Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Í ljósi æ erfiðari stöðu þýskra efnahagsmála, síaukins atvinnuleysis
og stöðnunar, efnir Þýsk íslenska verslunarráðið í samvinnu við
Verslunarráð Íslands, til fundar með Hans Olaf Henkel, einum
skeleggasta talsmanni þýsks atvinnulífs hin síðari ár.
• Hvaða leiðir eru til úrbóta?
• Hvernig má örva nýsköpun?
• Eru róttækar þjóðfélagsbreytingar óumflýjanlegar?
• Þvælist ,,arfleið” Þriðja ríkisins enn fyrir umbótum?
Hans Olaf Henkel er fyrrverandi forstjóri IBM í Þýskalandi, og æðsti
maður IBM í Evrópu um árabil. Hann var mjög áberandi sem
formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi (BDI) 1995 – 2000, en er
nú forseti Leibniz samtakanna, samtaka 84 rannsóknarstofnana
með 12.500 starfsmenn og 1 milljarð evra í veltu árlega. Henkel
hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferli sínum og skrifað
fjórar mjög þekktar bækur um nýsköpun og efnahagsmál svo fátt
eitt sé talið.
Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.
Fundargjald er kr. 2500 (léttur morgunverður innifalinn).
Fyrirfram skráning er æskileg og fer fram hjá Þýsk-íslenska
verslunarráðinu í síma 510 7100 eða á info@ahk.is
Hans Olaf Henkel
fyrrv. forstjóri IBM í Þýskalandi og fv.
stjórnarformaður Samtaka Iðnaðarins (BDI)
Morgunverðafundur Nordica Hótel
föstudaginn 8. apríl 2005 kl:8.15 – 9.30
Þýsk-íslenska verslunarráðið
Repräsentanz der deutschen Wirtschaft in Island-
Fulltrúi þýsks viðskiptalífs á Íslandi
Margir Pólverjar vonast til þess
að hjarta Jóhannesar Páls II verði
komið fyrir í Wavel-dómkirkjunni í
Kraká þar sem pólskir dýrlingar og
konungar voru grafnir. Þegar Nav-
arro-Valls var spurður hvort kardín-
álarnir hefðu útilokað þennan mögu-
leika svaraði hann því ekki beint og
BÚIST er við að um tvær milljónir
manna safnist saman í Róm á föstu-
daginn kemur þegar útför Jóhann-
esar Páls II páfa fer fram í Péturs-
kirkjunni. Gert er ráð fyrir því að um
200 erlendir leiðtogar verði viðstadd-
ir útförina og að hundruð milljóna
manna úti um allan heim fylgist með
henni í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Kardínálar rómversk-kaþólsku
kirkjunnar komu saman í gærmorg-
un í fyrsta skipti eftir andlát páfa til
að ákveða hvenær útförin ætti að
fara fram. Þeir frestuðu ákvörðun
um hvenær kjör næsta páfa ætti að
hefjast og ráðgera annan fund í dag.
Talsmaður Páfagarðs, Joaquin
Navarro-Valls, sagði að útförin ætti
að fara fram klukkan tíu á föstudags-
morgun að staðartíma, klukkan átta
að íslenskum. Messuna syngur Jo-
seph Ratzinger, yfirmaður
kardínálaráðsins og einn af hugsan-
legum arftökum páfa.
Fyrir útförina á lík páfa að liggja á
viðhafnarbörum í Péturskirkjunni
og gefst þá almenningi kostur á að
votta minningu hans virðingu sína.
Búist er við að hundruð þúsunda
manna fari í kirkjuna til að kveðja
páfa.
Mikill öryggisviðbúnaður
Á meðal þeirra sem ætla að vera
við útförina eru George W. Bush
Bandaríkjaforseti, Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, Jacques
Chirac Frakklandsforseti, Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Aleksander Kwasniewski,
forseti Póllands, og Lech Walesa,
fyrrverandi leiðtogi pólsku verka-
lýðssamtakanna Samstöðu.
Bush verður fyrsti bandaríski for-
setinn sem fer til Rómar í því skyni
að vera viðstaddur útför páfa.
Tony Blair hafði ætlað að boða til
þingkosninga í gær en ákvað að
fresta því vegna andláts páfa. Karl
Bretaprins og heitkona hans, Cam-
illa Parker Bowles, hugðust ganga í
hjónaband á föstudaginn kemur en
ákváðu að fresta brúðkaupinu um
einn dag vegna útfararinnar.
Mikill öryggisviðbúnaður verður í
Róm. Allt að 10.000 her- og lögreglu-
menn verða á götum Rómar og orr-
ustuþotur, þyrlur og eftirlitsvélar
eiga að framfylgja flugbanni yfir
borginni.
Ekki grafinn í Póllandi
Navarro-Valls sagði að Jóhannes
Páll II yrði „nær örugglega“ jarð-
aður í grafhýsinu þar sem Jóhannes
XXIII lá áður en hann var fluttur á
aðalhæð Péturskirkjunnar. Jóhann-
es XXIII lést 1963 og kista hans var
flutt árið 2000 eftir að páfi lýsti því
yfir að hann væri kominn í samfélag
hinna blessuðu.
Fjölmiðlar höfðu verið með vanga-
veltur um að Jóhannes Páll II kynni
að hafa óskað eftir því að hann yrði
grafinn í Póllandi en Navarro-Valls
sagði að hann hefði ekki borið fram
slíka ósk.
sagðist aðeins veita upplýsingar um
ákvarðanir sem kardínálarnir tóku í
gærmorgun.
Pólskir prestar sögðust enn vona
að hjartað yrði flutt til Póllands en
leiðtogar kaþólsku kirkjunnar þar í
landi og stjórnvöld í Varsjá sögðu að
Jóhannes Páll II ætti að hvíla í friði –
og í heilu lagi – í höfuðkirkju kaþ-
ólsku kirkjunnar.
Navarro-Valls sagði ekkert um
hvenær kjör næsta páfa ætti að hefj-
ast. Skv. reglum kaþólsku kirkjunn-
ar á að halda fyrsta kjörfundinn 15–
20 dögum eftir dauða páfa, eða í
fyrsta lagi 17. þessa mánaðar.
Um 200 leið-
togar verða
við útför páfa
Talið að tvær milljónir manna komi
saman í Róm á föstudag þegar páfi
verður jarðsunginn í Péturskirkjunni
Reuters
Lík Jóhannesar Páls II páfa borið á Péturstorginu inn í Péturskirkjuna þar sem það á að hvíla á viðhafnarbörum
þar til útförin fer fram. Að minnsta kosti 100.000 manns voru á torginu og í nálægri götu þegar líkið var flutt í gær.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
PÓLVERJAR reyndu í gær að ein-
beita sér að gleðinni og þeim já-
kvæðu breytingum, sem Jóhannes
Páll II páfi færði heiminum þegar
hann var á lífi, til að yfirvinna djúpa
sorg yfir fráfalli hans.
Á forsíðum dagblaða úti um allan
heim voru birtar myndir af líki páfa
sem sveipað var rauðum og hvítum
klæðum á viðhafnarbörum í Páfa-
garði. Dagblöð í Póllandi lögðu for-
síðurnar undir myndir af páfa en
ólíkt blöðum í öðrum löndum voru
allar myndirnar teknar þegar páfi
var á lífi.
Mikil sorg ríkti enn í Wadowice,
bænum þar sem Karol Wojtyla fædd-
ist 18. maí 1920. Margir íbúanna áttu
erfitt með að mæta til vinnu eftir að
hafa misst manninn sem þeir litu á
sem annan föður sinn.
Aleksander Kwasniewski, forseti
Póllands, sagði í viðtali við dag-
blaðið Gazeta Wyborcza að Pólverj-
ar hefðu misst helsta verndara sinn.
„Við höfum misst skjöld,“ sagði for-
setinn. „Við erum nú ein, einstöku
tímabili er lokið.“
Karol Wojtyla bjó í 40 ár í Kraká
og fólk á öllum aldri safnaðist saman
fyrir utan erkibiskupshöllina þar
sem hann dvaldi frá árinu 1963, þeg-
ar hann var skipaður kardínáli, og
þar til hann var kjörinn páfi 1978.
Fólkið bað við höllina og skildi eftir
blóm, kerti og jafnvel trefla með
nafni fótboltafélagsins sem Karol
Wojtyla studdi þegar hann var ung-
ur.
„Það er mjög mikilvægt að vera
hérna. Allir koma hingað, eftir
kennslutíma, í tímum og fyrir tíma,“
hafði fréttastofan AFP eftir hópi
námsmanna við Kraká-háskóla.
Margir skrifuðu skilaboð til páfa í
bók í garði erkibiskupshallarinnar
til að votta minningu hans virðingu
sína. „Þú varst mér sem faðir. Líf
mitt er innantómt án þín,“ skrifaði
lítil stúlka. „Hjarta mitt slær enn
fyrir þig.“
Einbeita sér að ævi páfa
til að yfirvinna sorgina
Forsíður fjögurra pólskra dagblaða í gær. Blöðin birtu myndir sem teknar voru af páfa þegar hann var á lífi.
Myndir af líki páfa á viðhafnarbörum voru birtar á forsíðum dagblaða í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.