Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 35 MINNINGAR ✝ Margrét UnnurSveinsdóttir fæddist á Mælifellsá í Skagafirði 22. jan- úar 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 25. mars síð- astliðinn. Margrét var elst fimm barna hjónanna Steinunn- ar Ingunnar Sveins- dóttur og Sveins Andrésar Svein- björnssonar. Systk- ini hennar voru Anna Sigurpála, lát- in, Arnljótur Gunn- björn, látinn, Gunnleif Kristín, látin, og Sveinfríður Hersilía, sem lifir systur sína. Margrét giftist Sigurði Jósep Péturssyni, f. 10. júlí 1916, sem ættaður er úr Víðidal í Húna- vatnssýslu. Foreldr- ar hans voru Ingi- björg Jósepsdóttir og Pétur Jónsson. Margrét dvaldi í Skagafirði fyrstu 30 ár ævi sinnar við ýmis störf. Þau Sig- urður bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík þar til síðustu árin að þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Mar- grét stundaði saumaskap, versl- unar- og veitinga- störf jafnframt húsmóðurstörf- um. Margrét verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Enn er komið að kveðjustund. Í dag er útfarardagur Margrétar móðursystur minnar sem var mér afar kær og hafði á mínum mót- unarárum mikil áhrif á líf mitt. Í þrjá vetur dvaldi ég á heimili þeirra Diddu og Sigga við einstakt atlæti þeirra beggja. Hún bar sterkan persónuleika þessi smá- gerða kona og einbeittan vilja. Ég kynntist þarna 13 ára gömul ein- lægri kvenréttindakonu þeirra tíma sem var ekki í vafa um hvort kynið væri hið sterkara kyn. Hún vildi kenna mér að vera fín og dömuleg jafnframt því að fara mína leið og láta ekki ráða yfir mér. Ég er ekki í vafa um að ef hún Didda frænka mín væri ung kona í dag hefði hún orðið há- menntuð og látið til sín taka. Hún var einstaklega minnug, eftirtekt- arsöm og hafði þennan sterka vilja. Hún ólst upp á þeim tímum og við þær aðstæður að um nám var ekki að ræða. Hún var elst fimm systkina, var aðeins 19 ára þegar faðir hannar lést og þá var amma orðin sjúklingur. Það lenti því á henni að vera í forsvari fyrir fjölskyldunni og halda heimilið. Seinna vann hún við saumaskap og við matargerð og var ráðskona með mannaforráð. Með manninum sínum Sigurði Péturssyni flutti hún úr Skagafirð- inum til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Hún frænka mín hafði lag á að mennta sig sjálf. Hún las mikið og átti auðvelt með að setja hugsanir sín- ar niður á blað. Með orðabókina að vopni náði hún það góðu valdi á dönskunni að hún las fyrirhafn- arlaust dönsku blöðin. Hún var áhugasöm um lífið og fylgdist vel með sínu fólki fram á síðustu stundu. Síðustu æviár Diddu hafa þau Siggi og hún dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég vil þakka starfs- fólkinu á 4. hæðinni fyrir fagmann- lega umönnun og fyrirmyndar framkomu við þau hjón. Sigga sendi ég samúðarkveðju um leið og ég kveð frænku mína með virðingu og þökk. Steinunn Ingvarsdóttir. Að ná háum aldri en verða ekki gamall er eitthvað sem flestir óska sér en fæstum auðnast. Margrét móðursystir mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi. Hún var alla tíð ung bæði í anda og útliti, falleg kona, björt yfirlitum, bráðgreind og skemmtileg. Hún hafði til hinstu stundar áhuga á mönnum og málefnum, hafði ákveðnar skoðanir og gat lát- ið þær í ljós á svo beinskeyttan og skorinorðan hátt að ýmsum fannst nóg um, en umfram allt þá var hún bæði hreinskilin og hreinskiptin. Allt mitt líf hefur Didda frænka verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á henni að halda og alltaf hef ég verið sannfærð um að sam- aband okkar væri alveg sérstakt og öðruvísi en samband hennar við hin systkinabörnin þótt ég vissi að hún bæri hag okkar allra fyrir brjósti. Þegar ég var unglingur var hún óþreytandi að segja mér til og kenna mér ýmislegt sem henni fannst ég þurfa að vita og kunna. Hún sagði mér hiklaust til syndanna ef henni fannst uppeldi mínu eða framkomu eitthvað ábótavant enda naut systur hennar þá ekki lengur við til þess að ala upp þetta yngsta barn sitt. Margt af því besta og gagnlegasta sem ég hef lært í lífinu hefur hún kennt mér og fyrir það þakka ég af heil- um hug. Það var mjög kært með þeim systrum Önnu móður minni og Diddu frænku. Það voru aðeins tvö ár á milli þeirra og þótt móðir mín væri yngri þá sagðist Didda alltaf hafa litið upp til hennar af því henni fannst hún strax í æsku svo kjörkuð og fús til að verja hana og vernda þegar þær voru börn. Ég held að hún hafi saknað þessarar systur sinnar og vinkonu alla tíð, en móðir mín dó mjög skyndilega árið 1953 aðeins 39 ára að aldri. Mér hefur alltaf fundist að ein- hvern hluta af væntumþykju sinni um móður mína hafi Didda yf- irfært á mig og þess vegna væri samaband okkar svo náið sem raun bar vitni. Þessi vitneskja hef- ur alla tíð verið mér ákaflega mik- ils virði. Árið 1987 var tekið saman lítið kver um niðja Sveins Gunnarsson- ar frá Mælifellsá og Margrétar Árnadóttur konu hans. Margt er til í sögum og sögnum um Svein Gunnarsson en minna var vitað um konu hans Margréti. Þess vegna var lagt kapp á að fá grein um hana í niðjatalið. Ég vissi að dótt- urdóttir þeirra hjóna, Margrét frænka mín, hafði verið mjög hænd að ömmu sinni og nöfnu og þótt ákaflega vænt um hana og mundi vel eftir henni. Ég var því sannfærð um að best væri að fá hana til að skrifa greinina, enda var hún mjög vel ritfær. Didda skrifaði einstaklega falleg minn- ingabrot um Margréti ömmu sína sem ég tel að sé mikill fengur að fyrir okkur afkomendur þeirrar merku konu Margrétar Árnadótt- ur. Það er augljóst við lestur þess- ara minninga að þær nöfnur hafa átt ýmislegt fleira sameiginlegt en Margrétarnafnið því ýmsar lýsing- ar á Margréti eldri gætu allt eins átt við hina yngri, t.d. eftirfarandi kafli: Amma var sú reglusamasta manneskja sem ég hef kynnst og hélt fast í gamlar hefðir og bar virðingu fyrir góðum siðum og háttvísi. Hún talaði fremur lágt en skírt og engum duldist hvaða skoð- anir hún hafði á hverju og einu. Amma var frekar lítil vexti og grönn, hafði ljósa fallega húð, gráblá augu og ljóst hár sem ekki gránaði með árunum, en dökknaði nokkuð. Hún var upplitsdjörf, lag- leg kona en hæg í fasi, kannski dá- lítið hvöss í fyrstu og ekki allra viðhlæjandi, var ekki fljóttekin, en traustur vinur vina sinna og æsku- vinir hennar heimsóttu hana svo lengi sem þeir gátu. Margt fleira í þessum fallegu lýsingum á Margréti langömmu minni finnst mér eiga við Margréti dótturdóttur hennar. Mörg undanfarin ár hafa Didda og Siggi búið á Hrafnistu í Hafn- arfirði og notið þar umönnunar og hlýju góðs starfsfólks, en umfram allt hafa þau notið fágætrar um- hyggjusemi og aðstoðar Sveinfríð- ar móðursystur minnar og Stein- unnar dóttur hennar. Með þeim hjónum Diddu og Sigga höfum við Gautur átt marg- ar góðar og ánægjulegar stundir, bæði á Framnesveginum og á Hrafnistu, og fyrir þær erum við ákaflega þakklát. Svanhildur Skaftadóttir. Ég var bara pínulítil stelpa þeg- ar ég fór í pössun hjá Diddu og Sigga. Þar var alltaf gaman og gott að vera enda komið fram við mig eins og prinsessu. Þegar þau fluttu í Hafnarfjörð- inn fórum við Siggi iðulega í langa göngutúra að skoða hina ýmsu garða og þegar við komum heim biðu okkar gómsætar kræsingar og voru þar pönnukökurnar henn- ar Diddu í miklu uppáhaldi. Ég fékk líka oft nokkrar með mér í nesti þegar ég var að fara og eins átti Didda alltaf blöðrur og súkku- laðirúsínur handa mér sem mér þótti nú ekki leiðinlegt. Eins man ég eftir að einhvern tímann hafði ég tekið upp á því að safna servíettum og þegar Didda frétti af því sá hún til þess að þeg- ar ég kom í heimsókn átti hún allt- af nýja servíettu í safnið. Didda og Siggi höfðu mikinn áhuga á því hvað ég væri að gera og eftir að ég varð eldri töluðum við Didda mikið saman um námið. Hún var alltaf jafnglöð ef ég stóð mig vel og var hrifin af því hvað ég væri dugleg að læra tungumál. Hún var samt alltaf hrædd um að það kæmi eitthvað fyrir mig og þegar ég sagði henni ekki alls fyrir löngu að ég gæti vel hugsað mér að fara til Danmerkur fannst henni það nú fremur óskynsamlegt enda best að vera á Íslandi. Nú er hún Didda frænka mín dáin og munu góðu minningarnar um hana fylgja mér. Hún hefur verið mér eins og amma og mér finnst ég vera lánsöm að hafa fengið að kynnast henni. Snæfríður Ólafsdóttir. MARGRÉT UNNUR SVEINSDÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Samúðarblóm Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, pabba okkar, sonar, bróður og mágs, GYLFA HAUKSSONAR, Álfatúni 10, Kópavogi. Olga Stefánsdóttir, Dagný Gylfadóttir, Stefán Haukur Gylfason, Brynhildur Olgeirsdóttir, Ástríður Hauksdóttir, Georg Tryggvason, Trausti Hauksson, Alda B. Marinósdóttir, Kjartan Hauksson, Ásgerður Jónsdóttir, Ísak Sverrir Hauksson, Guðrún B. Karlsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, EYVINDAR JÓNASSONAR, Glæsibæ 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfs- fólki á deild B4 á Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Auður Valdís Guðmundsdóttir, Katrín Björk Eyvindsdóttir, Guðjón Axel Guðjónsson, Lydía Guðrún Gísladóttir, Sigvaldi Árnason, Bryndís Theresía Auðardóttir, Sæmundur Guðmundsson, Kristrún Ýr Auðardóttir, Loftur Þorsteinsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU BECH ÞÓRARINSDÓTTUR, Kötlufelli 5, Reykjavík. Þórarinn Bech, Guðný Bech, Grétar Gústafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu HELGU S. GUNNARSDÓTTUR, Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki FSA og hjúkrunarheimilisins Skjaldarvíkur. Hákon Hákonarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Hákon Gunnar Hákonarson, Petra Halldórsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir, Unnar Sveinn Helgason, Aðalborg Birta Sigurðardóttir, Álfhildur Rögn Gunnarsdóttir, Hákon Birkir Gunnarsson. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. tollvarðar, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð á Sólvangi fyrir frábæra umönnun og vináttu árin sem hann dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Elín Kristbergsdóttir, Kristján S. Sigurgeirsson, Þorgerður Erlendsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Herborg Friðriksdóttir, Guðjón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.