Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 27
ÁVINNINGUR þjóðfélagsins af
bættum vegasamgöngum er ótví-
ræður. Hann felst m.a. í sparnaði
umferðarinnar af lægri aksturs-
kostnaði, styttri ferðatíma, færri
slysum, minni loftmengun og sparn-
aði í veghaldi.
Tækifærin til að ná umtalsverðum
árangri að þessu leyti eru hvergi
betri en þar sem vegakerfið er hvað
bágbornast og vetrarþjónustan erf-
iðust. Við kynnum Vestfirði til sög-
unnar sem land tækifæranna að
þessu leyti.
Vesturleið aðeins 392 km
Í nýlegri könnun meðal lesenda á
vef Bæjarins besta á Ísafirði kom
fram að um 80% þeirra sem þátt
tóku í könnuninni kváðust myndu
velja svokallaða Vesturleið frá
Reykjavík til Ísafjarðar ef hún yrði
stytt niður í 408 km. Unnið er að því
að sú leið verði aðeins 392 km og má
leiða líkur að því að þá muni 90%
Vestfirðinga fara þann veg til
Reykjavíkur, og einnig á milli þétt-
býlisstaða innan Vestfjarða.
Nánar tiltekið liggur Vesturleið
um Vestfjarðaveg nr. 60 frá Hring-
veginum við Dalsmynni í Norður-
árdal um Bröttubrekku, vestur
Dalasýslu um Svínadal yfir Gilsfjörð
til Króksfjarðarness í Reykhóla-
hreppi og þar með inn á Vestfirði.
Vestfjarðavegur liggur áfram vest-
ur sunnanverða Vestfirði um Reyk-
hólahrepp endilangan; Gufudals-
sveit, Klettsháls og Múlasveit og
áfram vestur í Flókalund í Vatns-
firði. Frá Flókalundi er haldið áfram
um Dynjandisheiði til Arnarfjarðar
og yfir Hrafnseyrarheiði til Þing-
eyrar í Dýrafirði og norður um
Gemlufallsheiði til Önundarfjarðar
og þaðan í gegnum Vestfjarðagöng-
in til Ísafjarðar. Fyrsti akfæri vegur
frá Reykjavík til Ísafjarðar opnaðist
1959 og lá þessa leið, sem í dag er
456 km.
Vestfjarðavegur er jafnframt eini
þjóðvegurinn frá Reykjavík til þétt-
býlisstaðanna á sunnanverðum
Vestfjörðum, en af honum er beygt
við Flókalaund í Vatnsfirði og ekið
um Barðastrandarveg til Patreks-
fjarðar og þaðan áfram um Bíldu-
dalsveg til Tálknafjarðar og Bíldu-
dals. Vestfjarðavegur er og eini
þjóðvegurinn sem liggur milli þétt-
býlisstaðanna á sunnanverðum
Vestfjörðum og þéttbýlisstaðanna
við Ísafjarðardjúp, Bolungarvíkur,
Ísafjarðar og Súðavíkur, að
ógleymdum öðrum þéttbýlisstöðum
á leiðinni þ.e. Þingeyri, Flateyri og
Suðureyri.
Svo merkilegt sem það má virðast
er hins vegar aðalþjóðbraut Ísfirð-
inga til Reykjavíkur í dag ekki um
Vestfjarðaveg (456 km), heldur um
Djúpveg nr. 61 suður yfir Stein-
grímsfjarðarheiði (frá 1988) til
Hólmavíkur og suður Strandir og á
Hringveginn við Brú í Hrútafirði og
þaðan suður yfir Holtavörðuheiði,
og er sú leið nú 495 km eða 39 km
lengri en Vestfjarðavegur. Helgast
það af því að um Hrafnseyrarheiði
og Dynjandisheiði liggja nær 50 ára
gamlir óuppbyggðir fjallvegir, sem
ekki er mögulegt að halda opnum að
vetri til vegna snjóa og veðurhæðar.
Stefnumótun sveitarfélaga
á Vestfjörðum
Samtök sveitarfélaga á Vest-
fjörðum, Fjórðungssamband Vest-
firðinga, hafa frá árinu 1997 haft
mótaða framtíðarstefnu um vega-
gerð á Vestfjörðum. Þar er lögð
áhersla á að ljúka sem fyrst vega-
gerð á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi og
á Vestfjarðavegi frá Bjarkalundi
vestur í Flókalund.
Að því búnu er gert ráð fyrir að
lagður verði vegur um Arnkötludal
sunnan Hólmavíkur (Tröllatungu-
vegur) og suður á Vestfjarðaveg
rétt vestan við Króksfjarðarnes sem
myndi þá stytta leiðina frá Ísafirði
suður um 41 km, úr 495 í 454 km.
Loks er gert ráð fyrir að ráðist
verði í jarðgangagerð undir Dynj-
andisheiði og milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar, sem styttir þá leið um
39 km og leiðina milli Patreks-
fjarðar og Ísafjarðar úr 178 km í 142
km. Samgönguráðherra upplýsti á
fundi á Patreksfirði í febrúar sl. að
gera mætti ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist við göngin milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í kjöl-
far Héðinsfjarðarganga sem má
ætla að verði innan sex ára. Þótt
jarðgöngin undir Dynjandisheiði
séu ekki formlega komin á dagskrá
samgönguáætlunar er nauðsynlegt
að þau verði gerð á sama tíma til
þess að full not verði af göngunum
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Í tillögum verkefnisstjórnar iðn-
aðarráðherra um byggðaáætlun fyr-
ir Vestfirði (Vaxtarsamningi Vest-
fjarða), sem kynntar voru í febrúar
2005, leggur verkefnisstjórnin
áherslu á mikilvægi allra þessara
vegabóta.
165 km malarvegir
Í Djúpi er nú aðeins ólokið vega-
gerð yfir Mjóafjörð, um Vatnsfjörð
og Reykjanes og inn með Ísafirði. Á
Vestfjarðavegi er lengra í land, þar
eru malarvegir ennþá 90 km sunnan
Flókalundar og 75 km milli Flóka-
lundar og Þingeyrar. Nýir vegir
sem koma í stað þessara 165 km af
malarvegum verða hins vegar mun
styttri, eða aðeins 101 km, því jarð-
göng milli Dýrafjarðar og Arn-
arfjarðar stytta um 27 km, jarðgöng
undir Dynjandisheiði um 12 km,
vegur í Kjálkafirði um 3 km og þver-
un þriggja fjarða, Þorskafjarðar,
Djúpafjarðar og Gufufjarðar í
Reykhólahreppi, um 22 km, eða
samtals 64 km stytting.
Þar með verður Vesturleiðin milli
Ísafjarðar og Reykjavíkur aðeins
392 km, eða 103 km styttri en núver-
andi 495 km leið um Djúpveg, sem
er nálægt 21% stytting. Þar að auki
verður Vesturleiðin að mestu á lág-
lendi eða aðeins 5,2 km í yfir 300
metra hæð yfir sjávarmáli (1,0 á
Klettshálsi og 4,2 á Bröttubrekku) á
móti 22,9 km yfir 300 m.y.s. á Djúp-
vegi (12,6 á Steingrímsfjarðarheiði
og 10,3 á Holtavörðuheiði). Þegar
farið verður um Arnkötludal í stað
Holtavörðuheiðar verður sú leið alls
454 km, eða 62 km lengri en Vest-
urleiðin, og yrðu 20 km í yfir 300
m.y.s. (12,6 á Steingrímsfjarð-
arheiði, 3,2 á Arnkötludal og 4,2 á
Bröttubrekku).
Leið B
Sveitarfélögin í Barðastrand-
arsýslu, Reykhólahreppur, Tálkna-
fjarðarhreppur og Vesturbyggð,
hafa árum saman haft með sér sam-
starf í vegamálum. Brýnustu hags-
munir þeirra liggja í því að ljúka
vegagerð á Vestfjarðavegi milli
Bjarkalundar og Flókalundar, því
sá vegur er lífæð byggðanna. Þar
ber hæst þveranir Þorskafjarðar,
Djúpafjarðar og Gufufjarðar, svo-
nefnd leið B, sem leggur af hina við-
sjárverðu hálsa Ódrjúgsháls og
Hjallaháls, færir þjóðveginn niður á
láglendi og styttir leið um 22,2 km.
Leið B þverar Þorskafjörð milli
Kinnarstaða og Þórisstaða og liggur
svo út með Þorskafirði og út á Hall-
steinsnes, þverar þar Djúpafjörð og
fer um bláodda Gróness og yfir
mynni Gufufjarðar og á land í Mela-
nesi, þaðan sem leiðin liggur fyrir
Skálanes og að Eyri í Kollafirði.
Matsskýrsla Vegagerðarinnar
vegna mats á umhverfisáhrifum er á
lokastigi, og þar mun Vegagerðin
gera leið B að tillögu sinni sem veg-
tæknilega besta kostinn, mun betri
en hlykkjóttir og brattir vegir yfir
Hjallaháls og Ódrjúgsháls sam-
kvæmt leiðum C og D sem einnig
fara í umhverfismat. Málið hefur
haft langan aðdraganda, og er von-
andi senn í höfn.
Leið B var fyrst kynnt til sög-
unnar í skýrslu Vegagerðar ríkisins
um tengingu Inn-Djúps árið 1976.
Þegar sveitarfélögin þrjú í Dala-
sýslu og Austur-Barðastrand-
arsýslu hófu vinnu við gerð svæð-
isskipulags upp úr 1990 fengu þau
Snæbjörn Jónasson, fyrrverandi
vegamálastjóra, til liðs við sig sem
formann samvinnunefndar þeirra
um gerð skipulagsins. Þeirri vinnu
lauk með því að í svæðisskipulaginu,
sem samþykkt var af skipulags-
stjórn ríkisins í október 1995 og
staðfest af umhverfisráðherra 4.
janúar 1996, er gert ráð fyrir leið B
sem framtíðarvegstæði Vest-
fjarðavegar um þetta svæði. Ekki
þótti þar koma að sök að norður-
strönd Þorskafjarðar og fjörur í
Djúpafirði hefðu þá um nokkurt
skeið verið á Náttúruminjaskrá sem
aðrar náttúruminjar, og ekki heldur
ný lög nr. 53/1995 um vernd Breiða-
fjarðar, en eðli máls samkvæmt er í
skipulaginu almennur fyrirvari um
niðurstöður mats á umhverfisáhrif-
um þeirra framkvæmda sem háðar
eru.
Í miðopnu Morgunblaðsins 23.
mars sl. birtist grein eftir Gunnlaug
Pétursson verkfræðing til að koma
þar á framfæri boðskap um að leið
B sé aldeilis ómöguleg og að skipu-
lagsslys geti verið í uppsiglingu.
Leið B er einn þriggja kosta sem
greindir eru í matsskýslu Vega-
gerðarinnar og teknir verða til mats
á umhverfisáhrifum. Það er sann-
færing sveitarstjórna Reykhóla-
hrepps, Vesturbyggðar og Tálkna-
fjarðarhrepps og annarra er lagt
hafa lóð á vogarskálar þess að leið B
verði fyrir valinu að hún muni fylli-
lega standast umhverfismatið, enda
nú þegar ráð fyrir henni gert í sam-
þykktu svæðisskipulagi, auk þess
sem hún er vegtæknilega langbesti
kosturinn.
Almannahagsmunir
Samgönguráðherra, Vegagerð-
inni og sveitarstjórnarmönnum ber
að hafa hagsmuni byggðanna og al-
mennings að leiðarljósi við ákvarð-
anatöku sem þessa. Þröngir per-
sónulegir hagsmunir einstaklinga
eru minni hagsmunir sem ber að
víkja til hliðar fyrir almannahags-
munum. Hins vegar ber að sjálf-
sögðu að bæta landeigendum sann-
gjörnu verði þann missi lands sem
þeir verða fyrir við vegagerðina.
Þetta á jafnt við um tengdaforeldra
Gunnlaugs Péturssonar og aðra
landeigendur. Gunnlaugi yfirsást
semsagt að geta þess í grein sinni að
tengdafjölskylda hans ætti persónu-
legra hagsmuna að gæta af vega-
gerð um leið B, sem eigendur einnar
þeirra þriggja eyðijarða á Hall-
steinsnesi sem leið B mun liggja um.
Ýmislegt í grein Gunnlaugs er
verulega fært í stílinn, annað bein-
línis rangt. Til dæmis eru norður-
strönd Þorskafjarðar og fjörur í
Djúpafirði langt í frá einu staðirnir í
Reykhólahreppi sem eru á Nátt-
úruminjaskrá fyrir utan Borg-
arland. Má t.d. nefna friðlönd í Hrís-
ey og austurhluta Flateyjar, en
kannski frekar Kjálkafjörð, Kerl-
ingarfjörð og Skálmarnes sem
flokkast sem aðrar náttúruminjar
eins og norðurströnd Þorskafjarðar
m.a. vegna ríkulegs gróðurfars og
(birki-)skóglendis í fjörðum. Stuttu
vestar eða í Vatnsfirði í Vest-
urbyggð er 20.000 hektara friðland
þar sem birkiskógur er einnig
verndaður og raunar aftur enn vest-
ar í Geirþjófsfirði. Það er því enginn
skortur á vernduðu birki á þessum
slóðum.
Tvær leiðir koma helst til greina
út Hallsteinsnes, önnur nokkurn
veginn um miðjan Teigsskóg, hin við
efri brún hans þar sem símalínan
var lögð um nesið fyrri hluta 20. ald-
ar. Hvorug þeirra liggur með eða
eftir ströndinni en óhjákvæmilega
verður að fara þvert yfir fjöru til að
þvera firðina. Sömu umhverfissjón-
armið munu gilda um þverun
fjarðanna og við nýlega þverun
Kolgrafafjarðar á Snæfellsnesi þ.e.
að sem næst full vatnsskipti verði í
fjörðunum við sjávarföll ólíkt því
sem var við þverun Gilsfjarðar. Í til-
lögu að Náttúruverndaráætlun er
Teigsskógur ekki nefndur á nafn
með þeim 22 birkiskógum sem
Skógrækt ríkisins telur mest vernd-
argildi hafa á Íslandi. Um marga
þessara 22 skóga liggja vegir, þ.m.t.
þjóðvegir, og þar með eru þeir að-
gengilegir almenningi sem getur
notið þar útivistar í fallegri náttúru,
og þannig gegna þeir mikilvægu
hlutverki við uppbyggingu ferða-
þjónustu.
Allar jarðir á Hallsteinsnesi og
Grónesi eru komnar í eyði fyrir
margt löngu og þar er ekki föst bú-
seta, sem gerir m.a. að verkum að
þar er aðeins óverulegt æðarvarp,
enda hefur tófa og minkur nær
óheftan aðgang að því. Nesin eru
bæði ókunn og óaðgengileg almenn-
ingi, en með vegagerð um leið B
opnast nýr heimur og til verður
hringvegur um Gufudalssveit sem
getur haft mikla þýðingu fyrir upp-
byggingu ferðaþjónustu þar, m.a.
með skipulagningu frístundabyggð-
ar. Leið B er því líkleg til að auka
verðmæti jarða sem hún liggur um
og eru í nálægð hennar.
Hjallaháls – Klettsháls
Þeir sem þurfa að ferðast um
Hjallaháls að vetrarlagi vita að veg-
urinn er mjög viðsjárverður, með
mörgum erfiðum og kröppum
beygjum sem flestar eru ekki aðeins
í miklum langshalla heldur einnig
hliðarhalla. Margir bílar, bæði fólks-
bílar og vöruflutningabílar, hafa far-
ið út af veginum undanfarin ár,
flestir að austanverðu, og í heild
sinni er vegurinn mjög ófullkominn
miðað við þær kröfur sem gerðar
eru til þjóðvega í dag. Hjallaháls er
því og verður mikill farartálmi, auk
þess sem hann er kominn á þann
aldur að hann er að fullu afskrif-
aður.
Um Klettsháls var opnaður nýr
uppbyggður vegur fyrir tæpum
tveimur árum. Klettsháls var áður
fyrr mesti farartálminn á þessari
leið en það verður liðin tíð næsta
vetur þegar þar verða í fyrsta sinn
staðsett snjómoksturstæki sam-
bærileg við þau sem eru t.d. á Stein-
grímsfjarðarheiði. Þá verður auð-
velt að þjónusta umferð á
Klettshálsi en hann er aðeins 1,0 km
í yfir 300 metra hæð yfir sjávarmáli
en Steingrímsfjarðarheiði 12,6 km,
en báðir fjallvegirnir eru á sama
veðursvæði.
Niðurstaða
Ágætar líkur eru á því að Vest-
urleiðin, aðeins 392 km löng láglend-
isleið eins og að framan er lýst, verði
orðin að veruleika innan 10–12 ára.
Þá munu 90% Vestfirðinga og góðir
gestir þeirra aka Vesturleiðina
heiman og heim, og arðsemi vega-
gerðarinnar sem sparar 103 km
akstur verður umtalsverð til lengri
tíma litið, þar með talið leiðar B í
Reykhólasveit.
Ekki dugar að tjalda til einnar
nætur í vegagerð, heldur horfa fram
á veginn og hafa langtímahagsmuni
að leiðarljósi. Miklir langtímahags-
munir allra Íslendinga felast í því að
Vesturleið verði að veruleika sem
allra fyrst og þeim hagsmunum skal
halda á lofti.
Eftir Einar Örn Thorlacius,
Guðmund Guðlaugsson,
Má Erlingsson og
Þórólf Halldórsson
’Það er sannfæring sveitar-stjórna Reykhólahrepps, Vest-
urbyggðar og Tálknafjarðar-
hrepps og annarra er lagt hafa
lóð á vogarskálar þess að leið B
verði fyrir valinu að hún muni
fyllilega standast umhverfis-
matið, enda nú þegar ráð fyrir
henni gert í samþykktu svæðisskipulagi, auk þess
sem hún er vegtæknilega langbesti kosturinn.‘
Einar Örn Thorlacius er sveitar-
stjóri Reykhólahrepps,
Guðmundur Guðlaugsson er
bæjarstjóri Vesturbyggðar,
Már Erlingsson er sveitarstjóri
Tálknafjarðarhrepps og
Þórólfur Halldórsson sýslumaður
á Patreksfirði.
@
66)" 'I
'"
!56
'"
+,30
!
"# $
%& '(
)" * $
+,- '(
. # & "
/* $
/0&"#
$ '&1
/'&1
2
Már
Erlingsson
Þórólfur Halldórsson
Guðmundur
Guðlaugsson
103 km stytting veg-
arins til Ísafjarðar
Einar Örn
Thorlacius
– Leið B um Vestfjarðaveg nr. 60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 27
u lagi
með í
taðan og
ne, hafa
ón sagði
rirtækja
æmi um
sölu fyr-
á um það
a efna-
gæti ríkt í
væri
gin
an að-
ð með því
ekki talið
kröfur í
Símans.
gurinn
g um-
eðal ann-
sins ver-
g margir
ð gefa
málafyr-
und-
æmda-
rður
væru í
ækisins
fram
ir en að
i verið að
ðan
mráði við
enn væru
að
arinnar
nefndinni
kið hana
ykkt
st
am öfl-
m stuðli
skil-
i.
pi sam-
eifbýli
eð eðli-
un
bréfa-
rirtæk-
l hér á
almenn-
verði á
ast ekki
nu fyrir
refni
orfason
r for-
í gær.