Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Síminn verður í seldur í einulagi til eins hóps kjölfestu-fjárfesta sem hver um sigmá ekki eiga meira en 45%
í Símanum fram að skráningu fyr-
irtækisins á Aðallista í Kauphöll Ís-
lands. Kjölfestufjárfestir má ekki
fara með eignaraðild, beina eða
óbeina, í fyrirtækjum í samkeppni
við Símann hér á landi og þá skal til-
tekinn hluti keyptra hlutabréfa, ekki
minna en 30% af heildarhlutafé,
verða boðinn almenningi og öðrum
fjárfestum til kaups fyrir árslok
2007. Stefnt er að því að sölunni
verði lokið í júlí.
Á blaðamannafundi í gær sagði
Jón Sveinsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
að ástæðan fyrir því að sett væru
þau skilyrði að enginn mætti eiga
meira en 45% væri sú talið væri
æskilegt að dreifð eignaraðild væri
að fyrirtæki af þessari stærð en ekki
á „hendi eins aðila, einnar fjölskyldu,
einnar samstæðu.“ Þá væri það ljóst
að vilji ríkisins stæði til þess að fé-
lagið kæmist í eigu almennings,
a.m.k. að hluta. Aðspurður sagði
hann að fjárfestar þyrftu ekki endi-
lega að mynda slíkan hóp fyrr en í
öðru þrepi söluferlisins, þ.e. eftir 6.
maí. Jón sagði að eftir að Síminn
hefði verið skráður í Kauphöllinni
gætu eigendur í raun gert það sem
þeir vildu. Önnur helstu skilyrði við
sölu Símans eru að Síminn verði
skráður á Aðallista Kauphallarinnar
samhliða sölu til almennings og ann-
arra fjárfesta og að innlausnarrétti
verði ekki beitt gagnvart öðrum
hluthöfum í Símanum en ríkinu fram
að kauphallarskráningu félagsins.
Fram að þeim tíma mun sala á hlut-
um í félaginu til annarra ekki eiga
sér stað.
Verðmat ekki gefið upp
Í dag birtast auglýsingar þar sem
auglýst er eftir áhugasömum að-
ilum. Söluferlið er í tveimur þrepum
og skal vera búið að skila inn til-
boðum sem ekki eru bindandi ekki
síðar en 6. maí. Í kjölfarið hefst
næsta söluþrep þar sem tilteknum
fjölda bjóðenda verður gefinn kostur
á því að kynna sér fyrirtækið enn
betur. Þeim sem hafa áhuga á að
kaupa Símann er bent á að setja sig í
samband við fjármálafyrirtækið
Morgan Stanley sem var nefndinni
til ráðgjafar. Jón sagði á fundinum
að upplýsingar um gang söluferl-
isins yrðu gefnar út með reglulegu
millibili en ákveðnar upplýsingar
verða bundnar trúnaði. Fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
áskilur sér rétt til að hafna öllum til-
boðum en það verður ráðherranefnd
um einkavæðingu sem ákveður um
við hvaða aðila verður samið, að
fengnum tillögum einkavæðing-
arnefndar.
Jón sagði að markaðsaðstæður
vegna sölu Símans væru hagstæðar
um þessar mundir og áhugi væri
bæði hjá innlendum og erlendum
fjárfestum. Við söluna yrði m.a.
horft til verðs, fjárhagslegs styrks,
lýsingar á fjármögnun, reynslu af
fyrirtækjarekstri og þjónustu í þétt-
býli og dreifbýli næstu fimm árin.
Enn væri þó ekki búið að ákveða
hvað einstakir þættir fengju mikið
vægi og það kæmi til greina að sam-
ið yrði við aðila sem ekki byði hæsta
verðið en væntanlega yrði munurinn
að vera tiltölulega mjög lítill til að
verðið réði ekki nánast úrslitum. Jón
sagðist ekki geta gefið upp verðmat
Símans. „Enda segir það sig sjálft að
ef verið er að leita eftir tilboðum frá
fjárfestum þá gefa menn ekki upp
verðmat fyrirtækisins fyrirfram,“
sagði hann. Annað ætti við ef verið
væri að selja fyrirtækið almenningi,
þá yrði að gefa upp verðmatið og
gengi hvers hlutar. Aðspurður sagði
hann að ekki hefði verið lagt sjálf-
stætt mat á hvort hærra verð fengist
fyrir Símann með því að einfaldlega
selja það hæstbjóðanda, án skilyrð-
anna um takmörkun á eignarhaldi.
Greiður aðgangur að grunnneti
Á hinn bóginn væri ljóst að hærra
verð myndi fást með því að selja
Símann í einu lagi til hóps fjárfesta.
„Helstu rökin fyrir þessu eru fyrst
og fremst þau að með þessari aðferð
er talið að hærra verð fáist fyrir hlut
ríkisins heldur en að gera það með
öðrum hætti. Í öðru lagi er tryggt
með kvöð og síðar í samningum að
fyrirtækið verði skráð á Aðallista í
Kauphöll fyrir árslok 2007. Í þriðja
og síðasta lagi er talin töluverð
áhætta í því að skipta sölunni upp og
draga seinni áfangann því enginn
getur sagt til um það hvernig mark-
aðsaðstæður í þessu sambandi munu
þróast,“ sagði Jón.
Að Síminn sé seldur í einu
merkir að grunnetið fylgir m
kaupunum en stjórnarandst
fleiri aðilar, m.a. Og Vodafon
talsvert deilt á þau áform. Jó
að við einkavæðingu símafyr
annars staðar væru engin dæ
aðskilnað grunnnetsins við s
irtækjanna. Þá væri kveðið
í samningnum um Evrópska
hagssvæðið að samkeppni g
rekstri grunnneta. Að auki v
lagaumhverfið traust og lög
tryggðu að allir hefðu greiða
gang að því og eftirlitskerfið
væri traust. Nefndin hefði e
ástæðu til að setja viðbótark
þessu sambandi vegna sölu
Jón sagði að undirbúning
fyrir söluna hefði verið mjög
fangsmikill og ítarlegur. Me
ars hefði verðmat fyrirtækis
ið tekið til endurskoðunar og
sérfróðir aðilar fengnir til að
álit sitt. Ráðgjafar- og fjárm
irtækið Morgan Stanley í Lu
únum er og verður framkvæ
nefndinni til ráðgjafar við
undirbúning sölunnar. Spur
hvort tillögur nefndarinnar
samræmi við ráðgjöf fyrirtæ
sagði Jón að það hefði lagt fr
ýmsar tillögur og hugmyndi
hlutverk nefndarinnar hefði
leggja mat á þær og taka síð
ákvörðun, að sjálfsögðu í sam
þá ráðherra sem nefndarme
fulltrúar fyrir. Hann sagði a
skýrsla framkvæmdanefnda
hefði verið afhent ráðherran
á föstudag, nefndin hefði tek
fyrir í gærmorgun og samþy
óbreytta.
Stefnt er að því að ljúka sölu Símans í júlí
Enginn einn eignis
stærri hlut en 45%
Að minnsta kosti 30% af heildarhlutafé verði seld
almenningi og öðrum fjárfestum fyrir árslok 2007
EINKAVÆÐING SÍMANS
Framkvæmdanefnd um einka-væðingu kynnti í gær fyrir-komulag á einkavæðingu
Landssíma Íslands hf., sem nefndin
hyggst ljúka snemmsumars. Eins og
fram kom í fréttum Morgunblaðsins
á laugardag, verður Síminn seldur í
einu lagi, að grunnnetinu meðtöldu,
og ákveðið er að enginn einn aðili,
skyldir eða tengdir aðilar, eignist
stærri hlut í fyrirtækinu en 45%, en
það þýðir að fjárfestar í fyrirtækinu
þurfa að vera a.m.k. þrír. Þá er ráð
fyrir því gert að Síminn verði skráð-
ur á Aðallista Kauphallar Íslands og
ekki minna en 30% heildarhlutafjár
boðin til sölu fyrir árslok 2007.
Það fyrirkomulag, sem nú hefur
verið ákveðið, stuðlar að því að einn
aðili verði ekki allsráðandi í Síman-
um, sem er jákvætt út af fyrir sig.
Hins vegar eru 45% harla stór hlutur
í fyrirtæki – yfirtökuskylda myndast
t.d. við 40% eignarhlut samkvæmt
núverandi löggjöf. Markmið um
dreifða eignaraðild hafa þannig ljós-
lega ekki verið höfð að markmiði,
heldur að sem hæst verð fáist fyrir
Símann, eins og raunar segir beinlín-
is í skýrslu einkavæðingarnefndar.
Morgunblaðið hefur áður sagt að
það sé mikilvægt markmið að eig-
endur fyrirtækisins, almenningur,
fái sem mest fyrir það og að þeir,
sem sjá um söluna, verði ekki sakaðir
um að hafa selt Símann á útsöluverði.
Þetta sé hins vegar langt í frá eina
markmiðið.
Blaðið hefur t.d. talið æskilegt að
eignaraðild verði dreifð og almenn-
ingur fái tækifæri til að eignast hlut í
Símanum. Sú mun verða raunin, en
farin er hálfgerð fjallabaksleið að því
markmiði; aftur líkast til í þágu þess
að fá sem hæst verð.
Síminn er í einstakri stöðu, ekki
aðeins vegna stærðar sinnar og fjár-
hagslegs styrks, heldur sem algjört
lykilfyrirtæki í þróun upplýsinga-
samfélagsins á Íslandi. Morgunblað-
ið hefur sagt að það yrði mikið slys,
ef einhver af viðskiptasamsteypun-
um, sem gerast nú æ frekari til fjörs-
ins í íslenzku þjóðlífi, næði yfirráðum
í Símanum og þar með lykilstöðu í
bæði fjarskipta- og fjölmiðlastarf-
semi á Íslandi.
Ljóst er að skilyrði einkavæðing-
arnefndar, um að kaupendur Símans
megi ekki eiga beint eða óbeint hlut í
keppinautum hans, útiloka engan
veginn að þetta geti gerzt.
Það er sjálfsagt ekki hlutverk
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu að hafa skoðun á því hvort sala
Símans eykur á samþjöppun í við-
skiptalífinu eður ei. Það hefði aftur á
móti að sjálfsögðu verið í valdi
stjórnarflokkanna, sem skipa full-
trúa sína í nefndina, að búa þannig
um hnútana að sala fyrirtækisins
færi ekki fram fyrr en sett hefðu ver-
ið lög á Alþingi, sem kæmu böndum á
viðskiptasamsteypurnar, sem leynt
og ljóst stefna að því að skipta at-
vinnulífinu á milli sín. Stjórnarflokk-
arnir virðast ekki treysta sér í þann
slag.
Þau atriði, sem einkavæðingar-
nefnd hyggst fara eftir við ákvörðun
sína um hverjum skuli selja Símann,
gefa aftur á móti svigrúm til að vega
og meta tilboðin, ekki eingöngu eftir
því hver býður hæst, heldur jafn-
framt hver er t.d. fjárhagslegur
styrkur bjóðenda, reynsla af fyrir-
tækjarekstri og hugmyndir og fram-
tíðarsýn varðandi reksturinn.
Morgunblaðið hefur áður lýst
þeirri skoðun og ítrekar hana hér, að
það væri að mörgu leyti æskilegast
að erlendur kjölfestufjárfestir – fjar-
skiptafyrirtæki eða fyrirtæki, sem
sérhæfir sig í fjarskiptafjárfesting-
um – eignaðist stærstan hlut í Sím-
anum. Rökin fyrir því eru í fyrsta
lagi að Síminn fengi þannig aðgang
að tækniþekkingu, rannsóknum og
þróunarvinnu, sem okkar litli mark-
aður stendur tæplega undir. Í öðru
lagi að þannig nýttu menn tækifærið
við sölu Símans til að auka erlenda
fjárfestingu og vekja athygli á Ís-
landi sem fjárfestingarkosti. Og síð-
ast en ekki sízt má telja að íslenzkum
almenningi hugnaðist betur að er-
lendur fjárfestir stýrði Símanum en
að einhver hinna innlendu viðskipta-
samsteypna bætti honum í eignasafn
sitt. Það er raunar orðið löngu tíma-
bært að öflugir erlendir fjárfestar,
sem einkum horfa á arð af fjárfest-
ingum sínum, myndi mótvægi við
baráttu viðskiptasamsteypnanna um
völd og áhrif í íslenzku samfélagi.
Grunnnetið verður selt með Sím-
anum. Í skýrslu framkvæmdanefnd-
ar um einkavæðingu eru sett fram
margvísleg rök gegn því að skilja
grunnnetið frá við sölu Símans. Með-
al annars bendir nefndin á að mikil
óvissa fylgi því að skilja grunnnetið
frá fyrirtækinu, kostnaður verði mik-
ill og engin trygging sé fyrir því að
samkeppnisstaða verði jöfnuð með
því móti, umfram það sem fjarskipta-
og samkeppnislög tryggja þegar.
Eins og Morgunblaðið sagði frá á
laugardag hafa stjórnarflokkarnir
ákveðið að fara fremur þá leið, sem
blaðið hefur verið meðmælt, að láta
hluta af söluandvirði Símans renna í
sérstakan sjóð, sem síðan fjármagni
fjárfestingar í fjarskiptaþjónustu á
landsbyggðinni á grundvelli útboða.
Það er einfaldasta og skilvirkasta
leiðin til að tryggja íbúum þeirra
svæða, sem fjarskiptafyrirtækin
telja gefa litla hagnaðarvon, aðgang
að góðum tengingum við umheiminn.
Enn fremur verður horft til
áforma bjóðenda í Símann um þjón-
ustu við landsbyggðina við mat á til-
boðum.
Einkavæðingarnefnd telur að hvað
aðgang keppinauta Símans að grunn-
neti fyrirtækisins varðar, dugi nú-
verandi löggjöf. Hún bendir hins
vegar á það, sem liggur í augum uppi,
að til þess að sú löggjöf virki eins og
hún á að gera, verður að efla eftirlits-
stofnanir. „Tekið er undir það sjón-
armið að gæta verði þess að eftirlits-
stofnanir séu færar um að bregðast
við kvörtunum á skilvirkan hátt
þannig að niðurstaða liggi fyrir sem
allra fyrst, enda eru breytingar í
fjarskiptatækni örar og þróun fjar-
skiptaþjónustu hröð,“ segir nefndin í
skýrslu sinni.
Einkavæðing Símans getur komið
miklu góðu til leiðar, ef rétt er á
haldið. En hún getur líka orðið til
þess, að æ erfiðara verði að vinda of-
an af þróuninni í átt til æ meiri sam-
þjöppunar auðs og áhrifa í íslenzku
samfélagi. Það er að sjálfsögðu enn
ekki of seint að koma í veg fyrir það.
Í SKÝRSLU framkvæmdanefndar
um einkavæðingu segir að sala á
eftirstandandi hlut ríkisins í einu
lagi til eins kjölfestufjárfestis eða
hóps kjölfestufjárfesta sé til þess
fallin að ná fram þeirri niðurstöðu
sem sé hagfelldust fyrir ríkissjóð.
Þá sé sölutilhögunin í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og helstu viðmið nefnd-
arinnar. Markmiðin séu eftirfar-
andi:
Að sem hæst verð fáist fyrir
eignarhlut ríkisins og staða rík-
issjóðs þannig enn frekar styrkt.
Að fyrirtækið verði áfram rekið
sem sjálfstætt íslenskt félag skráð
hérlendis.
Að fyrirtækið verði áfra
ugt þjónustufyrirtæki sem
að aukinni samkeppni og s
virkni á fjarskiptamarkaði
Að fyrirtækið haldi upp
bærilegri þjónustu á fjar-
skiptasviði í þéttbýli og dr
og það veitir í dag, m.a. me
legu viðhaldi og endurnýju
mannvirkja.
Að efla innlendan hlutab
markað með skráningu fyr
isins á Aðallista í Kauphöll
landi fyrir árslok 2007 og a
ingi og öðrum fjárfestum v
ný gefinn kostur á að eigna
minna en 30% hlut í félagin
árslok árið 2007.
Niðurstaðan verði sem
hagstæðust fyrir ríkissjóð
Meira á mbl.is/itar
Morgunblaðið/Árni To
Fjórir sitja í framkvæmdanefnd um einkavæðingu, þeir Sævar Þór Sigurgeirsson, Jón Sveinsson sem er
maður, Illugi Gunnarsson og Baldur Guðlaugsson. Niðurstaða nefndarinnar um sölu Símans var kynnt
runarp@mbl.is