Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 43

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 43 TILKYNNING um sölu á hlutabréfum íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. Sala á eignarhlut ríkisins verður háð eftirfarandi skilyrðum: a) Að enginn einn einstakur aðili, skyldir eða tengdir aðilar, eignist stærri hlut í Símanum, eða í félagi sem stofnað er til kaupa á hlut ríkisins í Símanum, en 45%, beint eða óbeint, fram að skráningu félagsins á Aðallista í Kauphöll. b) Að tiltekinn hluti keyptra hlutabréfa og ekki minna en 30% af heildarhlutafé félagsins verði af hálfu kaupanda boðinn almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007, og sala á hlutum í félaginu til annarra eigi sér ekki stað fyrr en að lokinni slíkri sölu. c) Að Síminn verði skráður á Aðallista Kauphallar hér á landi að uppfylltum skilyrðum Kauphallarinnar samhliða sölu til almennings og annarra fjárfesta, og inn- lausnarrétti verði ekki beitt gagnvart núverandi hluthöfum í Símanum (1,233%) fram að skráningu félagsins á Aðallista Kauphallar. d) Að kaupandi fari ekki með eignaraðild, beina eða óbeina, í fyrirtækjum í samkeppni við Símann hér á landi. Athygli er vakin á því að hér er ekki um almennt útboð að ræða samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003. Söluhlutur Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, f.h. fjármálaráðherra, hyggst selja allan eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum), alls að nafnverði 6.949.732.496 kr., í einu lagi til eins hóps kjölfestufjárfesta. Um er að ræða 98,767666% af útgefnu heildarhlutafé í félaginu. Skil á óbindandi tilboðum. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að koma til álita sem kaupendur eignarhlutar íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. skulu skila inn tilboðum til Morgan Stanley fyrir kl. 16.00 föstudaginn 6. maí 2005. Nöfn tilboðsgjafa verða kynnt opinberlega að tilboðsfresti liðnum og verða óskir um nafnleynd ekki virtar. Aðferðafræði við sölu Allir áhugasamir aðilar, sem hafa til þess getu, nægjanlega reynslu og fjárhagsleg- an styrk til að ljúka kaupum, koma til greina sem kaupendur. Upplýsingar um gang söluferlisins verða gefnar út með reglulegu millibili, en eðli máls samkvæmt verða ákveðnar upplýsingar varðandi söluferlið bundnar trúnaði, sem og til að viðhalda forsendum til samkeppni. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu í júlí nk. Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum. Ráðherranefnd um einkavæðingu tekur ákvörðun um við hvaða aðila verður samið, að fengnum tillögum fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu. Við mat á tilboðum verður meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýn varðandi rekstur Símans, starfsmenn fyrirtækisins og þjónustu í þéttbýli og dreifbýli næstu fimm árin, og annarra viðeigandi þátta. Kynningargögn Áhugasamir bjóðendur geta óskað eftir kynningargögnum með því að senda umsjónaraðila útboðsins, Morgan Stanley Ltd. í Lundúnum, skriflegt erindi þess efnis. Nánari upplýsingar er jafnframt unnt að nálgast hjá umsjónaraðila. Erindi til umsjónaraðila útboðsins skulu merkt: Morgan Stanley Ltd. European Media & Communications Group att. Bertrand Kan 25 Cabot Square, Canary Wharf London E14 4QA UK. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 13, vinnustofa og jóga kl. 9, línudans kl. 11, baðþjónusta fyrir hádegi alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handavinna kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, vefnaður, leikfimi, línudans, boccía, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 Kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Staf- ganga kl. 9, leiðbeinandi Halldór Hreins- son. Skák kl. 13. Á miðvikudag ganga Göngu–Hrólfar frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10. Félag kennara á eftirlaunum | Bridge í KÍ-húsi kl. 13 og tölvustarf í Ármúla- skóla kl. 16.20 í stofu 24. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | „Heimabrugg“. Vertíðarlok Leshóps FEBK þriðjudag 5. apríl kl. 20. 14 eldri borgarar lesa eigin ljóð og laust mál. Guðmundur Magnússon leikur eigið lag við ljóð Heiðar Gestsdóttir. Gestur verð- ur sr. Hjálmar Jónsson, einn af þekktari hagyrðingum landsins. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, inni–golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli er málun kl. 9.30, karlaleikfimi og búta- saumur kl.13. Leshringur bókasafnsins kl. 10.30. Opið hús í safnaðarheimili á vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing FEBG á samastað kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofa opinn. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur op- inn. Á morgun kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Allar uppl. á staðnum í síma 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður og hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11:30, Saum- ar og bridge kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13 kortagerð o.fl. hjá Sigrúnu, boccia kl. 9.30–10.30, bankaþjónusta kl. 9.45, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Betri stofa og listasmiðja 9–16. Handverk og tréskurður. Leikfimi kl. 10. Bókabíll 14.15–15. Bónus kl. 12.40. Hár- greiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerð- arstofa 897 9801. Skráning i framsögn og þæfingu í apríl og maí. Uppl. s. 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Bingó í Fjöln- issal kl. 14:00 miðvikudag. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, smiði, kl.9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 postulínsmálning, kl. 14 leikfimi. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Bingó í kvöld kl. 19:30 í fé- lagsheimilinu Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl 10.15–11.45 enska, kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13– 14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt almenn, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, leikfimi kl. 10, Félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18.30 alla þriðjudaga. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl:11:15. Léttur málsverður, helgistund í umsjá Kjartans Sigurjónssonar organista. Samvera, kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17:00–18:15, á neðri hæð. Bænastund kl. 17:30. Alfa hátíð kl. 20:00. www. digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir fullorðna á þriðjudögum kl. 13–16. Spil- að, upplestur, kaffi, helgistund í lokin. Strákastarf, 3.–7. bekkur, kl. 16.30– 17.30. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Ví- dalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og bridge. Röbb- um saman og njótum þess að eiga sam- félag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14:30. Helgistund í kirkjunni kl. 16:00. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl.sími: 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13:30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17:30–18:30, Æskulýðsfélag Graf- arvogskirkju kl. 19:30, fyrir 8. bekk. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er hvern þriðjudag í Hjallakirkju kl. 9.15– 11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar, héraðsprests. Bæna- og kyrrð- arstundir kl. 18. KFUM og KFUK | AD KFUM fundur fimmtudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Athugið breytt fundarefni „Upphaf píetisma á Íslandi“. Guðmundur Ingi Leifsson sér um efnið. Hugleiðingu hef- ur sr. Ragnar Gunnarsson. Kaffi. Allir karlmenn velkomnir. Kópavogskirkja | Bænastund í kirkjunni þriðjudaginn 5. apríl kl. 12:10. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 miðvikudagskvöld kl. 20. „Ákalla Drott- in.“ Ræðumaður er Jóhannes Ólafsson. Nýtt frá Eþíópíu. Kaffi. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 16:00 TTT (5.–7. bekkur) Kl. 19:45 Trúfræðsla. Tveir hóp- ar í boði: a. Sorgarhópur. b. Íhugun og umræður um guðspjall næsta sunnu- dags. Kl. 20:30 Kvöldsöngur í kirkjunni. 12 sporahópar koma saman í kvöld- söngnum og halda svo áfram sinni vinnu á meðan aðrir setjast í kaffispjall. BÓKAÚTGÁFAN Salka og heilsu- miðstöðin Maður lif- andi hafa ákveðið að bjóða Barböru Berger og Tim Ray aftur til Íslands, en þau héldu fyr- irlestur hér í fyrra þar sem færri kom- ust að en vildu. Á miðvikudag og fimmtudag kl. 20.00–23.00 munu þau halda fyr- irlestur sem ber yf- irskriftina 4 leiðir til hamingju. Fund- arstaður er Maður lifandi, Borgartúni 24. Við viljum öll vera hamingjusöm en oftar en ekki er leiðin vandrötuð. Getur það verið vegna þess að við vitum ekki hvað raunveruleg hamingja felur í sér? Á fyrirlestrinum verður kennd einföld og markviss að- ferð til þess að lifa hamingjuríku lífi. Við þurfum aðeins 4 leiðir til að ná settu marki og þær eru fólgnar í hugleiðslu, manngæsku, umhyggju fyrir öðrum og að ná stjórn á huganum, segir Berger. Útskýrt verður af hverju og hvernig við getum notað þessar 4 leiðir til þess að verða ham- ingjusamari og lifa lífinu eftir okkar höfði. „Bækur Barböru hafa heillað Íslendinga jafnt og aðra en grundvallarhugsunin í þeim er sú að við séum það sem við hugsum og að við getum þjálfað hugann líkt og við þjálfum lík- amann. Þess vegna sé nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir hvernig við tölum við okkar innri mann og velja úr hvaða hugsanir gera okkur gott og hjálpa okkur að ná settu marki. Skyndibit- arnir eru aðgengilegar bækur fyrir önnum kafið fólk sem ekki hefur tíma til að lesa lang- dregnar og fræðilegar pæl- ingar,“ segir í kynningu frá Sölku. Aðgangseyrir er 3.900 kr. Berger og Ray með fyrirlestur Barbara Berger rithöfundur. DAGBÓK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.