Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
FYRIRTÆKI sem vinna að breytingum á jepp-
um hafa vart undan að breyta amerískum pall-
bílum sem fluttir eru inn til landsins um þessar
mundir í miklu magni. Hjá Fjallasporti hefur
verið meira en nóg að gera við slíkar breyt-
ingar síðan í haust og sér ekki fyrir endann á
verkefnunum þar. Reynir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fjallasports, segir að óhætt sé
að tala um bylgju í þessum efnum. Bílarnir
sem um ræðir eru flestir af Ford-gerð en einnig
margir Chevrolet Silverado og Dodge Ram.
Reynir segir að mest hafi samt verið flutt inn
af Ford F-250 og F-350 með dísilvélum, en sá
síðarnefndi er án vörugjalds þar sem hann
flokkast sem vörubíll. Sá böggull fylgir þó
skammrifi að þeir sem ætla sér að aka honum
þurfa að hafa aukin ökuréttindi, meirapróf.
„Þeim er mest breytt fyrir 35 tommu dekk.
Þetta er lítil aðgerð í sjálfu sér. Við hækkum
bílana ekki upp heldur klippum aðeins úr og
setjum brettakanta á þá og kannski stigbretti.
Margir setja hús á pallana og toppgrindur á
húsin. Við erum búnir að breyta tugum svona
bíla eftir áramót,“ segir Reynir.
Breytingin fyrir 35 tommur kostar tæplega
hálfa milljón kr.
Pallbílarnir koma flestir með dráttarbeisli og
Reynir segir að það fyrsta sem þurfi að gera
sé að breyta raftenglinum fyrir evrópska
staðla. Einnig þarf að setja á þá nýja kúluhald-
ara.
„Ég er alltaf að bíða eftir að það verði eitt-
hvert lát á þessu en það hefur ekki orðið
ennþá. Ég hef þurft að spýta í lófana að und-
anförnu,“ segir Reynir.
Fjallasport rekur einnig breytingafyrirtæki í
Noregi, Fjallasport AS, og segir Reynir að þar
hafi líka verið brjálað að gera. Fyrirtækið breyt-
ir þar Nissan-jeppum upp á „íslenska“ vísu.
„Síðasta ár var metár í Noregi. Þar höfum
við breytt 50–60 bílum fyrir 35 tommu dekk,
en mest höfum við verið að breyta SsangYong
Rexton-bílum í svokallaða „varebile“ fyrir
norska markaðinn.“ Samkvæmt norskum
reglum er unnt að skrá jeppa á gul númer, sem
felur í sér mun minni gjöld af bílnum en ella, en
til að það sé hægt verður að fjarlægja aft-
ursætin úr Rexton og búa til rými sem sér-
stakur mælikassi þarf að passa í. Fjallasport
lækkar gólfið í bílnum svo kassinn geti verið í
honum. Arctic Trucks, annað íslenskt fyrirtæki,
er einnig með breytingafyrirtæki í Noregi, en
málin hafa þróast þannig að Arctic Trucks hef-
ur sérhæft sig í Toyota-jeppum en Fjallasport í
Nissan.
Í næstu viku er von á stórum hópi Norð-
manna hingað til lands, eigendum umboðanna
norsku og yfirmönnum fyrirtækjanna, sem
ætla sér á íslensk fjöll á breyttum jeppum í
boði Fjallasports AS.
Bylgja í breytingum
á amerískum bílum
Chevrolet Silverado, breyttur af Fjallasporti. Þessi bíll er m.a. fáanlegur með V8-dísilvél.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ford F-350, kominn á 35 tommur með stigbretti og hús.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brettakantarnir eru íslensk smíði.
JEEP Hurricane vakti mikla athygli
á bílasýningunni í Detroit í janúar sl.
fyrir sína byltingarkenndu fjórhjóla-
stýringu. Nú berst það fjöllunum
hærra að til standi að framleiða bíl-
inn í litlu magni og að meira að segja
hugmyndabílarnir Gladiator og
Compass verði kynntir sem fram-
leiðslubílar innan skamms.
Sagt er að Jeep Hurricane hafi
verið sá bíll sem dró flesta gesti að
sér á bílasýningunni í Detroit. Þetta
er bíll sem getur bókstaflega „snúið
við á punktinum“.
Fyrir utan þetta vakti vélarkost-
urinn einnig óskipta athygli en
Hurricane er með tveimur 5,7 lítra
Hemi-V8 vélum, samtals um 670
hestöfl og 1.003 Nm tog. Hann á að
ná 100 km hraða á innan við fimm
sekúndum, eftir því sem Jeep gefur
upp.
Fjórhjólastýringin á Hurricane er
tæknilegt undur sem ekki hefur áður
sést nema í mjög sérstæðum öku-
tækjum og þá yfirleitt með raf-
magnsmótorum við hvert hjól. Í
Hurricane er átakið frá báðum V8-
vélunum leitt um mismunadrif til
fram- og afturásanna. Hjólin geta
beygt öll í sömu átt eða á móti hvert
öðru. Þetta þýðir að Hurricane getur
í raun snúist um sjálfan sig og
hreyfst eins og skopparakringla.
Ennfremur geta bæði framhjólin
snúið inn á móti hvort öðru og þann-
ig myndað nokkurs konar plóg sem
virkar eins og neyðarhemill. Ekki er
þó víst að þessi búnaður verði í fram-
leiðslubílnum né heldur tvær V8-vél-
ar. Jeep lýsti því einnig yfir á bíla-
sýningunni í New York, sem er
nýlega yfirstaðin, að hafin verður
framleiðsla á Gladiator og Compass
árið 2007.
Þrír nýir
frá Jeep í
framleiðslu
Jeep Compass fer í framleiðslu 2007.
Jeep Gladiator, pallbíll með útlit
Wrangler, fer í smíði 2007.
Jeep Hurricane, með stýringu á öll-
um fjórum hjólum.
HINN margumtalaði og
víðfrægi sportbílahönn-
uður Carroll Shelby og
Ford Motor í Bandaríkj-
unum afhjúpuðu á bílasýn-
ingunni í New York fyrir
skemmstu Ford Shelby
Cobra GT500, sem er afl-
mesti Mustang sem
nokkru sinni hefur verið
gerður. Þótt bíllinn sé
ennþá einungis hug-
myndabíll verður hann
framleiddur til sölu og það
merkilega er að nú þegar hafa verið pantaðir þrír slíkir vagnar í gegnum IB
ehf. á Selfossi, sem í gegnum árin hefur verið stórtækt fyrirtæki á sviði inn-
flutnings á bandarískum bílum. Ekki er þó ljóst ennþá hvenær bílarnir fara í
framleiðslu og því síður hvenær þeir koma hingað til lands.
Shelby Cobra GT500 er 450 hestafla með keflablásara og sex gíra
skiptingu. Hann er hannaður í samstarfi Ford SVT, (Special Vehicle Team),
og Shelby. Við hönnun bílsins var stuðst við Mustang ofursportbílinn sem
Shelby hannaði seint á sjöunda áratug síðustu aldar.
Við afhjúpun bílsins í New York sagði Shelby að hann hefði unnið með
SVT-liðinu í mörg ár og vissi þar af leiðandi að þeir hefðu dug, áræðni og
hæfileika til þess að smíða besta ofur-Mustanginn til þessa.
Shelby byrjaði fyrst að vinna að þróun ofur-Mustangs með Ford árið
1964 þegar til hans var leitað um að leggja sitt af mörkum til þess að
tryggja það að nýr sportbíll fyrirtækisins yrði sem best úr garði gerður. Síð-
an þá hefur hann unnið að nokkrum öðrum Ford bílum, þar á meðal Must-
ang GT500 árgerð 1968, sem einnig var þekktur sem GT-500KR (King of
the Road). Leiðir Shelbys og Ford skildu 1970 og hann hóf m.a. störf hjá
Chrysler. Hann sneri síðan aftur til Ford 2003.
Sportlegur og pínu-gamaldags.
Alvöruvél fyrir alvörubíl.
Shelby-merktur Mustang.
Shelby við bílinn í New York.
Grimmúðlegur með sportrendurnar.
Shelby Cobra. Þrír pantaðir til Íslands.
Íslendingar pantað
þrjá Shelby Cobra