Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 17
MINNSTAÐUR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FL
U
26
31
7
10
/2
00
4
Verðlaunaðu fólkið þitt
Þegar góður hópur hefur skilað vel unnu verki er sjálfsagt
að verðlauna starfsmenn og hvetja þá þannig til enn frekari
dáða. Hvataferð Flugfélags Íslands er ný þjónusta fyrir
fyrirtæki sem vilja gera vel við fólkið sitt, hrista nýjan hóp
saman eða efla hann fyrir átökin framundan. Við gerum þér
frábær ferðatilboð fyrir fólkið þitt til allra áfangastaða okkar
innanlands, þar sem þess býður spennandi upplifun,
ævintýri og skemmtun sem skilar sér í sterkari hóp.
Kannaðu möguleikana fyrir fólkið þitt í síma 570 3075, á
vefsíðunni www.flugfelag.is eða sendu fyrirspurn á
hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfjöldi er 10 manns.)
skemmtun - áreynsla - upplifun - ævintýri - áskorun - hópefli - samstaða - ánægja - verðlaun - hvatning - sigur - fyrirtæki - starfsmenn - félög - klúbbar - samtök
flugfelag.is | 570 3075
Taktu flugið
AKUREYRI
Formannsskipti Helga
Steinunn Guðmundsdóttir
og Árni Jóhannsson.
Árni for-
maður KA
ÁRNI Jóhannsson var kjörinn for-
maður aðalstjórnar Knattspyrnu-
félags Akureyrar, KA, á aðalfundi
nýlega. Árni var varaformaður
stjórnar en hann tekur við stöðu for-
manns af Helgu Steinunni Guð-
mundsdóttur, sem hefur verið for-
maður undanfarin sjö ár. Við stöðu
varaformanns tekur Hallur Stef-
ánsson. Félagið skilaði í heild einnar
milljóna króna hagnaði og var rekst-
urinn nokkuð samkvæmt áætlun.
Grassláttur | Mikill munur var á
lægstu og hæstu tilboðum í grasslátt
á Akureyri í nýlegu útboði. Um er að
ræða grasslátt til þriggja ára annars
vegar á Ytri og Syðri Brekku og hins
vegar í Gilja- og Síðuhverfi. Fjögur
tilboð bárust í hvort verk og átti
Garðaumhirða ehf. lægsta tilboð í
báðum tilvikum. Fyrirtækið bauð
rúmar 12,8 milljónir króna í gras-
slátt á Brekkunni, eða 47,5% af
kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á
27 milljónir króna. Þá bauð Garða-
umhirða rúmar 13 milljónir króna í
grasslátt í Gilja- og Síðuhverfi, eða
52,9% af kostnaðaráætlun, sem var
upp á 24,6 milljónir króna. Önnur til-
boð í verkin voru á bilinu 78% til
97,2% af kostnaðaráætlunum. Fram-
kvæmdaráð frestaði afgreiðslu máls-
ins á síðasta fundi sínum.
Fjölskyldustefna | Á fundi menn-
ingarmálanefndar voru lögð fram
drög að endurskoðaðri fjölskyldu-
og jafnréttisstefnu Akureyrarbæj-
ar.Menningarfulltrúa var falið að
koma á framfæri einni athugasemd
sem fram kom á fundinum en að
öðru leyti samþykkir nefndin drögin.
Í tengslum við verkefni stefnunnar
var menningarfulltrúa og amts-
bókaverði falið að semja drög að
spurningalista fyrir þjónustu Amts-
bókasafnsins við fjölskyldur. Jafn-
framt var menningarfulltrúa falið að
taka saman upplýsingar um verð-
lagningu menningarstofnananna í
bænum með tilliti til barnafjöl-
skyldna.
Lögfræði | Ragnhildur Arnljóts-
dóttir flytur fyrirlestur á lögfræði-
torgi í dag, 5. apríl, kl. 12 í stofu L102
á Sólborg. Hann nefnist: Höfum við
gengið til góðs. Í erindinu mun hún
ræða nokkra áfanga sem náðst hafa á
jafnréttissviðinu hér á landi og stöðu
Íslands annars vegar og annarra
þjóða hins vegar á þessu sviði.
BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar
fjallaði um erindi frá stjórn Fé-
lags foreldra og velunnara Húsa-
bakkaskóla, þar sem fram kemur
að félagið hefur undanfarið verið
að skoða möguleika á rekstri sjálf-
stæðs skóla að Húsabakka.
Fram kemur í erindinu að
ákveðin grunnvinna hefur farið
fram og telur félagið að rekstr-
argrundvöllur sé fyrir sjálfstæðan
skóla að Húsabakka ef framlag
frá sveitarfélaginu komi til.
Áður en frekari vinna fari fram
óskar félagið eftir svari frá bæj-
aryfirvöldum um það hvort vilji sé
til þess að leggja árlega fram fasta
upphæð sem miðast við 50 til 60
barna skóla sem og húsnæði og
aðstöðu að Húsabakka.
Bæjarráð samþykkti að fela
bæjarstjóra og skólamálafulltrúa
að ræða við stjórn félags foreldra
og velunnara Húsabakkaskóla um
erindið og afla nánari upplýsinga
fyrir næsta fund bæjarráðs.
Sjálfstæður skóli
á Húsabakka?
Girðing á tjaldsvæði | Fram-
kvæmdaráð samþykkti á síðasta
fundi sínum að ganga til samninga
við Girðingarþjónustuna Litluhlíð
ehf. í uppsetningu á girðingu á tjald-
svæðinu við Þórunnarstræti, lægst-
bjóðanda í verkið. Girðingarþjón-
ustan bauðst til að vinna verkið fyrir
rúmar 6 milljónir króna, sem er 71%
af kostnaðaráætlun. Alls bárust 7 til-
boð og voru þau öll undir kostnaðar-
áætlun, sem var á 8,5 milljónir
króna.
Taprekstur | Stjórn Sorpeyðingar
Eyjafjarðar bs. hefur afgreitt árs-
reikning sinn fyrir liðið ár. Helstu
tölur ársreikningsins eru þær að
rekstrartekjur urðu 62,2 milljónir
króna og rekstrargjöld 71,1 milljón
króna. Tap ársins var 9,6 milljónir
króna að teknu tilliti til fjármagns-
gjalda. Í skýrslu framkvæmdastjóra
um ársreikninginn kom m.a. fram að
heildarmagn úrgangs sem barst á
urðunarstað á árinu var 23.800 tonn,
þar af voru 17.500 tonn urðuð. Papp-
ír, brotamálmar o.fl. sem ekki kom
þangað voru um 2.600 tonn. Alls fóru
því 9.000 tonn til endurvinnslu, fyrir
utan skilagjaldsskyldar umbúðir,
fatnað o.fl. Þetta kemur fram á vef
sorpsamlagsins.