Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÍMINN SELDUR
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
selja Símann í einu lagi til hóps kjöl-
festufjárfesta. Enginn einn ein-
stakur aðili, beint eða óbeint, má
eignast stærri hlut en 45% í fyr-
irtækinu. Alls er talið að um 60 millj-
arðar gætu fengist fyrir símann.
85 milljarðar í samgöngur
Alls verður varið um 85 millj-
örðum króna til samgöngumála á
næstu fjórum árum samkvæmt til-
lögu samgöngumálaráðherra að
samgönguáætlun. Vegafram-
kvæmdir verða mun meiri síðari tvö
árin en hin fyrri.
Votta páfa virðingu
Lík Jóhannesar Páls II páfa var
flutt í gær úr Postulahöllinni og bor-
ið á börum eftir Péturstorginu og
inn í Péturskirkjuna. Að minnsta
kosti 100.000 manns voru á torginu
og nágrenni og ætluðu tugir eða
hundruð þúsunda manna að votta
páfa sína hinstu virðingu þar sem
hann liggur frammi fyrir meginalt-
ari kirkjunnar. Útför hans verður
gerð á föstudag og þá er búist við, að
allt að tvær milljónir manna verði
viðstaddar.
Abbas gegn spillingu
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest-
ínumanna, hefur skorið upp herör
gegn spillingu og ætlar að neyða allt
að 1.000 öryggissveitarmenn til að
fara á eftirlaun. Hefur hann rekið yf-
irmann öryggissveitanna á Vest-
urbakkanum og skipað annan mann
í hans stað. Abbas hefur einnig sett á
fót sérstaka nefnd til að kanna spill-
ingu innan Palestínustjórnar en hún
hefur verið mikil í gegnum tíðina og
átt sinn þátt í, að Fatah-hreyfingin
hans og Yassers heitins Arafats hef-
ur víða farið halloka í kosningum
fyrir hinum róttæku og herskáu
Hamas-samtökum.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 28
Úr verinu 12 Bréf 31
Viðskipti 13 Minningar 32/37
Erlent 14/15 Skák 38
Heima 16 Dagbók 40
Akureyri 17 Víkverji 40
Höfuðborgin 18 Velvakandi 41
Suðurnes 18 Staður og stund 41
Austurland 19 Menning 43/49
Landið 19 Bíó 46/49
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 50
Umræðan 21/31 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
LEITIN að Ricardo Correia Dantas, 28 ára
Brasilíumanni sem saknað hefur verið síðan á
laugardagsmorgun, bar engan árangur í gær.
Leitin hófst klukkan átta í gærmorgun og stóð
fram til um klukkan 21. Á annað hundrað
manns var við leit austan við Þjórsá og í fjörum
í nágrenni Stokkseyrar. Að sögn lögreglunnar
á Selfossi var ekki gert ráð fyrir mikilli leit í
dag en að áfram yrði grennslast fyrir um hann.
Við leitina í gær var notast við sérþjálfaða
leitarhunda og margs konar tækjabúnað björg-
unarsveita. Leitarhundar hafa sannanlega kom-
ist á slóð mannsins en týnt henni skýringarlaust
í nágrenni Stokkseyrar. Hefur leitinni verið
beint að Stokkseyri og næsta nágrenni. Lög-
reglan segir fjöruna erfiða yfirferðar og sleipa
með mörgum pyttum og pollum sem auðvelt er
að detta ofan í enda vart stætt vegna hálku á
köflum. Þekkt sé að bæði menn og skepnur hafi
lent í vandræðum á þessum slóðum.
Fjöldi manna úr björgunarsveitum á höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurlandi hefur tekið
þátt í leitinni. Að sögn Soffíu Sigurðardóttur,
formanns svæðisstjórnar björgunarsveita Ár-
nessýslu, eru leitarmenn enn vongóðir um ár-
angur og er leitað allra vísbendinga um
Dantas.
Ekkert hefur til hans spurst frá því hann
lagði upp í stutta gönguferð frá Stokkseyri um
tíuleytið á laugardagsmorgun. Dantas er fædd-
ur 3. febrúar 1977. Hann er 170 til 172 cm á
hæð, grannvaxinn, með svart hár og stutt-
klipptur.
Morgunblaðið/RAX
Á annað hundrað manns leitaði Brasilíumannsins í nágrenni Stokkseyrar í gær. Formlegri leit hefur verið hætt.
Leitin að Brasilíumanninum árangurslaus í gær
BRASILÍUMAÐURINN Ricardo
Correia Dantes hugðist setjast að
hér á landi og fá atvinnuleyfi. Hann
kom frá bágstöddu heimili í Sao
Paulo í Brasilíu og var á unglings-
aldri tekinn í fóstur af íslenskri konu
þar ytra, Önnu Kjartansdóttur, sem
vann lengi að hjálparstarfi í Brasilíu.
Dantas var sextán ára þegar Anna
tók hann að sér og ólst því upp með
sonum hennar. Þegar fjölskyldan
flutti til Íslands sigldi Dantas í kjöl-
farið.
Annar sona Önnu, Birgir Vilhelm
Óskarsson, stundar nú nám í jarð-
fræði við Háskóla Íslands og segir
Dantas hafa verið á leið til kirkju á
Selfossi með uppeldismóður sinni á
laugardagsmorgun þegar hann
hvarf. Langaði Dantas til að ganga
fyrsta spölinn frá Stokkseyri í átt að
Selfossi og láta Önnu taka sig upp í á
leiðinni en hún lagði akandi af stað
stuttu á eftir honum. „Hann setti
dótið sitt í bílinn og ætlaði aðeins að
ganga á undan,“ segir Birgir sem
býr með bróður sínum í Reykjavík
og ætlaði að hitta móður þeirra og
Dantas á Selfossi umræddan laug-
ardag. „Þegar mamma fór af stað
fann hún Ricardo ekki á veginum og
hélt að hann hefði e.t.v. ákveðið að
vera áfram á Stokkseyri. Þegar úr
kirkjunni kom var hann ekki kominn
heim og þá héldum við að hann hefði
farið í lengri göngutúr.“
Að sögn Birgis átti Dantas flug
heim í júní en umsókn hans um at-
vinnuleyfi hefur nýlega verið lögð
fram hjá íslenskum yfirvöldum.
Hugðist Dantas síðan koma aftur til
landsins þegar og ef hann fengi at-
vinnuleyfið en tímann fram í júní átti
að nota til að kynnast landi og þjóð.
„Ricardo hefur alltaf haft áhuga á
íþróttum með okkur bræðrum og er
mjög hress náungi. Hann hugsar
mikið um heilsuna, bæði líkamlega
og andlega. Hann er mikill trúmaður
og kynntist okkur í gegnum Sjöunda
dags aðventista,“ segir Birgir en
fjölskyldan tilheyrir þeim.
Dantas var léttklæddur þegar
hann lagði af stað frá Stokkseyri.
Björgunarsveitir óttuðust ofkæl-
ingu, ekki síst í ljósi slæmra dæma
um erlenda menn frá suðlægum
slóðum sem orðið hafa illa úti og of-
kælst í lúmsku íslensku veðri.
Birgir vill koma á framfæri þökk-
um til björgunarsveita og allra
þeirra sem stutt hafa fjölskylduna.
Vildi setjast að hér
og fá atvinnuleyfi
AÐ minnsta kosti sex erlendir ferðamenn hafa orðið úti á Íslandi frá 1993.
Ísraelinn Ido Keinan varð úti á gönguleiðinni milli Landmannalauga og
Hrafntinnuskers í júlí 2004. Hann varð ofkælingu að bráð. Hann var sjötti út-
lendingurinn sem verður úti samkvæmt ársskýrslum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Dæmi eru um erlenda ferðamenn sem horfið hafa hérlendis
og ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Þannig hefur aldrei spurst til
Ítalans Davides Paites, sem saknað var frá 10. ágúst 2002 í Eyjafirði.
Sex orðið úti á 10 árum
Brasilíumannsins Ricardo Correia Dantas er enn leitað
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
byggingar virkjana í Skagafirði til
orkufreks iðnaðar ef stóriðja væri
annars staðar á Norðurlandi og
reyndust 54,9% jákvæð, 37,1% and-
vígt en 8% höfðu ekki skoðun á mál-
inu. Sagði ráðherra þessar niður-
stöður verulega athyglisverðar.
Að loknum framsöguerindum
tjáðu fjölmargir skoðanir sínar.
Sauðárkróki | Skagfirðingar eru
áhugaminni um álver en aðrir
Norðlendingar og nokkuð fleiri eru
á móti henni en með. Þetta kemur
fram í könnun sem Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
kynnti á kynningarfundi um stór-
iðju á Kaffi Krók á Sauðárkróki í
gærkvöld.
Umræddri könnun var ætlað að
kanna vilja Norðlendinga um stað-
arval vegna byggingar nýs álvers á
Norðurlandi. Eftir að hafa kynnt
niðurstöður könnunarinnar sem
tók til Norðlendinga austan Trölla-
skaga upplýsti ráðherra að á
Skagafjarðarsvæðinu væru já-
kvæðir eða mjög jákvæðir aðeins
37,2%, andvígir eða mjög andvígir
45,7% en 17,1% tók ekki afstöðu.
Þegar spurt var um hver afstaða
væri til byggingar álvers annars
staðar en í Skagafirði voru jákvæð-
ir eða mjög jákvæðir 53,8%, and-
vígir eða mjög andvígir 26,8% en
19,4% tóku ekki afstöðu.
Einnig var spurt um vilja til
46% Skagfirðinga á móti stóriðju
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um að
fjármálaráðherra beiti sér fyrir því
að fé verði veitt til kaupa og rekst-
urs á færanlegri sjúkrastöð í Pal-
estínu. Fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar er Jónína Bjartmarz,
þingmaður Framsóknarflokks.
Aðrir flutningsmenn eru Guðrún
Ögmundsdóttir, Samfylkingu, Jón
Bjarnason, Vinstri grænum, Magn-
ús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda
flokknum, og Þuríður Backman,
Vinstri grænum.
Þingmennirnir voru í hópi Ís-
lendinga sem heimsóttu Palestínu
og Ísrael í mars sl. á vegum Félags-
ins Ísland-Palestína. Ekki kemur
fram hvað umrædd sjúkrastöð og
rekstur hennar gæti kostað.
Keypt verði
færanleg sjúkra-
stöð í Palestínu
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í gærmorgun tvo menn grunaða um
innbrot í tölvufyrirtæki EJS á
Grensásvegi þaðan sem stolið var
þrem skjávörpum. Náðust menn-
irnir í grenndinni skömmu eftir inn-
brotið. Öryggisvörðum Securitas
tókst að koma nægilega snemma á
vettvang til að umkringja þjófana
stutt frá innbrotsstaðnum. Biðu
þeir þar eftir lögreglunni sem kom
og handtók mennina.
Handteknir
fyrir innbrot