Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 31

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 31 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG FLUTTI nýlega til Íslands eftir nokkurra ára búsetu erlend- is. Þar sem ég bjó borðaði ég nær aldrei mjólkurvörur. Ég reyndi. Ástæðan fyrir því að ég gafst upp var einföld; þær voru of sætar. Í þessi ár sem ég bjó úti saknaði ég íslenskra mjólkurvara mikið. Fyrst og fremst var það skyrið okkar góða sem ég grét, og svo jógúrt, þykkmjólk og hvað þetta nú heitir alltsaman. Þegar ég svo flutti aftur til Íslands var ég full tilhlökkunar að geta nú dembt mér út í allar þessar mun- úðarvörur svo um munaði! Ég verð að viðurkenna að þegar á hólminn var komið varð ég fyrir vonbrigðum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þegar eftirvænt- ing nær að vinda upp á sig eins og hún gerði kannski hjá mér, er oft sem maður fer að gera of miklar væntingar. Það sem var gott verð- ur smám saman guðdómlegt í hug- anum... og vonbrigðin eftir því þegar maður kemst að því að það var bara gott. Svo ég er búin að spá mikið í það hvort þetta sé hugur minn sem gerir þarna of mikið úr málunum eða hvað? Svar- ið er nei. Það sem styður þá niðurstöðu mína er nýleg könnun sem gerð var á mjókurvörum á Íslandi, og sýndi að þær algengustu (sem börnin okkar m.a. taka gjarnan með sér í nesti í skólann) inni- halda allt upp í sem samsvarar 15 sykurmolum dósin! Ég efast um að það sé meiri sykur í einum snúð, sem er þó víðast illa liðið nesti í skólum landsins. En þarf þetta að vera svona? Í sjónvarpsviðtali nefndi fulltrúi MS meðal annars þá ástæðu að afurð- in yrði áferðarfallegri með þessu magni sykurs. Var manninum al- vara? Hver lætur svona út úr sér og ætlast til að fá skilning? Ég veit allavega að ég er ekki að borða skyr af því það sé svo áferðarfallegt. Ég vil borða skyr af því það er hollt og gott á bragð- ið. En því miður er það bara alls ekki nógu hollt lengur, og bragðið nýtur sín ekki heldur eins og það ætti að gera, fyrir allri sætunni. Ef við höldum okkur við skyrið, þá er þrennt í boði; hreint skyr án aukaefna, bragðefna bætt skyr með sykri og bragðefnabætt skyr með sætuefni. Ég verð að segja að ég er hætt að kaupa nokkuð af þessu nema hreina skyrið. Ekki vil ég vera að éta fleiri sykurmola með hverri dós, og skyrið með sætuefnunum er jafnvel enn sæt- ara á bragðið svo skyrbragðið nýt- ur sín alls ekki, auk þess sem ég efast um að sætuefni séu eitthvað hollari kroppnum heldur en sykur. Svo nú spyr ég; af hverju er ekki hægt að kaupa skyr og aðrar mjólkurafurðir sem innihalda að- eins sjálfar sig, og t.d. ávexti? Ég myndi jafnvel sætta mig við of- urlítinn sykur... en ekki 15 mola. Ekki einu sinni 5 mola. Íslend- ingar eru svo heppnir að eiga eitt- hvert besta hráefni sem fáanlegt er í heiminum, hvort sem um er að ræða kjöt, fisk eða mjólk. Við eigum að umgangast það með virðingu og ekki skemma það með ofvinnslu og aukaefnum. Lifið heil. EVA ÓLAFSDÓTTIR, Hlíðarhjalli 40, 200 Kópavogur. Meira skyr, minni sykur Frá Evu Ólafsdóttur: LÖNGU þekkt fyrirbæri, en var eitt af mörgu sem útilokað var þegar „hefðbundnar lækningar“ voru teknar upp, er að skjóta upp koll- inum á nýjan leik, en það er hvönn (Anglica archangelica L.) Svörin gegn sjúkdómum er enn að finna í mörgu sem um tíma hefur ekki þótt nógu góð latína. Samkvæmt nýjustu uppgötvunum læknavísindanna er mönnum aftur að verða ljóst, að hvönn vinnur t.d. á bakteríum og veirum. Áður þekktar verkanir hennar eru meðal annars: Dregur úr tíðaverkjum, vinnur gegn loftgangi í innyflum, eyðir magaverkjum, dreg- ur úr svima, virkar vel á mígreni, hjálpar upp á efnaskipti líkamans, virkar vel á slím í lungum og lungnapípum. Hvönn er afar styrkj- andi fyrir hjartavöðvann og er sögð færa hann upp um þrep. Þess vegna var hvönn m.a. ráðlögð þeim sem ekki voru í góðu ásigkomulagi. Ferskt lauf af hvönn var einnig lagt yfir slæm sár til að flýta fyrir að þau greru og seyði af rótinni borið á til þess að bakteríur færu ekki í sárið og að illa særðir vefir greru vel. Hvönn hefur einnig komið við sögu þar sem gigt er annars vegar. Þá var fólki í erfiðisvinnu ráðlagt að nota hvönn, upp á gott úthald. Og síðast en ekki síst hefur hvönnin verið notuð til að ýta undir gott kyn- líf um allan aldur. Þessi fróðleikur hér á undan er komin frá Maurice Mességué frá Provence í Frakk- landi, en hann var heimsþekktur bæði sem rithöfundur og heilari (læknir) bæði páfa og konunga, auk almennings. Hann segir sögu af manni einum í litla þorpinu þar sem hann ólst upp, sem talinn var 123 ára gamall, og leyndarmálið á bak við aldurinn var að hann tuggði alla daga rót af hvönn og kenndi sér aldrei meins. En nú kem ég að því sem ég ætlaði að segja. Ef rétt reyn- ist, sem haldið hefur verið fram í nokkur ár, reyndar ekki farið mjög hátt, að það séu fyrst og fremst fjór- ar tegundir baktería sem valda hjartasjúkdómum, þar á meðal cla- medía-bakterían, er þá ekki lausnin fundin? Hvönn? Læknar hafa sagt mér, að eðlilega sé ekki hægt að halda fólki úti á fúkkalyfjum árið um kring til að verja það gegn hjarta- sjúkdómum og því séu aðrar aðferð- ir í gangi. En nú hlýtur lausnin sem sagt að vera fundin. Vísindamenn segja hvönnina vinna á bakteríum og veirum. Hún hefur ekki neinar skaðlegar aukaverkanir, nema ef vera skyldi hugsanlegan húðkláða, ef hennar er neytt í miklu magni. Er ekki ráð fyrir alla að skella sér í hvannarte? Líkast til leysast ein- hver fleiri heilsuvandamál í leiðinni. Þetta finnst mér stórkostlegt! AÐALSTEINN BERGDAL, leikari. Hvað með hvönn og hjart- veiki? Frá Aðalsteini Bergdal: VAR AÐ velta því fyrir mér hvort ríkisborgaraveiting Fischers muni ekki virka eins og bjúgverpill á ís- lensk stjórnvöld þegar fram líða stundir. Yfirlýsingar Fischers um að hengja ætti Bush og japanska forsætisráðherrann, gyðingahatrið og fjöldamargar samsæriskenn- ingar hans ýta undir þessa skoðun mína. Í ljósi þess að veitingin var samþykkt samhljóða á Alþingi, fyr- ir utan tvo sem sátu hjá, verður forvitnilegt að fylgjast með fram- vindu mála. Þvílíkur bægslagangur í fjöl- miðlum út af þessu máli. Stöð 2 rýkur upp, kostar flugvél fyrir karlinn, semur við hann um einka- viðtal eftir komuna til landsins og heimaskítsmátar RÚV og heims- fjölmiðlana að sínu mati með einn- ar mínútu einkaviðtali við örþreytt- an sérvitring. Heimaskítsmátið fólst þó einungis í yfirlýsingu Fisc- hers um að CIA hefði sett allt leik- ritið á svið fyrir einvígið við Spassky. Athyglisvert er að bera um- stangið í kringum Fischer og Keiko saman. Bægslagangurinn var svip- aður í kringum komu Keikos. Beðið var á flugvellinum, beinar útsend- ingar í fjölmiðlunum og náð við- tölum við helstu talsmenn þeirra, þ.e.a.s. Hall Hallsson og Sæmund Pálsson. Keiko var með boginn bakugga og skemmdur eftir ævi- langt sirkuslíf við ónáttúrulegar að- stæður, Fischer er greinilega and- lega skemmdur af áratuga löngu ofsóknarbrjálæði, enda lítur hann út fyrir að vera um nírætt þó að hann sé rétt liðlega sextugur. Í þessu ljósi er kannski vert að spyrja sig líka hvort Fischer eigi eftir að farnast betur en Keiko að aðlagast eðlilegum aðstæðum eða hvort hann fer inn á einhverja stofnun síðar meir. Mín skoðun er að við ættum að hlú betur að geðveikum Íslend- ingum frekar en að flytja þá inn. Mér finnst þetta mjög vafasöm landkynning og held að það séu að renna tvær grímur á háttsetta ráðamenn hérlendis, enda var eng- in opinber móttökunefnd eða einka- fundir með Fischer á dagskránni. Íslenskir ráðamenn hafa sennilega ekki glaðst þegar Fischer lýsti því yfir að það ætti að leggja niður herstöðina á Keflavíkurflugvelli og reka starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins úr landi. Ég held að það besta sem gæti komið út úr þessu umstangi öllu saman væri að ís- lensk stjórnvöld myndu vakna af djúpum þyrnirósarsvefni í mál- efnum langveikra geðfatlaðra á Ís- landi. HINRIK JÓN STEFÁNSSON, Lækjarhjalla 40, 200 Kópavogi. Fjölmiðlasirkus Frá Hinriki Jóni Stefánssyni: FYRSTA verk menningarnefndar SUS, sem stofnuð var í fyrra, var að sækja um listamannalaun fyrir leik- hóp SUS fyrir árið 2005. Sótt var um lista- mannalaunin í tengslum við uppsetn- ingu á gjörningi sem átti að felast í því að skila listamannalaun- unum aftur til skatt- greiðenda. Nú hefur leik- hópnum hins vegar ver- ið tilkynnt að hann fái engan styrk í ár. Í bréfi þess efnis kemur fram að í ár hafi borist 60 umsóknir um starfs- laun til leikhópa og alls hafi verið sótt um 1.296 mánaðarlaun, en til út- hlutunar voru 108 mán- aðarlaun til leikhópa og fengu 15 úthlutað styrk. Það er þó hug- hreystandi að vita til þess, eins og fram kem- ur í bréfinu, að hörð samkeppni var um fjár- muni í sjóðnum og út- hlutunarnefndinni „því mikill vandi á höndum“. Það er því ljóst að starfsemi leik- hóps SUS er í miklu uppnámi eftir þetta. Hvernig er hægt að setja upp gjörning sem felst í því að skila listamannalaunum til skattgreið- enda ef skattgreiðendur vilja ekki leggja peninga í verkefnið? Leik- hópurinn mun því eflaust taka því rólega á næstu mánuðum og menn- ingarnefnd SUS snúa sér að næstu verkefnum – en af fjölmörgu er að taka enda virðist sem ríki og sveit- arfélög hafi fátt betra að gera en að skipa nefndir til að eyða peningum skattgreið- enda í menningu og listir í stað þess að staldra við og velta því fyrir sér hvort skattgreiðendur geti ekki tekið slíkar ákvarðanir milliliða- laust. En leikhópur SUS verður þó ekki í dvala lengi. Það er ekki öll nótt úti enn því í svarinu er bent á að vönduð umsókn hafi aukið möguleika á styrkveitingu. Ef til vill voru hugmyndir leikhópsins því ekki svo slæmar heldur kann að vera að ein- faldlega þurfi að senda enn vandaðri umsókn næst. Nú þegar verður því haf- ist handa við að semja vandaða um- sókn fyrir næsta ár og hver veit nema leikhópur SUS detti þá í lukkupott skattgreiðenda! Leikhópur SUS í fjársvelti Ragnar Jónasson fjallar um fjársvelti leikhóps SUS ’Það er ekki öllnótt úti enn því í svarinu er bent á að vönduð um- sókn hafi aukið möguleika á styrkveitingu.‘ Höfundur er lögfræðingur, situr í stjórn SUS og er formaður menningarnefndar SUS. Ragnar Jónasson Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 VOR 2005Sölustaðir: sjá www.bergis.is VIÐ og við stingur orðið „gjaldfrjáls“ upp höfðinu í þjóðmála- umræðunni, og oftar en ekki er orðið „ókeypis“ ekki fjarri. Bæði orðin eru notuð nokkuð frjálslega og gjarnan um ýmislegt sem þau eiga síður en svo við um. Margir tala til dæmis um að menntun og heilbrigð- isgæsla eigi að vera „ókeypis“ í stað þess að nota orðið „gjald- frjáls“, enda er aldrei verið að leggja til að læknar og kennarar verði sviptir launum sínum og að öll tæki og tól á sjúkrahúsum og í skólum verði notuð upp án þess að end- urnýjun eigi sér stað. Vegakerfið á Íslandi er gjaldfrjálst en ekki ókeyp- is. Hið sama á við um löggæslu, brunavarnir, götuhreinsun, skrúð- göngurnar 17. júní, opinber leik- svæði og svona mætti lengi telja. Munurinn á einhverju sem er „gjald- frjálst“ og „ókeypis“ er mikill og snýr að grundvallaratriðum. Aukin eftirspurn Þegar einhver vara eða þjónusta er gerð gjaldfrjáls eða mjög ódýr eykst eftirspurnin. Þetta vita allir sem hafa keypt 2 fyrir 1-tilboð í kjörbúð, slitið malbikinu á Lauga- veginum á föstudagskvöldi án þess að eiga neitt erindi niður á Lækj- artorg, millifært fé hingað og þang- að í netbankanum sínum eða gónt endurgjaldslaust á ýmsar kvik- myndir og þáttaraðir sem fengust með mislöglegum hætti með hjálp tölvu og nettengingar. Talsmenn gjaldfrjálsrar þjónustu, svo sem á sviðum heilbrigðis- og menntamála, fagna hinni auknu eftirspurn. Þeir spyrja hvort ekki sé allt í lagi að menntun og heilbrigði séu botn- lausar hítir fyrir al- mannafé. Svarið sem þeir fá er nei – það að blóðmjólka notendur og kaupendur fyrir vöru og þjónustu er ekki í lagi. Hið opinbera er enda eitt um að komast upp með slíka hegðun enda þarf það, einn að- ila á markaðnum, ekki að hafa áhyggjur af því að óánægðir við- skiptavinir fari með við- skipti sín og velvild annað. Málsverðurinn er aldrei ókeypis Það að vera gjald- frjáls er ólíkt því að vera ókeypis. Á Íslandi er ekki veitt „ókeypis“ heilbrigðisþjónusta, og menntun er ekki „ókeypis“. Hvort tveggja er greitt úr vasa þeirra sem hafa at- vinnu eða eiga sparnað. Menn geta deilt um það hvort eitthvert réttlæti sé í því að rukka fólk um vöru og þjónustu sem það notar ekki eða kýs að nota ekki í skiptum fyrir eitthvað annað. Allir eiga hins vegar að vera með hugtökin á hreinu og muna að þegar stjórnmálamaðurinn lofar ein- hverju „ókeypis“ er það gjarnan ávísun á ófrýnilegri álagningarseðil á næsta ári eða eftir næstu kosn- ingar. Einnig er vert að hafa í huga að þegar stjórnmálamaðurinn talar um að eitthvað sé „gjaldfrjálst“ þá á hann yfirleitt við að tiltekinn hópur kjósenda greiðir minna í bein gjöld fyrir tiltekna þjónustu á meðan aðrir hópar fá að greiða meira í óbein gjöld. Að vera gjaldfrjáls Geir Ágústsson fjallar um gjaldfrjálst vegakerfi á Íslandi Geir Ágústsson ’Það að veragjaldfrjáls er ólíkt því að vera ókeypis.‘ Höfundur er verkfræðinemi og í stjórn Frjálshyggjufélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.