Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
Ó.H.T Rás 2
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
ÓÖH DV ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45.
kl. 5, 8 og 10.45.
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
Sýnd kl. 4 og 6 m. ísl tali
Sýnd kl. 4, 6 og 8 m. ensku tali
Sýnd kl. 3.30 m. ísl tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Will Smith er
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára.
S.V. MBL.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
Sýnd kl. 10.20 Sýnd kl. 8
STJARNA myndarinnar Hola í
hjarta mínu, Björn Almroth, og
leikstjórinn Mark Vicente
heimsækja Ísland á fyrstu helgi
Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
arinnar á Íslandi IIFF 2005.
Báðir koma fram á Spurt &
svarað-sýningum mynda sinna
og gefst íslenskum áhorfendum
því tækifæri til að spyrja þá
spjörunum úr.
Almroth er einn af fjórum að-
alleikurunum í nýjustu mynd
Lukasar Moodysson. Hola í
hjarta mínu hefur vakið mikla
athygli og líka hneykslun á
kvikmyndahátíðum. Myndin
fjallar um fjórar utangarðs-
manneskjur, son (Almroth),
pabba og tvo vini hans, sem
kúldrast í lítilli blokkaríbúð við
drykkju og annan ólifnað. Þeir eiga
sér drauma eins og aðrir og ákveða
að heimagerð klámmynd sé rétta
leiðin til að slá í gegn.
Björn er fæddur árið 1986 og því
aðeins 19 ára að aldri og þetta er
hans fyrsta kvikmyndahlutverk.
Hann stundar leiklistarnám í Skar-
holmen og hefur tekið þátt í nokkr-
um leikritum þar. Í frítíma sínum
semur hann tónlist og teiknar.
Vicente er einn af þremur leik-
stjórum myndarinnar What the
#$*! Do We Know? „Enginn vildi
búa þessa mynd til og þegar leik-
stjórarnir fjármögnuðu hana sjálfir,
þá vildi enginn sýna hana. Hver ætti
svo sem að hafa trú á því að mynd
um tilgang lífsins og skammtafræði
gæti gengið? Þeir náðu þó að koma
henni í sýningu í þremur borgum og
smám saman byggði hún upp fylgi
meðal fólks sem gat ekki hætt að
tala um hana eftir að hafa séð hana.
Á endanum var hún sýnd um gjörv-
öll Bandaríkin og komin hátt á vin-
sældarlista. Það er engin leið að
skilgreina þessa mynd því hún á sér
engan líka; blanda af leikinni mynd,
heimildarmynd og teiknimynd með
ótrúlegum tæknibrellum,“ segir í
tilkynningu.
Vicente, sem verður fertugur á
árinu, er aðallega þekktur sem kvik-
myndatökumaður en hann hefur
tekið upp 13 myndir.
Fyrir var búið að tilkynna að
Walter Salles og Lloyd Kaufman
verða einnig gestir IIFF þessa
fyrstu helgi hátíðarinnar. Hátíðin
verður sett á fimmtudaginn með
sýningu á mynd Salles, Motorcycle
Diaries.
Kvikmyndir | Alþjóðlega kvikmyndahátíðin á Íslandi IIFF 2005
Bjorn Almroth mætir á Spurt &
svarað-sýningu á A Hole in my
Heart fös. 8. apríl kl. 22 í
Háskólabíói. Mark Vicente mætir á
What the #$*! do we Know?
laugardaginn 9. apríl kl. 20 í
Regnboganum.
www.icelandfilmfestival.is
Mark Vicente
Björn Almroth, einn aðalleikaranna í hinni mjög svo
umdeildu mynd Moodyssons Et Hål i mitt hjärta.
Tveir gestir til viðbótar
Hola í hjarta mínu
hefur vakið mikla
athygli og
hneykslun á kvik-
myndahátíðum.
DANSKIR fjölmiðlar gagnrýna
margir hverjir tónleikana sem
haldnir voru í Óðinsvéum í tilefni af
200 ára fæðingarafmæli H.C. And-
ersens, óskabarns dönsku þjóð-
arinnar. Í BT gagnrýnir Birgitte
Grue til að mynda að Tina Turner
skuli hafa verið valin til að syngja
„hundgamlar lummur.“
Grue segir að Turner sé „kan-
óna“ á sviði, „en að láta hana hrista
gamla lagið „What’s Love Got to Do
with It“ fram úr erminni er hrein-
lega vandræðalegt. Nafnið á laginu
er í bullandi mótsögn við allt talið
um kærleika og skilning sem var
sameiginlegt þema hjá mörgum
fylgismönnum H.C. Andersens:
Kærleikur hefur ALLT með H.C.
Andersen að gera! What’s Tina
Turner got to do with it? Nothing!
Hugsið ykkur ef hún hefði í staðinn
fengið alla áhorfendur til að kvaka
með í „The Ugly Duckling“, gamla
og yndislega laginu með Danny
Kaye!“
Ulrich talaði dönsku
Að öðru leyti er Grue nokkuð
ánægð með tónleikana; sérstaklega
þátt Lars Ulrich, trommara rokk-
sveitarinnar Metallica, sem talaði
dönsku á sviðinu, einn þeirra sem
fram komu. „Hann lét ekki á sig fá
hræðslu Dana vegna þess að stóra
útlandið fylgdist með í sjónvarpinu.
Þakka þér fyrir, Lars, að hrópa „Til
lykke“ á góðri og gamalli dönsku.“
35.000 gestir voru á tónleik-
unum, sem haldnir voru í Parken
undir yfirskriftinni „Once upon a
Time“, eða Einu sinni var.
Scanpix
Danir voru margir hverjir óánægðir með „gömlu lummurnar“ sem Tina
Turner söng á afmælishátíð H.C. Andersens.
Andersen-hátíð
gagnrýnd