Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 29
UMRÆÐAN
Í SAMFYLKINGUNNI eign-
uðumst við mörg nýtt heimili eftir að
hafa verið hálfvegis heimilislaus og
ráðvillt í stjórnmálum um hríð. Ég
er stolt af því að hafa verið á stofn-
fundi Samfylkingarinnar. Nú vill
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verða
formaður Samfylking-
arinnar. Ég minnist
ekki þess að hafa séð
eða heyrt af henni á
stofnfundinum. Ég
man heldur ekki eftir
að hafa séð hana á
fyrsta landsfundi Sam-
fylkingarinnar sem
markaði upphafið að
þeim sterka viðsnún-
ingi á gæfu flokksins
sem er aðalsmerkið á
formannstíma Össurar
Skarphéðinssonar. Þar
var hins vegar Össur
með tillögur að pólitískri stefnumót-
un sem lögðu grunninn að farsælum
stórflokki með fjöldafylgi.
Nú get ég
Og ég man líka eftir því að hafa
horft á Egil Helgason spyrja Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur að því í
Silfrinu hvort hún væri í Samfylk-
ingunni. Hún kom sér undan að láta
bendla sig við Samfylkinguna og
sagðist vera í Kvennalistanum!
Hann var þó löngu komin sem deild í
Samfylkinguna. Á þessum tíma var
erfitt hjá Samfylkingunni. Vafalaust
hefur það þótt pólitískt klókt að gefa
sig ekki upp á hana meðan enn var
ekki ljóst hvort hún myndi lifa eða
deyja. Nú þegar vel gengur, og fylg-
ið hefur rokið upp í 32–35% er auð-
velt að stíga fram og segja einsog
Ingibjörg: Nú get ég.
Það þurfti sterk bein til þess að
standast mótlætið sem Samfylkingin
átti við að stríða um langt skeið. Þá
sýndi Össur Skarphéðinsson vel úr
hverju hann er gerður. Með ótrú-
legri seiglu og mikilli lagni tókst
honum að skapa það vinnulag og
þann heimilisanda í flokknum, sem
leiddi til þess að brátt heyrðu gamlir
flokkadrættir sögunni til. Markviss
vinnubrögð sköpuðu flokknum
traust meðal almennings, enda hefur
hann á að skipa úrvalsfólki um allt
land.
Seigla og lagni Össurar
Það sem skipti sköpum að mínu
mati var sá eiginleiki Össurar að gef-
ast aldrei upp, æðrast ekki í stormi,
og að vilja alltaf standa með sínu
fólki, sinni fjölskyldu og sínu flokks-
fólki. Þetta hefur aflað honum vin-
áttu og trausts meðal virkra flokks-
manna. Það voru kostir Össurar sem
manneskju sem löðuðu mig persónu-
lega til fylgis við flokkinn. Ég kynnt-
ist hjartalagi hans um átta ára skeið
á vettvangi Neistans, styrktarfélags
hjartveikra barna, en Össur hefur
setið í stjórn styrkt-
arsjóðs hjartveikra
barna frá upphafi. Þar
eins og annars staðar
hafa hæfileikar hans til
þess að laða fólk til
samstarfs notið sín vel.
Ég hugsaði með mér að
flokkur sem hefði slík-
um manni á að skipa
sem forystumanni væri
flokkur fyrir mig. Þess
vegna fór ég nú á stofn-
fund Samfylking-
arinnar um árið.
Og ég hef ekki séð
eftir því. Undir forystu Össurar og í
samstarfi hans við konur einsog Jó-
hönnu Sigurðardóttur hefur Sam-
fylkingin lagt mikla áherslu á kjör
langveikra barna og foreldra þeirra.
Ég, og við foreldrar í svipaðri stöðu
og ég, bindum miklar vonir við flokk
undir stjórn stjórnmálamanna eins-
og þeirra sem ég veit af reynslu að
hafa heitt og stórt hjarta.
Það er dæmigert fyrir heim-
ilismanninn Össur að honum tókst
að skapa samstöðu innan flokksins
um að búa Samfylkingunni glæsi-
lega flokksmiðstöð á Hallveigarstíg
1 í Reykjavík, þar sem aðstaða er
fyrir hendi til þess að efla flokks-
starf og þjónustu við flokksfélög.
Samfylkingin hefur þar eignast
heimili sem býður upp á festu í
flokksstarfi og mikla þróun-
armöguleika á næstu misserum.
Samfylkingin hefur verið á réttri
leið undir forystu Össurar Skarp-
héðinssonar og við skulum halda
áfram á þeirri braut undir sömu for-
ystu. Styðjum mann sem hefur sýnt
í verki að hann hefur stórt og heitt
hjarta.
Nú getur Ingibjörg!
Margrét Ragnars fjallar
um formannskjör
Samfylkingarinnar ’Það sem skipti sköpumað mínu mati var sá eig-
inleiki Össurar að gefast
aldrei upp, æðrast ekki í
stormi, og að vilja alltaf
standa með sínu
fólki…‘
Margrét M. Ragnars
Höfundur er formaður Neistans,
styrktarfélags hjartveikra barna.
Blaðaukinn Vorboðinn 2005 fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 15. apríl og nú er tíminn til að
auglýsa allt sem viðkemur garðinum:
Garðáhöld | garðhönnun | hellulagnir |
garðhúsgögn | gróður | gosbrunnar |
trjárækt | skjólgler | sláttuvélar
Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00
fimmtudaginn 11. apríl.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105
eða kata@mbl.is
Vorboðinn 2005
blaðauki með Morgunblaðinu
MIKLIR árekstrar og átök hljóta
að hafa verið á Landspítala –há-
skólasjúkrahúsi þegar allmargir yf-
irlæknar áræða að setja fram op-
inbera kæru um
stjórnunarhætti LSH.
Settur forstjóri segir
að stofnuninni sé vel
stjórnað og neitar
ógnarstjórn og að
mönnum sé hótað upp-
sögn þótt hið gagn-
stæða sé vel þekkt.
Læknar kvarta yfir
skorti á faglegum for-
sendum ráðninga!
Forstjórinn hvetur
lækna til að leita til
dómstóla ef þeir ve-
fengi ákvarðanir. Í
flestum réttarríkjum
væri það sjálfsögð
leið, en læknum væri
vissara að kynna sér
reynslu mína af því
kerfi. Árið 1976 leyfði
ég mér sem starfandi
sérfræðingur að sækja
um stöðu yfirlæknis
við núverandi LSH
Fossvogi. Tveimur ár-
um áður hafði ég kom-
ið heim eftir tæplega 8
ára dvöl í Bandaríkj-
unum þar af fimm og
hálft ár við Yale-
læknaháskólann, sem
Bandaríkjamenn telja
meðal sinna fremstu
og komst þar að fyrst-
ur útlendinga. Að
námsdvöl lokinni
bauðst mér starf sem
sérfræðingur við Yale-
háskólasjúkrahúsið og
kennari við læknahá-
skólann og vann sem
slíkur síðasta eitt og
hálft árið, með boð um
áframhaldandi starf.
Ég hafði lokið sér-
fræðiprófum (fyrstur Íslendinga) og
hafið vísindavinnu sem hefur skilað
mörg hundruðum tilvitnana í vís-
indaritum og fræðibókum, (af hóg-
værð verð ég að viðurkenna að 2
sérfræðingar LSH og prófessor eru
mér enn ofar!). Vandséð er hvað
hefði verið hægt að gera betur innan
þessa tímaramma. Við stöðuum-
sóknina hafði ég einnig lokið bresk-
um prófum að hluta.
Þrátt fyrir þetta var ég með röð-
um stöðunefndar talinn óhæfur og
dæmdur úr leik, ugglaust til að ógna
ekki þeim sem staðan var ætluð.
Dómur stöðunefnda er varanlegur
stimpill og taldi ég hann faglega kol-
rangan og mjög neikvæðan m.t.t.
framtíðarstarfa. Ég mótmælti dóm-
nefndaráliti til stöðunefndar, stjórn-
ar og eigenda spítalans, og Lækna-
félagsins án nokkurs árangurs.
Ég leitaði þá til dómstóla og tók
mér launalaust leyfi og hvarf aftur
til Yale, en var formlega rekinn frá
Borgarspítalanum meðan ég var
sérfræðingur og Assistant Profess-
or við Yale-læknaháskólann, með
boð þar um áframhaldandi starf og
var að leita réttar míns fyrir íslensk-
um dómstólum. Þetta hlýtur að vera
með sögulegri brottrekstrum í at-
vinnusögu réttarríkisins Íslands.
Dómstólaleiðin var gagnlaus
þrátt fyrir að bent væri á rang-
færslur staðreynda í umsögn stöðu-
nefndar og að röðun stæðist ekki al-
þjóðlega faglega viðmiðun.
Dómspekingarnir tóku engum rök-
um og blessuðu yfir álit embætt-
isbræðra sinna. Enginn
læknir né stéttarfélagið
vogaði að lyfta fingri
mér stuðnings.
Þegar hægt er reka
einstakling á þennan
hátt má vera augljóst
að einstakir læknar
leggja ekki í nein mót-
mæli né kærur af
minna tilefni. Árið 1982
fór ég í þriðja skiptið til
starfa við Yale-
háskólann, enn með
boð um áframhaldandi
starf, svo ljóst er að álit
þeirrar stofnunar er
ekki samhljóða hæfn-
ismati íslenskra stöðu-
nefnda og dómstóla.
Læknar LSH geta
sjálfum sér um kennt
hvernig komið er.
Meinið er dómnefnd-
arkerfið sem er samofið
Háskóla Íslands og á
einn mann í stöðu-
nefnd. Læknar hafa
látið það viðgangast að
kunningsskapur og
pólitík fremur en fag-
legar forsendur hafa
oft ráðið niðurstöðu
dómnefnda. Þeir hafa
ekki hirt um að krefjast
áfrýjunarleiða eins og
er t.d. í hinni sænsku
fyrirmynd núverandi
starfsreglna, til að
stuðla að áreiðanlegra
verðleikamati.
Hér á landi hefur
þrátt fyrir mótmæli,
dómstólaleiðir, leitunar
til umboðsmanns Al-
þingis aldrei verið hægt
að hnekkja áliti dóm-
nefnda hvort sem er innan heil-
brigðiskerfisins eða Háskóla Ís-
lands, þrátt fyrir augljósa
hagræðingu eða rangfærslu stað-
reynda. Dómnefndarálit eru því oft
og tíðum faglega marklaus.
Stjórnunar-
vandi LSH
Birgir Guðjónsson fjallar um
stjónunarvanda Landspítala
Birgir Guðjónsson
’Læknarkvarta yfir
skorti á fagleg-
um forsendum
ráðninga! For-
stjórinn hvetur
lækna til að leita
til dómstóla ef
þeir vefengi
ákvarðanir. Í
flestum rétt-
arríkjum væri
það sjálfsögð
leið, en læknum
væri vissara að
kynna sér
reynslu mína af
því kerfi. ‘
Höfundur er læknir.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvalismáauglýsingar
mbl.is