Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 33
MINNINGAR
✝ Fjóla Tryggva-dóttir fæddist á
Þórshöfn á Langa-
nesi 10. maí 1933.
Hún lést á heimili
sínu á Austurbrún 4 í
Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Elín-
borg Þorsteinsdóttir
frá Djúpalæk á
Langanesströnd, f. 6.
jan. 1906, d. 4. apríl
1941, og Tryggvi
Hallsson, verslunar-
maður á Þórshöfn, f.
24. des. 1904, d. 5.
sept. 1988. Stjúpmóð-
ir, Hildur Salína Árnadóttir, f. 11.
nóv. 1919, d. 15. des. 1985. Alsystir
mars 1954, og eiga þau þrjú börn
og fimm barnabörn. 4) Árni Hallur,
f. 12. júlí 1951.
Fyrri maður Fjólu var Pétur Pét-
ursson flugstjóri, d. 1960, seinni
maður hennar John Flemming
Hansen, f. 8. nóv 1935, d. 9. mars
1991.
Þegar móðir Fjólu lést fór hún í
fóstur til Ástu Vigfúsdóttur og Þor-
valds Pálssonar á Þórshöfn. 16 ára
fór hún til Reykjavíkur í vist til El-
ínar og Bergsveins Ólafssonar
augnlæknis. Fjóla vann hin ýmsu
störf og var m.a. auglýsingarstjóri
hjá vikublaðinu Fálkanum. Um
árabil starfaði hún hjá Flugleiðum í
Reykjavík, á Kanaríeyjum og í
Glasgow í Skotlandi.
Einnig starfaði hún hjá ferða-
skrifstofunum Lönd og leiðir og
Ferðavali.
Útför Fjólu fer fram frá Áskirkju
í Reykjavík í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Fjólu er Hrafnhildur,
f. 31. okt. 1935, maki
Þorgrímur Þorsteins-
son, f. 3. jan. 1927, og
eiga þau þrjú börn og
átta barnabörn. Hálf-
systkin, samfeðra: 1)
Sigurður, f. 11. feb.
1928, d. 18. júní 1988,
maki Bryndís Guðjóns-
dóttir, f. 14. okt. 1934,
og eiga þau sjö börn,
22 barnabörn og þrjú
barnabarnabörn. 2)
Kristín, f. 29. okt.
1946, maki Þorsteinn
Hákonarson, f. 29.
mars 1947. 3) Ævar Karl, f. 9. júlí
1948, maki Björg Leósdóttir, f. 7.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó félli frá.
Góða minningu að geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Elsku systir, ég mun sakna þín.
Guð geymi þig.
Hrafnhildur.
Það varð snöggt um Fjólu, einn
daginn eins og venjulega, svo svaraði
hún ekki síma, knúð var dyra. Fjóla
var farin. Fjóla bjó ein eftir lát eig-
inmanns síns fyrir nokkrum árum.
Hún var ung þegar hún missti móður
sína úr berklum og var komið til upp-
eldis hjá fóstru sinni, Astríði Vigfús-
dóttur og manni hennar Þorvaldi
Pálssyni á Þórshöfn. Ung fór Fjóla í
vist til Bergsveins Jóhannessonar
augnlæknis. Síðar giftist hún Pétri
Péturssyni flugmanni. Þau skildu.
Fjóla kemur úr dreifbýli á Íslandi og
er fljótlega komin í hóp þeirra sem
voru í kringum flug og ferðamennsku.
Var meðal annars í Glasgow og á
Kanaríeyjum um árabil. Kunningja-
og vinahópurinn var frumkvöðlar í
flugi og ferðamennsku, sem á þeim
árum var dálítið annar hópur en al-
gengast var á landinu um þá daga.
Það er þetta upphaflega alþjóðlega
fólk, sem varð svo vegna hraðvaxandi
samskipta við útlönd. Á þeim vett-
vangi var Fjóla bæði liðtæk og vinsæl.
Það var því eins og með slíkt fólk, það
er að koma eða fara. Það verður svo-
lítið öðruvísi en fólk sem samsamar
sig þrengra umhverfi. Ég kynntist
Fjólu mágkonu við stopular heim-
sóknir fyrst, en síðar, þegar hún fór
að vinna mest hérlendis, urðu kynnin
meiri, farið saman í ferðir og heim-
sóknir eins og gengur. Það þótti mér
sérstakt í fari hennar, hversu nærri
sömu skaphöfn hún hafði og Tryggvi
heitinn faðir hennar, það var eins og
tiltæki, viðmið og orðalag hefði erfst
beint. Það var um margt sérstök
skaphöfn, tilbúin til vinnu og þjónustu
strax og alltaf, en samt haldin mjög
ríku sjálfstæði. Vinna og verk var
annað en persónuleg kynni. Seintek-
in, en afar trygglynd þegar vinátta
var komin á. Ég hefi tekið eftir því, að
fólk man hana eftir því hvort um verk
og vinnu var að ræða, eða vináttu. Og
það er ekki eins. Það er með mikilli
eftirsjá að ég kveð Fjólu mágkonu
mína og vona að hún hafi aðra og
betri vist.
Þorsteinn Hákonarson.
Elsku Fjólan mín. Ekki grunaði
mig að ég væri að hitta þig í síðasta
sinn 13. desember sl. þegar við
mamma heimsóttum þig í Austur-
brún. Þú varst svo kát og hress þótt
þú gætir varla hlegið með okkur því
þú varst svo eftir þig eftir aðgerðina.
Ég þakka allar gjafirnar, allar af-
mæliskveðjurnar og öll fallegu af-
mæliskortin til mín og barnanna
minna í gegnum árin. Þú gleymdir
aldrei afmælisdögunum okkar.
Ég man líka þegar þú heimsóttir
mig til London og ég þig til Glasgow
hvað var gaman hjá okkur og ég man
líka hveru stolt ég var að eiga svona
víðförla og skemmtilega frænku.
Nú ertu farin á betri stað, elsku
frænka mín.
Hvíl í friði.
Þín
Elínborg.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur.
Kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið er skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin.
Okkur líður seint úr minni.
Við sem felldum tregatárin,
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsir drottins verndar kraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta.
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalst.)
Kæra mágkona, far þú í friði.
Þorgrímur (Doddi).
Ég vil í fáum orðum minnast góðr-
ar vinkonu sem lést á heimili sínu eft-
ir stutt veikindi. Við Fjóla kynntumst
ungar að árum og áttum saman
margar góðar stundir. Góðar minn-
ingar hrannast upp þegar litið er yfir
farinn veg. Ekki síst er það glaðlyndi
Fjólu, hjálpsemi og velvilji í garð ann-
arra sem stendur upp úr, hún átti létt
með að rétta öðrum hjálparhönd
meðan heilsan leyfði en hún var jafn-
framt stolt og sjálfstæð kona. Ég
þakka henni allar góðar stundir um
leið og ég og fjölskylda mín, Guð-
mundur og synir okkar, Friðrik, Pét-
ur og Snorri, vottum Hrafnhildi og
fjölskyldu Fjólu innilega samúð.
Katrín S. Briem.
Elsku besta Fjóla frænka. Nú ert
þú farin frá okkur og farin svo langt.
Þú yfirgafst okkur alltof snemma. Við
áttum eftir að tala svo mikið saman og
þú áttir eftir að koma hingað til Nor-
egs og sjá nýja heimilið okkar hérna í
Ósló. Ég er þakklát fyrir að hafa hitt
þig í febrúar sl. þegar við vorum á Ís-
landi og átt góðar stundir með þér þá.
Ég leit alltaf upp til þín, þú varst
svo veraldarvön frænka. Búin að
ferðast svo mikið um heiminn, þekkt-
ir mikið af fólki, talaðir mörg tungu-
mál, vissir svo mikið og kenndir mér
svo mikið. Ég hef fetað í fótspor þín
að mörgu leyti og það varst án efa þú
sem kveiktir í forvitni minni á landa-
fræði, ferðalögum, tungumálum og
ólíkum menningarheimum og núna í
vor verð ég ferðamálafræðingur.
Ég man eftir öllum gjöfunum sem
þú sendir mér frá útlöndum þegar ég
var lítil stelpa. Yfirleitt alltaf eitthvað
skrýtið og sérstakt sem ég fékk, en
rosalega spennandi. Að koma heim til
þín var alltaf eins og að koma inn í
heim ævintýranna. Allir hlutirnir sem
þú hefur komið með heim frá ferða-
lögum þínum um allan heim, appels-
ínugulu ljósakrónurnar, myndasvefn-
sokkarnir sem þú lést mig alltaf sofa í
þegar ég kom í heimsókn, dúkkan
með andlitin tvö, litla lambið og svona
gæti ég lengi talið. Heilt ævintýri fyr-
ir litla stelpu sem ólst upp á hjara ver-
aldar.
Dyrnar þínar stóðu alltaf opnar
fyrir mér og þú varst alltaf góð við
mig, Ástrós og Snorra. Ég var heppin
að hafa þig þegar ég var í Fósturskól-
anum og svo fæddist Snorri minn á
afmælisdaginn þinn. Við vorum alltaf
duglegar að fara í „lunch“ og prófa
nýja veitingastaði, taka svo einn rúnt
niður Laugaveginn og um Ægisíðuna.
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Alltaf mundir þú eftir öllum afmæl-
isdögum og eru þau orðin mörg póst-
kortin og afmæliskortin frá þér. Þau
hef ég geymt vel og þau mun ég setja
í fjársjóðskistuna mína ásamt ótelj-
andi minningum um þig og okkar
yndislegu samverustundir.
Takk, elsku besta frænka, fyrir
allt.
Hvíl í friði.
Kveðja.
Anna Guðrún.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
uns allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
(Þýð. M. Joch.)
Kveðja.
Snorri og Ástrós.
Elsku Fjóla frænka mín. Ég trúi
því varla að þú sért farin, en ég veit að
þér líður betur núna.
Ég vil þakka þér fyrir þær fáu en
góðu stundir sem við áttum saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Hvíl í friði, elsku frænka
Sólveig.
FJÓLA
TRYGGVADÓTTIR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR
frá Sumarliðabæ,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 31. mars.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 8. apríl kl. 11.00
Erna Steinsdóttir,
Þórhallur Steinsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Jónína Steinsdóttir, Stefán Eiríksson,
Guðrún Steinsdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Guðjón Steinsson, Sigríður Marteinsdóttir,
Guðlaug Steinsdóttir, Þorleifur M. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar,
GUNNAR SÍMONARSON,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt
þriðjudagsins 29. mars, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 6. apríl kl. 15.
Svava Símonardóttir Guttadaro,
Njáll Símonarson
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
ERLENDUR SIGMUNDSSON
fyrrum prófastur og biskupsritari,
andaðist föstudaginn 1. apríl.
Margrét Erlendsdóttir, Helgi Hafliðason,
Álfhildur Erlendsdóttir, Eymundur Runólfsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR OLSEN
útfararstjóri,
Furugrund 48,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 3. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
11. apríl kl. 13.00.
Stefanía Vallý Sverrisdóttir, Geirmundur Kristinsson,
Ólöf María Olsen, Sigurður Erlendsson,
Sigríður Olsen, Einar Gíslason,
Sverrir Örn Olsen,
Rúnar Þór Sverrisson, Margrét Ingibergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar og vinkona,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
fyrrv. matráðskona í Vatnaskógi,
síðast til heimilis í Seljahlíð,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtu-
daginn 7. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja
minnast hennar, er bent á sumarbúðir KFUM í
Vatnaskógi eða Kristniboðssmbandið.
Frændsystkini og vinir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og mág-
kona,
DIDDA McCLINTOCK
(Sigríður Árnadóttir),
lést á heimili sínu í Nixa í Missouri miðviku-
daginn 30. mars.
Jack A. McClintock,
Tom McClintock,
Susan MacKelvie,
Hilmar Sigurðsson,
Esther Sigurðardóttir, Örn Guðmundsson.