Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 37
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Afgreiðsla/lagermaður
Matvælafyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að
ráða vanan mann í afgreiðslu og lagerstörf.
Lyftarapróf og tölvukunnátta skilyrði.
Upplýsingar í síma 530 7700.
Gæsluleikvöllur
Mosfellsbæjar
Starfsfólk óskast
Starfsfólk óskasttil starfa við gæsluleikvöll-
inn frá 1. maí til 31. ágúst.Um er að ræða
stöðu forstöðumanns gæsluleikvallar og
stöðu aðstoðarstarfsmanns. Kjör er skv.
samningum Stamos og Launanefndar sveit-
arfélaganna. Gæsluleikvöllurinn er fyrir
börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára.
Á gæsluleikvellinum gefst börnum tækifæri
á að leika sér í öruggu og skemmtilegu um-
hverfi undir eftirliti starfsfólks.
Umsóknum má skila í Þjónustuver Mos-
fellsbæjar, Kjarna, 1. hæð.
Nánari upplýsingar gefurundirrituð í
síma5256700
Leikskólafulltrúi
Raðauglýsingar 569 1111
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar-
stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 25, eignarhl. Hrísey (215-6246), þingl. eig. Anton Már
Steinarsson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., föstudaginn 8. apríl 2005
kl. 10:00.
Bakkasíða 9, Akureyri (214-5051), þingl. eig. Jóhann Grímur Hauks-
son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 8. apríl
2005 kl. 10:00.
Brekkugata 12, íb. 01-0001, Akureyri (214-5432), þingl. eig. Guðmund-
ur Stefánsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ríkisútvarpið,
föstudaginn 8. apríl 2005 kl. 10:00.
Eyrarvegur 1, íb. 01-0101, Akureyri (214-6021), þingl. eig. Bryndís
Jóhannesdóttir og Hörður Sigurharðarson, gerðarbeiðandi Spari-
sjóður Norðlendinga, föstudaginn 8. apríl 2005 kl. 10:00.
Frostagata 6b, iðnaðarhús 01-0101, Akureyri (214-6468), þingl. eig.
Björn Berg Gunnarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 8. apríl 2005 kl. 10:00.
Granaskjól 1, hesthús norðurhl., Akureyri (215-2229), þingl. eig.
Valgarður Óli Jónasson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstu-
daginn 8. apríl 2005 kl. 10:00.
Grund, Grýtubakkahreppi, (153041), þingl. eig. Guðrún F. Helgadóttir,
gerðarbeiðandi Grýtubakkahreppur, föstudaginn 8. apríl 2005
kl. 10:00.
Hafnarstræti 18, 01-0101, Akureyri (214-6857), þingl. eig. Guðmundur
Þorgilsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og sýslumaðurinn
á Akureyri, föstudaginn 8. apríl 2005 kl. 10:00.
Hvammshlíð 3, íb. 01-0201, Akureyri (214-7959), þingl. eig. Auður
Árnadóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn
8. apríl 2005 kl. 10:00.
Karlsrauðatorg 22, Dalvíkurbyggð (215-5036), þingl. eig. Susana
Turago Araojo, gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, föstudaginn 8. apríl
2005 kl. 10:00.
Torfufell land íb. 01-0101, Eyjafjarðarsveit (215-9765), þingl. eig.
Rósa Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður sjómanna, föstudaginn 8. apríl
2005 kl. 10:00.
Urðargil 16, Akureyri (fastanr. (224-8513), þingl. eig. Gunnar Berg
Gunnarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
8. apríl 2005 kl. 10:00.
Vaðlafelli, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0458), þingl. eig. Jóhannes
Halldórsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., föstudaginn 8. apríl
2005 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
4. apríl 2005.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Gránugötu 4—6,
Siglufirði, mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 13:50 á eftirfarandi
eign:
Hólavegur 4, fastanr. 213-0415, þingl. eig. Ómar Geirsson, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
1. apríl 2005.
Guðgeir Eyjólfsson.
Tilboð/Útboð
ÚTBOÐ
Verkfræðistofan Línuhönnun hf., f.h. Húsfélagsins
Hvammabraut 2-16, óskar eftir tilboðum í viðhald og
endurbætur utanhúss á Hvammabraut 2-16
í Reykjavík. Verkið felst í hefðbundnum steypu- og
gluggaviðgerðum, staðbundnum viðgerðum á þaki
og þéttidúk á svölum, sem og endurmálun utanhúss.
Verkinu er skipt upp í tvo áfanga, sem verða
framkvæmdir sumarið 2005 og sumarið 2006.
Áfangi nr. 1: Viðgerðir á bakhlið og gafli.
Áfangi nr. 2: Viðgerðir á framhlið og gafli.
Helstu magntölur eru:
Múrviðgerðir á flötum 65 m²
Viðgerðir á ryðpunktum 250 stk.
Endurnýjun á þéttilistum faga 130 m
Þétting milli karms og steypu 120 m
Endurnýjun dúks á svölum 350 m²
Endurnýjun þéttingar undir
áfellum á þaki 350 m
Endurmálun glugga 4500 m
Endurmálun útveggja 3370 m²
Endurmálun þaks 1740 m²
Endurmálun flata 3350 m²
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000,- kr. skilatryggingu á
verkfræðistofunni Línuhönnun hf.
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. apríl
2005, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Suðurlandsbraut 4A - 108 Reykjavík
Sími: 585 1500 - Fax: 585 1501 www.lh.is - lh@lh.is
13078
Hótel Valhöll, Þingvöllum
Rekstur tímabilið 2005-2010
Ríkiskaup f.h. forsætisráðuneytisins leitar hér
með eftir áhugasömum og fjárhagslega
traustum aðila til viðræðu um að taka að sér
rekstur Hótels Valhallar á Þingvöllum tímabilið
maí 2005 til loka september 2010.
Rekstrarskilmálar liggja frammi í afgreiðslu
Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Áhugasamir aðilar leggi inn nöfn ásamt upp-
lýsingum um fjárhagslega og faglega getu
til Ríkiskaupa, eigi síðar en mánudaginn
18. apríl nk. Áhugasömum aðilum gefst kostur
á að kynna sér ástand fasteignarinnar þriðju-
daginn 12. apríl nk. kl. 14-16.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 154458-8½ I*
HLÍN 6005040519 VI
Hamar 6005040519 I
FJÖLNIR 6005040519 III
EDDA 6005040519 I
Mín kæra vinkona.
Þegar ég sit og rita
þessi kveðjuorð til þín
koma minningarnar um
okkar samveru skýrt
upp í hugann og mér finnst þú sitja
hér við hlið mér og hlæja eins og við
gerðum svo oft í Bústaðahverfinu.
Skýrastir eru þó endurfundir okkar
þegar ég kom aftur og aftur úr Vest-
mannaeyjum, vertíðarbarnið sem
flakkaði á milli skóla. Ef ég hefði ekki
átt svona góða vini þegar ég kom til
ERNA
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Erna Sigurðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. sept-
ember 1948. Hún lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 30. mars
síðastliðinn og var
hún jarðsungin frá
Fossvogskirkju 4.
apríl.
baka, sem alltaf biðu
með opinn faðminn, þá
hefði mín æska verið
öðruvísi. Úr herberginu
mínu gátum við horft
heim til þín og fylgst
með hvenær pabbi þinn
kom úr vinnunni og
systkini þín kæmu
heim. Þið voruð fjöl-
skylda sem allir horfðu
til með aðdáun, sam-
staða ykkar og dugnað-
ur að halda heimili án
móður var aðdáunar-
verður.
Okkur leyfðist
kannski ýmislegt á Bústaðaveginum
þegar enginn var heima en það var
skemmtilegur tími. Við vorum alltaf
að grínast og létum engan trufla okk-
ur við fíflaganginn. Við hneyksluðum
marga þegar við gengum niður
Laugaveginn eins og Bakkabræður
með annan fótinn í rennusteininum og
hinn á gangstéttinni og átum heila
franskbrauðslengju á leiðinni. Eða
þegar við mættum í afmæli til Hall-
dóru vinkonu með heilu ljóðabálkana
af frumsömdum kveðskap um ýmis-
legt skondið og skemmtilegt, allavega
fannst okkur þetta allt svo skemmti-
legt.
Svo tók alvara lífsins við og við sát-
um grafalvarlegar í kennslustundum í
Réttó, en samt var hvert tækifæri
notað til að stríða kennurunum eða
bregða á leik. Það er bannað að rifja
upp margt af því sem við gerðum, en
samt vorum við ágætar stelpur og
stóðum okkur þokkalega í leik og
starfi. Það er líka mikils vert að geta
rifjað upp vinskap sem staðið hefur
óslitið í fimmtíu ár. Þegar við vorum
komnar með fjölskyldur og eignuð-
umst börn var samt fundinn grund-
völlur til að halda sambandinu og þá í
gegnum okkar góða saumaklúbb sem
enn er vettvangur sterkrar vináttu. Í
gegnum öll þessi ár höfum við fundið
okkur tilefni til að hittast. Fyrst gerð-
um við handavinnu, síðan var farið að
staga í sokka og gera við saumsprett-
ur, nú gerum við ekkert í saumaklúbb
nema það sem er skemmtilegt, förum
í bíó eða í leikhús, á kaffihús eða höld-
um glæsilegar veislur heima hjá hver
annarri. Eitt sem var alltaf til staðar
var hlátur og kátína og þar áttir þú
svo sannarlega stóran þátt. Alveg
fram á það síðasta í þínum veikindum
varstu að grínast og léttleikinn var yf-
ir þér til hinstu stundar.
Það eru margar minningar sem við
eigum úr árlegum sumarbústaðaferð-
um, úr Hrísey, frá Þingvöllum, úr
Þrastaskógi eða Stokkseyri.
Við ætlum að vera duglegar að
halda áfram að hittast og hlæja í
saumaklúbb og þú verður að vera
með okkur þar, Erna mín, þú munt
fylgjast með öllu frá þeim stað sem þú
hefur besta útsýni af öllum. Nú sitjið
þið Hugrún saman og brallið eitthvað
skemmtilegt.
Við í saumaklúbbnum biðjum góð-
an Guð að styrkja Jón og börnin þín
og barnabörnin, sem áttu skemmti-
legustu og bestu ömmu sem hugsast
getur.
Þín vinkona
Hildur.
Mér var mikið brugðið þegar ég
opnaði Morgunblaðið hinn 1. apríl síð-
astliðinn og sá að Erna Sigurðardótt-
ir, fyrrverandi þjónustufulltrúi minn
hjá Íslandsbanka, var látin. Ég hafði
ekki hugmynd um veikindi hennar.
Það var með smátrega að ég gekk
inn í bankann á Kirkjusandi til að
eignast þjónustufulltrúa sem gæti
hjálpað mér með fjármálin mín. Mér
fannst erfitt að hugsa það til enda að
einhver ókunnugur væri að vasast í
mínum fjármálum. Þetta var árið
2002.
Ég var svo heppin að setjast hjá
Ernu minni og strax tókst með okkur
góður vinskapur og fullur trúnaður.
Hún var alltaf boðin og búin að að-
stoða, alveg sama hvað það var, og
það er henni að þakka að fjármál mín
eru í eins góðum farvegi og raun ber
vitni. Eftir að hún hætti sem þjón-
ustufulltrúi hjá bankanum fékk ég
reyndar annan sem er ekki síðri. Það
er greinilegt að Íslandsbanki ræður
afbragðsfólk til starfa.
Það er með miklum trega sem ég
kveð vinkonu mína Ernu og þakka
henni allt sem hún gerði fyrir mig.
Fjölskyldu hennar votta ég mína
dýpstu samúð í þeirra miklu sorg.
Guð varðveiti minningu frábærrar
konu.
Helga Möller.