem gerð var í utanríkisráðuneytinu í nóvember 1973, um meintar njósnir
um íslenzk fjarskiptasambönd og hlerun á símtölum og öðrum fjarskiptum, kemur
fram, að síðari hluta árs 1967 og árið eftir varð vart mikillar aukningar á stjórnarpósti til
sovézka sendiráðsins í Reykjavík. Yfirvöld gerðu tilraunir til þess að komast að inni-
haldi póstsins, en án árangurs, enda nýtur stjórnarpóstur sérstakrar verndar og hafði
hvorki verið gripið til þess hér á landi að biðja sendiráðsmenn að opna stjórnarpóst né
gefa upplýsingar um innihald hans. Rússnesku póstberarnir gættu stjórnarpóstsins sem
sjáaldurs auga síns og það sama átti við sendiráðsstarfsmenn sem tóku á móti þeim.
Dæmi var um að hollenzk yfirvöld hefðu beðið rússneska sendiráðsmenn að opna
stjórnarpóstssendingu, en þeir kusu að fara til baka með sendinguna og komust þannig
hjá því að opna hana. Íslenzk stjórnvöld fóru því að eins og yfirvöld annars staðar, að
láta sendingarnar afskiptalausar, en fylgjast með tíðni þeirra og magni eftir föngum.
Eftirlit með flutningi þeirra leiddi í ljós, að margar þyngri sendinganna voru fluttar í
sovézka sendiráðið, Garðastræti 33.
Með þessari aukningu á sovézkum stjórnarpósti fylgdu upplýsingar um að sovézka
leyniþjónustan notaði í vaxandi mæli ýmiss konar tæknibúnað, ekki bara til að njósna í
sendiráðum erlendra ríkja í Moskvu heldur og til njósna á erlendri grund. Á miðju ári
1968 ákváðu íslenzk yfirvöld að leita sérfræðilegrar aðstoðar við könnun á því, hvort
Sovétmenn væru að efna til slíkra njósna hér á landi. Rannsóknin gekk framan af út á að
hlusta á tiltekin bylgjusvið um alllangan tíma, en í byrjun árs 1969 var sérstök bifreið
flutt með leynd til landsins og tókst með tæknibúnaði í henni að leiða í ljós, að í sovézka
sendiráðinu væri tæknibúnaður til að hlusta á samtöl í lofti. Þá var íslenzkum lög-
reglumönnum og sérfróðum tæknimönnum bandarískum komið fyrir í húsnæði í næsta
nágrenni við Garðastræti 33 og á endanum leiddi rannsóknin í ljós, að í húsi sovézka
sendiráðsins, Garðastræti 33, væru í notkun tæki til þess að hlusta á og taka upp sam-
töl, sem færu í loftið frá landssímahúsinu við Austurvöll. Tæki þessi voru sögð gam-
aldags og heldur léleg lampatæki. Sigurður Þorkelsson, forstöðumaður radíódeildar
Landssímans, gerði kostnaðaráætlun á aðgerðum til þess að koma í veg fyrir hlerun og
hljóðaði hún upp á 27 milljónir króna. Ekkert mun hafa orðið úr þeim aðgerðum.
Í ársbyrjun 1970 var sérbúna bifreiðin fengin aftur til landsins og framkvæmd ný
rannsókn með sama sniði og sú fyrri. Hún leiddi í ljós, að enn var hlerað í sovézka
sendiráðinu, og nú voru símtöl frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli líka hleruð og tek-
HLERUÐU ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR
L
jó
sm
yn
d:
Þ
or
ri
Skömmu eftir fundinn fengu
þeir Guðmundur og Ólafur
nokkra vinnufélaga til þess
að sækja tækin með sér. Hér er
eitt njósnatækið dregið á þurrt.
RANNSÓKNIR LEIDDU Í LJÓS AÐ TÆKIN DUGÐU RÚSSUM T