Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
24. apríl
frá kr. 39.990
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð.
Innifalið flug, skattar, gisting
í 24 nætur og íslensk fararstjórn.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó.
Stökktu tilboð. Innifalið flug,
skattar, gisting í 24 nætur
og íslensk fararstjórn.
24 nætur
Tryggðu þér ferð til Benidorm á lægsta verðinu
Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til
Benidorm í 24 nætur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug. Þú bókar
ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir. Á Benidorm nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
hefur vísað til ríkissaksóknara
máli lögreglumanns í Borgar-
nesi sem grunaður er um brot
á dýraverndunarlögum með
meðferð sinni á fíkniefnahundi
lögreglunnar í Borgarnesi.
Væntanlega kemur einnig til
álita hvort hann hafi framið
brot í starfi.
Að sögn Guðmundar Guð-
jónssonar, yfirlögregluþjóns
hjá ríkislögreglustjóra, kom í
ljós við eftirlit ríkislögreglu-
stjóra í byrjun mars að aðbún-
aður hundsins var ekki sem
skyldi. Guðmundur segist ekki
geta tjáð sig nánar um hvern-
ig búið var að hundinum en
samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var hundur-
inn hlandbrunninn þegar hann
var tekinn af lögreglumann-
inum.
Góður aðbúnaður á
lögreglustöðinni
Mánuði áður var lögreglu-
maðurinn með hundinn á nám-
skeiði og þá var allt í góðu
lagi, að sögn Guðmundar. Að-
spurður segir hann að ekki
hafi verið ástæða til að grípa
til frekari aðgerða og hann
tekur fram að aðbúnaður fyrir
hundinn á lögreglustöðinni í
Borgarnesi hafi verið mjög
góður.
Eftir að hundurinn var tek-
inn af lögreglumanninum var
hann í fyrstu fluttur á dýra-
spítala og segir Guðmundur að
það hafi verið gert til að fá
sérfræðiálit um ástand hunds-
ins og til að tryggja velferð
hans. Hann er nú í umsjón yf-
irhundaþjálfara ríkislögreglu-
stjóra. Guðmundur segir að
hundurinn sé við góða heilsu
og sé fær til fíkniefnaleitar.
Grunur
um illa
meðferð á
fíkniefna-
hundi
MARSMÁNUÐUR sem leið
var, samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofu Íslands, hlýrri
en í meðalári bæði sunnan- og
norðanlands. Hins vegar var
mars ekki eins sólríkur og oft
áður sunnanlands á sama tíma
og sólskinsstundir voru yfir
meðallagi norðanlands. Þannig
mældust sólskinsstundir í
Reykjavík 89, en það er 22
stundum undir meðallagi, en
sólskinsstundir á Akureyri
mældust 109 og er það 34
stundum ofan meðallags. Að
sögn Trausta Jónssonar, veður-
fræðings á Veðurstofunni,
fylgjast hlýindi og sólarleysi
vanalega að á þessum árstíma
sunnanlands.
Meðalhiti í Reykjavík í mars
var samkvæmt mælingum Veð-
urstofunnar 3,7 gráður og er
það 3,2 gráðum meira en í með-
alári. Á Akureyri var meðalhit-
inn 2,5 gráður og er það 3,7
gráðum meira en í meðalári.
Úrkoma í Reykjavík mældist
37 mm og er það 45% af með-
allagi, en á Akureyri mældist
úrkoman 21 mm og er það 88%
af meðallagi.
Úrkoma
undir
meðallagi
í mars
UPPSETNING hljóðkerfis í skóla-
stofum, þannig að börnin heyri al-
mennilega í kennaranum og að
rödd kennarans berist með eðlileg-
um hætti er framtíðin að mati Val-
dísar Jónsdóttur, heyrnar- og tal-
meinafræðings. Hún segir þrjá
þætti verða að spila saman í þessu
tilliti.
Í fyrsta lagi að börnin heyri al-
mennilega, að rödd kennarans ber-
ist og að skólastofan bjóði upp á
þessi skilyrði. „Þarna er pottur
brotinn einfaldlega vegna þess að
skilyrðin sem eru fyrir hendi eru
ekki þau að þau bjóði upp á að
slíkt sé hægt með góðu móti,“ seg-
ir Valdís og bætir því við að þá
eigi hún við stærð kennslustofunn-
ar og fjöldi nemenda hafi þar áhrif
á.
Hún bendir á að ljóst sé að
röddin lúti lögmálum hljóðsins
þannig að hún dofnar í fjarlægð og
kafnar í hávaða. Aðstæður í
kennslustofum bjóði ekki upp á
annað í dag.
Hún segir margar rannsóknir
hafa leitt það í ljós að raddir kenn-
ara séu í slæmu ásigkomulagi
vegna þess að þeir þurfa að
spenna þær upp svo í þeim heyr-
ist. Valdís segir að töluvert sé um
heyrnardeyfu meðal barna og ung-
menna sem sé ekki til þess að
bæta ástandið. Því sé ljóst að upp-
setning hljóðkerfis, sem væri vel
úr garði gert hvað hljómburð
snertir, myndi ráða bót á þessu
vandamáli.
Dýrt að missa
kennara úr starfi
Aðspurð segir hún kostnaðinn
við uppsetningu slíks kerfis vera
mun minni en þann kostnað sem
hlýst af því að kennarar geti ekki
mætt til vinnu vegna raddleysis.
„Það er dýrt að missa kennara úr
starfi,“ segir Valdís og bætir því
við að um 20% kennara fara í veik-
indaleyfi vegna þessa miðað við
4% í viðmiðunarhóp.
„Andvaraleysið er svo mikið hjá
okkur vegna þess að við heyrum
svo vel í okkur sjálfum,“ segir Val-
dís og bætir því við að fólk hugsi
lítið um það hvort að aðrir heyri
jafnvel í þeim og það gerir sjálft,
þar liggi vandamálið. Annað
vandamál að mati Valdísar er
skortur á fræðslu um röddina sem
atvinnutæki. Að auki hafi samspil-
ið þarna á milli ekki verið skoðað
mikið í samhengi.
Hún segist ekki hafa séð neina
byggingareglugerð, hvorki hér á
landi eða erlendis, sem snúi að
þeirri starfsemi sem eigi sér stað í
kennslustofum.
Hún segir viðmiðin vera of há og
bendir á að aðstæður í kennslu-
stofum séu afar sérstakar og tillit
verði að taka til þess.
Hljóðkerfi í skóla-
stofum framtíðin
Í RÁÐI er að reisa menningarhús á
Hólum í Hjaltadal en hlutverk þess
yrði að hýsa margs konar list- og
menningarviðburði, ráðstefnur og
veitingarekstur. Í húsinu yrði einnig
viðbótarkennslurými fyrir Hóla-
skóla, Háskólann að Hólum. Að
verkefninu stendur Guðbrands-
stofnun en markmið hennar er m.a.
að efla fræðistörf á sviði guðfræði,
fornleifafræði, siðfræði, prentlistar
og kirkjulistar.
„Hugmyndin er að atvinnuveg-
irnir – fyrirtækin í landinu – fjár-
magni húsið að stórum hluta en
fulltrúar ríkisvaldsins hafa einnig
lýst jákvæðri afstöðu til mótfram-
lags. Við sjáum þetta því fyrir okkur
sem eins konar þjóðargjöf í tilefni af
900 ára afmæli biskupsstóls á Hólum
á næsta ári,“ segir sr. Jón A. Bald-
vinsson, vígslubiskup og formaður
Guðbrandsstofnunar, í samtali við
Morgunblaðið. Undirbúningur er vel
á veg kominn. Gert er ráð fyrir að
húsið verði skammt frá skólahúsinu
þar sem nú eru fjós og hlaða sem
komin eru til ára sinna og ætlunin er
að rífa. Segir Jón drauminn að geta
byrjað undirbúningsframkvæmdir í
lok ársins. Gera má ráð fyrir að
kostnaður við bygginguna verði mik-
ill enda um stórt hús að ræða. Verið
er að kanna nánar hvernig háttað
yrði hönnun og tilhögun fram-
kvæmdanna.
Menningarhúsið yrði fjölnota hús
fyrir söfn, sýningar, veitingarekstur,
ráðstefnuhald og með aðstöðu fyrir
fræðimenn.
Áframhaldandi uppbygging
„Hér yrði fyrst og fremst lög
áhersla á sýningar á þeim fræðasvið-
um sem tengjast Guðbrandsstofnun,
til dæmis með föstum sýningum úr
fornleifafræði, um Hólaprentið og
sögu prentlistarinnar, hér yrðu
sýndir og varðveittir kirkjulegir
munir sem tengjast staðnum og hér
yrði aðstaða fyrir sögusafn íslenska
hestsins. Húsið myndi einnig þjóna
betur því mikla tónleikahaldi sem
þegar er á staðnum,“ segir Jón og
telur tilkomu menningarhússins
vera í beinu framhaldi af þeirri upp-
byggingu sem staðið hefur yfir á
Hólum síðustu árin og verða muni
áfram. „Þarna fengist aðstaða til að
sinna fjölbreyttum þáttum menning-
ar og lista, það nýtist skólanum sem
kennsluhús sem orðið er brýnt að
auka við og veitingastaðurinn myndi
taka yfir mötuneyti skólans auk þess
sem hann sinnti ferðamönnum, sem
hingað koma í vaxandi mæli en þeir
voru kringum 20 þúsund á síðasta
ári.“ Þá segir Jón unnið að und-
irbúningnum í góðu samkomulagi
við þjóðkirkjuna. „Ég tel sjálfsagt að
þjóðkirkjan muni styðja málið eftir
því sem henni er unnt.“
Verður lyftistöng
Rekstur hússins er ekki áhyggju-
efni Hólamanna enda ætlunin að
margvísleg starfsemi þess og nýting
muni gefa af sér nægar tekjur. Telur
vígslubiskup engan vafa leika á því
að menningarhúsið yrði staðnum
mikil lyftistöng. „Hólar eru sögu-
staður en við lifum ekki á sögunni
heldur verðum að hugsa til fram-
tíðar og þess vegna heldur áfram sú
mikla uppbygging sem hófst árið
1980 með endurreisn skólans, sem
er nú orðinn að vísindastofnun, og
þeim miklu endurbótum sem gerðar
voru á dómkirkjunni á níunda ára-
tugnum og nú síðast með byggingu
Auðunarstofu 2002,“ segir formaður
Guðbrandsstofnunar að lokum.
Bjartsýnir á rekstur menning-
arhúss á Hólum í Hjaltadal
Morgunblaðið/Kristinn
Í Menningarhúsi yrði m.a. aðstaða fyrir sýningarhald á sviði fornleifafræði, guðfræði og fleiri fræða sem tengjast Hólum sérstaklega.
Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson,
vígslubiskup á Hólum, er formaður
Guðbrandsstofnunar.
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is