Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 23
UMRÆÐAN
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýs-
ingar framkvæmdavaldsins,
um að skapa betra umhverfi
fyrir bílaleigurnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn í
LHÍ og þar verði höfuðstaður
framhalds- og háskólanáms í
tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er
ein af þeim sem heyrðu ekki
bankið þegar vágesturinn kom
í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn að
halda í þeirri list að þola góða
daga en á helvítisprédikunum á
valdi óttans eins og á galdra-
brennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóð-
félaginu sem varð kringum
undirskriftasöfnun Umhverf-
isvina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjó-
mannalögin, vinnulöggjöfina og
kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
FLEST íslensk fyrirtæki eru
smáfyrirtæki með litla veltu. Árið
2003 höfðu t.d. 74% íslenskra fyr-
irtækja 2–9 starfsmenn á launaskrá.
Smáfyrirtæki hafa sjaldan ráð á því
að sérhæfa sig eða ráða sérfræðinga
til starfa. Nýleg bresk könnun bend-
ir til að víða sé pottur brotinn í minni
fyrirtækjum varðandi miðlun þekk-
ingar. Megnið af þeirri þekkingu
sem þróaðist í fyrirtækjunum var til-
viljunarkennd og hún spratt fram af
handahófi við dagleg störf. Aðeins
litlum hluta af hinni tilviljanakenndu
þekkingu var hins vegar miðlað,
munnlega eða skriflega, til annarra
einstaklinga eða stjórnenda. Flestir
stjórnendur virtust einblína á
skyndigróða og það hafði þau áhrif
að ný þekking glataðist yfirleitt út
úr fyrirtækjunum. Þessar nið-
urstöður benda til þess að í mörgum
tilvikum sé ekki litið á þekkingu og
miðlun hennar sem hluta af sam-
keppnishæfni minni fyrirtækja. Hér
er komin ein skýring á því að allt að
80% nýrra fyrirtækja hætta rekstri
á fyrstu árum rekstrar. Könnun sem
framkvæmd var við Háskólann á
Akureyri síðastliðið sumar bendir til
að íslensk smáfyrirtæki búi á marg-
an hátt við svipaðan vanda og hin
bresku í þessu tilliti.
Þekkingarstjórnun
Þekkingarstjórnun hefur verið að
ryðja sér til rúms á liðnum árum og
á upptök sín meðal stórra al-
þjóðlegra fyrirtækja. Hún felst í því
að nýta upplýsingatækni, skipulag
og stjórnunaraðferðir til að virkja,
skrá, miðla og nýta þekkingu til að
bæta árangur fyrirtækja og stofn-
ana. Minni fyrirtæki hafa í flestum
tilvikum tiltölulega einföld tölvu-
kerfi og hafa síður bolmagn til að
fjárfesta í gagnagrunnum, ákvarð-
anatökukerfum og öðrum flóknum
búnaði. Þau geta hins vegar notað
aðrar leiðir til að virkja þekkingu
starfsfólks. Hér er brýnt að móta
þekkingarmiðaða menningu innan
fyrirtækja. Þar má nefna að nota
tölvupóst markvisst, halda þekking-
arfundi eftir að verkefnum er lokið
til að læra af mistökum, efla hóp-
starf þar sem þekkingu er miðlað,
gera tilraunir í starfi og láta fólk
segja reynslusögur. Rannsóknir
benda til að aðstaða og tími til sam-
veru séu mikilvæg í þessu sambandi.
Þá er mikilvægt að stjórnendur sýni
slíkum vinnubrögðum hvatningu og
stuðning í verki.
Ríkulegur ávinningur
Margar rannsóknir benda til að
þekkingarstjórnun skili ríkulegum
árangri: Hún eflir nýsköpun í fyr-
irtækjum, eykur ánægju við-
skiptavina og framleiðni og gerir
vinnustaði meira aðlaðandi í augum
starfsfólks. Þessir þættir, auk ann-
arra, geta fækkað gjaldþrotum
smærri fyrirtækja, aukið atvinnu og
eflt þjóðartekjur. Stjórnendur ís-
lenskra fyrirtækja, stjórnvöld sem
hagsmunasamtök í atvinnulífi ættu
því að kynna sér vel aðferðir þekk-
ingarstjórnunar. Ég vil benda þeim
sem vilja kynna sér efnið frekar á
heimasíðuna http://notend-
ur.unak.is/not/ire/thekking-
arstj.htm.
Smáfyrirtæki og þekkingarstjórnun
Ingi Rúnar Eðvarðsson fjallar
um þekkingarstjórnun ’Margar rannsóknirbenda til að þekking-
arstjórnun skili ríkuleg-
um árangri.‘
Ingi Rúnar
Eðvarðsson
Höfundur er prófessor og
áhugamaður um þekkingarstjórnun.
Málningarstyrkur
Stórhöfði 44
Skeifan 4
Snorrabraut 56
Bæjarlind 6
Dalshraun 13
Hafnargata 90
Austursíða 2
Austurvegur 69
Hlíðarvegur 2-4
Árlega veitir Harpa Sjöfn ehf styrki í formi málningar til aðila á sviði menningar og mannræktar.
Styrkirnir hafa farið til góðgerðarfélaga, þjónustuklúbba, íþróttafélaga og til verndunar og viðhalds
sögufrægra húsa og mannvirkja, svo nokkuð sé nefnt.
Sem dæmi um verkefni sem hafa fengið málningarstyrk má nefna Síldarminjasafnið á Siglufirði,
Vesturfarasetrið á Hofsósi, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, skála Ferðafélags Íslands, Íslensku óperuna,
Krabbameinsfélagið og ýmis önnur mannúðarfélög og allmargar kirkjur víða um land.
Alls hafa 106 aðilar notið málningarstyrksins sem samtals nemur um 16.000 lítrum af málningu, magn
sem dygði á ríflega 100 einbýlishús.
Hefur þú verðugt verkefni fyrir Málningarstyrkinn?
Umsóknir sendist til Hörpu Sjafnar, Stórhöfða 44, 110 Reykjavík, sími 567 4400, merktar „Málningarstyrkur
2005“. Þær skulu innihalda lýsingu á verkefninu og helst mynd eða teikningu af þeim mannvirkjum sem á
að mála ásamt áætluðu magni af málningu sem ætla má að þurfi til verksins.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Styrkirnir verða afhentir í byrjun maí.
www.harpasjofn.is
10
20
60