Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 21
UMRÆÐAN
ÉG ÁTTI þess kost að slást í hóp
reykvískra skólastjóra og fulltrúa
Menntasviðs (áður Fræðslu-
miðstöðvar) í námsferð til Stokk-
hólms í mars sl. Stokkhólmi er
skipt í 18 borgarhluta
og var markmið far-
arinnar m.a. skoða
tengsl borgar-
hlutaráðsins og grunn-
skólanna og hvernig
sérfræðiþjónustu skól-
anna er háttað. Einnig
fyrirkomulag kjara-
samninga, skóla án að-
greiningar og sjálf-
stætt starfandi skóla.
Skipulag og undirbún-
ingur fyrir ferðina,
sem var aðallega í
höndum Birnu Sig-
urjónsdóttur kennslu-
ráðgjafa, var til fyr-
irmyndar og góður
andi í hópnum. Þó
ekki sé ætlun mín að
gera ítarlega grein
fyrir öllu því sem fyrir
augu bar í ferðinni
langar mig í blaða-
grein að stikla á stóru
varðandi það sem helst
vakti athygli mína.
Valfrelsi
Óhætt er að segja
að „valfrelsi“ í víðtæk-
asta skilningi sé ein-
kunnarorð sænska
skólakerfisins. Nem-
endur og forráðamenn
geta valið frjálst um skóla hvort
heldur er á milli sveitarfélaga,
borgarhluta innan Stokkhólms eða
einkarekinna sjálfstæðra skóla (fri-
skola). Frjálsu, sjálfstæðu skólarnir
fá algjörlega sambærilegt fjármagn
og þeir sem reknir eru af sveit-
arfélögunum að frádregnu því sem
fer í opinbera stjórnsýslu. For-
eldrar hafa tekið valfrelsinu fagn-
andi og talsvert var um flutninga á
milli skóla jafnvel á miðju skólaári
en nú er kominn meiri stöðugleiki.
Annað sem gerðist líka var að
borgarreknu skólarnir líta margir
samkeppnina jákvæðum augum
þannig að þeir hafa sótt í sig veðrið
og jafnvel gert áætlanir um hvernig
fjölga megi nemendum. Allir skól-
ar, jafnt þeir sjálfstæðu sem þeir
borgarreknu, reyna að markaðs-
setja sína sérstöðu sem birtist m.a.
í bæklingi sem Stokkhólmsborg
gefur út árlega undir heitinu „Dags
att välja skola, valet till förskolek-
lassen/grundskolan“. Þá sáum við
einnig dæmi um hvernig borg-
arhlutarnir auglýsa skólana sína.
Borgarhlutinn „Kista“ gefur t.d. út
skóladagatal með myndum og upp-
lýsingum um skólana.
Lítil yfirstjórn
Í hverjum borgarhluta er póli-
tískt kjörið ráð sem auk skólamál-
anna fer t.d. með félagsþjónustu og
málefni aldraðra og fatlaðra. Ekki
var annað að heyra en ánægja væri
í þeim skólum sem við heimsóttum
með skiptingu fjármagnsins en
skólarnir í Stokkhólmi eru bæði
fjárhagslega og faglega sjálfstæðari
en í Reykjavík. Það er t.d. í þeirra
valdi að ákveða fyrirkomulag skóla-
hjúkrunar, félagsráðgjafar og
starfs- og námsráðgjafar, hvort
þeir ráða einstaklinga beint til
þeirra starfa eða
kaupa af öðrum. Þá er
skólanámskrá Stokk-
hólmsborgar mun
minni umfangs en ít-
arleg starfsáætlun
fræðslumála í Reykja-
vík.
Laun og vinnutími
Kjarasamningar
kennara í Svíþjóð eru
miklu dreifstýrðari en
hjá okkur og þarf nú
ekki mikið til. Allt frá
því ég heimsótti Svía
með fulltrúum KÍ og
Launanefndar sveitar-
félaga árið 1997 hef ég
hrifist af fyrir-
komulagi þeirra. Ekki
er talað um kennslu-
skyldu heldur vinna
kennarar ásamt fleira
starfsfólki saman í
hópum þar sem
kennsla og önnur störf
mynda órjúfanlega
heild í stað þess að
mínútur og mín-
útubrot séu talin sam-
an. Skólastjóri
ákveður laun kennara.
Sérskólar og
sérdeildir
Blöndun í íslenskum skólum er
mun meiri en í sænskum. Þar er
ekki þessi ofuráhersla á skóla án
aðgreiningar og menn tala kinn-
roðalaust um að það verði að vera
til staðar sérúrræði eins og skólar
og deildir fyrir þá sem ekki geta
fylgt almennri aðalnámskrá enda
gefur sænska menntamálaráðu-
neytið út sérstaka námskrá fyrir þá
nemendur.
Rétturinn til að velja
Svíar líta á rétt nemenda og for-
eldra til að velja skóla sem ákveðið
útgangsatriði. Það fyrirkomulag
minnir mjög á ,,Garðabæjarmód-
elið“. Við sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn Reykjavíkur höfum ítrekað
lagt fram tillögur í svipaða veru í
Reykjavík en við litlar undirtektir
R-listans. Mikilvægt er að börn og
foreldrar hafi raunverulegt valfrelsi
um skóla, hvort heldur skóla sem
reknir eru af Reykjavíkurborg eða
öðru sveitarfélagi sem og sjálf-
stæða skóla en til þess að það geti
orðið þarf að ná sáttum um það
fjármagn sem fylgja á hverjum
nemanda. Með auknu valfrelsi fær-
um við ábyrgðina meira yfir á for-
eldrana sem eru jú þeir sem þekkja
börnin best og þar með styðjum við
þá í uppeldishlutverkinu. Ég treysti
foreldrum en af hverju ekki R-
listinn?
Treystum foreldr-
um til að velja!
Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar
um aukið valfrelsi foreldra
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
’Með auknuvalfrelsi færum
við ábyrgðina
meira yfir á for-
eldrana sem eru
jú þeir sem
þekkja börnin
best og þar með
styðjum við þá í
uppeldishlut-
verkinu. ‘
Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í menntaráði.
VIÐ Íslendingar fylgjumst
þessa dagana furðu lostnir með
átökum innan opinberra stofnana,
það er Ríkisútvarpsins og Land-
spítala – háskólasjúkrahúss. Ég
ætla ekki að tjá mig um málefni
RÚV, en óska þó fréttamönnum
þar til hamingju með
að fagleg sjónarmið
þeirra urðu ofan á í
deilunni um frétta-
stjórastöðuna. Ég
stenst það hins vegar
ekki að stinga niður
penna um LSH, eftir
lestur miðopnu
Morgunblaðsins 2.
apríl, um „Hið sanna
um rekstur LSH“, –
frá framkvæmda-
stjórn LSH. Svo
margar spurningar
brutust fram að leita
verður svara. Yfirlýsingin sam-
anstendur af 9 punktum:
1. Framkvæmdastjórnin reynir
að kortleggja kostnaðar- og
stöðugildaskiptingu til að sýna að
rekstrarkostnaður annarra deilda
en klínískra sé ekki óeðlilega hátt
hlutfall af útgjöldum spítalans og
að meira hafi verið skorið niður í
þeim hluta en klínísku starfsem-
inni í nýlegum sparnaðar-
aðgerðum.
1. Hvernig er launakostnaður
vegna viðskiptafræðinga og
annarra sérfræðinga án klín-
iskrar þekkingar, sem starfa á
klínískum einingum spítalans
kortlagður og hversu hátt hlut-
fall af útgjöldum spítalans er
hann?
2. Hvar skráist kostnaður vegna
aðkeyptrar þjónustu lögfræð-
inga og annarra sérfræðinga án
klínískrar þekkingar, og hversu
hátt hlutfall af útgjöldum spít-
alans er hann?
2. Tilgreint er að framlag til LSH
sem hlutfall af heildarfjárlögum
hafi lækkað þótt fólki á höf-
uðborgarsvæði hafi fjölgað. Ljótt
er ef satt er, en …
Er Landspítali – háskóla-
sjúkrahús ekki sjúkrahús allra
landsmanna?
Ef ráðamenn LSH hafa hamrað
á því við yfirvöld að hann sé að-
allega spítali höfuðborgarbúa, þá
væru eðlileg viðbrögð yfirvalda
væntanlega að færa verkefni af
LSH út á landsbyggðarsjúkra-
húsin. Sum þeirra hafa jú náð
betri árangri en LSH við að hafa
hemil á kostnaði, til dæmis hefur
Heilbrigðisstofnun Akraness náð
ágætum árangri með lyfjakostn-
aðinn.
3. Framkvæmdastjórnin telur
stjórnkerfi LSH einfaldara og
hagkvæmara en fyrir sameiningu
spítalanna, – og tilgreinir að eitt
stjórnunarlag hafi verið tekið út.
Hvernig breyttust hlutföll milli
stjórnenda með
menntun á heil-
brigðissviði og
stjórnenda án
slíkrar menntunar
við það?
4. Framkvæmda-
stjórnin gerir grein
fyrir erfiðleikum sín-
um við að kortleggja
yfirvinnutíma og til-
færir dæmi um mis-
munandi aðferðir við
skráningu yfirvinnu-
tíma, hjá skrif-
stofufólki annars
vegar og læknum sem standa
vaktir hins vegar.
1. Telur framkvæmdastjórnin
eðlilegt að mikil yfirvinna sé á
skrifstofufólkinu?
2. Gæti slíkt ástand að einhverju
leyti skapast af lélegri skipu-
lagningu?
3. 1. Telur framkvæmdastjórnin
yfirvinnu skrifstofufólks jafn
nauðsynlegan þátt í starfsemi
spítalans og mönnun vakta?
5. Framkvæmdastjórnin tíundar
flutninga á skrifstofustarfsemi,
til hagræðingar.
1. Verður innan skamms búið að
flytja alla skrifstofustarfsemina
undir eitt þak?
2. Ef skrifstofustarfsemi er enn á
víð og dreif um bæinn, eða ef
hún bólgnar meira, – er þá
öruggt að Eiríksstaðir séu
nógu stórt hús?
6. Vitnað er í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar og Gallup kannanir
til að sýna að spítalanum sé vel
stjórnað og sjúklingar séu
ánægðir með þjónustuna. Ein-
hvers staðar hefur komið fram að
stjórnunarkostnaður LSH sé
nokkuð hár samanborið við til
dæmis breska spítala og fjöl-
miðlaumræða undanfarinna daga,
kannanir Vinnueftirlits og einnig
ýmis mál sem borist hafa inn á
mitt borð í vinnunni gefa mér
vísbendingar um að starfsfólk á
LSH hafi blendnar tilfinningar
varðandi stjórnunina.
Getur verið að sjúklingarnir
séu ánægðir með þjónustu fag-
fólksins þrátt fyrir að stjórn-
unina skorti nokkuð á að vera
fullkomin?
Sjúklingarnir komast jú sjaldn-
ast í beina snertingu við stjórn-
endurna.
7. Fram kemur að afköst hafi
aukist. Það er væntanlega eink-
um fagfólkinu að þakka. Fróðlegt
verður að sjá næstu skýrslu Rík-
isendurskoðunar.
Í ljósi umræðu undanfarinna
daga: Hvernig ætlar yfirstjórn-
in að halda í þetta hæfa fagfólk
og laða að meira af hæfu fag-
fólki?
8. Tilgreint er að margvíslegar
nýjungar hafi verið teknar upp á
LSH. Slíkt er alsiða á nútíma
sjúkrahúsum.
Endurtekin spurning, – sjá
undir nr. 7.
9. Nefnt er að verkferlar hafi
verið bættir og stefna mótuð í
helstu málaflokkum, svo sem
lyfja- og innkaupamálum.
1. Ber að skilja þetta svo að spít-
alinn hafi áður verið stefnulaus
í lyfja- og innkaupamálum?
2. Væri ekki heppilegra að lyfja-
fræðingur vísaði veginn en við-
skiptafræðingur, þegar stefna
er mótuð í lyfjamálum spít-
alans?
Í lokaorðum nefnir fram-
kvæmdastjórnin gott og skilvirkt
stjórnskipulag, samhenta og
styrka stjórnendur og afburða
starfsfólk, sem nú horfi vonglatt
til enn frekari sóknar. Heilbrigð-
ismenntaða starfsfólkið á LSH er
örugglega afburða starfsfólk, –
og reyndar einnig margt af hinu
starfsfólkinu, en …
Veit framkvæmdastjórnin
hversu hátt hlutfall starfsfólks-
ins getur skrifað undir fullyrð-
ingar um gott og skilvirkt
stjórnskipulag, samhenta og
styrka stjórnendur og vongleði
um framtíðina?
Ég vona að ekki sé hægt að af-
greiða yfirlýsingu framkvæmda-
stjórnarinnar „Hið sanna um
rekstur LSH“ með „Hálfsann-
leikur oftast er …“.
Hálfsannleikur?
Ingunn Björnsdóttir gerir at-
hugasemdir við yfirlýsingar frá
framkvæmdastjórn LSH ’Svo margar spurn-ingar brutust fram að
leita verður svara.‘
Ingunn Björnsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Lyfjafræðingafélags Íslands.
MARGAR eru nefndirnar og fé-
lögin sem sinna málefnum aldraðra
auk ríkisgeirans, borgarinnar og
sveitarfélaga.
Samt er aldrei hægt
að fullnægja þörf eldri
borgara varðandi
þjónustuíbúðir.
Mjög einföld lausn
þessa máls gleymist á
öllum þessum víg-
stöðvum og kostar
samt ekki krónu fyrir
ríkið, borgina eða
sveitarfélögin. Hvern-
ig má það vera? Í
Reykjavík einni eru
hundruð ekkna og
ekkla sem búa í eigin
húsnæði og í flestum
tilfellum allt of stóru. Litlar íbúðir
í stórum blokkum með sameig-
inlega þjónustu svipað og er í Eir
henta vel fyrir þennan aldurshóp.
Slíkar íbúðir seljast upp á stund-
inni gegn staðgreiðslu og eru yf-
irleitt seldar áður en byrjað er að
bygga! Af hverju er samt aldrei
hægt að anna þessari eftirspurn?
Það er stöðugt verið að úthluta lóð-
um fyrir einbýlishús, raðhús
o.s.frv. fyrir unga fólk-
ið og millialdurinn.
Byggingarkranar
blasa alls staðar við
sama hvar ekið er um
á höfuðborgarsvæð-
inu. Hvað losna mörg
einbýlishús, raðhús
o.s.frv. ef byggðar eru
litlar þjónustuíbúðir í
blokk? Þau skipta
hundruðum ef ekki
þúsundum. Hvað þarf
að segja þessa stað-
reynd oft til að ofan-
greindir aðilar geri
sér grein fyrir þessu
og fari að gera eitthvað í málunum?
Peningarnir eru fyrir hendi eins og
fyrr greinir. Hvers vegna gerir þó
enginn neitt? Ég skora á borg-
arstjóra og borgaryfirvöld að taka
nú hendur upp úr vösum. Krafan
er að fleiri íbúðir fyrir aldraða rísi
án frekari tafa. Aldraðir bjóða
staðgreiðslu fyrir þjónustuíbúðir
svo ekki sé minnst á útrétta hönd
bankanna um þessar mundir. Hvað
dvelur rösklegar framkvæmdir?
Sem gamall áhugamaður um
bridds þá sýnist mér þetta vera
borðleggjandi slemma! Vaknið nú
af værum blundi.
Furðulegur seinagangur
í málefnum aldraðra
Guðmundur Guðmundarson
fjallar um málefni aldraðra ’Mjög einföld lausnþessa máls gleymist á
öllum þessum víg-
stöðvum og kostar samt
ekki krónu fyrir ríkið,
borgina eða sveit-
arfélögin. ‘
Guðmundur
Guðmundarson
Höfundur er fyrrverandi
forstjóri og eldri borgari.