Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
NÝR efnisþáttur, Hljómsveit
Fólksins, hefur göngu sína í
Fólki í fréttum í Morgun-
blaðinu í dag.
Hljómsveit Fólksins er val-
in á tveggja vikna fresti, en
tilgangurinn er að kynna og
styðja við grasrótina í ís-
lenskri tónlist.
Sífellt verður auðveldara að
taka upp tónlist og fjölgar
þeim mjög sem það stunda.
Um leið er ákveðin hætta á
að hæfileikaríkir tónlistar-
menn týnist í fjöldanum, en
með Hljómsveit Fólksins er
reynt að stuðla gegn því.
Hljómsveit Fólksins er í sam-
starfi við Rás 2 og Rokk.is,
en Isidor varð fyrst fyrir val-
inu./47
Hljómsveit
Fólksins
valin í
fyrsta sinn
RÉTT tæp þrjátíu prósent Reykvík-
inga vilja sjá framtíðaraðsetur Há-
skólans í Reykjavík á svæðinu milli
Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, en
Reykjavík hefur boðið háskólanum
þetta svæði til afnota. Rúm sjötíu
prósent Reykvíkinga vilja frekar sjá
útivistar- og afþreyingarsvæði á
blettinum. Þetta kemur fram í síma-
könnun sem IMG Gallup vann í
marsmánuði.
Könnun IMG Gallup náði til um
1.300 einstaklinga í Reykjavík, ná-
grannasveitarfélögum Reykjavíkur
og öðrum sveitarfélögum. Spurt var:
„Reykjavíkurborg hefur boðið Há-
skólanum í Reykjavík framtíðarað-
setur á svæðinu milli Nauthólsvíkur
og Öskjuhlíðar. Hvort viltu að skól-
inn fái að byggja á þessu landsvæði
eða að svæðið verði þróað áfram sem
útivistar- og afþreyingarsvæði fyrir
borgarbúa?“
Í öðrum sveitarfélögum vildi um
fjórðungur aðspurðra að Háskólinn í
Reykjavík fengi að byggja undir
Öskjuhlíð. Fleiri karlar vildu fá HR
undir Öskjuhlíðina en konur. Þriðj-
ungur karla sagðist hlynntur bygg-
ingu háskólans, en einungis fimmt-
ungur kvenna. Þá vildu 38% fólks á
aldrinum 16–24 ára sjá háskólann við
Öskjuhlíðina en var fylgið mun
minna í öðrum aldurshópum.
Lítill munur var á afstöðu fólks
eftir menntun, en um 35% svarenda
þar sem fjölskyldutekjur voru 550
þúsund krónur eða hærri vildu sjá
háskólann rísa undir Öskjuhlíð.
Rúm 70%
Reykvíkinga
vilja ekki HR
í Öskjuhlíð
ALLT starfsfólk skráningar- og
tæknideildar Umferðarstofu var
fjarverandi í gær og verður fjarver-
andi í dag vegna sérstakra starfs-
daga. Starfsdagar eru notaðir í
skoðun á verklagsreglum ökutækja-
skráninga í þeim tilgangi að gera
reglurnar skýrari og þjónustuna
markvissari.
Á meðan hinir föstu starfsmenn
eru í burtu verður starfsemin í
höndum afleysingafólks sem mun
að sögn starfsfólks Umferðarstofu
gera sitt besta til að veita góða
þjónustu. Þó er viðbúið að erfitt
verði að veita fulla þjónustu. Þá
verður lokað á milli kl. 12 og 13 í
dag.
Starfsdagar
á Umferð-
arstofu
LJÓSMYNDARI Morgunblaðsins vissi ekki hvaðan á hann
stóð veðrið þegar hann stakk við stafni í Háskólabíói í gær
til að mynda rússneska fiðlu- og víóluleikarann Maxim
Vengerov á æfingu. Á sviðinu var engan fiðluleikara að
finna, aðeins par að dansa tangó. Við nánari eftirgrennslan
kom hins vegar í ljós að þarna var téður Vengerov á ferð.
Það sem gerir tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands á fimmtudag og laugardag sérstaka er að í einum
kafla víólukonsertsins, sem hann flytur, mun Vengerov
leggja hljóðfærið frá sér og stíga ástríðufullan tangó við
dansfélaga sinn sem kemur með honum eingöngu til þess
að stunda fótafimina. Teknir verða frá nokkrir fermetrar á
sviðinu sérstaklega til þessa.
Maxim Vengerov er óumdeilanlega ein skærasta stjarna
hins klassíska tónlistarheims um þessar mundir og segir
Sváfnir Sigurðarson, kynningarstjóri Sinfóníunnar, að
þessir tónleikar séu einn athyglisverðasti viðburður ársins
hjá hljómsveitinni. Þótt Vengerov sé stoltur eigandi frægr-
ar Stradivariusarfiðlu hefur hann mikið yndi af því að spila
á önnur hljóðfæri og að þessu sinni mun hann handleika
djúpraddaðri systur fiðlunnar, víóluna, sem hann hefur
náð frábærum tökum á síðan hann hóf að leika á hana fyrir
aðeins tveimur árum. „Með víólunni get ég sagt hluti sem
ég get ekki sagt með fiðlunni,“ segir Vengerov. „Tónsviðið
er auðvitað dýpra og neðsti strengurinn er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Að spila á fiðlu er eins og að keyra sportbíl
en að leika á víólu er eins og að vera undir stýri á kraft-
miklum trukki.“ Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er höf-
undur víólukonsertsins Benjamín Júsopov.
Morgunblaðið/Golli
Vengerov
dansar tangó
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Maxim Vengerov sýndi líka glæsileg tilþrif á dansgólfinu á æfingu í gær.
EKKERT lát virðist á áhuga lands-
manna á golfíþróttinni ef marka má
uppbyggingu og áform um stækk-
anir á golfvöllum á höfuðborg-
arsvæðinu og austan Hellisheiðar.
Yfir 30 þúsund manns iðka golf á
Íslandi.
Stefnt er að því m.a. að opna nýj-
an 18 holu golfvöll hjá Golfklúbbi
Þorlákshafnar 1. maí nk. og áform-
að að stækka golfvöll Golfklúbbsins
á Öndverðarnesi í Grímsnesi úr 9 í
18 holur á næstu tveimur árum.
Stutt er einnig síðan völlur Golf-
klúbbsins Kiðjabergi var stækkaður
úr 9 í 18 holur.
Að sögn Friðriks Guðmunds-
sonar, formanns Golfklúbbs Þor-
lákshafnar, kemur stór hluti klúbb-
félaga frá Reykjavíkursvæðinu, og
sömu sögu hafa fleiri formenn
klúbba á Suðurlandi að segja.
Hinrik Hilmarsson hjá Golf-
sambandi Íslands bendir á að golf-
klúbbar á höfuðborgarsvæðinu hafi
ekki haldið í við auknar vinsældir
golfsins og bætt við brautum. Þrátt
fyrir það eru ýmis áform uppi um
uppbyggingu golfvalla á höfuðborg-
arsvæðinu. Golfklúbbur Reykjavík-
ur stefnir að stækkun Korpúlfs-
staðavallar úr 18 holum í 27 fyrir
árið 2009 og Golfklúbburinn Kjölur
í Mosfellsbæ vinnur að stækkun
vallar úr 9 í 18 holur fyrir 2008.
Þá eru hugmyndir uppi um nýjan
18 holu golfvöll í landi Oddfellow-
reglunnar í Garðabæ og eru þær til
skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum.
Margeir Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja-
víkur, segir vinsældir golfsins gríð-
armiklar og til marks um það hafi
aðsókn í Bása, æfingaaðstöðu fé-
lagsins sem opnuð var í fyrra, farið
fram úr björtustu vonum. Á dög-
unum var 4 milljónasti boltinn seld-
ur og yfir páskana voru 200.000
boltar slegnir á fimm dögum. „Mað-
ur sér vorhuginn í mönnum, það
eru margir sem sjá þetta sem val-
kost í golfinu.“
Rúmlega tíundi hver Íslendingur iðkar golf
Nýir vellir í sigtinu
Golfið verður/8
SAMTALS verður varið um 85
milljörðum króna til samgöngumála
á næstu fjórum árum, 2005–2008,
samkvæmt tillögu til þingsályktun-
ar um fjögurra ára samgönguáætl-
un sem samgönguráðherra leggur
fram á Alþingi í dag.
Þingsályktunartillagan tekur til
allra þátta samgöngumála. Verður
um sextíu milljörðum króna varið
til vegamála á þessum fjórum ár-
um, um 17 milljörðum króna til
flugmála, rúmum sex milljörðum
króna til hafnamála og hálfum öðr-
um milljarði króna til umferðarör-
yggismála.
Þá kemur fram að mun meiri
framkvæmdir í vegamálum verða á
síðari tveimur árum tímabilsins, ár-
unum 2007 og 2008. Framkvæmd-
um í vegamálum fyrir tæpa tvo
milljarða króna í ár og tvo milljarða
á næsta ári hefur verið frestað og
koma þau framlög til viðbótar fram-
lögum á árunum 2007 og 2008.
Þannig verða útgjöld til vegamála í
ár og á næsta ári tæpir 13 millj-
arðar króna á hvoru ári um sig en
um 17 milljarðar hvort árið 2007 og
2008.
Framlögum til stofnvega í ár og
á næsta ári verður skipt jafnt á
milli allra kjördæma samkvæmt
þeirri kjördæmaskiptingu sem áður
gilti. Fyrir árin 2007 og 2008 er
hins vegar miðað við nýju kjör-
dæmin og lagt er til að fjármagni
verði skipt miðað við heildarlengd
stofnvega í viðkomandi kjördæmi,
umferð á þeim og lengd stofnvega
með malarslitlagi í kjördæminu.
Í umferðaröryggismálum er með-
al annars ráðgert sérstakt átak
meðal erlendra ferðamanna sem
hingað koma en þeir áttu þátt í
rúmlega 5% af umferðarslysum á
árinu 2003.
85 milljarðar til samgöngumála
Morgunblaðið/RAX
Árin 2007 og 2008 er lagt til að fjármagni verði skipt miðað við heild-
arlengd stofnvega í viðkomandi kjördæmi, umferð og malarslitlag.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
60 milljarðar/4
UNGUR maður framdi rán á pitsu-
stað Dominós við Skúlagötu í
Reykjavík upp úr klukkan 23 í gær-
kvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík ógnaði hann af-
greiðslumanni með sprautunál sem
hann reiddi á loft og hótaði að stinga
hann með. Maðurinn hvarf á braut
eftir að hafa haft eitthvert fé upp úr
krafsinu. Seint í gærkvöldi var enn
leitað að ræningjanum.
Ógnaði með
sprautunál
♦♦♦