Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 45
MENNING
ÞÝSKI píanóleikarinn Susanne
Kessel heldur tónleika í Nor-
ræna húsinu á miðvikudag í boði
Goethe-Zentrum. Þetta eru al-
þjóðlegir tónleikar með þýsku
þema því á Kaliforníutónleikum
sínum flytur Kessel annars veg-
ar verk þýskra og austurrískra
tónskálda sem flúðu ofríki nas-
ista og fengu hæli í Kaliforníu og
hins vegar verk tónskálda sem
voru áhrifavaldar í listsköpun út-
laganna.
Þannig fá tónleikagestir að
hlýða á „Vindhörpuna“ („Aeolian
Harp“) eftir Henry Cowell við
hlið tónsmíðar eftir Alexander
Siloti sem er rómantísk um-
samning á verki eftir Bach;
verkinu „Geglarinn“ („Jongleur“)
eftir Ernst Toch þar sem mjög
reynir á tæknisnilli flytjandans
er skipað við hlið prelúdíu eftir
Sergej Rakhmanínov og
„Tangós“ eftir Stravínskíj auk
þess sem flutt verður hin hæðn-
islega tónsmíð „Echoes from
Austria“ eftir Ernst Krenek. Inn
á milli gefur svo að heyra bæði
þekkt og minna þekkt verk sem
til urðu á árunum 1923–2003 –
eftir John Cage, Charles Chapl-
in, George Gershwin, óperettu-
tónskáldið Eric (Erich) Zeisl og
Walter Jurmann sem m.a. samdi
tónlist við kvikmyndir Marx-
bræðra.
Á morgun verður sérstakri
viðbót fléttað inn í efnisskrána
sem kveðju til Íslendinga: tón-
verki eftir Árna Egilsson sem
búsettur er í Los Angeles.
Susanne Kessel í
Norræna húsinu
Susanne Kessel
Vika bókarinnar er fram-undan, nánar tiltekið 19.–25.apríl. Vika bókarinnar er
samstarfsverkefni margra aðila á
vegum Bókasambands Íslands en
hitann og þungann bera Félag ís-
lenskra bókaútgefanda í samstarfi
við Rithöfundasamband Íslands.
Ragnheiður Tryggvadóttir,framkvæmdastjóri Rithöf-
undasambands Íslands, segir að
þátttaka Rithöfundasambandsins í
Viku bókarinnar sé m.a. fólgin í því
að aðstoða skóla, félög og stofnanir
við að komast í samband við höf-
unda og koma með hugmyndir að
viðburðum sem efna má til í Viku
bókarinnar. „Mikilvægt er að nýta
tækifærið til að undirstrika nauð-
syn þess að lesið sé fyrir börn og
jafnframt að þau hafi greiðan að-
gang að lesefni við sitt hæfi. Sér-
staklega má benda á að lokahátíðir
Stóru upplestrarkeppninnnar sem
staðið hefur yfir í skólum landsins
undanfarna mánuði fer einmitt
fram um þessar mundir. Þetta
metnaðarfulla framtak hefur oðið
til þess að efla mjög vitund fyrir
góðum upplestri, túlkun og máltil-
finningu í grunnskólum.
Rithöfundasamband Íslands er
einn af aðstandendum keppninnar.
Með aukinni upplýsingatækni og
sífellt greiðari samskiptum á al-
þjóðavísu er mikilvægara en
nokkru sinni að þjóðin viðhaldi til-
finningu sinni fyrir móðurmálinu.
Sá sem ekki kann til hlítar sitt móð-
urmál verður aldrei almennilega
læs á aðrar tungur,“ segir Ragn-
heiður.
Vika bókarinnar er síðan útgef-
endum hvatning til að gefa út bæk-
ur á vordögum og er margs for-
vitnilegs að vænta.
„Bjartur býður íslenskum les-
endum upp á fjölbreytt úrval góðra
bóka í kiljubroti á vordögum, rétt
eins og undanfarin ár, “ segir Jón
Karl Helgason, útgáfustjóri Bjarts.
„Vorbókaflóðið hófst í febrúar með
nýjum útgáfum á metsölubókunum
Englum og djöflum eftir Dan
Brown og Sögunni af Pí eftir Yann
Martel. Í kjölfarið sigldi ný þýðing á
smásögum eftir japanska meist-
arann Haruki Murakami, sem út
kom í mars. Þá eru væntanlegar
þrjár Bjartsbækur í viku bók-
arinnar í apríl: Ögrandi og óþægi-
leg ljóðabók eftir Steinar Braga,
áhrifarík dæmisaga um stríð, lygi
og hetjuskap eftir spænska rithöf-
undinn Javier Cercas og loks þýð-
ing á snilldarverkinu Steinsteypu
eftir Thomas Bernhard, einn at-
hyglisverðasta prósahöfund tutt-
ugustu aldar. Í maí gefur Bjartur
síðan út fyrsta verkið í Hnotskurn,
nýrri ritröð fræðirita. Þetta er bók-
in Líf af lífi: Gen, erfðir og erfða-
tækni eftir dr. Guðmund Eggerts-
son. Loks eru væntanlegar í júní,
ágúst og október nýjar þýðingar á
verkum eftir Andrej Kúrkov, J.M.
Coetzee og Bernardo Carvalho,“
segir Jón Karl.
Hjá JPV útgáfu varð Jóhann PállValdimarsson fyrir svörum.
„Við erum að leggja lokahönd á Úti-
vistarhandbókina eftir Pál Ásgeir
Ásgeirsson sem áður hefur gefið út
Hálendisbókina við miklar vinsæld-
ir. Þá eru tvær ljóðabækur nýlega
komnar út eftir tvö af okkar bestu
ljóðskáldum, þá Njörð P. Njarðvík
og Jónas Þorbjarnarson. Þá höfum
við nýverið sent frá okkur í kilju
Ekkert mál eftir Njörð P. Njarðvík
og Frey Njarðarson, Heppin eftir
Alice Sebold og metsölubókina
Belladonnaskjalið. Önnur spennu-
saga, Hveitibrauðsdagar eftir
James Patterson, er væntanleg. Þá
vil ég nefna stórt og merkt verk
sem við erum með í vinnslu, Myndir
á þili eftir Þóru Kristjánsdóttur list-
fræðing. Þessi bók er gefin út í sam-
vinnu við Þjóðminjasafnið og fjallar
um fyrstu íslensku myndlist-
armennina, hina sjálfmenntuðu
kirkjulistamenn sem skreyttu
kirkjur á öldum áður. Þetta verður
glæsilegt tímamótaverk.
Barnabækur eru einnig vænt-
anlegar úr hinum vinsælu bóka-
flokkum um Herramennina og
Stubbana,“ segir Jóhann Páll.
Það sem liðið er af árinu 2005hefur verið blómleg útgáfa hjá
Eddu – útgáfu og út hafa komið
bækur sem hafa vakið umræður og
verið sérlega vel tekið af les-
endum,“ segir Kristján Bjarki Jón-
asson útgáfustjóri. Píslarvottar nú-
tímans eftir Magnús Þór
Bernharðsson kom út í janúar og
veitti íslenskum lesendum kær-
komna innsýn í pólitíska sögu Íraks
og Írans. Þú átt nóg af peningum
eftir Ingólf H. Ingólfsson er nýkom-
in út og hefur fyrsta prentun henn-
ar þegar selst upp. Vísindabókin er
mikið rit um sögu vísindanna sem
hefur verið vinsæl gjafabók og
sama gildir um hina heimspekilegu
og sumpart ögrandi bók Hug-
myndir sem breyttu heiminum eftir
Felipe Fernandez-Armesto. Þriðja
bókin í bókaflokki Alexanders
McCall Smiths um botsvaníska
einkaspæjarann Precious Ram-
otswe, „Siðprýði fagurra stúlkna“,
kom út nú í mars og um leið kom út í
einu bindi þýðing Bjarna Jónssonar
á Blikktrommu Günters Grass.
Þess ber einnig að geta að fjöldi
barnabóka hefur komið út að und-
anförnu: Þriðja bókin í flokknum
um Baudelaire-munaðarleysingjana
eftir Lemony Snicket kom út í jan-
úar, Atlas barnanna hefur notið
mikilla vinsælda, Við förum í saf-
aríferð kom út fyrir skemmstu og
Hugmyndir fyrir sniðugar stelpur,
föndurbók fyrir krakka, koma einn-
ig út nú í mars, svo eitthvað sé
nefnt.
Í apríl og í maíbyrjun er síðan
fjöldi bóka væntanlegur og má þar
nefna kiljuútgáfur af íslensku
skáldsögunum Svartur á leik eftir
Stefán Mána, Bítlaávarpið eftir Ein-
ar Má Guðmundsson, Sakleysingj-
arnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson,
Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason
og Skítadjobb eftir Ævar Örn Jós-
efsson.
Þá koma út í kilju frumútgáfur að
tveimur þýddum metsölubókum All-
ison Paerson Móðir í hjáverkum
sem er íslensk útgáfa metsölubók-
arinnar I don’t know how she does
it sem fjallar á gamansaman hátt
um þær margháttuðu kröfur sem
gerðar eru til nútímakvenna.
Eftir Melissu P. kemur út Hundr-
að strokur fyrir háttinn sem er
ítölsk saga sem náði metsölu í
heimalandi sínu og hefur verið þýdd
á flest Evrópumál.
Tvær frumsamdar ljóðabækurkoma út í vor, Upplitað myrkur
eftir Gyrði Elíasson kemur út 14.
apríl og eftir Aðalstein Ásberg
Sigurðsson og Nökkva Elíasson
kemur út ljóða- og ljósmyndabókin
Eyðibýli. Verk að vinna er heiti
stórrar yfirlitsbókar þar sem kennd
eru öll handtök á heimilinu. Íslands-
sagan í máli og myndum er stækk-
aður og uppfærður Söguatlas í einu
bindi sem stefnt er að að komi út í
byrjun maí. Þetta mikla verk og
fleiri stórvirki sem Edda hefur á
prjónunum í ár verða kynnt betur á
næstunni,“ segir Kristján B. og bæt-
ir við sérstök áhersla sé lögð á
barnabækur í viku bókarinnar í ár
og því ýmsar bækur Astridar Lind-
gern aftur fáanlegar s.s. Kalli á
þakinu, Elsku Míó minn, Bróðir
minn Ljónsharta og Lína á Katt-
areyju.
Vorbækur af öllu tagi
’Mikilvægt er að nýtatækifærið til að undir-
strika nauðsyn þess að
lesið sé fyrir börn og
jafnframt að þau hafi
greiðan aðgang að les-
efni við sitt hæfi. ‘
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/ÞÖK
havar@mbl.is
TAÍLENSK börn skoða hér teikningar jafnaldra sinna
af náttúruhamförunum miklu annan dag jóla við Bang
Maung-hof í Phang Nga-héraði en þess var minnst í
gær að eitt hundrað dagar eru liðnir frá því ógæfan
dundi yfir. Eins og sést á myndunum sjá börnin at-
burðina í margvíslegu ljósi.
Reuters
Hamfarateikningar skoðaðar