Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 B 11 bílar Toyota Land Cruiser 90 VX, nýskráð- ur 3/1998, ekinn 141 þ. km., sjálfskipt- ur, 3.0 diesel, 8 manna, prófíl beisli, vínrauður. Verð 2.190.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 90 VX, nýskráð- ur 2/1998, hvítur, 33” breyttur, 3.0 diesel, 8 manna, beinskiptur. Verð 1.890.000. Ath. skipti. 421 4888 REYKJANESBÆ Toyotasalurinn - Njarðarbraut 19 - Reykjanesbæ 421 4888 Honda CRV, nýskráður 6/1997, ekinn 122 þús. km., 4x4, orange, sjálfskipt- ur. Verð 920.000. Ath. skipti. Toyota Rav 4, nýskráður 8/2001, ek- inn 60 þús. km., 4x4, sjálfskiptur, silf- urgrár, dráttarkúla. Verð 1.850.000. Toyota Avensis NEW stw, nýskráður 7/2004, sjálfskiptur, blár, krókur, ekinn 18 þús. km., 16” álfelgur. Verð 2.450.000. Ath. skipti. Mercedes Benz ML 270 Turbo diesel, nýskráður 9/2002, AMG útlits- pakki, 7 manna, leður. Töff bíll. Verð 4.690.000. Ath. skipti. MMC L 200 Turbo Diesel extra cab nýskráður 12/2001 rauður ekinn 77 þ km beinskiptur. Verð 1.490.000- ath skipti Lexus RX 300 exe nýskráður 10/2004 ekinn 10 þ km grár krókur heilsásdekk bíll með öllu sjálfskiptur. Verð 5.150.000- ath skipti Toyota Land Cruiser 90 VX, nýskráð- ur 12/2000, ek. 115 þús. km., 33” breittur, leður, sóllúga, aukasæti, spoiler, krókur, filmur o.fl., sjálfskiptur, 3.0 diesel, silfur. Verð 3.400.000. Toyota Land Cruiser 90 VX, nýskráð- ur 5/2000, ekinn 88 þús. km., 33” breyttur, leður, sjálfskiptur, 3.0 diesel, blár. Verð 3.050.000. Mjög góður bíll. Ath. skipti. Nissan Patrol, nýskráður 10/1998, 2,8 Turbo diesel, intercooler, ekinn 140 þús. km., beinskiptur, 44” breytt- ur. Aukabúnaður. Verð 3.860.000. Lán getur fylgt. Ath. skipti. Toyota Avensis NEW stw, nýskráður 8/2003, sjálfskiptur, vínrauður, ekinn 24 þús. km. Verð 2.290.000. Ath. skipti. Toyota Rav4, nýskráður 12/2000, blár, 4x4, sjálfskiptur, ekinn 70 þús. km. Verð 1.790.000. Ath. skipti. Einn eigandi - toppbíll. Nissan Patrol, árg. 1996, ekinn 191 þús. km., 2.8 diesel, 7 manna, svartur, beinskiptur, nýbreyttur fyrir 39,5”, ný dekk, kantar, felgur, kúpling og kassi. Mikið endurnýjaður. Verð 1.800.000. NÝ Mercedes Benz-bifreið í S-flokki verður búin skynj- urum, sem ætlað verður að auka öryggi. Þeir eiga einn- ig að hjálpa til við að bremsa. Bíllinn verður meira að segja það fullkominn að hægt verður að aka honum ljóslausum í niðamyrkri. Í mælaborðinu verður skjár og myndgæðin verða, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði vikuritsins Der Spiegel, svipuð þeim, sem voru í svart-hvítum sjónvarpstækjum á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Ný innrauð leysigeislamynda- vél, sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, hefur gert þetta mögulegt. Ekið eftir skjá Tímaritið spyr hverjum þetta eigi að koma að gagni og hvort nú megi búast við því að ökumenn blússi af stað í vetrarfrosti án þess að skafa af rúðunum og láti sér nægja að horfa á skjáinn í bílnum. Framleiðend- urnir benda hins vegar á að tækinu sé einungis ætlað að vera til stuðnings, til dæmis þegar ökumaður blind- ast af ljósum bíla, sem koma á móti, eða þegar ekið er í svartaþoku. Búist er við því að hin nýja útgáfa flaggskips Merce- des Benz komi á markað í haust og verður hún búin mjög flóknum öryggisbúnaði og bendir Der Spiegel á að hvað sem líði vandamálum hins virta bílaframleið- anda sé ekki deilt um forustu og frumleika fyrirtæk- isins á sviði öryggistækni. Blaðið tekur þó fram að svo miklar framfarir hafi átt sér stað í öryggismálum undanfarið að nú sé svo komið að flestir bílar séu mjög vel búnir þannig að erfitt sé að nýta hina tæknilegu möguleika miklu betur. Tækni- menn Mercedes Benz vonast til þess að nú muni þeir ná forskoti á samkeppnina með betri skynjaratækni, sem verður falin fyrir aftan grillið framan á bílnum. Honum verður ætlað að sjá, vara við árekstrum og ef hægt er koma í veg fyrir þá. Í bílnum verður annars vegar notuð ratsjá, sem þeg- ar er fyrir hendi og sýnir hindranir á veginum í allt að 150 metra fjarlægð. Sú tækni notast við hátíðni eða 77 gígarið og dugar því aðeins til að nema hluti, sem eru lengra burtu en 30 metrar. Þegar nær dregur verður hún of ónákvæm og þá taka við nokkurs konar 24 gíga- riða ratsjárlesgleraugu, svo notað sé orðalag Der Spiegel. Bílaframleiðendum hefur nú verið leyft að nota þá tíðni, en hingað til hefur hún verið notuð í gervi- hnöttum. Fyrir vikið er bíllinn sagður eiga auðveldara með að skynja hættur og taka til dæmis fyrr eftir því en bílstjórinn ef bílstjóri flutningabíls ætlar að svína inn á sömu akrein og hann er á. Í blaðinu Automotive New Europe segir að 24 gígariða kerfið muni einnig aðstoða bílstjórana við að taka eftir bílum í „blinda blettinum“, hjálpa til við að skipta um akrein, vara við árekstrum bæði að framan og aftan, nema gangandi vegfarendur og aðstoða við að leggja bílnum. Þar kem- ur fram að ýmsir aðrir bílaframleiðendur séu einnig að vinna að kerfi með notkun þessarar tíðni og því sé ólík- legt að Mercedes Benz muni lengi hafa markaðinn út af fyrir sig. Bremsar fyrir bílstjórann Tæknimenn Mercedes Benz segja að tæknin muni þó ekki taka völdin af ökumanninum, hún muni virða óskir hans og hjálpa honum að fá þær uppfylltar. Bílnum er sérstaklega ætlað að hjálpa bílstjóranum þar sem hann er veikastur fyrir. Flestir bílstjórar veigra sér við að stíga af fullum krafti á bremsuna jafn- vel þótt mikil hætta steðji að og glata þannig verðmæt- um metrum. Níu ár eru síðan Mercedes Benz kynnti til sögunnar tækni til að aðstoða við að bremsa og var henni ætlað að bæta upp fyrir þessa sálrænu bremsu á bílstjórum. Þar var um að ræða skynjunartækni, sem nam vilja bílstjórans þegar hann steig á bremsuna og bremsaði sjálfkrafa. Þó eru sumir bílstjórar þannig að þeir bremsa svo laust að þeir virkja ekki skynjarann í bremsunni. Þar kemur ratsjáin til sögunnar. Kerfið er þannig uppbyggt að skynji það hættu grípur það í taumana um leið og ökumaðurinn snertir bremsuna og bremsar af fullum krafti. Gæti dregið úr slysatíðni DaimlerChrysler fól 100 manns að taka þátt í tilraun í ökuhermi þar sem virkni nýja kerfisins var borin sam- an við gamla kerfið. Slysatíðnin minnkaði úr 44 í 11%. Í Der Spiegel segir að tækið yrði enn skilvirkara ef það gæti bremsað áður en bílstjórinn stígur á bremsuna. Mercedes Benz mun bjóða upp á algjörlega sjálfvirkan neyðarhemil í vörubílum á næsta ári. Hins vegar er auðveldara að víkja í einkabíl og því ekki hægt að skera úr um það með vissu að aðeins megi koma í veg fyrir slys með því að bremsa. „Þegar við verðum algjörlega viss munum við einnig láta einkabílinn bremsa sjálf- krafa,“ segir Thomas Breitling, sem stjórnar þróun ör- yggiskerfanna hjá Mercedes Benz, í samtali við Der Spiegel. Nýja 24 gígariða ratsjáin fylgist með umhverfi bílsins að framan með 80° sýn til hliða og 30 metra framundan. Með gleraugu í grillinu Umfangsmiklar prófanir hafa verið gerðar á bílnum beggja vegna Atlantsála með þessum nýstárlega búnaði. Glerauga í grillinu — búnaðurinn var settur í 24 bíla sem prófaðir voru í Evrópu og Bandaríkjunum og eknir meira en 380.000 km. Ratsjárbúnaðurinn var prófaður í eitt ár í leigubíl í Stutt- gart þar sem honum var ekið um 40.000 km í þungri borgarumferð. Hér eru sérfræðingar Mercedes-Benz að lesa út úr mælingum sem gerðar voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.