Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 8

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við verðum að finna okkur eitthvert merkilegra hobbí en þetta, Snati minn. Ekkert lát virðistvera á vinsældumgolfíþróttarinnar ef marka má fjölda golf- iðkenda og fjölda nýrra golfvalla og golfbrauta sem stöðugt bætast við þær sem fyrir eru. Golf eru önnur vinsæl- asta íþrótt landsins á eftir knattspyrnu m.t.t. skráðra félaga og sam- kvæmt lífsstílskönnunum Gallup stunda yfir 30.000 Íslendingar golf að stað- aldri; þ.e. fara 5 sinnum eða oftar í golf á sumrin. Skráðir klúbbfélagar aðilarfélaga Golfsambands Íslands eru rétt tæplega 13 þúsund. Hjá sumum golfklúbbum, einkum á höfuð- borgarsvæðinu, eru langir biðlist- ar yfir þá sem óska eftir inn- göngu. Forsvarsmenn golfklúbba eru á einu máli um að golfklúbbar á höf- uðborgarsvæðinu hafi ekki haldið í við þróunina samhliða auknum vinsældum íþróttarinnar og bætt við brautum, og benda á að tölu- verður hópur fólks leggur leið sína í nágrannasveitarfélögin til að spila golf, jafnvel austur fyrir fjall, þar sem mikil gróska virðist vera í uppbyggingu golfvalla. Á höfuðborgarsvæðinu eru þó einn- ig ýmis áform uppi um uppbygg- ingu og stækkanir á golfvöllum. Í kringum 60 golfklúbbar eru í landinu og sami fjöldi golfvalla. Í fyrra voru klúbbarnir 57, en þeim hefur fjölgað umtalsvert síð- ustu ár. 300 á biðlista hjá GR Að sögn Margeirs Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra Golf- klúbbs Reykjavíkur, er stefnt að því að stækka Korpúlfsstaðavöll úr 18 holum í 27 en að auki er þar fyrir lítill 9 holu golfvöllur. Stefnt er að því að endanleg hönnun á viðbót vallarins liggi fyrir undir lok þessa mánaðar en áformað er að taka völlinn í notkun á 75 ára afmæli GR árið 2009. „Þetta gefur okkur þá möguleika að þegar mesti annatíminn er í íslensku golfi, milli fjögur og hálfsjö, þá gætum við verið með þrjá teiga opna á þeim tíma, og gætum sent út á völlinn þrefalt fleira fólk en við gerum í dag,“ segir Margeir. Þess má geta að um 2.300 klúbb- félagar eru í GR og segir Margeir stefnt að því að fjölga þeim í 3.000 þegar nýi völlurinn verður tekinn í notkun. Um 300 manns eru á bið- lista eftir inngöngu í GR í dag. Hjá Golfklúbbnum Kili í Mos- fellsbæ er vinna hafin við stækkun vallarins úr 9 í 18 holur. Völlurinn mun liggja að ánni Korpu og skilja á milli golfiðkenda hjá Kili og Golfklúbbi Reykjavíkur hinum megin árinnar. Að sögn Steins G. Ólafssonar, vallarstjóra hjá Kili, er vinna hafin við nýju flatirnar og er stefnt að því að taka 5 af 9 hol- um í notkun haustið 2006 en að nýr 18 holu völlur verði fullgerður 2008. Rúmlega 500 klúbbfélagar eru í Kili og segir Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins, að stefnt sé að því að taka inn fleiri nýja klúbbfélaga og auka umsvifin þegar nýi völlurinn verður tilbúinn. Þá eru uppi hugmyndir um að gera nýjan 18 holu golfvöll í landi Oddfellow-reglunnar skammt frá Heiðmörk í Garðabæ. Garðar Ey- land, framkvæmdastjóri Golf- klúbbsins Odds, segir vinnu við nýjan golfvöll á frumstigi. Búið sé að vinna hugmyndir sem séu til kynningar og meðferðar hjá skipulagsyfirvöldum í Garðabæ. Hjá Golfklúbbnum Keili í Hafn- arfirði stendur til að ráðast í breytingar á æfingasvæði klúbbs- ins innan- og utanhúss. Ólafur Ágústsson vallarstjóri segir stefnt að því að hefja framkvæmdir í vor og að þeim verði lokið næsta vor. Þá er einnig stefnt að því að ráðast í breytingar á eldri hluta vallarins á næstu tveimur árum. 18 holu völlur í Þorlákshöfn Töluvert er um það sem fyrr sagði að borgarbúar aki austur yf- ir Hellisheiði til að iðka golf, eða í önnur sveitarfélög. Þar hafa for- svarsmenn ýmissa golfklúbba unnið að uppbyggingu og stækk- un golfvalla, t.d. hjá Golfklúbbn- um á Öndverðarnesi í Grímsnesi. Þar er áformað að stækka golf- völlinn úr 9 í 18 holur á næstu tveimur árum og hann verði fullbúinn 2007. Örn Karlsson, for- maður klúbbsins, segir töluverða ásókn í klúbbinn frá Reykjavík, auk þess sem töluverður áhugi sé frá aðilum sem hafi hug á að festa sér sumarhúsalóðir sem búið er að skipuleggja í næsta nágrenni. Golfvöllur Golfklúbbsins Kiðja- bergi var stækkaður úr 9 í 18 hol- ur og opnaður síðasta haust og telja sumir að hann sé raunar einn af betri golfvöllum landsins. Þá er stefnt að því að opna nýjan 18 holu golfvöll hjá Golfklúbbi Þorláks- hafnar 1. maí nk. Friðrik Guð- mundsson, formaður klúbbsins, segir að eftir sé að ganga frá merkingum og öðru slíku. Þess má geta að fyrir röskum áratug var ekkert nema svört auðn þar sem völlurinn er nú en síðan þá hefur Landgræðsla ríkisins gert tilraunir með uppgræðslu, með fyrrnefndum árangri. Stór hluti félaga í Golfklúbbi Þorlákshafnar er frá Reykjavík, en þeir eru um 170. Fréttaskýring | Nýir golfvellir og stærri Golfið verður sífellt vinsælla Sífellt fleiri golfarar leita út fyrir höfuðborgarsvæðið til að iðka golf Golfið þykir góð hreyfing. 200.000 boltar voru slegnir yfir páskana  Aðsókn í Bása, nýtt æf- ingasvæði Golfklúbbs Reykjavík- ur sem opið er árið um kring og tekið var í notkun sl. sumar, hef- ur farið fram úr björtustu von- um. Að sögn framkvæmdastjóra GR var 4 milljónasti boltinn seld- ur þar á dögunum og yfir páskana voru 200.000 boltar slegnir á 5 dögum. „Það stoppar ekkert kylfinga svo fremi sem það er gott veður,“ segir Mar- geir Vilhjálmsson. Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Mývatnssveit | Þeir voru ánægðir og afslappaðir bræðurnir Simon og Mathew Clairbovt frá Frakklandi þar sem þeir sleiktu sólskinið í veg- kantinum í Bjarnarflagi. Þeir voru að leita eftir fari að Dettifossi, en þangað er ekki greiðfært þessa dag- ana og lítið um ferðir. Vegslóðin undir fönn eða krapi og ekki fyrir aðra en staðkunnuga að komast út eftir á sérbúnum bílum. Flestir út- lendingar sem hingað koma vilji sjá fossinn, en að komast þangað er aldrei auðvelt og síst á vorin. Vega- gerðin hefur hannað veg að fossinum af þjóðvegi vestan Jökulsár. Hvenær í þá vegagerð verður ráðist er þó óvíst ennþá en þörfin er mikil. Ferðaþjónustuaðilar í héraðinu vilja nefna það Demantshring, leiðina Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Tjör- nes, Húsavík. Þeir kalla því skilj- anlega mjög eftir úrbótum á Detti- fossleið. Erfitt að komast að Dettifossi Morgunblaðið/Birkir Fanndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.