Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga SigríðurGísladóttir fædd- ist í Reykjavík 12. mars 1929. Hún lést á heimili sínu 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Jónsdóttir, f. 1891, d. 1977, og Gísli Helga- son, f. 1902, d. 1958. Eftirlifandi systir hennar er Ragnhild- ur, f. 1932, gift Ol- geiri Sigurðssyni. Helga giftist Guð- birni Árnasyni, f. 1920, d.1961, og eignuðust þau fjóra syni. Þeir eru: 1) Árni, fyrrverandi maki Ólafía Andr- ésdóttir. Dætur þeirra eru Þor- björg og Þorgerður. 2) Gísli, maki Soffía Þorvaldsdóttir. Dóttir Soffíu er Vala. 3) Viðar, maki Guðný Lárusdóttir. Börn þeirra eru Ingi- björg, Gísli Þór og Guðbjörg Lára. 4) Þorbjörn, maki Vigdís K. Pálsdótt- ir. Sonur þeirra er Brynjar. Þorbjörn átti soninn Helga Þormar áður. Helga hóf sam- búð með Ólafi Ósk- arssyni 1986 og bjó með honum þar til hann lést 1995. Helga vann ýmis störf, við ræsting- ar og umönnun aldraðra alla sína tíð eftir að Guðbjörn lést, meðal annars á Borgarspítala og hjá Félagsþjónustu Reykja- víkur. Útför Helgu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku tengdamamma, mig lang- ar til að þakka þér fyrir allt. Þú varst svona ekta tengdó, það var hægt að hlæja og gera grín að engu, þú hafðir svo smitandi hlát- ur, að þeir sem voru nálægt þegar þú byrjaðir urðu að fara frá í smá- tíma til að jafna sig. Þú varst svo góð við öll barnabörnin þín og annarra að það var aðdáunarvert að heyra þig segja frá ef þú hafðir verið í afmæli hjá einhverju þeirra. Þar áttu þau góða ömmu sem kannski endilega fór ekki mikið í heimsóknir nema eitthvað stæði til, enda varstu slæm í fót- unum, og veigraðir þér við að þurfa að ganga mikið. Síðastliðið sumar fórum við að veiða með þig, veiðin var góð. Þegar við sögðum þér að nú ættir þú að draga einn stóran inn sem hafði bitið á varstu eins og lítill krakki, stóðst með kengbogna stöng, og við réðum ekki við okkur. Þá sagðir þú okkur bara að vera róleg, þetta tæki allt sinn tíma, og viti menn; fimm punda urriði lá í valnum, og þú svoleiðis skellihlæjandi. Þetta gerði það að verkum að við feng- um lítið að draga inn sjálf, og á hverju föstudagskvöldi hringdir þú og spurðir hvort við ættum ekki að fara í Fiskilækjarvatnið, en svo hét það, í fyrramálið – við gætum verið langt fram á kvöld, tækjum bara grillið með okkur – og þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum síðastliðið sumar. Reyndar varstu búin að plana næsta sumar í veiði, og hafðir orð á því að þú þyrftir að fá þér betri stöng. Elsku Ranka systir hennar hef- ur misst mikið, þær voru svo sam- rýndar; töluðust við á hverjum degi og fóru saman að versla fyrir helgina í hverri viku. Mikið verður skrítið að fara ekki lengur í heim- sókn með hundana, sem þú hafðir svo gaman af. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem þú hafðir svo sann- arlega gaman af, þá var það að perla. Þú skilur eftir þig ógrynni af alls konar hlutum, t.d. bjöllur, dúka, lampa, servíettuhringi o.fl. Allt voru þetta gullfallegir hlutir. Hún væri fyrir löngu búin að biðja mig um að hætta nú að skrifa þetta, svona var hún nú lítillát og ekki fór mikið fyrir henni. Elsku amma, eins og ég kallaði hana, við Þorbörn, Brynjar og Helgi viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir og með okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín tengdadóttir Vigdís. HELGA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR ✝ Ívar Páll Ársæls-son fæddist á Akureyri 1. júní 1986. Hann lést í bíl- slysi 23. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Ársæll Al- freðsson sjómaður, f. 22. nóvember 1961 á Krossi í Berufjarðar- hreppi í S-Múlasýslu, og Erla Geirsdóttir, verslunarmaður, f. 10. janúar 1961 á Akranesi. Systkini Ívars Páls eru Fjöln- ir Örn, f. 27. maí 1983, og Karítas Ósk, f. 7. ágúst 1992. Foreldrar Ársæls eru Al- freð Sigurbjörnsson, bóndi á Krossi og Þingmúla í Skriðdal, f. 22. apríl á Vopnafirði, d. 11. júlí 1993, og Anna Jóhannsdótt- ir, húsfreyja, f. 30. apríl 1924 á Vopnafirði. Foreldrar Erlu eru Geir Valdimarsson, húsasmiður, f. 5. júní 1927 á Akranesi, og Lóa Guðrún Gísla- dóttir, fiskvinnslu- kona, f. 29. maí 1934 í Naustakoti í Vatnsleysustrand- arhreppi. Ívar Páll ólst upp í Hrísey til átta ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sínum að Hlíðarlandi á Árskógsströnd. Hann gekk í skóla í Árskógi en kláraði grunnskólanámið á Dalvík. Að loknu grunnskólanámi fór hann einn vetur í framhaldsnám til Húsa- víkur. Síðastliðið ár vann hann við fiskverkun hjá Samherja á Dalvík en hugði á frekara nám við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri í haust. Útför Ívars Páls var gerð frá Stærra-Árskógskirkju laugar- daginn 2. apríl. Ástkært barnabarn okkar Ívar Páll Ársælsson var kallaður brott í blóma lífsins með engum fyr- irvara og engum kveðjum. Við megum okkar lítils elsku vinur en viljum trúa því að brott- för þinni fylgi ákveðinn tilgangur. Þú gladdir okkur með heim- sóknum þínum, með blíðunni, fal- lega brosinu og blikinu í augun- um. Þú varst hlédrægur en tókst fullan þátt í ærslafullum leik frændsystkinanna þegar svo bar undir. Stórt skarð er höggvið í barnabarnahópinn og sorg okkar ömmu og afa er mikil en í hjörtum okkar lifir ljúf minning um fal- legan, elskulegan og trygglyndan dreng. Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn. Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú en allt fer hér á eina veginn: í átt til foldar mjakast þú. (Vilhj. Vilhj.) Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, elsku vinur. Hvíldu í friði. Amma og afi á Sandó. Elsku Ívar, það var okkur frændsystkinunum mikið áfall þegar við heyrðum fréttirnar um að þú hefðir lent í slysi og værir dáinn. Hvernig getur það verið að frændi sé farinn fyrir fullt og allt? Okkur finnst það sárt og ekki sanngjarnt en trúum því að Guð hafi aðrar áætlanir fyrir þig, elsku frændi. Margar minningar eigum við frá æsku okkar eins og heimsóknirnar út í Hrísey og í Hlíðarland þar sem margt var brallað. Þegar árin liðu urðu heimsóknirnar færri en alltaf fengum við fréttir af þér. Á erfiðum tímum sem þessum ætlum við ekki að einblína á sorgina heldur minnast góðu stundanna okkar saman. Þú lifir í hjörtum okkar, elsku vinur og frændi. Elsku Erla, Addi, Fjölnir og Karítas, megi Guð styrkja ykkur og hjálpa í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Frændsystkinin á Akranesi, Belinda, Berglind, Geir V. og Hrafnhildur H. ÍVAR PÁLL ÁRSÆLSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Móðir mín, tengdamóðir, amma og elskuleg systir okkar, SIGURBORG RAKEL SIGURÐARDÓTTIR, Grænuhlíð, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, fimmtudaginn 24. mars. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 14.00. Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, Laila Sigurborg Arnórsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og fjölskylda, Fríða Á. Sigurðardóttir og fjölskylda, Guðrún Sigurðardóttir og fjölskylda. RANNVEIG TÓMASDÓTTIR, Seljahlíð, áður til heimilis á Bergþórugötu 4, er látin. Tómas Tómasson. Systir okkar, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR frá Suður-Vík, lést laugardaginn 2. apríl. Kveðjuathöfn verður frá Háteigskirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður frá Víkurkirkju laugardaginn 9. apríl. Matthildur Ólafsdóttir Valfells, Ólafur Ásgeirsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Vigfús Ásgeirsson. Móðir okkar, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Galtalæk, lést á dvalarheimilinu Lundi sunnudaginn 20. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til ykkar allra er auðsýnduð okkur hlýhug og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför föðursystur minnar, ÞÓRU ÞORKELSDÓTTUR, elliheimilinu Grund, fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 15.00. Þorkell Jónsson. Totus Tuus (Allur þinn - einkunnarorð páfa) Með sorg í huga en jafnframt þakklæti fyrir trúa þjónustu hans minnumst við JÓHANNESAR PÁLS II PÁFA. Hann leiddi kaþólsku kirkjuna frá 2. október 1978 til 2. apríl 2005 sem staðgengill Jesú Krists á jörðu. Við munum minnast hans í heilagri sálumessu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 18.00. Allir þeir sem vilja kveðja hinn heilaga föður eru hjartanlega velkomnir til þeirrar athafnar. Reykjavík, 3. apríl 2005, Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.