Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 7

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 7 FRÉTTIR skiptir miklu máli að kynna börn snemma fyr- ir norræna samstarfinu og með því að hjálpa þeim að átta sig á því að Ísland er hluti af stærra samfélagi, þ.e. norræna samfélaginu. Auk þess skiptir líka miklu máli fyrir menningarneytendur framtíðarinnar að kynna börn fyrir menningu mjög snemma, hvort heldur sem er leiklist, myndlist eða tón- list.“ LEIKSKÓLABÖRNUM var í gær boðið til sérstakrar leikbrúðuveislu í Norræna húsinu þar sem slegið var upp nokkurs konar H.C. Andersen-hátíð. Sýndi Leikbrúðuland þar brúðusýningarnar Pápi veit hvað hann syng- ur, sem byggist á samnefndu ævintýri þar sem fylgst er með lífsglöðum en fátækum hjónum, og Fjöðrin sem varð að fimm hæn- um, sem byggist á sögunni Það er alveg áreiðanlegt þar sem fjallað er um það hvernig fiskisagan flýgur og magnast í meðförum allra sem heyra hana. Brúðunum stjórnuðu þær Helga Steffensen og Helga E. Jóns- dóttir, en leikstjórn var í höndum Arnar Árnasonar. Verður sýningum fram haldið í dag og á morgun og má gera ráð fyrir að samtals gef- ist fimm til sex hundruð börnum á aldrinum 3–6 ára tækifæri á að sjá sýningarnar í Nor- ræna húsinu. Að sögn Hönnu Styrmisdóttur, upplýsinga- og verkefnafulltrúa Norræna hússins, eru leiksýningarnar hluti af verkefni á vegum Norðurlandaráðs sem nefnist Norðurlöndin í fókus þar sem áhersla er lögð á að vekja fólk til vitundar og viðhalda áhuga á norrænni menningu og samstarfi Norðurlandanna. „Það Vakin til vitundar um norræna menningu Morgunblaðið/Þorkell Greinilegt var að áhorfendurnir ungu voru hugfangnir af ævintýrum danska rithöfundarins H.C. Andersens en leikskólabörnum í Reykjavík var boðið til leikbrúðuveislu í Norræna húsinu. Með- al atriða hjá leikbrúðunum var ævintýrið Pápi veit hvað hann syngur. Leikbrúðuveislunni í Norræna húsinu verður fram haldið í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.