Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 26
26 | 3.4.2005
Hefurðu verið í fimleikum frá unga aldri?
Mamma setti mig í fimleika þegar ég var fjögurra
og hálfs árs vegna þess að ég var alltaf uppi á öllu;
á húsgögnum, úti í trjám og uppi á þaki. Henni
fannst betra að finna þessu príli einhvern farveg.
Þannig að ég var eiginlega byrjaður að æfa fim-
leika áður en ég fór í fimleika. Strax þá byrjaði ég í
Gerplu og hef verið þar síðan.
Fannst vinum þínum þetta ekkert stelpuleg
íþrótt? Nei, eiginlega ekki. Auðvitað var stundum
einhver stríðni en það var lítið. Mér var a.m.k. al-
veg nákvæmlega sama um hana.
Er þetta í genunum, eru einhverjir aðrir í fjöl-
skyldunni sem eru svona fimir? Pabbi og mamma
voru bæði í fimleikum, reyndar ekkert mikið og
þau náðu ekki svona langt. Svo á ég 17 ára bróður
sem er virkilega góður og tvo enn yngri bræður
sem eru líka í fimleikum.
Er þetta sumsé fjölskyldusport? Það má kannski
segja það. Strákarnir sjá þarna elsta bróðurinn í
þessu og vilja gera það sama.
Hvað þarf góður fimleikamaður að hafa til
brunns að bera? Hann þarf að vera liðugur og
duglegur að mæta á æfingar. Það er eiginlega aðal-
atriðið. Maður getur orðið virkilega góður ef mað-
ur bara heldur áfram og hefur áhuga á þessu.
Reyndar hefur þetta kannski verið auðveldara fyr-
ir mig en marga aðra því ég er búinn að vera svo
lengi í þessu og kominn með góða tækni og und-
irstöðu.
Hversu oft í viku æfirðu? Akkúrat núna æfi ég
tvisvar á dag alla virka daga og einu sinni á laugar-
dögum. Á sunnudögum tek ég mér hins vegar frí.
Reyndar reyni ég alltaf að æfa mikið því þannig
nær maður betri árangri.
Hvað gerirðu þegar þú ert ekki á æfingum, er
tími til að gera eitthvað annað? Eiginlega ekki,
það fer allur dagurinn í að æfa fimleika. Þetta eru í
kringum 5–6 tímar daglega og stundum meira.
Svo þegar ég kem heim er ég alveg búinn á því en
ég reyni samt að kíkja til félaga minna eða gera
eitthvað annað.
Ertu þá ekki í vinnu eða skóla með þessu? Ekki í
augnablikinu. Ég er í Iðnskólanum en ákvað að
taka frí þessa önn til að komast út til Lettlands þar
sem ég var að æfa með Rúnari Alexanderssyni og
lettneska landsliðinu. Ég bætti mig mjög mikið
þarna úti. Eftir að ég kom heim hef ég líka verið
að æfa mikið og það sést bara strax á árangrinum.
Ég stefni samt á að byrja aftur í skólanum í haust.
Hvenær er svo næsta mót hjá þér? Það er
Evrópumót 5. júní og núna er ég að æfa stíft fyrir
það.
Áttu kærustu? Nei, ég hef ekki haft neinn tíma
fyrir svoleiðis.
En fyrir utan fimleikana, áttu þér einhver áhuga-
mál? Já, snjóbretti og ég reyni að fara eins oft og
ég kemst þegar opið er í Bláfjöllum. Á sumrin hef
ég mjög gaman af því að veiða.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í fimleikum? Já, það
er Alexei Nemov sem er eiginlega fyrirmynd allra
fimleikamanna. Hann er margfaldur ólympíu-
meistari og búinn að vera í rússneska landsliðinu í
fjölmörg ár.
Hver er svo stóri draumurinn, er það verðlauna-
sæti á Ólympíuleikunum eða heimsmeistaratign?
Stóri draumurinn er að komast á Ólympíuleikana
– það er markmiðið núna í augnablikinu. Sömu-
leiðis stefni ég á að komast í einhver úrslit á öðr-
um mótum, eins og Evrópumótinu, og það væri
frábært ef ég næði því.
Er ekkert spennufall hjá þér eftir að hafa sópað
að þér verðlaunum eins og þú gerðir á Íslands-
meistaramótinu á dögunum? Er ekkert erfitt að
byrja að æfa á ný? Jú, aðeins, en það gefur líka
aukaorku að ganga svona vel. Þá langar mann að
fara aftur á æfingu og bæta sig enn meira.
Hvað sérðu svo fyrir þér í framtíðinni? Þegar ég
hætti keppni langar mig að fara út í að þjálfa og er
aðeins byrjaður á því. Ég er t.d. búinn að taka
bróður minn að mér og hjálpa líka aðeins hinum
strákunum í hópnum. Svo er ég líka í húsasmíði í
Iðnskólanum og á kannski eftir að vinna við hana.
Ertu strangur þjálfari? Já, ég held það. Þjálfarar
verða að vera bæði skemmtilegir og strangir ef
menn eiga að bæta sig eitthvað. | ben@mbl.is
Elstur fjögurra fimleikabræðra
MAÐUR EINS OG ÉG | VIKTOR KRISTMANNSSON, SEXFALDUR ÍSLANDSMEISTARI
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Þjálfarar verða að vera bæði
skemmtilegir og strangir …