Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 22
22 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar FYRSTA aðgerðin er að sjálfsögðu að þvo bílinn hátt og lágt. Notið bíla- sápu með vaxi, sem fæst á öllum bensínstöðvum og víðar. Hún varð- veitir gljáann í lakkinu. Reynið helst að forðast að nota leysiefni því þau fjarlægja alla bónhúð af lakkinu. Byrjið á því að þvo dekkin og felg- urnar. Úðið felguhreinsi eða tjöru- eða olíuleysi á felgurnar og látið leysinn liggja á felgunum í u.þ.b. tvær mínútur. Notið síðan felgubursta, eða venjulegan uppþvottabursta úr eld- húsinu heima, til að vinna á óhrein- indunum sem hvað fastast sitja á felgunum. Skolið síðan felgurnar með vatni. Látið ekki hreinsilöginn þorna á felgunum. Dekkin á að þvo með sápu og svampi. Á bensínstöðvunum fæst efni sem sprautað er á dekkin eftir að þau hafa verið þrifin sem gefur þeim gljáa og gerir þau eins og ný. Ekki má sprauta þessu efni á dekkin fyrr en eftir að þau eru orðin þurr. Efnið þornar síðan af sjálfu sér á dekkjunum. Spúlið bílinn með vatnsslöngu til þess að losa í burtu öll laus óhrein- indi og sand. Þvoið síðan bílinn með sápu og svampi og byrjið á toppnum og endið niðri. Ef bíllinn er útataður í tjöru eða salti verður fyrst að úða yfir hann tjöru- eða olíuhreinsi, en samt er ekki ráðlegt að gera það nema til standi að bóna bílinn á eftir. Ef það er hlýtt í veðri getur verið þægilegra að þvo aðeins lítinn hluta af bílnum í einu og skola hann síðan með vatni í stað þess að þvo bílinn allan og eiga það á hættu að sápan þorni á bílnum. Að þurrka bílinn Bestur árangur næst með því að nota sérstakt skinn sem selt er á öll- um bensínstöðvum. Skinnin eru til í ýmsum gerðum en þau bestu eru gerð úr ekta skinni. Bíllinn bónaður Byrjið á því að hreinsa og með- höndla alla gúmmí- og plasthluta ut- an á bílnum með efni sem endurnýj- ar litinn á þessum hlutum. Efni af þessu tagi er til á öllum bensínstöðv- um og víðar. Efnið hreinsar þessa hluta bílsins og gefur þeim auk þess gljáa. Það kemur líka í veg fyrir að hvítir blettir myndist á þeim frá bón- inu. Ef þessir hlutar bílsins eru orðn- ir mjög gráir og upplitaðir er hægt að nota sérstakan stuðaraáburð, grá- an eða svartan, á þá til þess að ná aft- ur fram upprunalega litnum. Ef lakkið á bílnum er orðið matt og slitið er ráðlegt að nota lakk- hreinsi áður en bónað er. Lakk- hreinsirinn frískar upp oxíderað (matt) lakk. Bónið að því loknu bílinn með góðu bílabóni. Rispur í lakkinu má fela eða deyfa með því að nota bón í sama lit og lakkið. Bæði bón og lakkhreinsi á aðeins að bera á lítinn hluta af bílnum í einu. Setjið lítið eitt af bóni í grisju og nuddið á lakkið með hringlaga hreyf- ingum. Því meir sem bónið er nudd- að inn í lakkið því betri verður árangurinn. Látið bónið þorna þar til það verður hvítleitt og nuddið það þá af með hreinni grisju. Bón sem fest- ist í bílmerkinu eða öðrum stöðum á bílnum sem erfitt er að ná til, er snið- ugt að fjarlægja með litlum bursta, t.d. tannbursta. Sama aðferð er not- uð þegar lakkhreinsir er borinn á bíl- inn. Sumir nota bónvél bæði til að bera bónið á og nudda það af, sér- staklega þegar notað er Mjallarbón, sem er erfiðara í notkun alla jafna. En þá verða menn að muna að skipta um tusku á bónvélinni eftir að búið er að bera bónið á. Þrif að innan Byrjið á því að ryksuga bílinn vel og vandlega að innan. Notið textíl- hreinsi á sæti og teppi. Textílhreinsi er sprautað á óhreina partinn og efn- inu síðan nuddað inn með rökum klút. Efnið er látið þorna og það síð- an ryksugað í burtu ásamt óhrein- indunum. Plast, vínyl og gúmmíhlutir Notið gúmmí- og plasthreinsi á þessa hluti. Ef þeir eru mjög skítugir getur verið betra að þvo þá fyrst með mælaborðshreinsi. Notið ekki gúmmí- eða plasthreinsi á stýri eða pedala því þeir verða sleipir. Mæla- borðshreinsir kemur líka í veg fyrir að sprungur eða litabreytingar verði á innréttingum bílsins. Þeir sem það kjósa geta líka notað gúmmí- og plasthreinsi sem gefa matt yfirborð. Leðursæti og leðurklæðning í inn- réttingum eru meðhöndlaðar með leðurhreinsi. Efnið er borið á leðrið með hringlaga hreyfingum með hreinum klút. Látið efnið þorna og nuddið af með þurrum klút. Berið fyrst á lítið áberandi hluta til að ganga úr skugga um að ekki verði litabreyting. Efnið dregur úr hættu á því að leðrið upplitist, þorni upp og springi. Vorhreingerning á bílnum Hvað sem Kára og Frosta líður þá er vorið á næsta leiti og við það tækifæri eiga menn að þrífa vetrargrámann af bílnum. Hér verður stiklað á helstu at- riðunum í velheppnuðum þrif- um á þarfasta þjóninum. Spúlið bílinn með vatnsslöngu til þess að losa í burtu öll laus óhreinindi og sand. Morgunblaðið/ÞÖK Það þarf ekki síður að taka bílinn í gegn að innan eftir veturinn. RAUÐUR NISSAN PATROL, ÁRG. 1994 til sölu. Ek. 213 þús. km. Upptekin vél. Ný- skoðaður. Upplýsingar í síma 894 1162. TOYOTA RAF4 ÁRG. 09/96 Ljósgrænsans., ek. aðeins 97 þús., reyk- laus. Einn eigandi. 100% þjónustubók. Staðgrverð kr. 800 þús. Engin skipti. Upplýsingar í síma 892 7121. VOLKSWAGEN GOLF GL 5 dyra, ekinn 173.000 km, árg. 1995. Upplýsingar í síma 821 3770. HYUNDAI ELENTRA GLS 16 A 5 manna kóreubíll, sjálfskiptur, árg. 1993, ek. 113 þús. Ágætur. Samkomulag um verð. Skipti t.d. á ódýrari Toyota Avensis Terra árg. '98, 1800 slagrými, 4 dyra, sjálfsk., ek. 61 þús. Ásett verð kr. 970.000. ABS-hemlar, dráttarkúla, samlæsingar, geislaspilari, innspýting, líknarbelgir, rafdrifnar rúður. Uppl. í síma 694 2544. TIL SÖLU VOLVO V70 01/03 Sjálfskiptur, ek. 34 þús., leður, 17" álfelg- ur, engin skipti. Verð 3150 þús. Uppl. gefur Magnús í síma 899 1121. TIL SÖLU ER SCOUT II Algjörlega óbreyttur fornbíll, sem er í toppstandi. Ekinn 130 þús. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 898 3857. SUZUKI GRAND VITARA 8/2000 Ekinn 82 þús. km., V6, 2500cc, sjálfskiptur, hraðastillir, loftkæling, álf., geislaspilari o.fl. Einn eigandi, reyklaust faratæki. Verð 1.490 þús. Upplýsingar hjá Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000. M.BENZ ML 270 CDI Nýskráður 05/2000. Ekin aðeins 67 þús, sjálfskiptur, leður, aftengjanlegt dráttarb- eisli, hraðastillir o.fl. Er á nýjum heils- ársdekkjum. Toppeintak. Ásett verð 3.390 þús. Engin skipti. Uppl. hjá Bílasölu Selfoss í síma 482 4002. www.bilasalaselfoss.is Jeppar TIL SÖLU GÓÐUR OG VEL MEÐ FARINN Nissan Terrano II Luxury dísel, árg. 2000, ekinn 78 þús. km. Verð 2.180.000. Sjálf- skiptur, sóllúga, útvarp/CD, 31" dekk, dráttarbeisli. 7 manna ferðabíll. Upplýsingar í síma 898 0291. Mótorhjól TIL SÖLU FRÁBÆRT FERÐAHJÓL! Yamaha Royal Star Ventura, árg. '01, ek. 34 þús. km. Verð 1.580.000. Útv./kas., int- com, cruise contr., digitalmælir, 3 farang- urstöskur. Ný yfirfarið og tilbúið í ferða- lagið. Upplýsingar í síma 898 0291. Ýmislegt ÞESSI 14 FETA BÁTUR ER TIL SÖLU án mótors, en með vagni. Verð 350.000 kr. Upplýsingar í síma 893 6983. Bílavarahlutir JEEP GR CEROKEE Nýtt: Ónotaðir toppgrindarbogar auk skíð- afestinga eða veiðistangafestinga. Verð 25 þús. Lítið slitin dekk, 4 stk., Yokohama P225-70R, R16-109S radial. Verð 28 þúsund. Upplýsingar í s. 551 5575 og 660 6618. Bílasmáauglýsingar 569 1111 SUZUKI GRAND VITARA 2004 5 d. sjálfskiptur, álfelgur. Ek. 18 þ. km. Fjarst. samlæsingar. Verð 2.490 þús. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í s. 690 2577. SAVAGE 25 SPEC - 2 PAKKA TILBOÐ Bíll með öllu nauðsynlegu. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is . VW GOLF 9/2000 Sjálfskiptur, álfelgur, ek. 72 þús. Verð 1050 þús. Upplýsingar í síma 691 1944. HYUNDAI GETZ, ÁRG. 2003 Ekinn 54 þús. km., 5 dyra, 5 gíra, blár. Verð 990 þús. Upplýsingar í síma 892 8705.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.