Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 10
Systkinin Halldór og Katrín á Alþingi
Ekki er algengt að systkini sitji samtímis á Alþingi. Það gerðist hins vegar
í síðustu viku þegar Katrín Ásgrímsdóttir, annar varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í norðausturkjördæmi, settist inn á þing í fjarveru Jóns
Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hún er systir Hall-
dórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og þingmanns Reykjavíkurkjör-
dæmis norður. Ljósmyndari Morgunblaðsins smellti þessari mynd af þeim í
anddyri þinghússins í gær.
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær, er
hann gerði grein fyrir söluferli Sím-
ans, að allar líkur væru á því að
mjög margir myndu bjóða í hlut
ríkisins í Símanum. Geir H. Haarde
fjármálaráðherra tók í sama streng.
„Það hefur komið í ljós,“ sagði fjár-
málaráðherra, „að það er mikill
áhugi á stórum hlut í þessu fyr-
irtæki; jafnt innanlands sem erlend-
is.“
Halldór skýrði frá því að ráð-
herranefnd um einkavæðingu hefði
tekið ákvörðun um fyrirkomulag
sölu Símans á grundvelli tillagna
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu. Ríkisstjórnin hefði samþykkt
það söluferli fyrir sitt leyti. Hann
sagðist vænta þess að málið fengi
farsælan endi á næstu mánuðum;
söluferlinu myndi vonandi ljúka í
júlí.
Stjórnarandstæðingar gagn-
rýndu, í umræðunum um Símasöl-
una, m.a. þau áform ríkisstjórnar-
innar að selja grunnnetið með
Símanum. Þá sögðu þeir m.a. að allt
þetta mál bæri mikinn blæ af
„hrossakaupum og baktjalda-
makki“, svo vitnað sé orðrétt í Öss-
ur Skarphéðinsson, formann Sam-
fylkingarinnar. Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, sagðist velta því fyrir sér
hvort verið væri að sérhanna sölu-
ferlið með það í huga að tryggja
ákveðnum hópum hlut ríkisins í
Símanum og Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs, sagði að hér
væri á ferðinni „áframhaldandi
hrossakaupaforingjalýðræði í anda
stjórnarflokkanna“.
Nú sé lag til að selja
Halldór gerði í upphafi umræð-
unnar grein fyrir söluferlinu, en
skýrt er frá því á öðrum stað í
blaðinu í dag. Hann ítrekaði þá af-
stöðu ríkisstjórnarinnar að selja
bæri Símann með grunnnetinu og
greindi m.a. frá því að fyrirhugað
væri að ráðstafa hluta af söluand-
virði fyrirtækisins til uppbyggingar
á fjarskiptaþjónustu, ekki síst á
landsbyggðinni.
Forsætisráðherra vísaði á bug
öllum vangaveltum um að söluferlið
væri hannað með það í huga að
tryggja einhverjum sérstökum að-
ilum eignarhlut ríkisins í Símanum.
„Sem betur fer er verulegur áhugi
fyrir sölunni á Símanum og allar
líkur eru á því að mjög margir muni
bjóða í Símann,“ sagði hann.
Geir H. Haarde rifjaði upp í sinni
ræðu að þingið hefði heimilað sölu
Símans fyrir nokkrum árum. Hann
sagði að því miður hefðu áform um
sölu fyrirtækisins farið út um þúfur
fyrir rúmlega þremur árum, m.a.
vegna þess að þá hefðu markaðs-
aðstæður ekki verið hagfelldar. „Nú
er hins vegar lag til þess að selja
þessa miklu eign á hagstæðu verði
og leysa þar með úr læðingi þá gríð-
arlegu fjármuni sem almenningur í
landinu á bundna í fyrirtækinu [...].“
Geir sagði að nú sæi loks fyrir
endann á þessu máli. „Ég fagna því
fyrir hönd míns flokks, og sem fjár-
málaráðherra, hversu langt þetta
mál er komið. Ég vona það innilega
að það ferli, sem nú er fram undan,
gangi vel og farsællega fyrir sig og
að þeim markmiðum, sem við höfum
sett okkur, verði náð, þegar upp er
staðið. Ég hef góða vissu fyrir því,
að svo muni fara.“
Össur Skarphéðinsson sagði ýms-
um spurningum ósvarað í þessu
máli. „Af hverju þurfa það endilega
að vera þrír aðilar sem verða að
minnsta kosti að kaupa Símann?“
spurði hann og svaraði um hæl: „Er
svarið kannski það, að með þessu er
verið að hámarka líkurnar á því að
ýmis vildarfyrirtæki, sem standa í
skjóli ríkisstjórnarinnar, geti kom-
ist að kjötkötlunum?“
Össur sagði enn fremur að þingið
hefði ekki lengur neina aðkomu að
málinu. Það væri því algjör frum-
krafa, í nafni lýðræðis og þeirra
sem ættu sæti í þinginu, að málið
yrði kynnt í fagnefndum þingsins
áður en lokaákvörðunin yrði tekin.
Engin samkeppni tryggð
Steingrímur J. Sigfússon sagði að
með sölu Símans væri ríkisstjórnin
að búa til fákeppni, væntanlega tví-
keppni, á fjarskiptamarkaðnum;
einkafyrirtæki kæmu til með að
skipta á milli sín markaði, sem lyti
að verulegu leyti lögmálum nátt-
úrulegrar einokunar. Engin eiginleg
samkeppni yrði á slíkum markaði.
Síðar í ræðu sinni gerði Steingrím-
ur forsíðufrétt Morgunblaðsins um
helgina að umtalsefni, en þar stóð
m.a. að formenn stjórnarflokkanna
hefðu handsalað samkomulag sín í
milli, um það með hvaða hætti, yrði
staðið að sölu Símans. Steingrímur
sagði: „Hér er á ferðinni áframhald-
andi hrossakaupaforingjalýðræði í
anda stjórnarflokkanna. Þetta er
írak-aðferðin; Halldór og Davíð
[Oddsson] hafa náð samkomulagi
um einhverja enn nýja klæðskera-
saumaða aðferð, sem væntanlega á
að tryggja það, að vel þóknanlegir
aðilar, fái Símann [...].“
Halldór sagði hins vegar undir
lok umræðunnar að engin ákvörðun
hefði verið tekin í þessum málum
með „einhverju handsali“. Hann
sagði að þingmenn ættu ekki alltaf
að taka lausafregnum eða kjafta-
sögum úti í bæ, sem heilögum sann-
leika.
Að endingu má geta sjónarmiða
Guðjóns A. Kristjánssonar í um-
ræðunum í gær. Hann velti því m.a.
fyrir sér hvernig hægt yrði að
tryggja samkeppni á fjarskipta-
markaðnum, þegar dreifikerfið væri
í eigu eins aðila. Hann sagðist einn-
ig velta því fyrir sér hvernig hægt
yrði að koma í veg fyrir samráð fyr-
irtækja á fjarskiptamarkaðnum.
„Það er mjög hæpið að það verði
tryggt á þessum markaði, eins og
hann er uppsettur í þessu söluferli,
sem hér er gert ráð fyrir,“ sagði
hann.
Halldór Ásgrímsson gerði grein fyrir söluferli Símans á Alþingi í gær
„Allar líkur eru á því að mjög
margir muni bjóða í Símann“
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JÓHANNES Þórður
Jónsson, fyrrverandi
kaupfélagsstjóri frá
Suðureyri við Súg-
andafjörð, andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík
föstudaginn 1. apríl, 89
ára að aldri.
Jóhannes fæddist á
Suðureyri 20. janúar
1916. Foreldrar hans
voru Jón Einarsson,
útgerðarmaður og síð-
ar íshússtjóri á Suður-
eyri, og Kristín Krist-
jánsdóttir. Jóhannes
brautskráðist frá Sam-
vinnuskólanum árið 1940 og var
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Súg-
firðinga frá 1940–1965 og var einn af
stofnendum útgerðarfélagsins
Hrings, en tilgangur þess var fisk-
veiðar og jafnframt var aflinn verk-
aður til fullnustu fyrir erlendan og
innlendan markað. Var hann virkur í
félagslífi staðarins og hagyrðingur
góður. Jóhannes fluttist til Reykja-
víkur árið 1965 með fjölskyldu sína
og hóf störf sem innheimtustjóri hjá
Sambandi íslenskra
samvinnufélaga. Þar
starfaði hann til ársins
1965 er hann gerðist
deildarstjóri slysa- og
ábyrgðadeildar Sam-
ábyrgðar Íslands á
fiskiskipum og starfaði
þar til ársins 1986.
Meðal starfa Jóhann-
esar að félagsmálum
má nefna þátttöku hans
í starfi Oddfellowhreyf-
ingarinnar. Hann var í
oddfellowstúkunni
Gesti á Ísafirði þar til
hann flutti til Reykja-
víkur og starfaði þar í oddfellowstúk-
unni Þorkeli Mána.
Eiginkona hans var Svava Valdi-
marsdóttir, sem lést 1990. Þau eign-
uðust fimm börn, þau eru: Haraldur,
en hann lést í umferðarslysi í Þýska-
landi tvítugur að aldri, Aðalheiður,
starfsmaður á Morgunblaðinu, Þórð-
ur, kennari í Kvennaskólanum, Guð-
rún Kristín, starfsmaður Íslands-
banka, og María Þrúður,
starfsmaður IBM í Bandaríkjunum.
Andlát
JÓHANNES Þ.
JÓNSSON
Ræða um málefni
minnissjúkra
FRÆÐSLUFUNDUR verður
haldinn á morgun á vegum
Lionshreyfingarinnar um mál-
efni Alzheimersjúklinga og ann-
arra sem haldnir eru minnis-
sýki. Þar munu sérfræðingar á
heilbrigðissviði fjalla um ýmsar
hliðar heilabilunar, sjúkdóma-
flokks sem einkennist af því að
minnið svíkur umfram það sem
eðlilegt getur talist og fer að há
mönnum, segir m.a. í frétt frá
fundarboðendum.
Guðmundur Bjarnason, sem
er heilbrigðisfulltrúi fjölum-
dæmis Lions-hreyfingarinnar,
setur fundinn en framsögu hafa
Jón Snædal öldrunarlæknir,
Hanna Lára Steinsson fé-
lagsráðgjafi og sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir. Ávörp flytja þær
María Th. Jónsdóttir, formaður
Félags áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimersjúklinga og
annarra minnissjúkra, og Þór-
unn Gestsdóttir, fjölumdæmis-
stjóri Lionshreyfingarinnar á
Íslandi. Að loknum framsöguer-
indunum verður boðið uppá um-
ræður og fyrirspurnir. Fundar-
stjóri verður Sigríður
Árnadóttir fréttamaður.
Oft sjúkdómur eldra fólks
Í frétt frá fundarboðendum
kemur m.a. fram að ekki sé ein-
ing um nafngift sjúkdómaflokks-
ins heilabilun, sumir vilji fremur
tala um minnissjúkdóm. „Benda
má þó á hugtökin hjartabilun og
nýrnabilun. Þekktasti af þessum
sjúkdómum og sá algengasti er
Alzheimer og það nafn oft notað
sem samheiti um sjúkdóminn.
Heilabilun er oftast sjúkdómur
eldra fólksins en getur þó byrj-
að í fólki upp úr fertugu,“ segir
þar einnig. Þá segir að til sé
lyfjameðferð en lyf seinki aðeins
sjúkdómsferlinu í um ár og að
hjá einstaka sjúklingi sjáist að-
eins bati í upphafi meðferðar.
Einnig kemur fram að umönnun
sé erfið.
Fundurinn verður haldinn í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag, og er öllum opinn.
Hann hefst kl. 17.
Fallið frá
óskum um
umræður
um RÚV
KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar
–græns framboðs, féll í gær frá
beiðni sinni um utandagskrárum-
ræðu á Alþingi um málefni Ríkisút-
varpsins. Kolbrún óskaði eftir um-
ræðunni fyrir helgi vegna
fréttastjóramálsins svokallaða. „Í
ljósi þess sem síðar hefur gerst er
ekki lengur tilefni til umræðunnar,“
segir þingmaðurinn í tilkynningu til
fjölmiðla í gær.
Þingmenn Samfylkingarinnar í
menntamálanefnd þingsins féllu
sömuleiðis í gær frá beiðni sinni um
sérstakan fund í nefndinni vegna
fréttastjóramálsins. „Í ljósi þess að
nú hefur verið ráðinn fréttastjóri á
Fréttastofu Útvarps úr hópi þeirra
sem taldir voru hæfastir föllum við
þingmenn Samfylkingarinnar í
menntamálanefnd frá ósk okkar um
sérstakan fund í nefndinni um þetta
mál,“ segja þingmennirnir Mörður
Árnason, Katrín Júlíusdóttir og
Björgvin G. Sigurðsson, í tilkynn-
ingu sinni til fjölmiðla í gær.
Þjóðin greiði
atkvæði um
sölu Símans
ÞINGMENN Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs hafa lagt
fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um að fram skuli fara
þjóðaratkvæðagreiðsla um sölu
Landssíma Íslands. Þingmennirnir
vilja að kjósendur velji milli þess
hvort selja eigi einkaaðilum hlut
ríkisins í Símanum eða hvort hætta
eigi við sölu Símans.
Þingmennirnir vilja að vinnu við
sölu Símans verði hætt þar til nið-
urstaða atkvæðagreiðslunnar ligg-
ur fyrir. Þeir leggja til að hún fari
fram í síðasta lagi samhliða kosn-
ingum um sameiningu sveitarfé-
laga á hausti komanda.
„Fjölmargar ástæður renna stoð-
um undir þá hugmynd að frekari
framvinda málsins verði ráðin í lýð-
ræðislegri atkvæðagreiðslu sem all-
ir atkvæðisbærir landsmenn geti
tekið þátt í,“ segja þingmennirnir
m.a. í greinargerð tillögunnar.
Þingmennirnir segja einnig að
fyrirhuguð sala Símans sé afar um-
deild í þjóðfélaginu.
Síminn
seldur með
grunnnetinu
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð-
herra ítrekaði á Alþingi í gær að rík-
isstjórnin legðist gegn því að selja
Símann án grunnnetsins. „Rík-
isstjórnin hefur lagst gegn því á
þeim forsendum að hvergi í Evrópu
hafi grunnnet verið aðskilið við
einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja.“
Ráðherra sagði einnig að lagaum-
hverfið á Evrópska efnahagssvæð-
inu gerði ráð fyrir samkeppni í
rekstri grunnneta í fjarskiptageir-
anum.
Þá sagði hann að fjarskiptalögin
íslensku gæfu skýr fyrirmæli um að-
gang samkeppnisaðila inn á grunn-
net markaðsráðandi aðila.
Að endingu sagði hann að Póst- og
fjarskiptastofnun og Samkeppn-
isstofnun hefðu úrræði til inngripa,
ef ekki yrði farið að lögum í þessu
sambandi.
Forystumenn Samfylkingar og
Frjálslynda flokksins vilja skilja
grunnnet Símans eftir hjá ríkinu, en
forystumenn Vinstri grænna vilja
alls ekki selja Símann; hvorki með
eða án grunnnets.