Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 17
in upp. Árið eftir urðu menn þess varir, að breyting hafði verið gerð á þaki sovézka
sendiráðsins, þannig að renna mátti hluta þess til hliðar og fá beint sjónsvið til himins.
Þessi búnaður var talinn hluti af kerfi Sovétmanna til þess að ákvarða staðsetningu
gervihnatta Bandaríkjamanna. Árið 1972 upplýsti flóttamaður frá Sovétríkjunum um
hlerunaraðgerðir sovézkra sendiráðsmanna í Brussel og voru aðstæður og framkvæmd-
ir með keimlíkum hætti og hér á Íslandi.
Í skýrslu utanríkisráðuneytisins segir, að skömmu eftir að tækin fundust í Kleifar-
vatni hafi erlendir sérfræðingar verið fengnir til að gera á þeim bráðabirgðaathuganir.
Komu þeir hingað til lands og skoðuðu tækin í húsakynnum útlendingaeftirlitsins. Þeir
skiluðu svo greinargerð og fylgdu henni 19 myndir af tækjunum.
Í bréfinu til Sigurjóns Sigurðssonar vísar fyrrnefndur Langager m.a. til bréfs, sem
forstjóri rannsóknaþjónustu bandaríska flotans hafði skrifað Sigurjóni árið áður, 1972,
þar sem hann benti á að fyrri rannsóknir íslenzku lögreglunnar og bandarískra rann-
sóknarmanna hefðu leitt í ljós njósnir Sovétmanna á Íslandi. Bætir Langager við, að
tækin úr Kleifarvatni væru frekari sönnun þessa. Tækin, sem voru lampatæki, hefðu
sennilegast verið smíðuð 1960–65 og því verið orðin úrelt. Sovétmenn hefðu endurnýj-
að þau með transistor-tækjum og ákveðið að losa sig við gömlu tækin hér á landi frekar
en endursenda þau til Sovétríkjanna. Þannig höfnuðu þau í Kleifarvatni.
Þetta voru móttakarar, rafhlöður fyrir þá, loftnet og annar skyldur búnaður. Ekki var
unnt að ákvarða hversu lengi tækin höfðu legið í vatninu, sum væntanlega í nokkra
mánuði, en á öðrum var lítið ryð, sem benti til stutts tíma í vatninu. Sérfræðingarnar
bandarísku slógu því föstu, að nokkur sovézku tækjanna væru venjulegir móttakarar,
sem herinn notaði, en meirihluti þeirra væri sérsmíðaður til njósna. Þeir sögðu stærsta
tækið vafalaust vera í fyrri flokknum, en örbylgjumóttakararnir væru sérsmíðuð njósna-
tæki.
… ekki efni til frekari athugasemda …
Íslenzk stjórnvöld voru ekkert að flagga þessari niðurstöðu. Málinu var ekki hreyft á
Alþingi aftur og almenningur fékk um annað að hugsa. Stöku ósk fjölmiðla um greinar-
gerð um málið hummuðu stjórnvöld fram af sér.
Málinu lauk svo formlega í maíbyrjun 1975. Þá var komin ný ríkisstjórn; ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar, sem tók við eftir kosningar, í ágústlok 1974. Engar breytingar
urðu þó í stólum dóms- og kirkjumálaráðherra og utanríkisráðherra, því samstarfsaðili
Sjálfstæðisflokksins var Framsóknarflokkurinn og þeir Ólafur Jóhannesson og Einar
Ágústsson gegndu áfram áðurnefndum ráðherraembættum.
Bréf frá utanríkisráðuneytinu 5. marz 1975 til dóms- og kirkjumálaráðuneytis: „Þetta
ráðuneyti hefur fyrir tilverknað dómsmálaráðuneytisins haft til athugunar gögn vegna
rannsóknar, er haldin var vegna fundar á ýmsum fjarskiptatækjum í Kleifarvatni haust-
ið 1973, en rannsókn hafði leitt í ljós, að tækin höfðu ekki verið skráð hjá póst- og síma-
málastjórninni og því verið flutt ólöglega til landsins. Hins vegar hafa ekki fengist nein-
ar upplýsingar um það, hverjir hafi haft tæki þessi undir höndum. Utanríkisráðuneytið
telur því ekki efni til frekari athugasemda af þess hálfu vegna rannsóknar þessarar.“
Tæpum mánuði síðar sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytið ríkissaksóknara til upplýs-
ingar ljósrit af bréfi utanríkisráðuneytisins: „Þetta ráðuneyti er sammála utanríkisráðu-
neytinu um, að ekki sé grundvöllur til frekari aðgerða eins og málið liggur fyrir, en telur
þó rétt að benda á, að rétt gæti virst, að krafa yrði gerð af ákæruvaldsins hálfu um upp-
töku tækja þeirra, sem um ræðir, sem ekki hafa verið flutt löglega til landsins …“ Og 2.
maí skrifaði saksóknari ríkisins, Þórður Björnsson, bréf til bæjarfógetans í Hafnarfirði
og sýslumannsins í Kjósarsýslu, Einars Ingimundarsonar, þar sem þess eins var krafizt
að „umrædd fjarskiptatæki, sem ekki hafa verið flutt löglega til landsins, verði gerð
upptæk til ríkissjóðs“.
Tækjunum eytt fyrir áratug
Þegar útlendingaeftirlitinu var falin varðveizla tækjanna úr Kleifarvatni var eftirlitið
hluti lögreglunnar. Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar, segir,
að tækjunum hafi verið komið fyrir til geymslu í húsnæði lögreglunnar. „Ég sá þau síð-
ast fyrir mörgum árum á Hverfisgötu 115.“ Böðvar Bragason lögreglustjóri lét, í tilefni
þessarar greinar, kanna málið og kom þá í ljós, að tækin voru sett í tætara og þeim eytt
fyrir á að gizka áratug. Þá voru þau orðin mjög illa farin; beygluð og brotin og þótti þess
vegna ekki ástæða til þess að halda þeim lengur til haga. Nokkrir heillegir hlutir voru
teknir frá og settir á minjasafn lögreglunnar, sem geymt er í Árbæjarsafni. Þangað fór
greinarhöfundur með þeim bræðrum; Guðmundi og Ólafi Benediktssonum, og þeir
sáu þá í fyrsta skipti aftur eitthvað af því, sem lásaglampinn leiddi þá að á botni Kleif-
arvatns haustið 1973. „Þetta er nú bara brotabrot af öllu saman,“ sögðu þeir, en höfðu
engu að síður gaman af endurfundunum.
Þessi brotabrot eru allt og sumt sem enn er til af Kleifarvatnstækjunum. Nýrri tæki
leystu þau af hólmi. | freysteinn@mbl.is
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Garðastræti 33. Rannsóknir íslenzkra lögreglumanna og bandarískra sérfræðinga leiddu í ljós að í sov-
ézka sendiráðinu var tækjabúnaður til þess að hlera símtöl. Sovétmenn harðneituðu allri vitneskju.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Aðeins brotabrot er enn til af njósnatækjunum, sem fundust í Kleifarvatni í september 1973, þ. á m.
þessi móttakari, sem var sérsmíðaður til njósna. Hann er nú geymdur á minjasafni lögreglunnar.
TIL ÞESS AÐ HLERA SÍMTÖL ÍSLENDINGA OG VARNARLIÐSINS
3.4.2005 | 17
Kleifarvatn er á miðjum Reykjanesskaga, milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja
stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 ferkílómetrar, þegar allt er og eitt af dýpstu vötnum
landsins, 97 metrar. Um 30 sekúndum eftir fyrri Suðurlandsskálftann 17. júní 2000 átti stór
skjálfti upp á 5 til 5,5 stig á Richter upptök sín í norðurjaðri Kleifarvatns. Lækkaði vatns-
borðið um 4 metra og flatarmálið minnkaði um 20%, en líklegt er talið að sprungur hafi
opnazt í vatninu í kjölfar jarðskjálftanna og valdið auknum leka úr vatninu, sem hefur ekkert
sýnilegt frárennsli. Vatnið er nú aftur að bæta á sig. Jarðhiti er syðst í vatninu.
Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn, í ormslíki, svart og á stærð við
meðalstórhveli.
KLEIFARVATN
L
jó
sm
yn
d:
R
A
X