Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 20
20 | 3.4.2005 Þ egar ástin er fundin þarf að viðhalda neistanum með öllum ráðum.Þetta vita kaupmenn líkt og aðrir og höndla margir hverjir með varn-ing sem talinn er stuðla að og efla kærleik í samböndum. Í eina tíð dugði að gefa blóm í því augnamiði að „gleðja elskuna sína“ – eða kaupa óvænta gjöf sem féll að smekk viðtakandans. Enn er þetta gert, m.a. á til þess ætluðum dögum eins og konudegi og bóndadegi. Með tímanum, og ekki síður með nýrri siðum eins og Valentínusardegi, hefur hins vegar færst í vöxt að hlutir sem kirfi- lega eru merktir ástinni séu boðnir, keyptir og gefnir. Fyrst ber að nefna hjartalaga súkkulaðiöskjur og mola. Súkkulaði er sætt líkt og hamingjan og hefur yfirbragð munaðar sem ástin þykir einnig tengjast. Ef sætleik- inn dugar ekki einn og sér er vissara að útlínurnar ítreki skilaboðin. Þá eru bangs- ar hvers konar vinsælir til Valentínusargjafa, í það minnsta í löndum þar sem dag- urinn er rótgróin hefð. Ástarbangsarnir munu hafa reynt að ryðja sér til rúms hér líka, ýmist halda þeir á hjörtum með fallegum skilaboðum, eða eru rauðir á litinn, nema hvort tveggja sé. Rauður er álitinn litur ástar, blóðs og funa og setur mark sitt á kærleiksgjafir þær sem hér eru nefndar. Í flokkinn falla einnig ótal tækifæris- kort með fyrrnefndu, alþjóðlegu tákni ástar og samlífis – hjartanu – sem ástvinir ýmist gefa hvor öðrum eða fá send, svo sem á brúðkaupsdegi. Í hjartanu býr lífs- krafturinn og, samvæmt gamalli trú, tilfinningarnar. Brúðkaup eru sérkafli. Talsverð aukning hefur orðið á úrvali þeirra fylgihluta sem nú þykja sniðugir, í sumum tilvikum nauðsynlegir, í brúðkaupsveislum. Má þar nefna hvítar eða silfurhúðaðar möndlur, confetti, sem vafðar eru í blúndur eða öskjur og gefnar gestum. Koma þær í stað konfektmola. Fyrir nokkrum árum komst sá siður í umferð að hafa á borðum brúðkaupsgesta einnota myndavélar, svo gestir gætu sjálfir smellt myndum af öðrum gestum, brúðhjónunum og til- heyrandi uppákomum. Nú duga hins vegar ekki hversdagslegar myndavélar með merki framleiðandans, heldur er hægt að fá sérstakar vélar með utanáskriftinni „Wedding Memories“, eða brúðkaupsminningar. Umbúðirnar eru með hátíðar- brag, bleikar og hvítar. Og skammt duga gömlu, góðu hrísgrjónin úr appel- sínugulum kössum eða glærum pokum. Á markað eru nú komin sérstök sápu- kúluglös, hægt að fá t.d. 25 saman í pakka, sem skreytt eru hvítum silkiböndum eða löguð eins og brúðkaupstertur, og gestir blása úr yfir brúðhjónin þegar þau ganga frá kirkju. Þannig mætti áfram telja. Ástin kostar vinnu og tíma – og nú einnig tilfinningu fyrir vöruþróun, merkjahönnun og kærleiksríkum litasamsetningum. | sith@mbl.is L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on HVAÐ KOSTAR ÁSTIN? Hjarta með súkkulaði frá Konfektbúðinni: 1.930 kr. Gjafapoki frá Eymundsson: 198 kr. Bangsi frá Konfektbúðinni: 1.710 kr. Einnota myndavél frá Partýbúðinni: 1.145 kr. Skemmtifroða fyr- ir brúðkaup frá Partýbúðinni: 465 kr. Þúsund ástar spor, JPV forlag: 1.190 kr. Bolli frá Konfekt- búðinni: 1.740 kr. Glerhjarta úr Blómavali: 899 kr. Dökkt súkkulaði 280 kr. og laust Honeymoon-te frá Te & kaffi: 350 kr. Sápukúluglas frá Brúðkaupsvefur.is: 1.300 kr. (25 stk.) Vínflöskukristals- tappi frá Kristal & postulíni: 950 kr. Rauð rós frá Blómavali: 600 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.