Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 15

Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 15 ERLENT Munið Mastercard ferðaávísunina Sumarið kemur Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 38.695 Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí og júníbyrjun á hreint ótrúlegu verði. Mallorca 25. maí - 11 sæti 1. júní - 22 sæti Frá kr. 38.895 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí, Brasilia. Netverð. Frá kr. 39.895 M.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. eða 25. maí, Castle Beach íbúð m. 2 svefnherb. Netverð. Króatía 19. maí - 18 sæti 26. maí - 13 sæti 2. júní - uppselt Frá kr. 46.095 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 19. eða 26. maí, Diamant. Netverð. Algarve 25. maí - 13 sæti 8. júní - 7 sæti Frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí, Rodrimar. Netverð. Benidorm 18. maí - 19 sæti 25. maí - laus sæti 1. júní - 14 sæti Frá kr. 38.695 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. maí, Vina del Mar. Netverð. Costa del Sol 18. maí - laus sæti 25. maí - 19 sæti 1. júní - 21 sæti Rimini 26. maí - 23 sæti 2. júní - laus sæti 9. júní - laus sæti Frá kr. 44.395 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, Riviera. Netverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is BÁG heilsa Jóhannesar Páls II páfa síðustu árin hefur valdið því að menn hafa lengi velt því ákaft fyrir sér hver væri líklegasti eftirmaðurinn. Vöxtur Rómarkirkjunnar hefur á síðari ára- tugum verið mestur í fátækum lönd- um og býr um helmingur kaþólikka í heiminum nú í Rómönsku Ameríku. Hins vegar hefur umdeild stefna Páfagarðs varðandi mál á borð við réttindi kvenna til að gegna prests- embættum og bann við hjónaskiln- uðum orðið til að fjarlægja marga Vesturlandabúa frá kirkjunni. Enn meiri tilfinningahiti hefur samt birst í deilum um getnaðarvarnir, fóstur- eyðingar og réttindi samkyn- hneigðra. Í fótspor Péturs postula Fyrsti páfinn var Pétur postuli á fyrstu öld eftir Krist en síðan hafa 263 menn fetað í fótspor fiskimanns- ins frá Galileu og gegnt embætti bisk- ups í Róm. Margir kirkjunnar menn í þriðja heiminum eru nú nefndir til sögunnar enda búa þar alls tveir af hverjum þrem kaþólikkum. Þrátt fyr- ir það gera margir ráð fyrir að ítalsk- ir kardínálar telji nú röðina aftur vera komna að sér. Íhaldssöm stefna síðasta páfa, ekki síst varðandi kynferðismál, féll í góð- an jarðveg meðal kristinna Afríku- manna en þar er andúð á samkyn- hneigð mjög rótgróin. Einn þeirra sem margir nefna nú sem líklegan páfa er Francis Arinze, kardínáli frá Nígeríu en hann hefur starfað lengi í Páfagarði og er þar öllum hnútum kunnugur. Hann er 72 ára gamall og voru foreldrar hans heiðnir. Umfangsmikið trúboð er rekið í Afríkulöndum af hálfu kirkjunnar og hefur kristnum fjölgað þar hratt. En kirkjan á skæðan keppinaut sem er íslam sem einnig hefur sótt á í mörg- um löndum sem liggja á mörkum þjóða blökkumanna og araba. Leið- arahöfundar dagblaða í ýmsum Afr- íkuríkjum hafa hvatt til þess að kard- ínálarnir velji nú Afríkumann í embætti páfa en það hefur ekki gerst síðan á fimmtu öld. Blaðið New Vision í Kenýa lýsti stuðningi við Arinze og taldi víst að íhaldssöm sjónarmið hans myndu eiga góðan hljómgrunn í kardín- álaráðinu sem er nær algerlega skip- að mönnum sem Jóhannes Páll II valdi. „Nær 65% allra kaþólikka búa í Afríku, Asíu eða Rómönsku Am- eríku,“ sagði blaðið. „Þessa lýð- fræðilega breytingu ættu menn ekki að hunsa þegar næsti páfi verður kos- inn.“ Jóhannes Páll II naut mikilla vin- sælda í Afríku vegna þess hve mikið hann sinnti álfunni og sakir áherslu hans á að bæta hlutskipti fátækra. En í Biskuparáði kirkjunnar í löndum sunnanverðrar Afríku eru menn ekki allt of vongóðir um að Afríkumaður taki við. Telja sumir Afríkumenn að evrópsku kardínálarnir muni standa saman til að hindra að Afríkumaður komi til greina. „Kardínálarnir í Róm eru ánægðir með að geysimikill fjöldi Afríku- manna gerist kristinn en þeim finnst ekki að við séum enn reiðubúnir til að gegna háum embættum ... þeir óttast að heiðni geti læðst inn [í kirkjuna] um bakdyrnar,“ sagði talsmaður ráðsins, Buti Tlhagale. Talsmaður kirkjunnar í Nígeríu, Felix Ajakaye, sagði hins vegar rangt að útiloka fyrirfram möguleikann á að næsti páfi yrði ekki ítalskur. Benti hann á að Pólverjinn Karol Wojtyla, síðar Jóhannes Páll II, hefði ekki ver- ið talinn líklegur páfi áður en hann náði kjöri 1978 en þá höfðu Ítalir gegnt embættinu í samfleytt 455 ár. Auk Arinze eru einkum nefndir til sögunnar Ítalirnir Dionigi Tettam- anzi, erkibiskup í Mílanó, en hann er 71 árs. Er hann einkum þekktur fyrir ritstörf sín á sviði siðferðismála. An- gelo Scola er 63 ára, hann er erkibisk- up í Feneyjum og er talinn hófsamur í skoðunum. Tarcisio Bertone er sjö- tugur, erkibiskup í Genúa og var ný- lega í fréttum fyrir að gagnrýna harkalega skáldsöguna Da Vinci- lykilinn fyrir að rangtúlka og afneita kennisetningum kirkjunnar. Angelo Sodano er 77 ára, hann hefur verið einn valdamesti embættismaður Páfagarðs síðustu 15 árin og er vara- formaður kardínálaráðsins sem velur páfa. Giovanni Battista Re er 71 árs, hann er formaður biskuparáðsins, starfaði náið með Jóhannesi Páli páfa og er þriðji æðsti embættismaður Páfagarðs. Mikil áhrif í Rómönsku Ameríku En ýmsir áhrifamiklir menn utan Ítalíu og Afríku eru einnig nefndir sem hugsanleg páfaefni og er Þjóð- verjinn Joseph Ratzinger þeirra þekktastur. Hann er yfirmaður kard- ínálaráðsins og því æðsti yfirmaður kirkjunnar þar til nýr páfi tekur við. Ratzinger er 77 ára gamall og þykir afar íhaldssamur. Belginn Godfried Danneels, Austurríkismaðurinn Christoph Schönborn og Portúgalinn Jose da Cruz Policarpo eru einnig taldir koma til greina. En meiri líkur eru samt á því að þekktir kardínálar frá Rómönsku Ameríku telji að þeirra tími sé kom- inn. Meðal þeirra eru Claudio Hum- mes frá Brasilíu, Dario Castrillon Hoyos frá Kólumbíu, Oscar Andres Rodriquez Maradiaga frá Honduras og Nicolas de Jesus Lopez Rodriguez frá Dómíníku. Milljónir kaþólikka búa í Kína og Indlandi en ekki er þó talið sennilegt að kardínálar frá þessum löndum muni verða fyrir valinu að þessu sinni. Hins ber þó að geta að snjöll- ustu spámenn hafa oft farið flatt á því að reyna að geta sér til um nið- urstöður kardínálaráðsins í Róm. Afríkumaður gæti orðið næsti páfi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Kardínálarnir Francis Arinze (fremst) og Angelo Sodano tóku þátt í messu á Péturstorginu á pálmasunnudag í mars. Francis Arinze, sem er frá Nígeríu, er sagður geta orðið fyrsti afríski páfinn í meira en 1500 ár. ’Telja sumir Afr-íkumenn að evrópsku kardínálarnir muni standa saman til að hindra að Afríkumaður komi til greina. ‘          ( -" .& -.'. $.$ / "!0,& 1)230)# , '(  , 'P" #0231%)1# &$,7"  , $ 2",7$76 $ (45678)#  , $  ), 66$' @$F$  91:5#1: #* '   80#;95)# 6 - $ @->>"  :4791);(#5<=>35:9= ($6  " &"- <$."P Q$, 7-"P 8352)# +$0, "  ''""6  ?@0%A2#5 &$"  ,-P $6 ( ,.$ B<;(#5#1: &$"./ Q )P '7", )%#5)# + $* '' 2 )) ) Q"  '7"6$ $ '$  $' 7 ")) > 'P   C@1:A0#; ( , '," Q$, -"P  ,  7   #6;%600)(9 /, )$./ (/$"'9$,' ,B4 6"7 ", E,/*", 0-66$,4 '' ! )C6!-, ! ,6> 4-, !=3,7"'7-, "' /"04 ' ", ; 4 ! , '56 E !=3, '' .50 1 Chisinau. AP | Vladímír Voronín var endurkjörinn forseti Moldovu á þingi landsins í gær og hét hann að halda áfram að styrkja tengslin við vestræn ríki. Hlaut forsetinn 75 atkvæði en alls eru þingsætin 101. Moldova á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu, það var eitt sovétlýðveld- anna en hlaut sjálfstæði 1991. Vor- onín er kommúnisti og var uppruna- lega mjög hlynntur Rússum en sneri síðar við blaðinu og leggur nú áherslu á að ríkið gangi í Evrópusambandið. Rússar styðja aðskilnaðarsinna í hér- aðinu Trans-Dnéstríu þar sem flestir íbúar eru rúss- nesku- eða úkra- ínskumælandi. Aðrir Moldovar tala mál náskylt rúmensku. Kommúnista- flokkur Voroníns hefur 56 sæti á þingi en aukinn meirihluta þarf til að kjósa forseta. Voru það fulltrúar annarra flokka með vestræn tengsl á stefnuskránni sem tryggðu forsetan- um endurkjör í gær. Voronín endurkjörinn Vladímír Voronín Kaupmannahöfn. AP | Danska lögregl- an hefur gefið út alþjóðlega hand- tökuskipun á hendur 34 ára gömlum Bandaríkjamanni, Jared Heller, sem talinn er hafa verið viðriðinn morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen. Hlutar af líki Knudsens fundust á sínum tíma í sorpgámi skammt frá morðstaðnum. Heller er giftur danskri konu en að sögn lögreglunnar búa þau ekki lengur saman. Hann hefur búið í ýmsum evrópskum borgum undan- farin ár en mun hafa snúið aftur til Kaupmannahafnar fyrir mánuði. Auk Hellers leitar lögreglan að 27 ára gömlum karlmanni frá Súdan er gengur undir nafninu Jagúarinn í undirheimum Kaupmannahafnar. Hefur lögreglan birt myndir af þeim. Morðrannsókn í Kaupmannahöfn Leita tveggja manna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.