Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Adolfs-dóttir fæddist í
Þýskalandi 21. júní
1928. Hún lést á
heimili sínu á Aust-
urbrún 4 25. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Adolf Bischoff, f.
11. maí 1900, og
Dora Bischoff, f. 24.
febrúar 1903. Þau
eru bæði látin. Bræð-
ur Ingibjargar eru:
1) Adolf Bischoff, f.
25. mars 1927, lést
hann í seinni heims-
styrjöldinni árið 1945. 2) Fried-
rich Bischoff, f. 20. nóvember
1933, ókvæntur og barnlaus. 3)
Helmut Bischoff, f. 24. apríl 1941.
Hann er kvæntur Anínu Bischoff,
f. 5. maí 1945, og eiga þau einn
son, Steffen Bischoff, f. 24. maí
1969.
Ingibjörg giftist Eiríki Karli
Eiríkssyni, f. 10. mars 1906, d.
1.desember 1989. Foreldrar hans
voru Eiríkur Eiríksson, f. 17. júní
1881, og Margrét Jónsdóttir, f.
13. október 1881. Þau eru bæði
látin. Ingibjörg og
Eiríkur Karl eignuð-
ust saman einn son,
Friðrik Eiríksson, f.
27. ágúst 1959. Hann
er kvæntur Halldóru
Sigurjónsdóttur, f.
8. febrúar 1961.
Hennar foreldrar
eru Sigurjón Ólafs-
son, f. 25. júlí 1919,
d. 9. ágúst 1970, og
Bára Kjartansdóttir,
f. 17. nóvember
1926. Börn Friðriks
og Halldóru eru: 1)
Sandra Friðriks-
dóttir, f. 30. apríl 1985, unnusti
hennar er Magnús Már Þorvarð-
arson, f. 16. september 1984. 2)
Arnar Friðriksson, f. 28. ágúst
1992.
Ingibjörg starfaði sem skrif-
stofumaður í Þýskalandi, en er
hún flutti til Íslands vann hún ým-
is störf svo sem við ræstingar og
bakstur til viðbótar því að halda
fjölskyldu sinni heimili.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Fella– og Hólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku tengdamamma, mig langar
til að kveðja þig með nokkrum orð-
um, það voru mjög sterk tengsl á milli
okkar og örugglega nokkuð sérstök.
Við kynntumst fyrir 28 árum þegar
við Friðrik sonur þinn felldum hugi
saman.
Á öllum þessum árum gerðir þú
allt sem þú gast fyrir okkur og barna-
börnin þín tvö sem voru líf þitt og
yndi.
Elsku tengdó, takk fyrir allt og
allt. Megi Guð og Kalli afi gæta þín
þar sem þú ert núna.
Þín tengdadóttir
Halldóra.
Elsku Inga amma. Þú fórst svo
fljótt að við erum enn að átta okkur á
þessu. Það er erfitt að hugsa til þess
að við fáum ekki að njóta meiri tíma
með þér.
En elsku amma, þú lifir svo sann-
arlega í minningunni því við gerðum
svo margt skemmtilegt saman. Þú
varst okkur alltaf svo góð og vildir
allt fyrir okkur gera, við gátum alltaf
leitað til þín.
Takk fyrir allt, elsku Inga amma,
við eigum eftir að sakna þín.
Guð geymi þig og varðveiti.
Þín barnabörn
Sandra og Arnar.
INGIBJÖRG
ADOLFSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar
Elskuleg amma mín
hefur nú lokið tilveru
sinni hér í heimi. Hún
var ein af þeim nítján einstaklingum
sem hefðu orðið 100 ára á þessu ári.
Hún náði því ekki en svo mörgu öðru
í staðinn. Mest af öllu að vera einstök
fyrirmynd í stöðugri forvitni um til-
veruna. Sumir telja það vera neist-
ann að listrænni sköpun sem birtist
hjá henni í stöðugum heilabrotum um
líf og tilveru fólks.
Elsku amma mín, takk fyrir allt.
Ég get ekki talið upp allt sem það gaf
mér að ferðast samhliða þér í gegn-
GUÐBJÖRG R.
BERGSVEINS-
DÓTTIR
✝ Guðbjörg Rann-veig Bergsveins-
dóttir fæddist í Ara-
tungu í Staðardal í
Steingrímsfirði 10.
september 1905.
Hún lést á öldrunar-
deild Landspítala í
Fossvogi 1. febrúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju
14. febrúar.
um hluta lífs míns. Eins
og ég sagði við þig á
banabeðinum, það er
svo margt. Þér líkaði
vel við lífsspekinga og
fólk sem leitaði svara
við spurningum um til-
veruna. Nú hefur þú
fengið svarið við spurn-
ingunni stóru, nú
veistu. Þú hefur lagt af
stað í ferðina stóru, ég
fylgdi eins langt og ég
gat. Það voru svo marg-
ir komnir hinum megin
frá til að taka á móti
þér. Það gladdi mig að
heyra þig telja upp nöfnin á þeim sem
þú sást og biðu þín. Þó varstu ekki á
því að flýta þér yfirum. Lífið og það
að lifa lífinu var svo stór þáttur af
þér. Það var ekki uppgjöf, það var
ekki annað en líf og þátttaka til enda-
loka. Takk fyrir allan þann tíma sem
þú stóðst við hlið mér með stuðning,
alltaf varstu þar, þó lönd væru á milli.
Þú kunnir að meta léttleika hvers-
dagsleikans og hverfulleika tilver-
unnar. Það er svo margt að undrast í
tilverunni og þú hættir aldrei að
undrast sköpunarverkið, það er
kúnst sem sumir gleyma. Þú hafðir
þennan eiginleika sem gaf þér óend-
anleg viðfangsefni.
Ég á eftir að sakna þín mikið,
svona er eigingirnin. Ég hef notið
samvista við þig lengi en aldrei feng-
ið nóg, samt vissi ég að tíminn var að
styttast og nú rann tíminn upp.
Tímabili er lokið hér og önnur að
hefjast. Ég hlakka til. Skilaðu
kveðju, þið voruð besta fólkið sem ég
gat haft sem afa og ömmu. Ég mun
minnast ykkar beggja með hlýju það
sem eftir er míns tíma. Blessi þig og
afa minn.
Ykkar
Svanur.
✝ Hannes Alfons-son fæddist á
Garðsstöðum í Ögur-
hreppi í N-Ísafjarðar-
sýslu 10. ágúst 1927.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Alfons
Hannesson, f. í
Stykkishólmi 3. ágúst
1900, d. 13. maí 1977,
og Hansína Kristín
Hansdóttir úr Ögur-
hreppi, f. 5. nóvem-
ber 1901, d. 16. sept-
ember 1970. Hannes var elstur sjö
systkina, en hin eru Benedikt Hans,
búsettur í Reykjavík, Jóhann Þórir,
búsettur í Kópavogi, Garðar, bú-
settur í Kópavogi, Gunnhildur
Soffía, búsett í Reykjavík, Ásta Sig-
ríður, búsett í Reykjavík, og Aðal-
heiður Kristín, búsett á Ferjunesi í
Villingaholtshreppi í Flóa.
Hannes kvæntist 26. nóv. 1955
eftirlifandi konu sinni Jóhönnu
Halldóru Kristjánsdóttur, f. 26. maí
1931, frá Efri Múla í Saurbæ í Dala-
sýslu, og hefðu þau átt gullbrúð-
b) Torfi Friðrik, f. 10.2. 1994, þau
eru búsett á Skagaströnd. 4) Jó-
hanna Benný, leikskólakennari, f.
10.9. 1967, gift Elfari Eiðssyni,
þeirra synir eru: a) Sævar, f. 29.3.
1991; b) Daði Snær, f. 16.8. 1992; c)
Eiður Smári, f. 4.6. 1996; d) Birkir,
f: 19.11. 1997. Þau eru búsett á Ak-
ureyri.
Hannes tók gagnfræðapróf frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1947 og fiskimannapróf frá sjó-
mannaskólanum í Reykjavík 1952.
Þegar börnin fóru að koma þótti
Hannesi ófært að vera mikið frá
fjölskyldu sinni og hóf blikksmíða-
nám utan skóla 1958–’62 frá Iðn-
skólanum í Reykjavík. Verklegt
iðnnám stundaði hann í Blikksmiðj-
unni Vogi í Kópavogi og vann síðan
þar til 1973.
Hannes hefur ávallt sinnt fé-
lagsstörfum. Hann sat m.a. í stjórn
Félags blikksmiða í nokkur ár, þar
af formaður í átta ár og var honum
veitt gullmerki félagsins fyrir störf
í þágu þess. Íþrótta- og æskulýðs-
málin áttu einnig hug hans og var
hann m.a. í stjórn knattspyrnu-
deildar UMF Breiðabliks í Kópa-
vogi. 2. júní 1993 var hann í þakk-
lætisskyni sæmdur nafnbótinni
„Silfurbliki“. Síðustu árin starfaði
hann aðallega með eldri borgurum.
Útför Hannesar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
kaup í haust. Foreldr-
ar Halldóru voru
Kristján Ó. Jóhanns-
son bóndi og kona
hans Valgerður Hann-
esdóttir, þau eru bæði
látin. Hannes og Hall-
dóra eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Alf-
ons Hannesson, húsa-
málari, f. 16.9. 1955,
kvæntur Bonitu Louise
Hannesson, þau búa í
Kanada, þeirra börn
eru: a) Norma Linna, f.
2.4. 1987; b) Hannes
Godfrey, f. 12.1. 1990,
áður átti Alfons soninn Ólaf Þór, f.
22.1. 1976. 2) Valgerður Hannes-
dóttir, leikskólastjóri á Akureyri, f.
18.8. 1956, gift Haraldi Helgasyni,
þeirra börn eru: a) Theódór Sölvi, f.
17.10. 1989; b) Hulda, f. 10.3. 1993,
áður átti Valgerður dótturina Hall-
dóru, f. 4.4. 1986, en hún eignaðist
litla dóttur, Emelíu Valey, 28. febr-
úar sl. 3) Svandís Hannesdóttir,
grunnskólaleiðbeinandi og nemi, f.
11.3. 1960, gift Elíasi Birni Árna-
syni. Fósturbörn þeirra eru: a) Sól-
rún Ágústa Ingibjörg, f. 9.8. 1992;
Elsku afi minn, þú varst mér svo
góður og mér þótti svo vænt um þig
og ég sakna þín mjög. Þegar ég var
yngri og bjó styttra frá þér en núna
fengum við krakkarnir oft að koma
með þér í sund. Þú leyfðir okkur allt-
af að vera með þér ef við vildum. Þú
hrósaðir mér alltaf fyrir það sem ég
var að gera, t.d. við tónlistarnámið
sem ég er í.
Oft var fjör í sumarbústaðnum
þínum þegar öll fjölskyldan var þar
saman komin. Það verður skrítið að
koma í Hamraborgina eða sumarbú-
staðinn þegar þú ert ekki þar, en ég
á góðar minningar um þig til að ylja
mér við. Ég þakka þér fyrir góðar
stundir.
Hulda Haraldsdóttir.
Á lífsleiðinni hittir maður menn
sem gaman er að hafa átt samleið
með, Hannes Alfonsson var slíkur
maður. Í fjölda ára var hann virkur í
félagsstarfi Ungmennafélagsins
Breiðabliks þar sem hann vann öt-
ullega í fjölmörgum deildum félags-
ins. Hannes á því þátt í því öfluga
uppeldis- og íþróttastarfi sem skilað
hefur svo góðum árangri fyrir sam-
félagið í Kópavogi. Í þessu starfi
studdi kona hans Halldóra hann með
ráðum og dáð.
Síðustu árin var Hannes virkur
þátttakandi í fimleikaflokki eldri
borgara í Breiðabliki og hópi félaga
sem mætti hvern laugardag til þess
að taka þátt í getraunum. Starfsemi
Breiðabliks hefur notið góðs af get-
raunastarfi flokksins auk þess sem
félagar hafa verið boðnir og búnir að
aðstoða félagið við ýmis aðkallandi
störf og var Hannes þar engin und-
antekning. Þrátt fyrir heilsuleysi síð-
ustu árin hefur hann sýnt fádæma
dugnað og verið hrókur alls fagnaðar
í starfi fimleika- og getraunahópsins.
Nú fyrir páska kvaddi hann okkur fé-
lagana hress í anda eins og endranær.
Um páskana fengu þau Halldóra
son sinn og afastrák frá Kanada og
ákvað fjölskyldan að sameinast fyrir
norðan þar sem dætur þeirra búa.
Hannes andaðist í faðmi fjölskyldu
sinnar laugardaginn fyrir páska. Við
félagar Hannesar kveðjum hann með
þakklæti fyrir samstarfið og sendum
konu hans, börnum og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Félagar í fimleika- og
getraunahóp eldri Blika.
Félagi okkar, Hannes Alfonsson, er
fallinn frá. Hann var einn af okkar
eldri og reyndari félagsmálamönnum
og tók lengi þátt í félagsstarfinu. Það
er sjónarsviptir að Hannesi því hann
var skemmtilegur karakter og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og mál-
efnum.
Hann var einkum virkur innan
knattspyrnudeildar og var meðal ann-
ars einn af upphafsmönnum get-
raunastarfsins. Þá var ekki tölvu-
tæknin til að létta mönnum starfið
heldur var þetta hrein handavinna.
Það voru ófáar vinnustundirnar sem
fóru hjá Hannesi í að dreifa getrauna-
miðum, ná í útfyllta seðla og koma
þeim til skila. En eins og allt sem
Hannes gerði, gerði hann þetta vel
og gaf getraunastarfið knattspyrnu-
deildinni góðar tekjur. Síðar tók
Hannes sæti í stjórn knattspyrnu-
deildar en lengst af sat hann í stjórn
Styrktarmannafélags deildarinnar
og skilaði þar góðu starfi.
Hannes var duglegur að mæta á
aðalfundi knattspyrnudeildar og
þeir voru fáir fundirnir sem hann
ekki tók til máls á. Segja má að menn
hafi fengið hálfgerð fráhvarfsein-
kenni þegar Hannes hætti að mæta
þar. En það var ekki nóg með að
Hannes tæki þátt í félagsstarfi
Breiðabliks heldur var hann einnig
mikill áhugamaður um bridge og
spilaði fyrir UMSK á nokkrum
landsmótum. Þar að auki stóð Hann-
es að því að stofna tennis- og bad-
mintondeild innan Breiðabliks og
starfaði sú deild í nokkur ár á meðan
Hannes veitti henni forstöðu.
Hannes tók sér frí frá Blikum í
nokkurn tíma en tók upp þráðinn aft-
ur fyrir nokkrum árum þegar hann
fór að mæta með hinum frábæra
heldrimannahópi Blika í leikfimi í
Smáranum og í getraunirnar á laug-
ardagsmorgnum. Þar hafði Hannes
ýmislegt til málanna að leggja þó svo
að heilsan og krafturinn hafi ekki
verið eins mikill og áður fyrr. Fyrir
hið heilladrjúga starf sem Hannes
lagði á sig í þágu félagsins sæmdi að-
alstjórn hann nafnbótinni Silfurbliki
árið 1993. Breiðablik sendir ástvin-
um Hannesar samúðarkveðjur og
það er víst að hans verður saknað á
Blikasvæðinu.
Aðalstjórn Breiðabliks.
HANNES
ALFONSSON
Í dag kveðjum við
Svanhvíti Jónsdóttur
eða Svönu í Gróf. Ég
sá hana fyrst fyrir um
aldarfjórðungi þegar ég tengdist
fjölskyldu hennar. Það var gott að
koma til hennar enda var þar gest-
kvæmt, margir sem komu við og
fengu kaffi og meðlæti. Hún var
ættrækin og fylgdist vel með sínu
fólki.
Eins og hjá svo mörgum af henn-
ar kynslóð var lífsbaráttan stundum
SVANHVÍT JÓNÍNA
JÓNSDÓTTIR
✝ Svanhvít JónínaJónsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 29.
október 1915. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði á föstu-
daginn langa, 25.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 4.
apríl.
erfið en hún hafði létta
lund og var yfirleitt já-
kvæð og glaðleg. Hún
var ekki fyrir að
kvarta og kveina og
krafðist ekki mikils,
var hógvær og jafnvel
hlédræg en naut sín
vel innan um stórfjöl-
skylduna og tók þátt í
söng og gleði sem þar
ríkti jafnan þegar hún
kom saman.
Þó man ég að þegar
rætt var um kjör
verkafólks eða þeirra
sem minna máttu sín
gat kerla hvesst sig.
Svana var orðin fullorðin þegar
hún kynntist manni sínum Bjarna
Oddssyni sem lést fyrir 13 árum.
Þótt hún eignaðist ekki börn má
segja að hún hafi átt fjölda barna-
barna því í augum margra systk-
inabarna hennar og þeirra barna
einnig var hún sem amma. Þessu
ömmuhlutverki skilaði Svana ein-
staklega vel, fylgdi eiginlega alveg
forskriftinni. Börnin hændust að
henni og treystu henni. Hún var ró-
leg og hlý en gat verið glettin og
hressileg og tekið þátt í ærslum
þeirra og leikjum. Hún huggaði og
gaf klapp á koll og laumaði mola í
munn eftir því sem við átti. Margir
eru Svönu þakklátir fyrir þessar
stundir.
Eftir að Bjarni lést bjó Svana í
sambýli við fjölskyldu bróðurdóttur
sinnar og nöfnu. Ég held að allir
hafi notið góðs af þeirri sambúð.
Aðdáunarvert var hve vel þau
Svana yngri og fjölskylda hugsuðu
um frænku sína, tóku hana með í
ferðalög og útilegur meðan heilsan
leyfði.
Heilsu Svönu hrakaði síðustu ár-
in enda aldurinn orðinn hár. Ég
trúi því að hún hafi verið sátt við að
fá hvíldina, hún hafi jafnvel verið
henni kærkomin. Sú hugsun er okk-
ur huggun sem kveðjum hana nú.
Við fjölskyldan hér á Króknum
þökkum Svönu samfylgdina og fyrir
allt sem hún hefur fyrir okkur gert
og vottum aðstandendum samúð
okkar.
Örn Ragnarsson.