Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 1
Vorbækur
í vændum
Forvitnilegar bækur koma ekki
bara út á jólunum | Menning
Auðlind
Austfirðinga
Eru hreindýrin fyrir austan
vannýtt auðlind? | Austurland
Ramallah. AP. | Mahmoud Abbas, leiðtogi
Palestínumanna, ætlar að neyða um 1.000
öryggissveitarmenn á eftirlaun og ná tökum
á herskáum hópum, sem
ráða nú mörgum bæjum
á Vesturbakkanum.
Um helgina neyddi
Abbas Ismail Jaber til að
segja af sér sem yfirmað-
ur öryggismála á Vestur-
bakkanum og skipaði
Nadal Asoli hershöfð-
ingja í hans stað. Er haft
eftir háttsettum, palest-
ínskum embættismanni,
að Abbas muni reka burt alla þá, sem gerst
hafi sekir um spillingu. Hefur hann skipað
sérstaka nefnd til að kanna spillingu innan
Palestínustjórnar en hún hefur verið mikil
og átt þátt í, að Fatah-hreyfingin hefur víða
farið halloka fyrir hinum herskáu Hamas-
samtökum.
Sker upp
herör gegn
spillingu
Mahmoud Abbas
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær, í
samræmi við tillögur framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu, að selja
Símann í einu lagi til hóps kjölfestu-
fjárfesta. Talsmenn greiningar-
deilda Landsbankans og Íslands-
banka segja erfitt að segja til um
hversu hátt verð ríkissjóður fái fyr-
ir Símann en nefna þó bæði töluna
60 milljarðar. Þau telja ekki að
kaup fjárfesta í Símanum muni hafa
mikil áhrif á eftirspurn eftir hlutum
í öðrum hlutafélögum.
Í söluskilyrðunum er m.a. kveðið
á um að enginn einn einstakur aðili,
beint eða óbeint, eignist stærri hlut
en 45% í félaginu. Þessi skilyrði
gilda fram til þess tíma sem félagið
er skráð á Aðallista Kauphallar Ís-
lands, í síðasta lagi fyrir árslok
2007. Þá er stefnt að því að almenn-
ingi og öðrum fjárfestum verði boð-
ið að kaupa a.m.k. 30% hlutafjár.
Jón Sveinsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
sagði á blaðamannafundi í gær að
ekki væri æskilegt að félagið yrði á
„hendi eins aðila, einnar fjölskyldu,
einnar samstæðu“ og að vilji rík-
skilyrði líkt og þau sem sett eru fyr-
ir sölu Símans hefðu almennt þau
áhrif að lækka verðið en lækkunin
yrði þó væntanlega ekki mikil.
Edda Rós sagði að sér kæmi á
óvart hversu stór hlutur yrði seldur
kjölfestufjárfestum og að Síminn
skyldi ekki strax skráður á Aðal-
lista Kauphallarinnar. Þá hefði hún
búist við að almenningi yrði boðið
að kaupa hlut í Símanum milliliða-
laust en með þessu móti væri líklegt
að almenningur fengi ekki að njóta
hugsanlegs hagnaðar af hagræð-
ingu. Þá væri sölutilhögunin að
ýmsu leyti ógegnsæ sem gæti vald-
ið því að menn fengju á tilfinn-
inguna að hægt væri að handvelja
fjárfesta og slíkt gæti orðið til þess
að lækka verðið.
isins stæði til dreifðrar eignaraðild-
ar. Hann sagðist ekki geta gefið
upp það verðmat sem nefndin mið-
aði við.
Við mat á tilboðum verður m.a.
horft til verðs, reynslu af rekstri
fyrirtækja, hugmynda og framtíð-
arsýnar og þjónustu í þéttbýli og
dreifbýli næstu árin. Stefnt er að
því að sölunni verði lokið í júlí.
Atli B. Guðmundsson hjá grein-
ingu Íslandsbanka taldi líklegt að
verðið yrði á bilinu 40–60 milljarð-
ar, væntanlega nær efri mörkun-
um. Edda Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, nefndi 60 milljarða
með um 15 milljarða skekkjumörk-
um. Þórður Pálsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings
banka, vildi ekki nefna söluverð.
Þórður og Atli sögðu báðir að
Síminn verður seldur í einu lagi til eins hóps kjölfestufjárfesta
60 milljarðar gætu
fengist fyrir Símann
Skilyrði einka-
væðingarnefnd-
ar talin til þess
fallin að lækka
söluverðið
Morgunblaðið/Árni Torfason
Jón Sveinsson (t.h.) kynnti sölutilhögun Símans á blaðamannafundi.
Fjær sitja Stefán Jón Friðriksson og Sævar Þór Sigurgeirsson.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Sala Símans/10/26
instrætinu, sem liggur að því. Þar voru um
100.000 manns en búist er við, að allt að tvær
milljónir manna verði við útförina á föstudag.
Af Péturstorginu voru líkbörurnar bornar
inn um aðalhlið Péturskirkjunnar og var þá
mikið klappað eins og siðvenja er á Ítalíu. Inni í
kirkjunni voru börurnar lagðar á pall fyrir
meginaltarinu.
„Mig langar til að segja honum hvað mér
þykir vænt um hann,“ sagði Lorenzo Cardone,
níu ára gamall drengur, sem beið með foreldr-
um sínum eftir að komast inn í kirkjuna.
„Ég grét mikið er páfi lést en nú þegar ég
hef séð andlit hans, þá er sál mín full af gleði.
Að sjá allt þetta fólk, það er kirkjan,“ sagði
Michaela Wiemann, ung kona frá Þýskalandi.
Páfagarði. AP, AFP. | Lík Jóhannesar Páls páfa
II var í gær flutt með mikilli viðhöfn úr Post-
ulahöllinni í Péturskirkjuna. Þar mun það hvíla
fram á föstudag en þá verður páfi lagður til
hinstu hvíldar í hvelfingu undir kirkjunni við
hlið annarra páfa.
Tólf menn báru líkbörurnar út um brons-
hliðið og út á Péturstorgið. Við hlið þeim gengu
svissnesku varðliðarnir í sínum skrautlegu
búningum og lá reykelsisilmurinn yfir öllu. Áð-
ur en athöfnin hófst, fór Eduardo Martinez
Somalo kardináli, sem nú fer með innri málefni
kirkjunnar, með bæn og blessaði lík páfa með
vígðu vatni. Voru allir kardinálarnir viðstaddir
og einnig fjöldi biskupa og annarra ábyrgð-
armanna í kaþólsku kirkjunni.
Var þessi athöfn sýnd á risastórum sjón-
varpsskjám á Péturstorginu sjálfu og á meg-
Reuters
Péturstorgið og nágrenni var yfirfullt af fólki er lík Jóhannesar Páls II páfa var borið inn í
Péturskirkjuna. Þar mun fólk votta honum virðingu sína en útförin verður á föstudag.
Þúsundir votta
páfa virðingu
200 leiðtogar/14
RÁÐGERT er að ráðstafa hluta af
söluandvirði Landssíma Íslands
til uppbyggingar á fjarskipta-
þjónustu, ekki síst á landsbyggð-
inni. „Í drögum að fjarskiptaáætl-
un, sem stýrihópur undir forystu
samgönguráðherra hefur unnið
að [...] eru sett fram markmið um
margvíslega uppbyggingu í þessu
tilliti,“ segir í minnisblaði, sem
forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra lögðu fram á rík-
isstjórnarfundi í gær.
„Meðal helstu markmiða í fjar-
skiptaáætlun eru farsamband á
helstu stofnvegum og ferða-
mannastöðum og áframhaldandi
háhraðavæðing landsbyggð-
arinnar.“ Talið er að kostnaður
við uppbyggingu GSM-kerfisins
geti numið tæplega 900 milljónum
króna.
Fleiri markmið eru tilgreind í
drögum að fjarskiptaáætluninni,
m.a. aðgengi sjómanna og íbúa
strjálbýlla svæða að stafrænu
sjónvarpi um gervihnött. Talið er
að kostnaður við það geti numið
um 150 milljónum króna.
„Það er mikilvægt að halda því
til haga að sala Símans er for-
senda þess að ná þeim mark-
miðum sem fram verða sett í fjar-
skiptaáætlun,“ sagði Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra á
Alþingi í gær.
900 milljónir til
að byggja upp
GSM-kerfi
KVENNALISTI hefur verið stofnaður í
Svíþjóð og var hann kynntur á blaða-
mannafundi í Stokkhólmi í gær. Hafði
Gudrun Schyman, fyrrverandi formaður
Vinstriflokksins, orð fyrir konunum.
Á fundinum í gær var engin ákveðin
stefnuskrá kynnt og kom það fram hjá
Schyman, að stefnan yrði mótuð smám
saman af því fólki, sem gengi til liðs við
flokkinn, sem hefur, í svipinn að minnsta
kosti, fengið nafnið „Kvenlegt frum-
kvæði“. Þá verður heldur ekki um að ræða
neinn eiginlegan leiðtoga að því er fram
kom í Dagens Nyheter.
Auk þess að berjast fyrir hefðbundnum
hagsmunamálum kvenna ætlar flokkurinn
að höfða til ýmissa minnihlutahópa eins og
samkynhneigðs fólks, kynskiptinga og
innflytjenda. Þá var á fundinum í gær sér-
stakur fulltrúi „útbrunninna kvenna“.
Kvennalisti
í Svíþjóð
♦♦♦
Íþróttir í dag
Bjarki Sigurðsson leggur skóna
á hilluna Ótrúlegur leikur á
Nesinu Snæfell jafnaði metin
STOFNAÐ 1913 90 . TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is