Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 41 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Í dag, 5. apríl, eráttræður Þorsteinn R. Helga- son. Þorsteinn dvelur að heiman á af- mælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 5. apríl, erfimmtug Guðbjörg María Kristjánsdóttir, Básahrauni 22, Þor- lákshöfn. Eiginmaður hennar er Þor- valdur Garðarsson. Guðbjörg verður með heitt á könnunni á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 5. apríl, erfimmtugur Björn Gíslason framkvæmdastjóri. Eiginkona hans er Karólína Gunnarsdóttir. Af því tilefni taka þau á móti gestum föstudaginn 8. apríl kl. 17–19 í Versölum, Hallveig- arstíg 1. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 5. apríl, erfimmtug Hjördís Hannes- dóttir, Neðstaleiti 11. Þeim sem vilja samgleðjast henni er velkomið að líta inn eftir kl. 16. Mannréttindastofnun Háskóla Íslandsog Mannréttindaskrifstofa Íslandsundirbúa nú ráðstefnu um áhrif nýrramannréttindaákvæða stjórnarskrár- innar frá 1995, sem haldin verður föstudaginn 8. apríl kl. 13.30 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Gestafyrirlesari á ráðstefnunni er Veli- Pekka Viljanen, prófessor í stjórnskipunarrétti við háskólann í Turku í Finnlandi, sem mun fjalla um áhrif nýrra mannréttindaákvæða finnsku stjórn- arskrárinnar sem komu inn árið 1995. Þá mun Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, flytja erindi sem nefnist Næstu skref. Er frekari breyt- inga þörf á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár- innar? og Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands, halda erindi sem nefnist Áhrif nýju mannréttindaákvæðanna til aukinnar verndar mannréttinda í íslenskum rétti og dóma- framkvæmd. Að sögn Bjargar er ráðstefnan haldin í tilefni þess að tíu ár eru síðan ný mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar tóku gildi. „Markmiðið er að fjalla um það hver áhrif þeirra hafa orðið á vernd mannréttinda í íslenskum rétti síðan. Nýju ákvæð- in leystu af hólmi mannréttindaákvæði sem höfðu lítið breyst frá fyrstu stjórnarskrá Íslands árið 1874 og voru að mörgu leyti orðin úrelt,“ segir hún. Hvaða nýju mannréttindaákvæði bættust við ís- lensku stjórnarskrána árið 1995? „Ýmis ný grundvallarréttindi bættust við stjórn- arskrána og var sérstaklega tekið mið af helstu al- þjóðlegu mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Sem dæmi má nefna almennu jafnræð- isregluna og rétt til réttlátrar málsferðar fyrir dómstólunum. Þá komu inn mun ítarlegri ákvæði um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og einnig um skoðana- og tjáningarfrelsi en áður var aðeins prentfrelsið verndað þar.“ Hvað hafa þær breytingar haft í för með sér? „Ég tel að áhrif þeirra séu víðtæk. Dómstólar hafa kveðið upp fjölda dóma á þessum tíma um túlkun þeirra. Eru dómar þar sem fjallað er um mannréttindi venjulega ítarlegar rökstuddir en áð- ur og áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga þar hafa vaxið. Þá koma nýju stjórnarskrárákvæðin við sögu í mörgum álitum umboðsmanns Alþingis. Loks hefur þekking bæði borgaranna og handhafa ríkisvalds á efni mannréttindaákvæða aukist og þau hafa ótvírætt haft áhrif á lagasetningu.“ Er aðstaðan sambærileg á Íslandi og í Finn- landi? „Það er áhugavert að bera þetta saman en Finn- ar fengu líka nýjan mannréttindakafla í sína stjórn- arskrá árið 1995. Ganga þau ákvæði að mörgu leyti lengra en í íslensku stjórnarskránni, t.d. um skyld- ur ríkisins til að tryggja ýmis félagsleg réttindi og um rétt manna til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða umhverfið. Svarið við því hver eru raunveru- leg áhrif nýrra mannréttindaákvæða ræðst hins vegar af fleiri þáttum en áferðarfallegum texta í stjórnarskrá. Þar þarf að skoða hlutverk stjórn- arskrárinnar og mörk endurskoðunarvalds dóm- stóla gagnvart lagasetningarvaldinu. Það verður því fróðlegt að sjá hvort reynsla Finna á þessu sviði er sambærileg við okkar.“ Stjórnarskrá | Ráðstefna um áhrif nýrra mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar  Björg Thorarensen er fædd í Reykjavík 1966. Stúdent frá MR 1985 og lagapróf frá HÍ 1991. Lauk LL.M-prófi frá Ed- inborgarháskóla í stjórnskipunarrétti og mannréttindum 1993. Stundakennari í þeim greinum við lagadeild HÍ frá 1994–2002. Skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu 1996–2002. Prófessor við lagadeild HÍ frá mars 2002. Formaður stjórn- ar MHÍ frá febrúar 2004. Ótvíræð áhrif á réttarframkvæmd Störf lögreglumanna STÖRF lögreglumanna eru því miður oft vanmetin. Oft er það þannig að lögreglumenn þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á nokkrum sek- úndum, já, ákvarðanir til að vernda líf og limi borgara þessa lands. Lögreglumenn eiga ekki upptök að þeim málum sem þeir þurfa að koma að en þurfa svo jafnvel að gjalda dýru verði ef ákvarðanir þeirra, sem oft eru teknar á sek- úndubroti, reynast rangar. Ég hef í gegnum árin, starfa minna vegna, oft og iðulega þurft að hafa samskipti við lögreglu og hef ég aldrei mætt öðru en góðu og faglegu viðmóti. Viðmót þeirra hefur í alla staði verið stétt þeirra til sóma. Kannski að þeir sem erfitt eiga með að lifa eftir leikreglum sam- félagsins ættu að líta sér nær áður en þeir hlaupa upp til handa og fóta í klögum og kærum á hendur þeim sem skyldugir eru að lögum til að hafa af þeim afskipti okkur hinum til verndar. Ég vil að lokum segja við lög- reglumenn, haldið ótrauðir áfram að sinna skyldum ykkar, allavega er ég ykkur þakklátur. Skattgreiðandi. Strætó – leið 7 ÉG er einn þeirra sem nota strætó mjög oft og er sú þjónusta frábær. En nýlega hætti leið 7 að stoppa á móts við Fossvogskapellu og finnst mér það mjög slæmt, t.d. ef um jarð- arför er að ræða eða ég, eða aðrir, vilja vitja leiða ástvina. Tillaga mín er sú að leið 7 komi við hjá Fossvogskapellu á milli kl. 10 og 17, eftir það er mjög lítil umferð. Athugið að þeir sem þurfa á þess- ari þjónustu að halda eru eldri borg- arar og mættu ferðirnar vera á klukkutíma fresti. Vilhjálmur K. Sigurðsson, Njálsgötu 48a, Rvík. Góð þjónusta hjá VÍS ÉG vil koma því á framfæri að mér finnst þjónustan hjá VÍS til fyr- irmyndar. Ég varð fyrir vatnstjóni í kjallara þar sem hlutir skemmdust. Kom ég til þeirra hjá VÍS með lista yfir muni sem skemmdust á fimmtu- degi og var búin að fá þá bætta á föstudegi. Finnst mér þetta frábær þjónusta. Ánægður viðskiptavinur. Morgunblaðið/Júlíus Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is60 ÁRA afmæli. Í dag, 5. apríl, verður sextugur Bárður Árni Steingrímsson, Brekkubraut 3, Kefla- vík. Hann tekur á móti gestum í Há- skóla Íslands, Tæknigarði, milli kl. 18.30 og 20.30 að hætti sjávardýrasala. TÍU myndlistarnemar úr Garðabæ opna í dag kl. 17:30 málverkasýn- ingu í húsnæði Sparisjóðsins í Garðabæ. Hópurinn, þar af 6 starfsmenn á bæjarskrifstofu Garðabæjar, hefur málað saman síðan árið 2000. Síðustu tvö ár hefur hópurinn verið á kvöld- námskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ undir handleiðslu Sig- ríðar Sigurðardóttur myndlist- arkennara. Myndefnið er mjög fjölbreytt en allar þykja myndirnar lýsa mikilli sköpunargleði. Sýningin verður opin á af- greiðslutíma sparisjóðsins fram til 25. apríl frá kl. 9:15–16:00 Þeir sem sýna eru: Alfreð Atla- son, Dröfn Ágústsdóttir, Edda Tryggvadóttir, Herjólfur á Heyg- um Kolbrúnarson, Hulda Ósk Gränz, Ingibjörg Símonardóttir, Ólöf Sighvatsdóttir, Steinunn Huld Atladóttir, Trausti Valsson og Unnur Jóhannesdóttir. Myndlistarnemar sýna í Garðabæ 5. apríl Álítir þú þitt ævintýri bíða eftir þér hér við skógarlundinn fríða, þá farðu hjá og freistaðu ekki hinnar fjöllyndu sumarungu gæfu þinnar, og vík þér undan því að sjá hið sanna: sandfok á eyðimörkum vonbrigðanna. Páll H. Jónsson (f. 1909): Farið framhjá Önnur afmælisbörn dagsins: Algernon Charles Swinburne 1837 (Bretland) og Gísli J. Ástþórsson 1923. Árbók bókmenntanna Í tilefni af viku bókarinnar 19.–25. apríl mun Félag íslenskra bóka- útgefenda gefa út bók sem bóksalar munu afhenda viðskiptavinum sínum að gjöf þessa daga. Bókin nefnist Árbók bókmenntanna og er skipt niður á alla daga ársins og er birt ljóð eða tilvitnun í einn eða fleiri höfunda sem afmæli eiga þann dag. Ritstjóri bókarinnar er Njörður P. Njarðvík. Morgunblaðið mun birta tilvitnun dagsins til loka viku bókarinnar. KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld síðari hluta myndar Reynis Oddssonar Hernámsárin, sem gerð var á árunum 1967–68. Síðari hlut- inn gerist allur á Íslandi og sýnir bandaríska hermenn marsera um götur, áherslur í varnarstarfinu breytast og herinn tekst á við ís- lenskar aðstæður. Sýnt er frá heim- sókn Henry L. Stinson, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, fjallað um ,,ástandið“ ofl. Fyrst verður sýnd stuttmyndin Slys sem Reynir gerði fyrir Slysa- varnafélag Íslands árið 1961. Hernámsárin í Bæjarbíói Hernámsárin er sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 20 í kvöld og end- ursýnd á laugardag kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.