Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 25

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 25
3.4.2005 | 25 Hrúturinn siglir sjálfsagt ekki lygnan sjó á næstunni. Plánetan Merkúr (hugsun) hreyfist enn afturábak í himingeimnum og veldur misskilningi. Einnig er von á sólmyrkva í hrútsmerkinu á nýju tungli 8. apríl, en myrkvar valda oft kaflaskiptum af einhverju tagi. Satúrnus (kerfið) myndar spennuafstöðu við hrútsmerkið 10. apríl. Þá má búast við töfum og hindrunum. Þolinmæði ljær við- leitni hrútsins göfugan blæ meðan það ástand varir og kemur þeim sem þekkja hann vel skemmtilega á óvart, það er að segja takist honum að sitja á sér. Júpíter (þensla) er í vogarmerki núna og ýtir undir velgengni maka eða hlunnindi gegnum aðra. Hrútur 20. mars - 20. apríl Nautinu er hollast að fara varlega. Fjöldi pláneta er í hrút um þessar mund- ir og þar með í 12. húsi samvitundar og einveru í sólarkorti nautsins, því er ráðlagt að beina orku sinni inn á við á meðan og líta yfir farinn veg. Nautið verður hugsanlega fyrir innblæstri, en er jafnframt varað við ýkjum og blekkingum. Best er að fara varlega í málum sem tengjast heilsu og vinnu þegar sólmyrkvi og nýtt tungl verður í hrúti 8. apríl. Sýndu varkárni og kænsku í fjármálum. Sól verður í nauti 20. apríl og fullt tungl í sporðdreka 24. apríl lendir í 7. húsi maka og samvinnu. Einhvers konar endalok gætu orðið í sambandi við maka eða félaga. Naut 20. apríl - 21. maí Tvíburanum er ráðlagt að fara varlega næstu daga, aðstæður fyrir helstu viðfangsefni hans eru bæði hagstæðar og óhagstæðar. Satúrnus (kerfi) ýtir undir sparsemi hjá tvíburanum og Júpíter (þensla) hefur jákvæð áhrif á rómantík, afþreyingu og skapandi hugðarefni. Á nýju tungli 8. apríl er upplagt að byrja á nýjum verkefnum, fjármögnunin er svo annar handleggur. Ekki væri úr vegi að gera nýja fjárhagsáætlun. Venus (samskipti) og sól (grunneðli) fara í nautsmerkið og 12. hús samvitundar og einveru í sólarkorti tvíburans 20. apríl. Þá er gott að stíga eitt skref til hliðar og fylgjast með atburðarásinni. Leggðu mat á sjálfan þig. Tvíburi 21. maí - 20. júní Ýktar hugmyndir og samskipti gætu sett svip sinn á daglegt líf ljónsins í upphafi nýs mánaðar. Hressilegar rökræður standa hugsanlega fyrir dyrum og ekki víst að þær leiði endilega til gagnlegrar niðurstöðu. Verkefnin eru fjölmörg, en ekki þar með sagt að þeim ljúki á næstunni. Kannski þarf ljónið að kljást við einstaklinga sem eru honum erfiðir ljáir í þúfu, eða þá að það er sjálft þrándur í götu samstarfsfólks. Satúrnus (hindranir) er í krabba um þessar mundir en færir sig í ljónsmerkið síðar í sumar. Í millitíðinni þarf ljónið jafnvel að gera upp óafgreidd til- finningamál. Einhver heltist úr lestinni á sólmyrkva og nýju tungli 8. apríl. Ljón 23. júlí - 23. ágúst Sól (grunneðli), Merkúr (hugsun) og Venus (ást) eru í hrúti núna og kynda undir í 7. húsi maka og samvinnu í sólarkorti vogarinnar. Júpíter (þensla) er líka í vog, hún er því við rásmarkið og í þann mund að bruna af stað. Fyllsta ástæða er til þess að gæta varúðar og setja það sem gerist í rétt samhengi. Á nýju tungli 8. apríl verður sólmyrkvi sem leitt getur til breytinga eða endaloka í nánu sambandi. Líka er hugsanlegt að ágreiningur milli annarra tengist voginni að ein- hverju leyti. Hún þarf að gera upp við sig hverjum hún vill fylgja að málum. Farðu varlega með peninga á nýju tungli 24. apríl, óvænt útgjöld gætu komið upp. Vog 23. september - 22. október Ýmis óræð úrlausnarefni bíða sporðdrekans þegar til lengri tíma er litið. Júpíter (þensla) er í 12. húsi samvitundar og einveru í sólarkorti hans og ýt- ir undir leitina að æðri merkingu. Leyndardómar fortíðarinnar og dýpstu langanir koma smátt og smátt upp á yfirborðið. Í augnablikinu eru það hins vegar málefni tengd vinnu sem eiga hug hans allan og möguleiki að eitthvað tengt heilsufari komi upp á yfirborðið. Miklar breytingar eða endalok gætu verið í vændum þegar sólmyrkvi verður á nýju tungli í hrút 8. apríl, gerðu nauðsynlegar ráðstafanir og gættu þess að streitast ekki á móti, eins og stöðugu stjörnumerkjunum hættir til. Sporðdreki 23. október - 21. nóvember Fisknum er ráðlagt að vera einbeittur og hagsýnn í upphafi nýs mánaðar. Skipulegðu fjármálin og frestaðu því að taka mikilvægar ákvarðanir. Sólmyrkvi á nýju tungli í hrút 8. apríl breytir myndinni og fær fiskinn jafnvel til þess að skipta um skoðun. Venus (ást) og sól (grunneðli) verða í nauti og 3. húsi hugsunar og tjáskipta í sólarkorti fisksins eftir miðjan mánuð. Þá má búast við fundum, stefnumótum, samræðum og nýjum félögum. Takmark sem fisk- urinn hefur sett sér reynist hugsanlega ekki standa undir væntingum í lok mán- aðarins. Fiskar 19. febrúar - 19. mars Allir út að leika, hugsar bogmaðurinn líklega með sér í aprílmánuði. Sól (grunneðli), Merkúr (hugsun) og Venus (ást) brenna af eldmóði hrútsmerk- isins í 5. húsi ástar og skemmtana í sólarkorti bogmannsins. Reyndar veld- ur Júpíter (þensla) líka spennu í 11. húsi vona og hópsamvinnu á sama tíma. Bog- maðurinn þarf því að gæta þess að sjá hlutina í samhengi og sleppa ekki fram af sér beislinu. Júpíter mun færa þér gæfu á næstunni en best að taka eitt skref í einu fyrst um sinn. Sólmyrkvinn 8. apríl lendir í 5. húsi rómantíkur og sköpunar og hugsanlegt að bogmaðurinn taki nýja stefnu. Breytingar sem í vændum eru gætu bitnað á barni. Bogmaður 22. nóvember - 21. desember Þriðja hús hugsunar og tjáskipta í sólarkorti vatnsberans er krökkt af plánetum í upphafi nýs mánaðar. Skipulag gæti farið út um þúfur, mis- skilningur komið upp í samskiptum og truflanir orðið á ferðaáætlunum. Hægðu ferðina og gættu þess að vera með varaáætlun í rassvasanum. Líklega þarftu að grípa til hennar á einhverjum tímapunkti. Tunglmyrkvi verður í 10. húsi þjóðfélagshlutverks og markmiða á nýju tungli 24. apríl, kannski leiðir hann til breytinga á starfsvettvangi. Búast má við óvissu af einhverju tagi í lok mánað- arins. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Tveir myrkvar koma fyrir í aprílmánuði, sólmyrkvi 8. apríl og tunglmyrkvi 24. apríl. Myrkvar leiða oft til breytinga í stjórnmálum eða á samfélaginu, segja stjörnuspekingar, og einhvers konar kaflaskipta. Einnig gegna þeir mikilvægu hlutverki í stjörnukortum einstaklinga. Myrkvi verður þegar sól, jörð og tungl eru í beinni línu. Í sólmyrkva ber tungl fyrir sólu og í tunglmyrkva ber jörð fyrir tungl. Merkúr (hugsun) hefur farið afturábak undanfarið og valdið truflunum og tregðu, 12. apríl verður leið hans greið á ný. 2005 APRÍL RÝNT Í STJÖRNURNAR Júpíter (þensla) er á leið í gegnum vogarmerkið og 2. hús eigna og peninga í sólarkorti meyjunnar. Það er því ekki óeðlilegt að málefni tengd fé og fjár- mögnun séu henni ofarlega í huga. Nú væri ráð að færa út kvíarnar og auka möguleika sína á þeim vettvangi. Satúrnus (kerfi) hefur áhrif á 11. hús í korti meyj- unnar um þessar mundir, hún leitar því leiða til þess að finna vonum sínum og þrám farveg í samfélaginu. Von er á sólmyrkva á nýju tungli 8. apríl og þá má gera ráð fyrir endalokum eða nýju upphafi í tengslum við fjármuni eða ástarsamband. Í apríllok má meyjan búast við ferðalagi, nýjum vinum eða aukinni lífsgleði. Meyja 23. ágúst - 23. september Vertu með á nótunum. Sólin (grunneðli), Venus (samskipti) og Merkúr (hugsun) eru í hrút núna og þar með í 10. húsi þjóðfélagshlutverks og markmiða í sólarkorti krabbans. Áherslan er því á ábyrgð og vinnuframtak. Í kortinu er jafnframt spennuafstaða af völdum Júpíters (þensla) í vog og 4. húsi heimilis og innri manns í sólarkortinu og því ekki ósennilegt að mál tengd tilfinninga- eða fjölskyldulífi hafi truflandi áhrif. Það verður átak að tryggja jafnvægi þarna á milli. Endalok í samskiptum við vinnufélaga eru hugsanleg og ástæðan ef til vill pen- ingamál eða ólíkt gildismat. Nýr ástvinur slær hugsanlega ryki í augu krabbans. Krabbi 21. júní - 22. júlí Til tíðinda gæti dregið heima og í tilfinningalífi meðan sól (grunneðli), Merkúr (hugsun) og Venus (ást) eru í hrútsmerkinu og láta til sín taka í 4. húsi fjölskyldu og innri manns í sólarkorti steingeitarinnar. Hún þarf að finna jafnvægi milli skyldna á heimili og í vinnu. Mögulegt er að geitin fái gesti eða þá að vart verður við spennu eða misskilning í samskiptum ástvina. Sýndu þol- inmæði, sama á hverju dynur. Ekki fara óðslega að neinu eða sópa vandamálum undir teppi. Búast má við nýrri byrjun eða endalokum af einhverju tagi á sólmyrkva 8. apríl. Steingeit 22. desember - 20. janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.