Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Tveir fyrir einn til
Kanarí
11. apríl
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við
frábærar aðstæður á Kanarí í 32 nætur á ótrúlegum kjörum. Þú kaupir
2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Þú nýtur þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir.
Við bjóðum þér góð íbúðahótel á meðan á dvölinni stendur.
Síðustu sætin
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum.
Tveir fyrir einn tilboð. Netverð.
Gisting frá kr. 990 m.v. 2 í íbúð á
Beach Flor. Netverð á mann pr. nótt.
SAMTALS er gert ráð fyrir að tæpum sextíu millj-
örðum króna verði varið til vegamála á næstu fjór-
um árum, 2005–2008, samkvæmt tillögu til þings-
ályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun sem
samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi.
Þingsályktunartillagan tekur til allra þátta sam-
göngumála, flugmálaáætlunar, siglinga- og hafna-
mála, auk umferðaröryggismála.
Samkvæmt þingsályktuninni verður rúmum
fjórum milljörðum króna varið árlega til flugmála
samkvæmt flugmálaáætlun eða um 17 milljörðum
króna á fjögurra ára áætlunartímabili. Rúmum 6,2
milljörðum króna verður varið til siglingamála á
tímabilinu til 2008 og nema framlög úr ríkissjóði til
þessa málaflokks þar af á tímabilinu 5,3 milljörðum
króna. Stofnframlög til hafnamála dragast saman
um 400–500 milljónir króna árlega frá og með árinu
2007, en þá verða áhrif nýrra hafnalaga að fullu
komin fram. Þá á að verja tæpum 400 milljónum
króna árlega næstu fjögur árin til umferðarörygg-
ismála.
Mun meiri framkvæmdir 2007 og 2008
Þá kemur fram að mun meiri framkvæmdir í
vegamálum verða á síðari tveimur árum tímabils-
ins 2007 og 2008. Framkvæmdir í vegamálum fyrir
tæpa tvo milljarða króna í ár og tvo milljarða á
næsta ári hefur verið frestað og koma þau framlög
til viðbótar framlögum á árunum 2007 og 2008.
Þannig verða útgjöld til vegamála í ár og á næsta
ári tæpir 13 milljarðar króna á hvoru ári um sig en
um 17 milljarðar hvort árið 2007 og 2008.
Framlögum til stofnvega í ár og á næsta ári
verður skipt jafnt á milli allra kjördæma sam-
kvæmt þeirri kjördæmaskiptingu sem áður gilti,
enda hafði ákvörðun þar að lútandi verið tekin
samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram ár-
ið 2002 og í reynd búið að deila fjármagni á þeim
árum niður á einstök verkefni. Fyrir árin 2007 og
2008 er hins vegar miðað við nýju kjördæmin og
lagt er til að fjármagni verði skipt miðað við heild-
arlengd stofnvega í viðkomandi kjördæmi, umferð
á þeim og lengd stofnvega með malarslitlagi í kjör-
dæminu.
Hvað einstakar framkvæmdir varðar kemur
fram að á höfuðborgarsvæðinu er meðal annars
lagt til að hafist verði handa við endurgerð gatna-
móta við Nýbýlaveg árið 2008 og að lagt verði í
endurbætur á Sæbraut milli Laugarnesvegar og
Dalbrautar á árunum 2006 og 2007. Mislæg gatna-
mót verði gerð við Arnarnesveg árin 2007 og 2008
og við Bústaðaveg árið 2008. Þá er stefnt að því að
koma á samtengdri tölvustýringu á helstu gatna-
mótum, en talið sé að með því móti sé hægt að auka
afköst gatnanna og draga þar með úr biðtíma og
loftmengun.
Þriðja akreinin á Hellisheiði
Einnig er að finna tillögu um að verja 300 millj-
ónum króna til að bæta þriðju akreininni við á
Hellisheiði og neðan við Litlu kaffistofuna á árinu
2007. Þá er lagt til að lokið verði endurbyggingu
þjóðvegarins um Norðurárdal í Skagafirði á tíma-
bilinu og brúargerð en fjórar einbreiðar brýr eru á
veginum. Veitt verði fjármagn til verksins öll árin.
Það hafi átt að vera hafið, en deilur um vegarstæði
hafi seinkað málinu.
Einnig er lagt til að vegur um Arnkötludal milli
Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar verði tekinn inn
á vegaáætlun og við það miðað að framkvæmdir
geti hafist 2008. Gert er ráð fyrir áframhaldandi
vegabótum á sunnanverðu Austurlandi og að til
viðbótar verið hafist handa um nýja brú yfir
Hornafjarðarfljót árið 2008, en það muni stytta
hringveginn um ellefu kílómetra.
Hluti af samgönguáætlun er umferðarörygg-
isáætlun og er áætlað að verja 385 milljónum króna
árlega næstu fjögur árin til þeirra hluta. Tæpum
700 milljónum króna verður varið til fræðslu, áróð-
urs og eftirlits vegna hraðaksturs og bílbeltanotk-
unar, rúmum 300 milljónum króna til að eyða svo-
nefndum svartblettum í umferðinni og rúmum 200
milljónum króna vegna hættunnar samfara því að
aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá á að
fækka slysum vegna lausagöngu dýra meðfram
vegum með gerð girðinga og fara rúmlega 150
milljónir króna til þess verks næstu fjögur árin.
Þá er einnig áætlað að gera sérstakt átak í for-
vörnum vegna slysa sem erlendir ökumenn eiga
hlut í. Þeir áttu þátt í 428 umferðaróhöppum hér á
landi árið 2003, en það voru rúmlega 5% allra um-
ferðarslysa. Felst verkefnið í því að fræða erlenda
ferðamenn um hætturnar í íslensku vegakerfi. Er
reiknað með gerð sérstaks fræðsluefnis í þeim til-
gangi og verður það sýnt á bílferjum sem hingað
koma og á bílaleigum og hótelum vítt og breitt um
landið. Þá á einnig að bæta merkingar á vegum þar
sem malbik endar.
Sextíu milljarðar króna til
vegamála næstu fjögur árin
Framlögum til stofnvega verði skipt milli kjördæma miðað við heildarlengd
þeirra, umferð um þá og lengd stofnvega með malarslitlagi í kjördæminu
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Sautján milljörðum króna verður varið til flugmála næstu fjögur árin samkvæmt flugmálaáætlun.
RIÐA er komin upp á bænum Gils-
árstekk í Breiðdal í Suður-
Múlasýslu. Greiningin var staðfest
rétt fyrir helgi. Þetta þýðir að
skera þarf niður allt fé á bænum,
alls rúmlega 100 kindur.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar,
dýralæknis á Keldum, er stefnan að
uppræta riðuveiki hér á landi. „Í
heildina litið hefur gengið vel að
fást við þessa veiki,“ segir Sig-
urður. „Hún var orðin afar út-
breidd hér á landi og hafði fundist í
24 varnarhólfum af 36 um allt land
þegar aðgerðir hófust. Við vonum
að hægt sé að uppræta veikina en
hún hefur ekki komið í meira en tíu
ár í helmingi varnarhólfanna þar
sem hún var.“
Að sögn Sigurðar smitast riða frá
einni kind til annarrar. Þá geturs-
mitið geymst lengi í umhverfinu.
„Hvernig hún geymist er ekki gott
að vera viss um, en við höfum sett
fram þá tilgátu að hún geymist í
heymaurum, en smit hefur fundist í
þeim. Þá smitast riðan með öllu sem
hefur óhreinkast af snertingu við
smituð dýr.“
Orsök riðu er ekki venjuleg ör-
vera, hvorki veira né baktería,
heldur aflagað prótín. „Þetta prótín
gerir okkur erfiðara fyrir að
snemmgreina og fást við veikina.
Það er ekkert próf enn til sem not-
hæft er á lifandi skepnur. Þess
vegna er erfitt að fást við riðuna,“
segir Sigurður
Riða á Gilsár-
stekk í Breiðdal
BALLETT er danslist sem mörg ár tekur að ná valdi
yfir. Mikilvægt er að byrja snemma og æfa listina af
kappi. Þessar ungu ballerínur úr Ballettskóla Guð-
bjargar Björgvins sprönguðu tígulega um stóra svið
Borgarleikhússins í gær á lokaæfingu fyrir sýningar
sem haldnar verða í dag.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vandasöm sporin æfð
HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Ís-
lands og Kína hafa framlengt samn-
ingi landanna um vistaskipti heil-
brigðisstarfsmanna. Fram til þessa
hafa vistaskiptin einkum átt við
lækna og hjúkrunarfræðinga en nú
tekur hann einnig til þeirra sem
hafa með höndum stjórnsýslu og
stefnumótun í heilbrigðisþjónust-
unni. Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra er í opinberri heimsókn í
Kína og hitti hann í gær starfs-
bróður sinn þar og undirrituðu þeir
viðbótarsamninginn. Í frétt frá heil-
brigðisráðuneytinu segir að Kínverj-
ar hafi áhuga á að kynnast stjórnun í
íslenskri heilbrigðisþjónustu og
beinist áhugi þeirra ekki síst að
grunnþjónustu heilsugæslunnar sem
þeir telji til fyrirmyndar.
Samið um
áframhaldandi
vistaskipti