Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR ÓLAFUR M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segist vera búinn að ganga frá samningum við verslanir um sölu á ostum frá fyr- irtækinu. Mjólka geti selt alla sína framleiðslu og meira til. Hann seg- ir að bændur hafi haft samband við sig og sýnt því áhuga að leggja inn mjólk hjá Mjólku. Að Mjólku ehf. standa átta systkini frá Eyjum II í Kjós. Faðir þeirra, Magnús Sæmundsson, stundaði kúabúskap á jörðinni um áratugaskeið. Hann hætti fram- leiðslu fyrir 6–7 árum og var þá allt greiðslumark á jörðinni selt. Fyrir nokkrum misserum tóku börn Magnúsar ákvörðun um að hefja á ný mjólkurframleiðslu á jörðinni. Ólafur Magnússon sagði að búið væri að gera verulegar endurbætur á fjósinu og stefnt væri að því að stækka það í sumar með það að markmiði að framleiða þar 750–800 þúsund lítra af mjólk á ári. Á búinu yrðu þá 100–140 mjólkandi kýr. Dýr mjólkurkvóti Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá fjölda kúabænda úti um allt land. Bænd- ur hafa verið að endurbæta fjósin, stækka þau, byggja ný, endurnýja tækjakost og allmargir hafa keypt mjaltaþjóna, sem sjá um að mjólka án þess að mannshöndin komi þar mikið við sögu. Nær undantekning- arlaust hafa bændur samhliða þessari fjárfestingu keypt kvóta til að geta stækkað búin. Eitt af því sem veldur því að Ólafur og systkini hans hafa ákveð- ið að fara ekki þessa hefðbundnu leið, að kaupa kvóta, er hátt verð á mjólkurkvóta. Um síðustu mán- aðamót var meðalverð á einum lítra af greiðslumarki (kvóta) 378 krónur samkvæmt opinberri verð- skráningu. Það þýðir að ef Mjólka vill setja á stofn kúabú sem fram- leiðir 800 þúsund lítra af mjólk á ári þarf það að borga 302 milljónir króna fyrir kvótann. Þess má geta að kvótaverðið hefur hækkað um 44% frá 1. september sl. Hafa þarf í huga að 800 þúsund lítra bú er mjög stórt bú. Meðalkúabú er með rúmlega 120 þúsund lítra fram- leiðslu á ári. Ólafur telur að ef hann kaupi kvóta á þessu verði sé hann í raun að afsala sér beingreiðslum frá rík- inu í 12–15 ár. Þess vegna telur hann raunhæfara að standa utan við hið opinbera styrkjakerfi land- búnaðarins. Samkvæmt samningi ríkisins og bænda greiðir ríkissjóður 47,1% af- urðaverðsins en afurðastöðvar 52,9%. Það þýðir að ríkið borgar u.þ.b. 39 krónur í beinar greiðslur til bænda af hverjum mjólkurlítra en mjólkursamlögin 44 krónur. Áhugi á viðskiptum við Mjólku Mjólka ætlar ekki aðeins að reka stórt kúabú heldur ætlar fyr- irtækið einnig að reka mjólkurstöð sem framleiðir osta úr mjólkinni. Ólafur sagði að mjólkurstöðin yrði á Ártúnsholti í Reykjavík. Verið væri að afla allra tilskilinna leyfa og einnig tækja til framleiðslunnar. Hann sagði að fyrirtækið væri með tvo mjólkurfræðinga á sínum snærum. Innan þess væri því fag- þekking á ostagerð. Fyrirtækið myndi einbeita sér að ostagerð og stefnt væri að því að ostur frá fyr- irtækinu kæmi á markað í lok maí. Hann vill ekki gefa upp um hvers konar ost er að ræða. Ólafur sagði að mjólkurbúið kæmi til með að geta unnið úr 1,5–2 milljónum lítra af mjólk á ári. Þess má geta að minnsta mjólkurbú landsins, Mjólk- ursamlagið á Ísafirði, framleiddi í fyrra úr tæplega 1,3 milljónum lítra. Samtals tóku mjólkurbúin við 112 milljónum lítrum af mjólk í fyrra. Ólafur sagði að Mjólka væri tilbúin til að taka við mjólk frá öðrum framleiðendum en búinu á Eyjum II. Hann sagði að nú þegar hefðu nokkrir bændur haft sam- band við sig og lýst áhuga á að selja Mjólku mjólk. Það lægi fyrir að framleidd yrðu 4,5 milljónir lítra af umframmjólk í ár, en þar er um að ræða mjólk sem fram- leidd er umfram það greiðslumark sem ríkið styður með bein- greiðslum. Ólafur sagði að bændur ættu þann kost að selja Mjólku umframmjólkina eða hreinlega að beina allri framleiðslunni til fyr- irtækisins. Hann vill hins vegar ekki gefa upp á þessu stigi hvaða verð Mjólka væri tilbúin til að borga fyrir mjólkina. Mjólka mun sjálf sjá um að flytja mjólkina til mjólkurbúsins og Ólafur sagði að það lægi því bein- ast við að framleiðendur á Suður- og Vesturlandi myndu koma í við- skipti við Mjólku. Eins og áður segir stendur Mjólka í talsverðum fjárfestingum í tengslum við uppbyggingu fyr- irtækisins. Fjósið á Eyjum II verð- ur stækkað og endurbætt og sett verður á stofn nýtt mjólkurbú í Reykjavík. Ólafur sagði að fjárfest- ingin væri þó mun meiri ef fyr- irtækið færi út í að kaupa mjólk- urkvóta. Hann sagði að hlutafé Mjólku væri 40 milljónir. „Gæði á íslenskum mjólk- urvörum eru með því besta sem gerist í heiminum. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að vanda til verka í öllum þáttum framleiðsluferlisins,“ sagði Ólafur. Í viðskiptum við Baug og fleiri Ólafur sagðist ekki telja að erfitt yrði að vinna markaði fyrir osta frá Mjólku. Fyrirtækið hefði þegar gengið frá sölusamningum við verslanir, m.a. verslanir Baugs. Fleiri verslanir hefðu einnig haft samband við Mjólku. „Við höfum þegar gengið frá því að við getum selt alla framleiðslu fyrirtækisins og meira til.“ Enginn mjólkurframleiðandi hef- ur áður framleitt mjólk með því að standa utan við opinbert styrkja- kerfi. Þó nokkrir sauðfjárbændur þiggja hins vegar ekki bein- greiðslur og margir eru aðeins með beingreiðslur á hluta framleiðsl- unnar. Staðið er að framleiðslu- stuðningi ríkisins við sauð- fjárbændur með öðrum hætti en við mjólkurbændur. Stjórnvöld skilgreina t.d. stuðninginn við sauðfjárbændur sem svokallaðar grænar greiðslur, en það á ekki við um beingreiðslur til kúabænda. Þar að auki er sauðfjárbúskapur í mjög mörgum tilvikum hlutastarf bænda, en mjög erfitt er hins veg- ar að stunda kúabúskap með ann- arri vinnu. Efast um lögmæti Mjólku Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, hefur efasemdir um að áform Mjólku geti gengið upp. Hann viðurkennir að vísu að aldrei hafi reynt á það fyrir dómi hvort leggja megi inn mjólk í mjólkurstöð sem ekki er framleidd innan greiðslumarks. Hann bendir hins vegar á dóm sem féll í Hæstarétti árið 2003. Málið snerist um bændur sem höfðu með sér samstarf um nýtingu á mjólk- urkvóta og hugðust miðla milli sín beingreiðslum. Í dómnum segir: „Í greiðslu- markinu felst að býlið öðlast hlut- deild í markaði mjólkurvara innan- lands og í fjárframlagi sem ríkissjóður leggur fram til þess að tryggja framleiðendum fullt verð fyrir ákveðið framleiðslumagn. Samkvæmt lögunum eru bein- greiðslur framlag íslenska ríkisins til mjólkurframleiðenda, sem bygg- ist á samningi milli bænda og rík- isvaldsins, sem heimild er fyrir í lögum og er ætlað að bæta fram- leiðendum þann kostnað sem þeir hafa af framleiðslunni og ekki fæst endurgreiddur í afurðaverði vör- unnar. Réttur til beingreiðslu er því stofnaður með lögum og verður ráðstöfun hans og hagnýting að vera í samræmi við lög.“ Þórólfur segir að það verði þó að hafa í huga að bændur megi sam- kvæmt lögum framleiða umfram- mjólk og selja hana til mjólk- ursamlaga, en það breyti ekki því að Hæstiréttur líti svo á að í greiðslumarkinu felist „að býlið öðlast hlutdeild í markaði mjólk- urvara innanlands“. Ekkert bann í búvörulögum Hróbjartur Jónatansson hrl. hef- ur skoðað fyrir Mjólku hvort eitt- hvað í lögum komi í veg fyrir starf- semi fyrirtækisins á þeim grunni sem það hyggst starfa. Hróbjartur sagði í samtali við Morgunblaðið að í búvörulögum væri ekki að finna neitt bann við framleiðslu mjólkur utan greiðslumarkskerfisins og þar af leiðandi væri ekkert sem bann- aði Mjólku að hefja framleiðslu ut- an styrkjakerfisins. „Það er mín skoðun að ef slíkt ákvæði væri sett í lög eða búvöru- lögin túlkuð þannig að í þeim væri að finna slíkt bann við því að Mjólka hæfi starfsemi utan við styrkjakerfið þá fari slíkt í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar eins og það er núna eftir breytingarnar á mannrétt- indakaflanum frá árinu 1995. Í þeirri grein er talað um að menn hafi frelsi til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Það má því ein- ungis takmarka það frelsi ef nauð- syn ber til í þágu almannahags- muna.“ Hróbjartur sagðist ekki sjá að það geti verið spurning um al- mannahagsmuni að koma í veg fyr- ir að aðrir en þeir sem starfa í styrkjakerfi ríkisins stundi mjólk- urframleiðslu. Þórólfur sagðist ennfremur setja spurningu við hvernig staðið yrði að eftirliti með gæðum vörunnar þegar sama fyrirtækið sæi bæði um framleiðslu og úrvinnslu mjólk- urinnar. Ólafur M. Magnússon sagði, spurður um þetta atriði, að Mjólka hefði gengið frá samningum við rannsóknarstofuna Sýni ehf. um eftirlit með gæðum hjá Mjólku. Þetta væri óháður eftirlitsaðili, en mjólkuriðnaðurinn ræki hins vegar eigin rannsóknarstofu. Hefur tryggt sölu á öllum afurðum Mjólku Framkvæmdastjóri Mjólku segir að fyrirtækið hafi tryggt sér sölu á allri framleiðslu fyrirtækisins. Nokkrir bændur hafi einnig sýnt því áhuga að leggja inn mjólk hjá fyrirtækinu. Egill Ólafsson skoð- aði áform Mjólku og rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Morgunblaðið/Þorkell egol@mbl.is ÁRIÐ 1987 hóf mjólkurstöðin Baula starfsemi, en fyrirtækið framleiddi jógúrt og sýrðar mjólkurvörur und- ir eigin vörumerki. Fyrirtækið keypti mjólk af Mjólkursamsölunni en var ekki sjálft með mjólkurfram- leiðslu eins og Mjólka áformar að gera. Baula var í eigu einstaklinga, en framkvæmdastjóri þess var Þórður Ásgeirsson, núverandi fiskistofu- stjóri. Hann segir að það sem hafi gert Baulu erfitt fyrir hafi verið að Mjólkursamsalan hafi eingöngu viljað selja fyrirtækinu ger- ilsneydda mjólk en fyrir gerilsneyð- inguna hafi Baula þurft að greiða 12 krónur á lítra. Þetta hafi gert samkeppnina við MS mun erfiðari. Þórður sagði að Baula hefði skoðað þann kost að kaupa mjólk beint af bændum og raunar hefði fyrirtækið verið búið að gera samn- ing við stóran framleiðanda. Hann hefði hins vegar hætt við vegna þrýstings frá mjólkuriðnaðinum. Baula fór í samstarf við Mjólk- ursamlagið á Húsavík árið 1991 en hætti starfsemi 1992. „Við vorum fimm árum of snemma á ferðinni. Ef við hefðum farið af stað fimm ár- um síðar væri Baula örugglega starfandi í dag,“ sagði Þórður og vísaði til þess að viðhorf hefðu breyst og ættu eftir að breytast enn meira með breytingum sem væru í farvatninu á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO. Vorum 5 árum of snemma á ferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.