Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svana Rósa-munda Guð- mundsdóttir fæddist í Garðshúsum á Skaga- strönd 19. október 1937 og ólst upp í Hafnarfirði. Hún lést á líknardeild LSH 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurunn Kon- ráðsdóttir, f. 22. ágúst 1917, d. 18. des. 1997, og Guðmundur Guðmundsson, f. 14. september 1916, d. 12. júlí 1978. Svana var elst fimm systkina. Bræður hennar eru Gunnar Ingi, Þórir Konráð Línberg og Hafsteinn Már Guðmundssynir en látinn er Einir Guðmundsson elsti bróðirinn. Fósturfaðir Svönu var Guðni Bjarnason. Svana eignaðist með Gísla Al- freðssyni, f. 24. janúar 1933, dótt- urina Aldísi Elfu, f. 24. apríl 1955, gift Thomas Richardson, f. 28. ágúst 1963. Frá árinu 1956 til 1961 var Svana gift Birgi Gunnarssyni, f. 22. apríl 1927, d. 13. desember 1975, og búsett í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: Gunn- ar Hrafn, f. 21. febrúar 1957, kvæntur Hildi Halldóru Karlsdótt- ur, f. 31. ágúst 1959, og Guðni Páll, f. 20. maí 1958, kvæntur Jenný Níelsdóttur, f. 16. janúar 1958. Svana var gift Richard Dean Thompson frá 1961 til 1974 og bjó þá í Bandaríkjunum. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sonja Elín, f. 22. maí 1962, gift Sigþóri Valdi- mari Elíassyni, f. 17. apríl 1962; Richard Eric, f. 21. júlí 1968, Elsa María, f. 24. mars 1970, gift Jóni Skúlasyni, f. 28. janúar 1961; og Ír- is Edda, f. 14. október 1972, gift Ómari Inga Eggertssyni, f. 19. september 1973. Afkomendur Svönu búa á Íslandi nema Elfa í Bandaríkjunum. Barnabörn Svönu eru fimmtán talsins. Svana var listfeng, málaði myndir, sótti leiklistarskóla Ævars Kvaran, og vann við söng og leik- list, einnig vann hún við hjúkrun, lögreglu og við umönnun barna og aldraðra. Hún fluttist til Íslands aftur árið 1979 og bjó lengst af eft- ir það á Íslandi bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á Vestfjörðum. Útför Svönu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ó, lít til vor Drottinn í himnanna hæð, himneski faðir, þú sérð vora smæð, börnin þín öll sem að biðja þig hér blessandi réttu þeim kraftinn frá þér. Ó, láttu okkur skína þitt lifandi ljós, sem lífsanda græðir, hvert tré, hverja rós, gefðu okkur visku, gefðu okkur náð, glaðir við felum þér starf vort og ráð. Ó, gleymdu okkur ekki í harmanna hríð er við heyjum við margs konar freist- ingastríð, lýs okkur leið þá er liggur til þín, þar lifandi auðlegð og hamingjan skín. Nú krjúpum við Kristur við krossinn þinn, þar kærleiki í sálirnar streymir inn gef blindum sálunum sólarsýn svo sjáum við blessandi náðarverk þín. (Sigurunn Konráðsdóttir.) Elsku ættingjar og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Soffía Heiða, Kristín Halla, Haddý Anna og Eva Dögg. Elsku amma. Það var mikil til- hlökkun á sumrin að keyra með mömmu og pabba vestur og fá að gista í prinsessurúminu þínu. Þú hafðir alltaf frá mörgu að segja og áttir svo marga spennandi hluti sem gaman var að skoða. Og mikið var ég hreykin að eiga ömmu sem var lista- maður. Allar sögurnar sem þú bjóst til, teikningarnar þínar og heilu veggirnir á leikskólanum voru lista- verk eftir þig. Þú söngst líka svo vel, það var oft fjör hjá okkur þegar við fórum í bíltúr og við tvær sungum saman af hjartans lyst. Það er dýr- mætt að eiga þessar minningar um þig. Ég veit að þú varst orðin mjög veik og ég veit líka að nú líður þér vel hjá Guði og öllum englunum. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir stundirnar sem við áttum saman. Þín Birgitta Svava. Elsku amma Svana. Fyrsta minn- ingin mín um þig er frá því að þú varst að passa mig og Elfar á Kapla- skjólsveginum. Við vorum lasin og þú varst hjá okkur. Ég man sérstak- lega eftir því þegar þú varst að passa okkur og við báðum um Nesquik. Þá gafstu okkur alltaf einni skeið meira af kakódufti en við máttum vanalega fá. Þannig varstu líka í einu og öllu, gafst alltaf aukalega. Allir sem þekktu þig munu búa að því allt sitt líf. Fyrir það er ég þakklát. Amma, þegar ég syng, þá er það fyrir þig. Blessuð sé minning þín Kveðja. Daðey Arnborg Sigþórsdóttir. Elsku amma Svana, við söknum þín mikið. Okkur þykir leitt að þú sért dáin, þú varst alltaf svo góð við okkur. Þú komst oft til okkar og það var alltaf skemmtilegt. Þú komst okkur oft skemmtilega á óvart eins og þegar þú komst heim á afmælinu okkar og varst með stóran rauðrönd- óttan hatt sem þú keyptir í útlöndum og dróst upp úr honum pakka handa okkur öllum. Þú söngst mikið með okkur og fyrir okkur og teiknaðir margar fallegar myndir eða last fyrir okkur og sagðir okkur skemmtilegar sögur. Okkur finnst leitt að þú skyld- ir vera svona mikið veik en það var gott og gaman að þú skyldir geta verið hjá okkur á jólunum. Það er gott að þér líður ekki lengur illa og að þú sért orðin engill hjá mömmu þinni og pabba, hjá Guði sem passar ykkur. Ástarkveðjur. Hafdís Katla og Heiðdís Birta. Elsku Svana. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Minningin um þig mun lifa í lífi okkar alla tíð. Þín verður sársaknað af okkur öllum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomma tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Svana mín, við þökkum þér samfylgdina og allt það góða sem þú gafst af þér. Við biðjum algóðan Guð að styrkja börnin þín og bræður og fjölskyldur þeirra og aðra ástvini. Guð geymi þig. Þínar frænkur Sigrún Björgúlfsdóttir, Margrét Björgúlfsdóttir. Látin er í Reykjavík Svana Guð- mundsdóttir, og verður hún kvödd frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, enda var hún fædd Hafnfirðingur. Við þekktumst ekki mikið, en samt á ég henni mikið að þakka, þar sem hún er móðir míns góða tengdasonar Gunnars Hrafns og þá einnig amma minna yndislegu dótturdætra, sem ávallt hafa stráð gleði í kring um sig. Um ætt og lífshlaup Svönu eru aðrir fróðari mér en ég vil aðeins þakka fyrir mín kynni og biðja henni Guðsblessunar og góðrar heimkomu í annan og betri heim. Í Guðs friði. Helga Ingvarsdóttir. SVANA R. GUÐMUNDSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁKON BJARNASON, Sólheimum 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 7. apríl kl. 15.00. Matthildur Sigurðardóttir, Bjarni Hákonarson, Hörður Hákonarson, Margrét A. Frederiksen, Sigurður Jónsson, Hákon Helgi Bjarnason, Helga Björt Bjarnadóttir, Elín Björg Harðardóttir, Jón Þór Ólason, Auður Sigurðardóttir, Atli Sigurðsson, Tryggvi Garðar Jónsson. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Fallegir steinar á verði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA STEINUNN GISSURARDÓTTIR frá Litlu-Hildisey, Landeyjum, áður til heimilis á Tunguvegi 8, Njarðvík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mið- vikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 14.00. Steinar Bjarnason, Sólveig Kristinsdóttir, Nicolai Gissur Bjarnason, Svanhildur Einarsdóttir, Hjördís Margrét Bjarnadóttir, Helgi Jóhannsson, Óskar Bjarnason, Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir, Skúli Bjarnason, Emilía Dröfn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kristín Þórarins-dóttir fæddist 15. september 1961. Hún lést af slysförum 21. febrúar síðastliðinn. Móðir hennar er Gerður Kristdórs- dóttir, f. 2. jan. 1940, og faðir hennar er Þórarinn Ólafsson, f. 27.10. 1937. Alsystk- ini hennar eru: 1) Þyri Ólöf Þórarins- dóttir, f. 8. nóvember 1959. Sonur hennar er Gunnar Viðar Gunnarsson, f. 11. nóvember 1986. 2) Viðar Þórarins- on, f. 25. júlí 1966. Dóttir hans er Árný Sara, f. 7. júlí 1996. Kristín ólst upp hjá móður sinni á Ak- ureyri til 17 ára ald- urs Þá fluttist hún til Noregs og kynntist þar manni sem hún giftist, Charles Drake, og fluttust þau til Los Angeles. Hún stundaði nám og lærði kvikmynda- og leikhúsförðun. Með náminu vann hún þjónustu- og veitingastörf. Útför Kristínar var gerð frá Garðakirkju 16. mars. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. – Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villtist rétta leið og verður mín – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stef.) Ég elska þig að eilífu. Þín mamma. Gerður Kristdórsdóttir. KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR SIGURSTEINN G. MELSTEÐ ✝ Sigursteinn G.Melsteð fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 18. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hey- dalakirkju 5. mars. öllum vandamálum sem komu upp, og hann tók á með rósemi og yf- irvegun. Ætíð traustur og öruggur, kemur upp í hugann, og mikill hag- leiksmaður. Alltaf var stutt í brosið hjá Sig- ursteini og lundin ætíð létt. Tónlistaráhugi Sigursteins var eftir- tektarverður og er það mín upplifun að hann hefði gjarnan viljað sinna þessu áhugamáli meira en hann gerði. Minnisstæð er sú ánægja sem tónlistin veitti honum. Harmonikan var alltaf með í ferða- Minn kæri frændi Sigursteinn G. Melsteð er fallinn frá, langt fyr- ir aldur fram. Ég minn- ist Sigursteins sem trausts manns sem var okkur góð fyrirmynd, hvert sem litið er. Hann var mikill útivistarmaður sem hafði lausnir á lögum hans, svo auðvelt væri að grípa til hennar þegar þurfa þætti. Hann gat spilað á harmonikuna langt fram á nætur án þess að taka sér nokkra hvíld. Slík var ánægja hans af því að spila á hljóðfærið. Þrátt fyrir að veikindi hans hafi ver- ið komin á alvarlegt stig mætti hann á fjölskylduhátíð á Þingvöllum sl. sumar og tók þátt í henni eins og kraftar hans leyfðu og auðvitað var nikkan þanin undir fjöldasöng. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem ég hef átt með Sigursteini og minnist þeirra með hlýjum hug. Hönnu, Hrafni, Helgu, Ómari og fjölskyldum þeirra færi ég og fjöl- skylda mín innilegustu samúðar- kveðjur. Símon H. Ívarsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, HÖGNA SIGURÐSSONAR frá Sólheimakoti. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.